Tíminn - 05.11.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 5. nóvember 1960.
3
Ásgrímssafnið opnað í dag
Myadir sem ekki hafa áíur komið fyrir almenn
ingssjónir, til sýnis í vin'nusal málarans
Uppvíst um stórfellt
smygl á Lagarfossi
í dag kl. 2 e.h. mun mennta
málaráðh. Gylfi Þ. Gíslason,
opna Ásgrímssafn, og kl. 4—10
e.h. verður það opið fyrir al-
menning. í gjafabréfi Ásgríms
Jónssonar listmálara til ís-
lenzka ríkisins er tekið fram,
að myndir hans skuli vera varð
veittar og til sýnis í húsi hans,
Bergstaðastræti 74 í Reykja-
vík, þar til nýtt listasafn er
byggt, og myndum hans ætl-
að það mikið rúm í safninu, að
gott yfirlit fáist yfir listaverk
hans.
Tekið er fram í bréfinu, að
ættingjar Ásgríms Jónssonar,
þau Jón bróðir hans, frú Bjarn
veig Bjarnadóttir og Guðlaug
Jónsdóttir hjúkrunarkona,
skuli hafa umsjón með gjöf
hans, þar til afhending lista
verkanna fer fram við opnun
nýs listasafns. Munu þau Jón
og Bjarnveig annast um rekst
ur Ásgrímssafns í samráði við
ríkið, en frú Bjarnveig hafa
safnvörzluna á hendi, ásamt
sýningu á myndunum, samkv.
ósk listamannsins. Jón og
Bjarnveig hafa unnið að öll-
um undirbúningi í samráði við
opnun safnsins, ásamt skrá-
setningu allra listaverkanna.
Skömmu eftir andlát Ás-
gríms Jónssonar var hafist
handa um að koma fyrir mál-
verkageymslu í húsi hans.
Hana teiknaði Guðmundur
Guðjónsson arkitekt hjá Húsa
meistara ríkisins, og tókst hon
um með mikilli hugkvæmni að
gera mikið pláss úr litlu.
Ásgrimur Jónsson arfleiddi
þjóðina að miklum fjölda af
teikningum í Þj óðsagnabók Ás
gríms, sem Bókaútgáfa Menn
ingarsjóðs gaf út á síðastliðnu
hausti. Margar af þeim teikn-
ingum voru meðal síðustu lista
verka hans. í húsi Ásgríms er
aðeins hægt að sýna 30—40
myndir í einu. Gert er því ráð
fyrir að skift verði um myndir
á nokkurra vikna fresti.
Eftir lát Ásgríms fundust í
húsi hans margar fullgerðar
olíumyndir frá fyrri árum
sem munu ekki hafa komið
fyrir almenningssjónir. Sum-
ar þeirra þurfti að hreinsa og
gera smávegis við, og ákvað
menntamálaráðherra í sam-
ráði við ofangreinda ættingja
listamannsins, að senda nokkr
ar af myndum þessum til Ríkis
listasafnsins danska í Kaup-
mannahöfn. Hreinsun og við-
gerð framkvæmdi Poul Lunöe
af mikilli snilld, en hann er
konservator safnsins. Kom
hann til íslands á vegum Lista
safnsins hér skömmu eftir and
lát Ásgríms, og skoðaði þá þess
ar myndir í húsi hans.
Nú er ákveðið að opna Ás-
grímsafn með sýningu á þess
um myndum. Hefur þeim verið
komið fyrir í vinnusal lista-
mannsins.
Heimili Ásgríms stendur ó-
breytt frá því sem var, er
listamaðurinn skildi við það.
í tveim litlum stofum þar
verða til sýnis vatnslitamynd
ir.
Ákveðið er að Ásgrímssafn
verði opið alla daga, nema mið
vikudaga, til 5 .des. frá kl. 1,30
—6 e.h. Eftir þann tíma verð
ur safnið opið 3 daga í viku
hverri, þriðjudaga, fimmtu-
daga og sunnudaga frá kl.
1,30—4 e.h.
Ef skólar óska að skoða safn
ið á sérstökum tímum, má
hringja þangað í opnunartíma
í síma 13644 eða 14090.
Á morgun, sunnudag, verður
safnið þó opið frá kl. 10—12
f.h. og 2—10 e.h.
Um hádegisbilið í fyrradag
varð uppvíst um stórfellt
smygl um borð í Lagarfossi.
Skipið kom frá New York á
fimmtudagsmorgun og leit toll
varða í því leiddi í ljós ýmsan
smyglvarning, mestmegnis
brjósthaldara, sokkabuxur og
vindlinga. Leitinni var enn
ekki lokið er blaðið vissi síðast
til í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum
Unnsteins Beck, fulltrúa toll-
stjóra, hafði eftirtaldur smygl
varningur fundist í Lagarfossi
í gærkvöldi: 30 þús. vindling-
ar; 180 dúsín brjóstahaldar-
ar; 54 dúsín af sokkabuxum;
220 stk. kvenpeysur; 10 dúsín
leikfanga; 72 pör af kven-
skóm; 60 dúsín nælonsokkar;
4 dúsín segulbandsspólur; 24
karton af tyggigúmmí; 1000
stk. jólapokar úr grisjuvefn-
aði og 9 stk. innanhússímar.
Ekki öll kurl til graf ar
komin.
Samkævmt upplýsingum
Unnsteins Beck hafa nokkrir
skipverja gengist við ýmsu af
Klúhbfundur
Framsóknar-
manna
Klúbbfundur Fr.amsóknar-
manna byrjar vctrarstarf sitt
með fundi á mánudagskvöldið 7.
nóv. kl. 20,30 á sama stað og und-
anfarin ár. — Formaður Fram-
sóknarfloksins, Hermann Jónas-
son mun mæta á þessum fundi.
Nánari upplýsingiir um starf
klúbbsins í skrifstofum flokksins
og flokksfélaganna í bænum í
símum: 12942, 15564 og 16066. —
Fjölmennið og mætið stundvís-
lega.
Nýr sendiherra
Annan nóvember s.l. var Hen-
rik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins, skipaður
ambassador íslands Londor. frá
1. janúar 1961 að telja.
Sama dag var Agnar Kl. Jóns-
son, ambassador íslands í París,
skipaður ráðuneytisstjóri utanrík-
isráðuneytisins frá sama tíma að
telja.
Frá utanríkisráðuneytinu.
smyglinu. Rannsóknarlögregl
an og sakadómaraembættið
hefðu unnið að því að upplýsa
þá hlið málsins. Blaðið hafði
samband við sakadómaraem-
bættið í gærkvöldi, en taldi
það sig engar upplýsingar geta
gefið um málið á þessu stigi.
Vitni
vantar
Um áttaleytið í fyrrakvöld varð
maður nokkur var við það, að
hemlar á bíl hans hefðu bilað og
skildi hann því eftir fyrir utan
hús nr. 11 við Flókagötu. Þegar
hann ætlaði svo að flytja hann á
verkstæði 1 gærmorgun, hafði
verið ekið á hann um nóttina, og
það svo harkalega, að honum var
kastað til um 9 meíra og er stór-
skemmdur. Nú er vitað a'ð ein-
Iiverjir í nærliggjandi húsum
munu hafa vaknað við skellinn, og
em það því eindregin tilmæli lög-
i'eglunnar, að hver sá, sem hefur
séð minnsta sjónarsvip af árekst-
ursvaldfeium, geái sig fram hið
allra fyrsta. Sömuleiðis eru ailir
þeir, sem einhverjar upplýsingar
aðrar geta gefið, beðnir að gefa
sig fram. Það liggur í augum
uppi, að árekstursvaldurinn hlýt-
ur að vera mikið skemmdur. —
Þess má geta í þassu sambandi,
að lögin eru ekki að sækjast eftir
þvi að dæma slíka árekstursvalda
í stórsektir, heldur að rétta hlut
þess, er verður fyrir skaðanum.
Því er alveg óhætt fyrir þann,
sem gerir sjálfum sér þá skömm
að aka undir áhrifum víns og valda
árekstri og aka síðan burt, að
gefa sig fram er af honum er
runnið, því hann verður ekki
dæmdur fyrir ölvun við akstur.
DALASTÚLKAN
- ný framhalds-
saga hefst í dag
Ný framhaldssaga hefst í blaðinu
í dag: DALASTÚLKAN eftir
bandaríska rithöfundinn Peggy
Gaddys. Þetta er spennandi ástar-
saga, sem segir frá kennara er
ííutti í afskekkt byggðarlag, setti
þar upp skóla og kynntist íbúun-
i:m — ekki sízt einni dalastúlk-
unni. Ihn í söguna fléttast spenn-
andi atburðir og viðburðarásin er
fjörug og skemmtileg: Spennandi
ástarsaga, sem allir ættu að fylgj-
Fiskveíðideilan:
Enn viðræður í Lund-
únum eftir 14. nóv.
Hans og Davíð nú heim til að ráðfæra sig við
ríkisstjérnina
London 4.11. NTB. — Samn
ingsviðræður Breta og íslend-
Moka upp
inga um fiskveiðideiluna, sem
fram hafa farið í Lundúnum
að undanförnu, hefur nú verið
hætt. Þessar viðræður eiga að
hefjast að ný|u 14. nóvember
eftir að samningsfulltrúar
beggja landanna hafa ráðfært
sig við ríkisstjórnir sínar seg-
ir í fréttatilkynningu frá
brezka utanríkisráðuneytinu.
í viðræðum þessum í Lund-
únum hafa tekið þátt af ís-
lands hálfu Hans G. Andersen
og Davíð Ólafsson. Þessum
Lundúnaviðræðum er ætlað
að verða til þess að undirbúa
síldinni
Akureyri í gær. — Síldveiðiá
hér innst í firðinum hefur aldrei
verið meiri en þessa tvo síðustu
daga. Þeir fjórir bátar, sem veið-
arnar stunda, fengu tæp 1900 mál
■1 gær, og í dag er mikil veiði.
E.nn bátanna var kominn að og
l’.sfði fullfermi.
Krossanesverksmiðjan hafði
tekið á móti 5 þús. málum í
bræðslu en nokkuð hefur verið
fryst og soðið niður. — ED
Fékk kr. 7,61
fyrir kg. af fiski
Árekstur vitS Her-
kastalann
í gær varð mjög óverulegur
árekstur við Herkastalann, á mótum
Aðalstrætis og Túngötu. Hann var
mjög óverulegur, þar sem báðir bíl-
arnir voru á mjög hægri ferð.
Ók á bíl
Þá varð árekstur á Kirkjutorgi.
Bifreið kom akandi úr Skólabrú og
ætlaði að leggja við stöðumæli á
torginu. En eitthvað hefur bifreiðar-
stjórinn misrelknað sig, því fyrir
honum varð bíll sem stóð við stöðu-
mæli á Kirkjutorgi, og hefði að
réttu lagi átt að lenda sakleysislega
við hlið hans. Skemmdir urðu
nokkrar.
Haríiur árekstur
Harður árekstur varð í Borgartúni
kl. 14.15 í gær, þegar bíl var ekið
af stað frá nyrðri gagnstétt og beint
í veg fyrir bíl, sem ók austur Borg-
artúnið. Áreksturinn varð allharð-
ur og skemmdi-r miklar á báðum
bílunum.
Aftaná
Þá varð árekstur við Hverfisgötu
43. Margir bílar voru í lest og óku
ekki hratt. Þegar bílaröðin nam stað-
ar, lenti fjögra manna bíll aftan á
öðrum slíkum. Skemdir urðu aðal-
lega á höggfjöðrum bílanna.
ast með frá byrjun.
95% lán
til íbúða-
bygginga
í viðtali við Robert Davison
byggingarsérfræðing, sem hér
starfar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, varð meinleg prentvilla. Var
sagt frá því að bandaríska stjórn-
in veitfi húsbyggjendum lán til
íbúðabygginga, sem næmi allt að
20% af kostnaði. Rétt er hins veg-
ar að stjórnin veitir 90—95% Ián
tii íbúðabygginga. Lánin eru til
langs tíma með lágum vöxtum.
sem Lezt nýjar samningsvið-
Akureyri í gær. — Snæfell seldi
ræður í Reykjavík en samn-l1 Cu^avexi 2. nóv. 73,6 lestir fyrir
• , ' . . í 61396 mork og svarar það til kr.
ingum var hætt þar 10, okt.1
s. I.
7.62 fyrir hvert kg fisksins.
I það afbragðs gott verð. —
Er
ED