Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 10
10 T f M IN N, fimmtudaginn 20. október 1960. / / X. ' aéz< HIKNlSBÖKIN SLYSAVAR0STOFAN á Heilsuvernd arstöðinnl er opin allan sólarhring Inn Listasafn Einars Jónssonar, Hmtbjörg er opið a miðvikudög- um og sunnudögum frá kl 13,30 —15.30. Þióðminjasaf. ishnds er opið á priðjudögum. fimmtudög um og laugardögum frá kl 13—15, á sunnudögum kl 13—16 Kiddi kaldi og Dreki Þvi miður hefur blaðið ekki feng- ið myndasögurnar Kidda kalda og Dreka sendar frá dreifingarfirmanu í tæka tíð og geta sögurnar því ekki birzt í dag og á morgun. Á fimmtu- daginn verður vonandi búið að ráða bót á þessu. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 9:00 frá New York. Fer til Oslo, Gautaborg- ar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10:30. Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 23:00 frá Luxemborg og Amster- dam. Fer til New York kl. 00:30. H.f. Eimskipafélag íslands: Dettifoss fór frá Reykjavík 18.10. til New York. Fjallfoss kom til Rvík- ur 18.10. frá Vestmannaeyjum. Goðafoss ko mtil Gravama 19.10., fer þaðan til Ábo og Leningrad. Gull- foss fer frá Kaupmannahöfn 25.10. til Leith og Reykajvíkur. Lagarfoss kom til New York 14.10. frá Reykja- vík. Reykjafoss fór frá Rostoek 18.10, til Reykjavikur. Selfoss er í Vest mannaeyjum, fer þaðan til Keflavík u.r og Norðf jarðar og þaðan til Rott erdam, Bremen og Hamborgar Tröllafoss fór frá Avonmouht 17.10 til Rotterdam, Bremen og Hamborg ar. Tungufoss kom til Lysekil 17.10 fer þaðan til Gravarna og Gauta- borgar. ÁRNAÐ HEILLA Trúlofun: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Edda Jónsdóttir skrif- stofustúlka og Ólafur Briem skrif- stofum, hjá Loftl'eiðum. Árnað heilla: Óafur Grímsson fyrrv. fisksali, Höfðaborg 58, Rvík, er 75 ára í dag. Trúlofun: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Theódóra Steinþórsdótt- ir, Bakka, Ölfusi og Sigurður Valdi- marsson, Hólmgarði 64, Reykjavík. ÝMISLEGT Kvæðamannafélagið Iðunn: Vísnanefndin hefur kaffikvöld laugardaginn 22 okt. kl. 8 á Freyju- götu 27. — Mætum vel og stund- víslega. GLETTUR — Þeir segja allir að ég sé klaufi að beygja fyrir horn, ef .... ...........' ^ iilíll! 1 lllltowS^! FtíSíi! — Já, en þú nefndir ekki að við ættum að skjóta þau. iiiiiiiiiillii! — Hvað er langt síðan þú fórst að vinna hjá gatnagerðinni? „Mammmmma! Það er matarlykt DENNI í hverju húsi en ekki þessul'' DÆMALAUSI — Gettu hvað við lærðum í sunnudagaskólanum í dag, pabbit Góðan daginn. Ég er frá rafveitunni. Þér eruð of seinn með greiðsluna svo ég verð að loka hjá yður. Ný plata með lögum eftir „12. september“ Innan fárra daga er væntan- leg á markaðinn ný hljómplata, sem þau Sigurður Ólafsson og Hulda Emilsdóttir hafa sungið á Lögin á plötunni eru bæði eftir „12. september“ (Freymóð Jó- hannsson), sem gert hefur fjölda laga, sem landskunn hafa orðið Lögin á þessari nýju plötu eru í fyrsta lagi „Halló“, sem hiaut önnur verðlaun í síðustu keppni SKT, en hitt lagið er svo „Hljóða klettar“, sem nú hefur fengið nýjan texta eftir hofund lagsins og um leið annað nafn, nefnist lagið nú „Bergmál hins liðna“. Lagið hafði upphaflega verið sam ið við texta Einars skálds Bene diktssonar, og einhverra hluta vegna ekki fengið náð hjá tón- listardeild útvarpsins og því sjaldan eða aldrei heyrzt þar í danslögunum. Með hinum nýja texta hefur þá væntanlega verið r’áðin bót á þessu og þetta ágæta lag á væntanlega eftir að heyrast' oft í útvarpinu á ókomnum ár- um. Sigurður Ólafsson er löngu orðinn landsþekktur söngvari, hann hefur sungið inn á mikinn fjölda hljómplatna, sem vinsælar hafa orðið En ný plata með hon um þó ekki komið fram í langan tíma, er því ánægjulegt að fá Sigurð enn á ný á plötu og verð ur væntanlega framhald þar á. Hulda Emilsdóttir hefur ekki fyrr sungið á hljómplötu. Hún hefur samt fengizt við dægurlaga söng í nokkur ár við góðan orðstír Einnig hefui hún feng- izt nokkuð við að leika og komið fram í allmörgum revíum. Hulda söng með hljómsveit Árná ís- leifs í útvarpinu 17, júní s. 1. og vakti söngur hennar 'mikla at- hygli. Undanfarið hefur hún sungið með hljómsveit Guðmund ar Finnbjörnssonar í Þórskaffi. Carl Billich annast undirleik á hljómplötu þeirri, er.hér grein ir frá og fengið í lið með sér ekki ómerkari menn en Braga Hlíðberg harmonikuleikara, Karl Lilliendahl gítarleikara, Ejnar B. Waage bassaleikara og Árna Scheving vibrafónleikara (Lík- lega er þetta fyrsta hljómsveitin á íslandi, þar sem allir meðlim- irnir bera ættarnöfn). Útgáfu hljómplötunnar annast nýtt hljómplötufyrirtæki, sem nefnist „Tónabandið“ og mun platan þegar þar að kemur verða seld í öllum hljóðfæraverzlunum og þeim öðrum verzlunum utan Reykjavíkur, er annast hljóm plötusölu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.