Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 11
TIMIN N, miðvikudaginn 28. september 1960. 11 vinnur sigur Sigurður Enn bætist í hóp þeirra söngvara hérlendra, sem geta sér orð erlendis fyrir söng sinn. Sé hið þjóðkunna orðatiltæki „miðað við fólksfjölda" notað (sem vissulega á óvíða jafn- mikinn rétt á sér og hér), mætti með sanni kalla íslendinga söngþjóð. Sá yngsti þeirra, sem hafa lagt fram sinn skerf til þess að réttlæta þetta, er Sigurður Björnsson, ungur Hafnfirðing- ur, sem íslendingum er þegar að góðu kunnur. Varð hann landi sinu til mikils sóma á al- þjóðlegri sönglistarsamkeppni i Hollandi í sumar, þar sem hann vann önnur verðlaun. Sigurður er nýkominn til landsins í leyfi, og notaði blaðið því tækifærið til að inna h,ann nánar eftir þessu. — Hvernig atvikaðist það, að þú tókst þátt í þessari keppni, Sigurður? — Það var fyrir atbeina kenn- ara mins, próf. Gerhai'd Hiisch í Munchen. Það hefði ekki hvarfl- að að mér að fara, ef hann hefði ekki beinlínis hvatt mig til þess. Ekki bjóst ég samt við því að komast í úrslit, gekkst bara inn á þetta, því að Holland liggur ekki mjö'g úr leið, og ég ætlaði að fara heim hvort eð var. — Hvar fór keppnin fram? — í Hertogenbosch, sem ber titilinn „Tónlistarborg*1. — Voru þátttakendur margir? — 104, frá 14 löndum alls. — Og hvernig var keppninni hagað? — Það var keppt í hverri rödd fyrir sig. Allir þátttakendur urðu að syngja eitthvað úr öllum grein um sönglistarinnar, þ.e.a.s. ljóð, óperur og óratóríó. Þetta er í rauninni afar óvenjulegt, yfirleitt fara söngkeppnir þannig fram, að keppt er annað hvort í óperufag inu, eða konzertfagi, en til þess telst bæði ljóða- og óratóríó- söngur. — Það eru ekki nema tiltölu, VOPNIN KVÖDD (A Farewell fo Arms), eftir samnefndrl skátd- sögu Hemingways. Aöalhlutverk: Rock Hudson, Jennlfer Jones, Vlttorlo de Slca. Leikstjóri: Charl es Vldor. Sýningarstaður: Nýja bíó. Söguþráð þessarar kvikmyndar er óþarft að rekja, hann mun flestum, sem komnir eru til vits, kunnur, en skáldsaga Heming- ways, sem er grundvöllur kvik- myndarlnnar, kom hér út í snilld arþýðingu Laxness meðan það var enn til siðs hjá almenningl að lesa bókmenntir. Skáldsagan hefur sérstakt bókmenntagildi fyrlr íslendlnga, en það fer ekkl á mllli mála að engln af þeim Hemingwayþýðlngum, sem hér hafa séð dagslns Ijós, eru jafn lega fáir, sem eru nokkurn veg- inn jafnfærir á öllum sviðunum. Hvað söngst þú? — Ég söng aríur úr Jólaóra- tóríinu eftir Bach, sem flutt var hér á árunum, ennfremur úr Mattheusarpassíunni. Svo söng ég aríur úr Don Giovanni og Töfraflautunni eftir Mozart, og ljóð eftir Sehubert og Schumann, úr „Die schöne Miillerin“ og „Dichterliebe“. Annað var það víst ekki. — Og þætti þó sumum nóg. Þú fékkst sem sagt 2. verðlaun tenóra. Hver fékk 1. ver'ðlaun? — Enginn. Þeim þótti rétt að veita engin fyrstu verðlaun, en við vorum tveir," sem fengum önnur verðlaun. Og í alt voru engin verðlaun veitt. Þess má kannski geta, að undan farin fjög ur ár hafa engin ver’ðlaun verið veitt þarna fyrir tenóra. — Hver voru verðlaunin? vel af hendi leystar, að þýðingu Stefáns Bjarmans á Hverjum klukkan glymur, ólastaðrl. ÞAÐ ER ÞVÍ FREMUR raunalegt að verða þess áskynja, að kvlk- myndun þessa ágætisverks hefur misheppnazt. Myndin of lang- dregin og leikurinn sem heild braugðdaufur. Þó verður ekki annað sagt en Rock Hudson fari snoturlega f hlutverki hins unga Frlðriks Hinriks, sjálfboðaliða. Vittorlo De Sica er góður í hlut- verki Rínalda, en hjá Jennifer Jones í hlutverki Katrínar ber mest á kjánalegum munngeifl- um. Þessi kvenmaður, sem ástund um hefur reynzt vera slöttungs- mikil leikkona, er afkáraleg í hlutverkl sínu. Það eina, sem mætti segja henni til lofs, er að f lok myndarinnar tekst henni fremur vel upp sem líki. Sigurður tekur upp skraut- ritað plagg og ver'ðlaunapening. — Auk þess fékk ég sem svar- ar 5.000,— krónum íslenzkum í peningum, eða 500 gyllini hol- lenzk. — Og kannski tilboð einhvers staðar frá? — Ja, það kom til mín leikhús- agent frá Miinchen, sem þarna var staddur tQ. þess að næla sér í söngvara. Ég varð að lofa hon- um að gefa mig strax fram við hann, þegar ég kæmi út aftur. — Mundi þig langa til að taka einhverju tilboði frá honum? — Það fer alveg eftir því, hver þau væru. Satt að segja hef ég meiri áhuga fyr'ir konzert-sviðinu en óperu. En það er ekki þar með loku fyrir skotið, að maður gæti reynt sig eitthvað í óperum líka. — En nú ætlar þú að læra MYNDATAKA ER víða með ágæt- um en fitirnir skemma og falla illa að efninu. Þessl kvikmynd hefði átt að vera f svörtu og hvftu en ekki með litblæ frumskóga- og dýralífsmynda. Einstakar vel- heppnaðar sviðssetningar elns og undanhald ítala, eru heldur ekki nóg til að bæta fyrlr daufan sam- leik, enda þar fyrst og fremst um tæknileg atriðl að ræða. Forráðamenn kvikmyndahúss- ins ættu að gæta þess að hafa ekki fréttamyndir og hrafl úr næstu kvikmynd á undan þessarl sýningu. Nóg er samt. Frétta- kvikmyndir eru velþegnar, þegar um venjulegan sýningartíma er að ræða, en sýningartimi alls er í þessu tilfelli tvær klukkustund- ir og þrfr stundarf jórðungar. Með þvi að hefja aðalsýninguna strax værl sýningartími styttur að mun. B.Ó. meira. Hvað hyggstu halda lengi áfram enn? — Eitt ár, hef þegar verið í fjögur. — Tekurðu þá eitthvað loka- próf? — Nei, það hefur enga prakt- íska þýðingu fyrir mig, og þeir hafa heldur ekki ráðlagt mér það frekar, yfirmenn skólans. — Þetta er nokkuð stór tón- listarskóli, er ekki svo? — Ég gizka á, að þeir séu eitt- hvað á 6. hundrað, nemendurnir við hann. Hann hefur á mörgum prýðilegum kröftum að skipa, og sízt er próf. Hiisch þeirra lak- astur. — Hvernig stóð á því, að þú fórst tii hans? — Það á ég dr. Victor Urban- cic að þakka. Hann skrifaði próf. Husch algerlega ótilkvaddur, þegar ég fór utan fyrst, mælti með mér við hann og bað hann fyrir mig. — Fóru fleiri nemendur skól- ans á samkeppnina? — Nei, ég var einn. — Þú ert í nokkurs konar sumarfríi hér heima núna, eða ætlarðu kannski að gefa fólki kost á að heyra til þín? — Það hefur ekkert verið á- kveðið um það enn. — Þú hefur komið fram er- lendis? ' — Já, á Spáni. Þangað fór ég ásarnt nokkrum öðrum, m.a. próf. Hiisch, og söng í Mattheusar- passíu Bachs, Sköpun Hadyns og 9. sinfóníu Beethovens, svo í Prag, en þangað fór ég með nem- endum Tónlistarskólans hér, og hélt ljóðatónleika. Og í vetur söng ég í Mozart-Reqiemi í Ham- borg. — Og hvað tekur nú við, þegar út er komið? — Ég á strax í haust að syngja á skólakonzert í MUchen. — Með öðrum? — Nei, einn. — Er það ekki sjaldgæft? — Það er reyndar í fyrsta skipti, sem söngnemandi við skólann faer að halda sjálfstæða tónleika. Ég syng ljóðaflokkinn um fögru malarastúlkuna. Mér finnst tónlistin vera eitthvað heil- agt, sem ég verði að meðhöndla sem slíkt, helga mig al- gerlega, segir Sig- urður Björnsson. — Það má kallast heiður. Og svo? — Svo verð ég við skólann, nema hvað ég skrepp sennilega til Spánar rétt fyrir jól, til að syngja í Jólaóratóríinu eftir Bach. — Það bíður þín sem sagt nóg. En hvað hyggstu fyrir síðar meir’? — Það er ekki gott að segja. Mig langar inn á konzertfagið, eins og ég var búinn að segja þér — nú, og mig langar heim ... — Þú tókst snemma að helga þig tónlistinni? — Já, hún hefur átt hug minn, síðan ég komst til vits og ára. Mínum tilfinningum gagnvart tónlistinni er raunar líkt farið og fram kemur í orðum þeim, sem tónskáldinu í óperunni Ariadne auf Naxos eru lögð í munn. Hann svarar spurningunni „Was ist Musik?"“ á þennan hátt: „Tónlist- in er sú heilaga list, að. safna saman öllum dyggðum, eins og englum um skínandi hásæti. Þess vegna er hún hin heilaga meðal listanna, hin heilaga tónlist.“ Það er einmitt þetta, sem ég hef svo sterkt á tilfinningunni. Að tónlistin sé eitthvað heilagt, eithvað, sem ég verð að helga mig, sem ég verð að leggja mig allan fram við, sem ég get ekki ger't annað en mitt bezta úr. Orðsending frá Byggingarsamvinnufélagi Reykjavíkur. Kjallaraíbúð í Laugarneshverfinu er til sölu. Eign- in er byggð á vegum Byggingarsamvínnufélags Reykjavíkur og eiga félagsmenn forkaupsrétt að íbúðinni lögum samkvæmt. Þeir félagsmenn, sem vilja nota forkaupsréttinn skulu sækja um það skriflega tii stjórnar félagsins fyrir 5. október. Stjórnin. Borgarstjórlnn í Muziekstad Hertogenbosch afhendir Sigurði verðlaunin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.