Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 20. október 1960.
7
I
RETTim
Nauösynlegt að koma á víðtækri starfsemi
til lækkunar byggingarkostnaðarins
Þeir Einar Ágústsson og
Jón Skaftason flytja frum-
varp til laga um fjáröflun til
lækkunar á byggingarkostn-
aði. Frumvarpið hljóðar svo:
Ríkissjóður skal árlega greiða
til byggingarefnarannsókna
iðnaðardeildar atvinnudeildar
háskólans fjárhæð, er jafn-
gildi 1% af þeim fjárhæðum,
sem byggingarsjóður lánar til
íbúðabygginga á vegum Hús-
næðismálastofnunar ríkisins
eða á annan hátt.
Fé þetta skal notað í því
skyni að leitast við að finna
leiðir til lækkunar á bygging-
arkostnaði.
í greinargerð meö frumvarp
inu segir:
Á vegum bygingarefnarann-
sókna iðnaðardeildar atvinnu
deildar háskólans hefur ný-
lega verið gefið út afar fróð-
legt rit, sem nefnist „Lækkun
húsnæðiskostnaðar". Þetta rit
lýsir niðurstöðum af athugun
erlends sérfræðings, sem starf
að hefur hjá stofnuninni und
anfarna mánuði í þeim til-
gangi að leggja grundvöll að
rannsóknum til lækkunar á
byggingarkostnaði. Með hon-
um hafa starfað, auk starfs-
manna stofnunarinnar og
rannsóknaráðs ríkisins, ýmsir
innlendir sérfræðingar. Þetta
rit sýnir ýmsar alvarlegar
Frumvarp Einars Ágústssonar og Jóns Skaftasonar um fjár-|
öflun til lækkunar á byggingarkostnaði.
staöreyndir. T.d. verjum við ís
lendingar um það bil 12% af
þjóðarframleiðslu okkar til
íbúðabygginga, og er það
meira en helmingi meira en
flestar aðrar þjóðir gera. Þrátt
fyrir það fáum við færri íbúðir
fyrir hverja þúsund íbúa en
t. d. Vestur-Þjóðverjar, sem
verja þó aðeins rúmlega 6%
af þjóðarframleiðslu sinni í
þessu skyni. Annað línurit sýn
ir, að hér á landi kostar það
5 meðalárslaun að eignast
meðalíbúð, en á hinum Norð-
urlöndunum kostar meðalíbúð
aðeins rúmlega þreföld meðal
árslaun. Einnig má nefna, að
í Svíþjóð hefur mánaðarlegur
húsnæðiskostnaður lækkað
frá því að samsvara 12 vinnu-
dögum meðalmanns árið 1931
í 5 vinnudaga 1955. Hér á landi
aftur á móti hefur þetta stað
ið nokkurnveginn í stað eða
farið jafnvel heldur hækk-
andi og er um 14 vinnudagar
meðalmanns.
Helmingi dýrara en
í öftrum löndum
Um ofangreindar staðreynd
ir segir framkvæmdastjóri
irýnt aö f jölga þjóö-
vepm á Suðurlandi
Þeir Björn Fr. Björnsson
Ágúst Þorvaldsson og Karl
Guðjónsson, flytja breytinga-
tillögur við frumvarp um
breytingu á vegalögum. Breyt
ingatillögurnar eru um að
gera allmarga sýsluvegi á
Suðurlandi og þjóðvegum.
Björn Fr. Björnsson mælti
fyrir breytingatillögum þess-
um. Kvað hann þörfina að
leggja fullan þunga á fjár-
framlög til nýbyggingar og
viðhalds vega aldrei hafa
verið meiri en nú. Það gæti
ekki gengið til lengdar að
vegakerfið fengi það
fjármagn sem nauðsynlegt
væri, ef svo heldur áfram
horfir til hörmunga og land
auðnar. Með betri vegum
sparast stórfé við betri nýt-
ingu farkosta. Það er engin
ný kenning og öllum ljóst.
Óvíða er meiri umferð á veg
um en á Suðurlandsundir-
lendi. Þar eru fjölbýl héruð
Björn Fr.
Björnsson
mmm
Ágúst
Þorvaldsson
og 'landbúnaður blómlegur,
flutningaþörfin er mjög rik
og hafnleysið eykur á þörfina
fyrir bættum samgöngum á
landi. Sýsluvegasjóðir á Suð-
urlandi eru hinir stærstu á
landinu og sýsluvegasjóður
Árnessýslu hinn stærsti. Má
því öllum vera ljóst að ekki
er undarlegt þótt fram komi
óskir um að létta á þrýstingi
á þessum sjóðujn með því að
taka fleiri vegi í þjóðvega-
tölu.
rannsóknaráðs ríkisins svo m.
a. í inngangsorðum að um-
ræddu riti: „Þær staðreyndir,
semi sýndar eru á meðfylgj-
’andi1 línuritum, hljóta að
vekja hvern íslending til uni-
hugsunar um endurbætur á
sviði íbúðabygginga. Því ber
að fagna, að hér eru íbúðir
yfirleitt vandaðar og lítið um
léleg íbúðahverfi. En hvernig
höfum við efni á að verja
næstum helmingi meira af
þjóðarframleiðslu okkar til í-
búðabygginga en aðrar þjóð-
ir gera, en fá þó fyrir þessa
peninga litlu eða ekkert fleiri
íbúðir en þær? Hefur einstakl
ingurinn efni á þvi að verja
5 meðalárslaunum til kaupa
Hvað líður
rafstrengnum
til Eyja?
Þeir Björn Fr. Björnsson,
Ágúst Þorvaldsson og Karl
Guðjónsson, hafa lagt fram
fyrirspurnir:
I. Til raforkumálaráðherra
um lagningu rafstrengs til
Vestmannaeyja.
Hvaö líður lagningu raf-
strengs til Vestmannaeyja,
sem samkvæmt rafvæðingar-
áætluninni átti að leggja
sumarið 1960?
II. Til ríkisstjórnarinnar um
virk junarra nnsóknir:
Hvað líður virkjunarrann-
sóknum á vatnasvæðum Hvít-
ár og Þjórsár?
JÓN SKAFTASON
á meðalíbúð? Það er helm-
ingi meira en tíðkast hjá ýms
um öðrum þjóðum. Eða er það
eðlilegt, aö við nýtum okkar
íbúðir miklu verr en aðrar
þjóðir? Þessar og margar fleiri
spurningar hljóta að vakna,
en svör við þeim hljóta að
leiða til þeirrar ákveðnu nið
urstöðu, aö við íslendingar
verðum að skipuleggja víð-
tæka starfsemi til lækkunar
á byggingarkostnaði.“
í umræddu riti fullyrðir
hinn erlendi sérfræðingur, aö
væri fimm af hundraði af því
fjármagni, sem íslenzk stjórn
arvöld lána nú til íbúðabygg
inga, varið til byggingarrann-
sókna og tilrauna og til kynn
ingar á niðurstöðum þeirra og
til almennrar upplýsingaþjón
ustu, mætti lækka byggingar
kostnaðinn í náinni framtíð
um margfalda þessa upphæð.
Bætt skipulag íbúða
Flutningsmenn þessa frum-
varps telja nauðsynlegt, að
þegar séu gerðar ákveðnar
ráðstafanir til lækkunar á hús
næðiskostnaði. í umræddu
riti er bent á ýmsar ástæður
fyrir hærri húsnæðiskostnaði
á íslandi en í nágrannalönd-
únum. Þó að það sé viður-
kennt, að verulegur hluti af
þessum háa húsnæðiskostnaði
stafi af háum vaxtakostnaði,
skorti á fjármagni, háum opin
berum gjöldum, óhagstæðum
lánum o.s.frv., verður jafn-
framt að álykta, að bæta megi
verulega ástand þessara mála
með bættu skipulagi íbúða og
(Framhald á 2. síðu)
Qlafur Thors sagtSi:
Spá hagfræðinganna að
vísitalan hækkaði aðeins um
4 stig ætlar að rætast!!
í ræðu þeirri er Ólafur
Thors forsætisráðh. hélt í
neðri deild í
fyrradag er frv.
Framsóknar-
manna um af-
nám okurvaxt-
anna var til um
ræðu, komst
hann meðal
annars svo að
orði: — Okkar
stóra hugsjón er að lækna
krabbameinið í þjóðfélaginu.
Viðskilnaður vinstri stjórnar
innar var með slíkum endem
um að nauðsynlegt var að
gera þær ráðstafanir sem gerð
ar hafa verið. Sagði hann að
reyndar hefði verið um það
að velja að Ieggja 250 milljón
króna álögur á, eða fara þá
leið sem farin var, en hún var
talinn mun betri og hefur
ekki haft í för með sér eins
mikla kjaraskerðingu fyrir
almenning, og er ennfremur
framtíðarlausn. Forsætisráð-
herra sagðist ekki hafa vitað
hversu illa var komið fyrir
þjóðinni, er seinni kosningar
fóru fram, það hefði ekki ver
ið fyrr en að Ioknum kosning
um að hann vissi það fullkom
lega, hve geigvænlegt ástand
ið var, engin önnur þjóð í ver
öldinni var eins vafin skuld-
um. Sagði hann að vaxtahækk
unin og lánasamdrátturinn
væri til þess að koma í veg
fyrir dýrtíðaraukninguna. —
Sérfræðingar stjórnarinnar
hefðu sagt að engin leið önn
ur væri fær og kvað hann
gleðilegt að spádómur hag-
fræðinganna um „að vísital-
an myndi aðeins hækka um
4 stig“ virtist ætla að rætast.