Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 3
T í MI N N, fimmtudaginn 20. október 1960. 3 Elfrida von Nardroff og Van Doren brosa af hamingju — Myndin er tekin á8ur en í Ijós kom að getraunaþátturinn „21^ var falsaður. Charles Van Doren og 13 aðrir fangelsaðir Síldveiði Nokkrir reknetabátar fengu dágóðan síldarafla í fyrrinótt norður af Eldey. Veður var þá heldur óhagstætt en fór batn andi í gær, og munu allir bát ar hafa verið á veiðum á svip uðum slóðum í nótt, og gerðu menn sér vonir um góðan afla. — Bátarnir sem síld fengu í fyrrinótt voru Skipaskagi og Ólafur Magnússon frá Akra- nesi; Askur, Keflavík, og Dóra frá Hafnarfirði. Munu þeir all ir hafa fengið um 100 tunn- ur. Fleiri reknetabátar og einnig bátar með hringnót voru á þessum slóðum, en veð ur hamlaði þeim frá veiðum. Síldin er enn nokkuð djúpt, en sjómenn gera sér vonir um að hún þokist senn nær landi. í gær var veiðiveður orðið ágætt eins og fyrr segir. * Island vann Önnur umferð í undanrásum á Olympíuskákmótinu í Leipzig var 'tefld s.l. þriðjudag. íslenzka sveit- in átti þá í höggi við Mongólíu- menn og lauk tveimur skákum. Freysteinn vann sína skák á fyrsta borði en Ólafur tapaði á fjór'ða borði. Hinar skákirnar fóru í bið en voru tefldar í gær. Þá vann Gunnar Gunnarsson sína skák á þriðaj borði en Arinbjörn gerði jafntefli á öðru borðL íslendingar hafa því unnið Mongólíu með 2 og háHum gegn 1 og hálfum vinningi. í þriðju umferð tefla íslending- ar við Svía og í þeirr fjórðu við Bolivíu Rætt um afvopnun Að tillögu stjórnmálanefnd ar allsherjarþingsins var á- kveðið, að afvopnunarmálin skyldu fyrst tekin til um- ræðu af dagskrármálum þings ins. Umræðan hófst í gærdag og flutti þá Zorin aðalfulltrúi Sovétríkjanna mikla ræðu. — Hann kvað tillögur stjórnar sinnar hinar einu raunhæfu til afvopnunar og minnti jafn framt á, að afvopnunarvið- ræður væru gagnslausar að hálfu meðan Bandaríkin héldu fast við þá fyrru sína að meina Kína aðgang að sam tökum S.þ. Kvað Zorin Vest urveldin vilja tefja fyrir af- vopnun með óraunhæfum til- lögum. Fulltrúar Vesturveld- anna taka til máls í dag. Engir vöruflutningar til Kúbu Bandarikjastjórn hefur nú bannað alla vöruflutninga til Kúbu og jafnframt lýst ó- heimilt að leigja Kúbustjórn skip til vöruflutninga. Aðeins lyf og nokkrar tegundir mat- væla verða fluttar til eyjar- innar. — Fulltrúi Kúbu hjá S.þ. hefur nú ítrekað kröfu stjórnar sinnar um það, að þingið taki til umræðu aðgerð ir Bandaríkjanna gagnvart Kúbu. Réttarhöldin halda áfram í gær var haldið áfram rétt arhöldunum í málum fyrrver ^tuidi leiðtoga í Tyrklandi. Les Eins og flestum er í fersku minni komst upp um víðtækt sjónvarpshneyksli í Banda- ríkjunum á s.l. ári. Það kom í ljós, að nokkrir menn, sem ið var upp ákæruskjal á hend ur sakborningum og tók klukkustund að lesa það. Þeir Menderez fyrrum forsætisráð herra og Bayar fyrrum for- seti eru sakaðir um að hafa stofnað til óeirða gegn grísk- um mönnum í Miklagarði 1958. Á Bayar að hafa gefið fyrirskipun um þetta og Men derez látið framkvæma hana. Eignir grískra manna voru eyðilagðar í þessum róstum fyrir milljónaverðmæti. Báðir hafa neitað sakargiftinni en réttarhöldin halda áfram í dag. Soustelle gagnrýnir de Gaulle Soustelle fyrrum ráðherra í stjórn de Qaulle, hefur ráðist harkalega að forsetanum vegna stefnu hans, jafnt í innanríkis- sem utanríkismál um. Segir Soustelle að stefna forsetans /’í Alsírmálinu sé fjarstæða. Alsír geti aldrei orðið annað en franskt og sjálfsákvörðunarréttur þýði aðeins slit úr tengslum við Frakkland sem ekki nái nokk urri átt. Þá gagnrýndi Sou- stelle stefnu forsetans í efna hags- og iðnaðarmálum Frakk lands og skoraði á þá, er sér væru sammála að fylkja liði gegn de Gaulle og stefnu hans. Soustelle var vikið úr stjórn og flokki de Gaulle snemma á þessu ári, er hann neitaði að samþykkja stefnu forsetans í Alsírmálinu. svöruðu hvað eftir annað rétt öllum spurningum í spurninga þáttum sjónvarpsstöðvanna, höfðu fengið að vita um svör- in fyrirfram. Maöur sá, sem mest græddi vegna-y,kunnáLbu“ sinnar heit ir Charles van Doren og hafði hann komizt yfir 129 þúsund ir dollara á þennan hátt. — Hann sagði fyrir undirrétti vestan hafs, að hann hefði hreint ekkert vitað um svör- in við spurningunum, bara vitað öll þessi ósköp. Vissu svörin. En nú hefur van Doren snú ið við blaðinu og viðurkennt að hafa farið með rangt mál. Hann hafi vitað um svörin fyrirfram eins og hann var sakaður um. Hefur van Doren nú verið handteknn og hefur misst atvinnu sína hjá NCB sjónvarpsstöðinni og kennara stöðu við Columbía-háskólann vestra. En það eru fleiri en van Doren, sem hafa verið hand- teknir vegna sömu sakargifta eða þrettán aðrir. Meðal þeirra eru Elfrida von Nardr- off, sem búin var að vinna sér inn 220 þúsundir dollara með kunnáttu sinni. Einnig hún neitaði í fyrstu sakargift um á hendur sér en hefur nú játað eins og van Doren. Sjónvarpthneyksli V þetta varð opinbert seint á árinu 1958, er manni einum voru gefin svör við spurningum fyrirfram, og skyldi hann keppa við van Doren (sem einnig vissi rétt svör) en tapa að lokum. Þessu sagði maður inn frá og rannsókn var þeg- ar hafin. m UWfÆÆML^ Aðilar ekki vitnls- bærir hvor um annan Staðhæfingar stangast á í árásarmálinu Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, urðu hjón fyrir líkamsárás í Vesturbæn- um á aðfaranótt sunnudags- ins. Maðurinn var sleginn illa, svo hann nefbrotnaði og flaski fór úr tönn í honum, og er hann rúmliggjandi af þessum sökum. í skýrslu sinni til lögregl- unnar kærðu hjónin tvo unga menn, sem samkvæmt fram- burði þeirra áttu að hafa ráð ist með hrópum að mannin- um, en síðan slegið hann svona, er hann vildi svara fúk yrðum þeirra. Enn fremur hefði önnur stúlkan, sem var í slagtogi með þessum ár ásarmönnum, látið lítið kven lega við konuna, er þau hjón in ætluðu að bjarga sér í húsa garð þar nærri. Kom einn enn? Framburður „árásarmann- anna" og kvenna þeirra, sem eru systur, stangast mjög á við sögu hjónanna, því þeir segja, að hjónin hafi í fyrstu ætlað að fara inn í húsagarð- Helmingi meiri kartöflur RófubírgtSir liggja undir skemmdum Höfn, 19. okt. — Kartöfluupp- skeran varð með allra mesta móti ; Hornafirði í haust, en henni er lokið fyrir nokkru. Áætlað er að uppskeran nemi alls um 15000 tunnum, og er það allt að því helmingi meira en verið hefur undanfarin ár. Kartöflurnar eru teknar til geymslu á Höfn eftir því sem föng leyfa, en geymsl- urnar reynast nú of litlar til að rúma alla bessa uppskeru. Verða því bændur að geyma talsvert magn af kartöflum hver heima hjá sér. — Kófnauppskera var emnig góð í Hornafirði í haust, og er talsvert magn þeirra fyrir- iiggjandi. Það veldur hins vegar áhyggjum að sala á rófunum er treg og þær þola illá geymslu. Er þv; ekki sýnna en talsverður hluti uppskerunnar muni eyðileggjast. A. A. inn, þangað sem þau áttu ekk ert erindi. Þeir höfðu varnað þeim þess, enda hafi bæði hjónin verið mjög ölvuð. Með an á því stóð, skaut upp ein um manninum enn, og átti h-ann nokkurn orðastað við eiginmanninn og sló hann síð an niður, með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki vitnisbær Þannig stendur staðhæfing gegn staðhæfingu, og á hvor ugan veginn hægt að dæma sem stendur, því annars vegar eru systur tvær og svilar, og því ekki vitnisbær hvort um annað, en hins vegar hjón, sem heldur eru ekki vitnis- bær. Eru það því eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunn ar, að ef einhver hefur séð atburð þennan, eða mann á hlaupum í grennd við Marar- götu og Hrannarstígs um kl. 3 aðfaranótt sunnudags, að hann gefi sig fram hið fyrsta við rannsóknarlögregluna.’ —s. Fjórír fundir Næstkomandi sunnudag halda Framsóknarmenn í Suð- urlandskjördæmi fjóra al- menna stjórnmáiafundi og hefjast þeir allir kl. 2,30 e.h. Fundirnir verða á Kirkjubæj- arklaustri, Hvolsvelli, Selfossi og Hveragerði. Á Kirkjubæjarklaustri hafa framsögu Halldór E. Sigurðs- son, alþingismaður, og Helgi Bergs verkfræðingur Á Hvols velli eru þeir alþingismenn- irnir Ágúst Þorvaldsson og Einar Ágústsson frummælend ur, á Selfossi hafa þeir fram- sögu Eysteinn Jónsson fyrr- verandi >-áðherra og Björn Björnsson sýslumaður, og loks í Hveragerðj eru frum- mælendur Karl K ristjánsson alþingismaður og Óskar Jóns- son, fulltrúi. Allir Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu eru eindregið hvattir til að mæta á fundun- um. Eldur í bólstri Klukkan 9.41 í gærmorgun var slökkviliðið kvatt að Efstasundi 21, að húsgagnabólstrun sem þar er til húsa. Þar hafði neisti fallið frá reykröri á legubekk og stoppaðan stól. Eldurinn varð fljótt slökktur og skemmdir litlar. Þá var slökkviliðið kallað inn í Heiðargerði kl. rúmlega eitt, til þess að slökkva eld, sem krakkar höfðu kveikt í rusli. Skarst á hendi Klukkan 0.22 í fyrrnótt var sjúkra- liðið kvatt að Selajvegi 33, en þar hafði maður nokkur, Kristján Pét- ursson, skorizt á hendi. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna. Fékk afékenningu aó slagi í gær var sjúkraliðið kvatt að Þjóðskjalasafninu, en þar hafði Þór- arinn Kristjánsson fa-Ilið í dá í s-tól, og reyndist ekki unnt að vekja hann. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan á Landakot. I-Iann mun hafa fengið aðkenningu að slagi. |g>mkvæmt upplýsingum Landakotsspítala í gærkvöldi var hann þá hitalaus, hafði rænu, en var dálítið máttlaus. «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.