Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, miðvikudaginn 28. september 1961). að eitt sinn var hún smygl- ari. Giorgino situr þögull við hlið hennar og að þessu sinni er það hið gáfulegasta sem hann getur gert. Settambre er lokaður inni i káetu skipstjórans og spilar með teninga. Hann vinnur alltaf. Hann fær tólf i hverju einasta kasti. Lögfræðingurinn og vitnin sofa og borða, borða og sofa. Clotilde hefur dregig sig í hlé í klefa sínum. Hún er í döpru skapi. Hún sér Neva- slippe í huganum, kyrrlátar göturnar, vinkonurnar, og vinina — hún þekkir þá ná- kvæmlega og öll þeirra við- brögð. Endrum og eins mun hún hitta Filimario, og hann mun heilsa henni kæruleysis lega. Allt verður eins oð það var áður, og örlög Filimario heita ekki lengur Clotilde. Og Filimario? Fiiimario er í döpru skapi, hann sér fyrir sér Nevaslippe og kyrrlátar göturnar, og fólkið sem hann þekkir svo, að ekkert sem það gerir kemur honum á ó- vart. í raun og veru er hann hammgjusnauöasti maður heims. Hann er fórnarlamb síns eigin viljastyrks. Allur heimurinn ilmar af laxer- olíu. Ævintýrið er á enda. Clot- iide er á ný orðin ungfrú Troll, ríkur erfingi, hugsunar laus stelpukrakki, sem hann kemur til með að rekast á við og við. Stelpugreyið. Fili mario kennir jafnvel í brjósti um hana. Setjum nú svo, að hún væri hrifin af honum í alvöru? Það væri alltof erfitt fyrir hana. — Við skulum vona, að hún sé ekki alvarlega hrifin af mér, hugsaði hann. Og snekkj an skríður yfir hafig i glamp andi sól og silfurbjörtu tungls ljósi. Clotilde forðast augna- ráð annarra, eins og skóla- stelpa sem er staðin að því að hafa rangt við. Svo kemur ag þvi að kvöld nokkurt um sólarlagsbil til- kynnir skipstjórinn: — Nevaslippe. Leiðin&i á ný — Heita örlögin Ketty? — Giorgino og Ketty voru síð ust í land. Áður en skipstjór- inn hleypti hinu nýtrúlofaða fólki í land, varð að bjarga vegabréfsleysi Kettyar með nokkur þúsund frónkum- i GIOVANNI GUARESCHI Leykfélag Reykjavíkur. Austurbæjarbíó. Clotilde Troll 40 Lögfræðingurinn og vitnin hurfu undir eins. — Vér erum yður til þjón ustu um leið og þér ,óskið sagði lögfræðingurinn um leið og hann setti annan fótinn á landgöngubrúna, og Fili- mario kinkaði kolli, alvarleg ur í bragði. Næstur var Settambre, en áður en hann fór i land, faðm aði hann Filimario að sér og brast í grát. Svo kom Filimario, og á eftir honum kom Clotilde. Hún gekk mjög hægt. — Verið þér sæl, ungfrú Trll. — Verið þér sælir, herra Dublé. Það lá við að Clotilde hvísl aði. Hún beið titrandi eftir því, að Filimario bætti ein- hverri kuldalegri athugasemd við, en Filimario var maður kurteis og vissi hvað við átti. Filimario hafði peninga í í vasanum, fjögur hundruð dollarana, sem Ketty rétti honum með sígarettunum um kvöldið sem hann fór frá ’ New York. Hann fékk þeim; skipt og flutti á hótel. ! Hve marga daga myndu þeir | peningar endast? Og hvað svo? Þá væri ekki um annað að ræða en drekka helvítis laxer olíuna. Það væri hlægilegt! Hvernig gat móðir hans fund ið upp á nokkru svo hlægi- legu? Það var svo fáránlegt að hann myndi aldrei gera það. Andrúmsloftið í Nevaslippe gaf Filimario á ný alla þver- móðsku undanfenginna Du- bléa. — Og svo er það stúlkukind in, hvers vegna lætur hún sér detta svona lagað í hug? spurði Filimario sjálfan sig. Þannig liðu einn, tveir, þrír óhemju leiðinlegir dagar. Um kvöldig gekk Filimario af til- viljun fyrir framan hið stóra og fagra hús Troll-fjölskyld unnar. Eg myndi bara hafa gaman af þvi, að Clotilde kæmi út núna, hugsaði hann. — Hver veit, kannske er hún ekki eins vitlaus og hún var. Það eru liðnir nokkrir dagar síð- an síðast. En Clotilde kom ekki út. Hún var í herberginu sínu og kjökraði með andlitið í kjöltu Kettyar, en Ketty hristi höf- uðið reiðilega og sagði: — Veslings barn! Hvað karl menn geta verið ómerkilegir! 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Óperettulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá Árósum: Samfelld dagskrá í tali og tónum. — Ólafur Gunn arsson sálfræðingur tók saman efnið og á m.a. viðtal við Christian Westergárd-Nilsen prófessor o. fl. Tónleikar: Sænska útvarps- hljómsveitin leikur sænsk al- þýðulög. Upplestur: Heiðdís Norðfjörð les kvæði eftir Ðavíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Fréttir og veðurfregnif. Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana“ eftir Graham Greene; XXIII. (Sveinn Skorri Höskuldsson). „Um sumarkvöld“: Franz Völk- er, Elsa Sigfúss, E.K.-hljóm- Yma Sumac, Claudio Villa,, Deborah Kerr, Bengt Hallherg, Juliette Greco og Ray Anthony og hijómsveit hans. 23,00 Dag&krárlok. 21.15 21.45 22.00 22.10 22.30 Deleríum Búbónis 151 sýning í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11.30. Aðgöngu- miðasala frá kl. 2. Sími 11384. Allra síðasta sinn. Allur ágóði rennur í húsbyggingas.ióð L.R. Sendisveinar óskast, fyrir og eítir hádegi. Þurfa að hafa hjól. Afgreiðsla TÍMANS. *VV*V V V V " Blaðburður Tímann vantar unglinga til blaðburðai í eftirtalin hverfi. VOGANA LANGHOLTSVEG LAUFÁSVEG. Afgreiðsla TÍMANS. Hafnarf jörður. Hafnarfjörður. Blaðburður Nokkur börn vantar til blaðburðar. Upplýsingar á Arnarhrauni 14. Sími 50374, V*'V«V*V*‘ Sendisveinn TÍMANN vantar sendisvein fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól. Afgreiðsla TÍMANS. IV*V*V>V«V,V*V‘V‘V»V*V*V>V»V*V«V»V»V*'V«'V>-V*’\.«'\.‘’V.»'N.*V«'V»'\.*> EIRÍKUR VÍÐFÖRLl og FÓRN SVÍÞJÓÐS 26 Ræðarar Eiríks konungs sigla skipinu óhindrað inn í víkina. Síð- an segir Eii’íkur við hermenn sína: — Þegar við nú stígum á land, er það til að frelsa Hrólf og hefna okkar á þeim, sem námu ihann á brott. Við verðum að gæta þess að orsaka ekki hávaða — við vitum ekki nema okkur sé búin gildra. Ervin spyr föður sinn, hvoi’t hann megi fara með þeim, en Ei- ríkur hristir höfuðið: — Nei, enn ertu ekki fullgi’ldur hermaður. Ég óska eftir því, að þú verðir’ hér um kyrrt og gætir skips okkar — með því móti hjálpar þú mér bezt. Er Norðmennirnir yfirgefa hann, horfir Ervin á eftir þeim dapur í bragði. Jafnvel tilraun Pum-Pum til að lífga hann upp með því að benda honuim á, hversu ábyrgðar- mikil staða þeirra er, mistekst. Smám saman færast Eirikur nær klettunum, ásamt mönnum sínum. Bálið ber því vitni, að einhverjir hafa lifað skipbrotið af, en hvar eru þeir? Þá stirðnar hann upp — óp rýfur kyrrðina, og hann heyrir Ervin hr'ópa: — Pabbi! Hjálp!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.