Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 6
b T í M I N N, fimmtudaginn 20. október 1960. SJÖTUGUR: Benedikt Btrisiíáííssen Höfðavegi 20, Húsavík Þann 14. október varð s'.jötugur Benedikt Kristjánsson, Höfðavegi 20, Húsavík. Benedikt er fæddur á Höskulds- stöðum í Reykjadal 14. október 1890. Foreldrar hans voru Hansína Guðbjörg Sigmunasdóttir og Kristján Kristjánsson og voru þau hjónin í húsmennsku hjá Þorbergi Hallgrímssyni, þegar sveinninn fæddist. Árs gamall fluttist Bene- dikt með foreldrum sínum i Hraungerði í Aðaldal Þar bjuggu foreldrar hans um átta ár og fluttu þá að Hrútsstöðum í sömu sveit og síðan að Núpum. Sjö stystkini eign aoist Benedikt og eru fjögur þeirra enn á lífi. Ljúffeppr og fljótgerður úrvals drykkur. Mjólk og nýtt Jakob, bróðir Benedikts tók við búi foreldra sinna að Núpi, en þar dvaldi Benedikt, til þess að hann giftist árið 1918. Konu sína, Sigur- hónnu Steíansdóttui frá Hellu- landi í Aðaldal, missti Benedikt íyrir tveim árum. Fyrstu tvó búskaparár sín áttu þau, Benedikt og Sigurhanna, heima á Hellulandi. Þá fluttu þau að Héðinshöfða á Tjörnesi og síðan í Héðinsvík í sömu sveit. í Héðinsvík bjuggu bau allf til á’sins 1934, en fiuttu þá til Húsa- víkur. Á Húsavík hefur Benedikt att heima síðan og stundað ýms störf. Mest hefur hann unnið að húsbyggingum og var um skeið verkstjóri Húsavíkurbæjar. Bene- crkt hefur-alltaf verið og er enn mjög verklaginn maður. Þau Sigurhanna og Benedikt eignuðust þrjá syni, sem allir eru giftir og búset'tir á Húsavík. Bene- öikt dvelur nú hjá Kristjáni syni sínum. Húsavík, 13/10 1960 Þormóður Jónsson. Tsl sölu Standlampi. Ijósakróna, vaskur, masor.it o. fl að Álfhólsvegi 16a. eftir kl. 9 síðd. Nýjar kvöldvökur frá upphafi til sölu Uppl. í síma 12323. INSTANT Qcomalt! ÞAÐ tekur ySur aðeins augnablik. að búa til bezta súkkutaði-cocomalt, sem bæði börnum og fullorðnum finnst hreinasta sælgæti. Framreiðist heitt — eða kalt með mat, eða milli máltíða. INSTANT COCOMALT inniheldur vítamín og önnur mikilsverð næring- arefni. — REYNIÐ ÞAÐ ÞEGAR I DAG — ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til allra þeírra, sem heiðruðu mig og sýndu mér margvíslega vinsemd á sjötugs- afmæli mínu 8. október s.l. Jón Gunnlaugsson & Það ar liðið á annað ár frá því aó rit þetta kom út. En það befur minna verið getið um það í blöðum en það á skilið Rit þetta, sem er 368 b!s. að stærð, geymir merka og mjög sérstæða sögu. Sögu, sem hlýfui' jafnan að verða talinn merkur kapítuli í skólasögu þjóðarinnar. Héraðsskóimn á Laugarvatni var settur i fyrsta sinn hinn 1. rcv. 1928. Fyrsta árið var skóla- stjóri þar séra Jakob Ó. Lárusson, eldheitur áhugamaður. Hann vildi koma á lýðháskóla í hverjum lands fjórðungi. Hugsjón hans var: „í skólunum skyldi starfa vaxandi menn, þjálfaðir við bóknám, íþró'tt ir og vinnu. Þar skyldu ungir menn finma uppsprettu sannrar menntunar og teyga af hinum tæru l-r.dum fegurðarinnar. Þar skyldi ættjarðarást gróðursett í hugskoti hvers nemanda og unga fólkið öðl- ast trú á landið og áhuga á fram- tíð þess og þjóðarinnar." Vegna heilsubrests mun séra Jakob hafa látið af skólastjóra- slarfinu, en við því tók, haustið 1929, Bjarni Bjarnason, sem áð- ur hafði verið skólastjóri barna- skólans í Hafnarfirði og getið sér þar mjög góðan orðstír. Var hann síðan skólastjór; héraðsskólans á Laugarvatni í 30 ár og reyndi eftir megni að framkvæma hug- sjónir sínar og fyrirrennara síns um skólahald. Bjarni gerði Laugarvatn að merku skólasetri og vann þar stór- virki. Bjarni var í senn mikill athafnamaður, ótrauður og kjark- mikill baráttumaður og áhugasam ur skólamaður, er vildi gera nem- e.idur sína heilbrigðaristenŒuítiiugs' un og athöfnum, þjóðbollahogRddg- lfcga. Jafnframt skólas'tjórn rak hann stórbú á jörðinni, er hann síjórnaði. En búið var lengst af eign skólans. Á sumrin rak skól- ir.n hótel í húsakynnum sínum og var það fjöisótt. Jarðræktarfram- Kvæmdir sxólans voru miklar og s'kógur var ræktaður. í öllu þessu BÆKUR OG HOFUNDAR Bjarni Bjarnason: Laugarvatns- skóli 30 ára var skólas'tjórinn lífið og sálin og yfirstjórnandi. Er hann lét af sKólastjórn var komið skólaþorp á Laugarvatni, auk héraðsskólans var þar íþrjttakennaraskóli, barna skóli, húsmæðraskóli og mennta- skóli. Bjarni hafði vei'ið forgöngu maður að stofnun allra þessara ssóla. Hann var um allmörg ár þ ngmaður Árnesinga. Ekki þykir rnér ólíklegt, að þingmeinnskia skólas'tjórans hafi orðið héraðs- skólanum til tjóns að einhverju leyti, þar sem skólinn var fjöl- mennur heimavistarskóli, en aftur á móti gefið konum aðstöðu til Stúlka óskast á saumastofu. Sími 32529 Ungahænur til sölu : Auðsholti, Olfusi. Sníðið og sammið sjáifar effir BJARNI BJARNASON útvegunar á fé fil hinna risa- vöxnu framfara á Laugarvatni. Er Bjarni lét af skólastjórn hsfði hann tekið saman rit það, sem hér er minnzt á Hefur samn- mg þess tekið hann mikinn tíma. En Bjarni Bjarnason er einn þeirra manna, sem skilar ekki venjulegu dagsverki, heldur vinn- ur á við fvo meðalmenn og jafn- vel fleiri. Hann hefur ekki eytt ævi sinni til fánýtra hluta, svo sem í drykkjur og drabb. Hann hefur verið bindindismaður alla ævi. Hann hefur verið sístarfandi við skyldustörf sín og framkvæmd hugsjóna sinna. Fyrsti kaflinr, í riti því, sem hér er minnzt á, nefnist: Laugar- vatn í Laugardal. Er hann ritaður al Benedikt Gíslasyni, fræðimanni frá Hofteigi. Rekur hann í stuttu máli sögu Laugarvatn allt firá þeim tím aer Norðlendingar og Sunnlendingar voru skírðir í Reykjalaug í Laugardal, er þeir riðu af Alþ. árið 1000 og þar til Laugarvatn verður skólasetur. Ann ar kaflinn, Vígðalaugin, er skráður cí Ragnari Ásgeirssyni. En Vígða- laugin er laug sú, þar sem skírn arathafnin fór fram árið 1000. Við Vígðulaugina eru 6 steinar, IJkasteinar. Er sagt að á þá hafi verið líkbörur þeirra feðga Jóns birvkups Arasonar og sona hans, Ara og Björns, verið lagðar er lik þeirra voru þvegin og frá þeim gengið, áður en lagt var á stað með þau norður. Telur Ragnar Vígðulaugina meðal merkusfu þjóðminja hér á landi. Segir hann, að fram á daga núlifandi manna l.afi haldizt við trú á lækninga- mátt vatns úr lauginni. _ Þá koma kaflarnlr Útsýni frá Laugarvatni og Skólar á Suður- Iandi, báðir eftir Bjarna skóla- sijóra. Er seinni kaflinn ágrip af sKólasögu Sunnlendinga og bar- áít.u þeirra fyrir stofnun héraðs- skóla þar tii, að hann er stofnað- ur á Laugarvatni. Þá koma kaflar ritaðir’ af sama, Laugarvatn numið ssm skólasetur, Þróun kennslunn- ar. Kaflar um ýmiskonar efni og Laugarvatnsskóli 25 ára. í köfium þessum er margskonar fróðleikur um skólana á Laugarvatni, stofnun þeirra og þróun. Koma þar margir menn við sögu, svo sem Jónas Jónsson frá Hriflu sem jafnan studdi af alefli framgang héraðs skólans á Laugarvatni og hinna skólanna, er þar voru stofnsettir. Án hans stuðnings hefði Laugar- vatn vart orðið sú skólamiðstöð fyrir Suðurland, sem það er nú orðið, þrátt fyrir hinn mikla dugn- að Bjarna skólastjóra. Hinn 21. apríl 1946 varð Bjarni Bjarnas'on ryrir því mikla áfalli, að kona hans Þorbjörg Þorkels- dóttir andaðist eftir stutta legu. Um hana rtfar Þórður Kristleifs- son sérstakan þátt, er hann endar nr.eð þessum orðum: „Göfugt hjartalag hennar, náttprýði og þroskuð siðgæðisvitund voru þeir eiginleikar, sem í þögninni beindu urohverfinu inn á vegi trúmennsku, heiðarleika og sjálfsvirðingar.*1 Þá koma í ritinu Æviminning- ar Iátinna kennara ritaðar af ýms- um. Þá er Kennarataí eftir Bjarna Bjarnason. Þá koma kaflarnir Af- mæliskveðja tii Bj Bj eftir Jónas Jónsson, Menntaskóli í sveit eftir Guðjón Kristinsson, Menntasetrið í Laugardal eftir Helga Elíasson, Héraðsskólann á Laugarvatni 30 áre eftir Böðvar Magnússon. Margs að minnast og þakka eftir Aðal- stein Eiríksson, Héraðsskólinn 30 ára, ræður og ávörp eftir ýmsa og Fyrsta skólaskýrslan. Að lokum er Nemendatal eftir Bjarna skóla- stjóra. Með riti þessu hefur Bjarni Bjarnason skólastjóri bókfest merkilega haráttusögu og starfs- sögu hins imkla skólastaðar Laug- ar vatns, staðar, sem um langa framtíð mun verða mikil menn- ingar- og fræðslustöð hins mikla og gróðursæla Suður'landslág- lendis. Þorsteinn M Jónsson „L^** „ / HTTl itnTB •X»V*V'V*V»V*V»V*V«V*X'V‘V»V*V*V*X*V*‘!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.