Tíminn - 05.11.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.11.1960, Blaðsíða 14
14 T f M IN N, laugardaginn 5. nóvember 1960. 1. kafli. Septembersólin var hlý, en strax um nónbil var þess að vænta, að hitinn hefði minnk að verulega, og í rökkurbyrj- un yrði nauðsynlegt að kveikja eld á rammbyggileg- um eldstóm fjallakofanna. En hitinn var ekki óþægileg ur fyrir þá sex til átta karla, sem eyddu tímanum fyrir ut an sölubúð Bills Epperons. Þeir ræddu með hressilgu orð færi um veðurfarið, skepnu- höldin og— það sem merkast var af öllu — kvenfólk. Eins og við var að búast fór hlátur bylgja um hópinn, en það var greinilegt merki þess, að ein- hver hafði sagt mergjaða skrýtlu. Hjá þvi varð ekki komizt, að umræðurnar snertu Kate Harper. Það gerðist alltaf þegar karlmennirnir í Harp- ershverfinu komu saman og brúsi með heimabruggi gekk á milli þeirra. — Það er nú stúlka, sem hefur hlutina í lagi, sagði Cal Forrest. — Kate er lagleg, en það er ekki einungis það, sem dregur mann að henni. Það hefði einu gilt, þótt hún hefði ekki verið nema rétt í meðal- lagi. Sú stúlka hefur margt annað gott við sig en útlit sitt. Maður þarf ekki annað en sjá hana, þá fer maður að hugsa sér, hvernig maður geti komizt í samband við hana. Það er ekki til sá maður hér í byggðarlaginu, sem ekki dreymir um að fá að kyssa hana, þreifa á henni og — vinna ástir hennar. Rödd hans fjaraði út og- hann gleymdi sér í dagdraum um sínum um að mega halda Kate Harper, hinni undur- fögru stúlku, í faðmi sínum. — Já, hélt hann áfram og var nú aftur kominn til raun veruleikans — Sú stúlka hef ur allt það við sig sem nokk- ur stúlka getur haft. Hún hefur það í augunum, í því hvernig hún hreyfir mjaðm irnar og í þessum fallega, dá lítið þrjóska munni. Visinn öldungur í hópnum kinkaði kolli hátíðlega og rödd hans titraði af alvöru. — Kate er falleg, sagði hann, — og hún er líka jafn góð og hún er lagleg, en slík stúlka hlýtur að valda mikl- um deilum. Minnizt þess, að ég hef sagt þetta. Hann þagnaði til þess að gefa hinum tækifæri til að melta vísdóminn. — Það eru ekki margar stúlkur eins og hún, hélt hann áfram, — en þegar hún er annars vegar verður af henni meira hark en af gerðum niður j öf nunarnefndarinnar. Eg hef séð menn ráðast hver á annan, heimili lögð í rústir, morð eru framin og það kem ur til blóðugra ættflokka- styrjalda vegna kvenna af hennar tagi. PEG6Y GADDYS: — Þetta er bull í þér, afi, sagði ljóshærður, langur ungl ingur. — Kate er góð stúlka. Hún gerir ekki ketti mein. Hún mun aldrei verða völd að hatri milli manna. — Já, víst er hún góð stúlka, viðurkenmdi öldungurinn. — Svona stúlkur vilja ekki skapa ófrið, en það er eins og þær séu fæddar til þess. — Uss, afi, hvíslaði Cal og þurrkaði af sér tóbaksstraum, sem seytlaði út úr öðru munn vikinu. — Þarna kemur Bill, og hann verður öskuillur, ef hann heyrir, að við erum að tala um Kate. Hann kærir sig ekki um neitt slúður um kvenfólkið í fjölskyldu sinni. — Það er þó satt, mælti annar og kinkaði kolli, — og við kærum okkur ekkert um deilur hér núna. Það er allt of heitt. — Þarna heyrir þú, sagði öldungurinn og sneri sér að unga manninum. — Það var eimmitt þetta sem ég meinti. Rifrildið út af henni sýður upp, án þess að hún komi þar nokkuð nærri. Það er alls ekki hennar sök. En þú skalt sanna til, að það á eftir að sjóða betur í hér í byggðinni áður en langt um líður, og Kate mun verða þar í mið- punkti. Kate tók ekki eftir hinu steikjandi sólskini, þar sem hún gekk rösklega upp bratt an, langan veginn frá Pine Knob með þungan bökapakka undir hendinni. Tvisvar í viku kom bókabíllinn til Pine Knob með sinn dýrmæta far- angur og opnaði dyrnar fyrir þeim, sem höfðu áhuga á að fá sér lestrarefni. Venjulega var Kate fyrst allra til þess að stíga upp í hinn stóra vöru- flutningabíl, sem útbúinn var 1 íilkari með bókahillum beggja vega og eftir endilangri miðjunni. Hún leit á þetta sem para dís á hjólum, og í hvert sinn sem hún kom inn fyrir, gleymdi hún þeim mikla draumi, að seinna meir skyldi hún eignast bækur sjálf. Að vísu ekki svo margar bækur sem voru hér í bókabílnum, en að minnsta kosti ein tvö— þrjú bindi, sem hún gæti kall að sína eign. Draumurinn var mun yndislegri fyrir það, að hún gerði sér fullkomlega ljóst, að hann gæti aldrei rætzt. Bækur kosta peninga, beinharða peninga. Það var ekki hægt að reita saman nokkur egg og smjör- klípu og skipta á því og bók- um eins og maður gerði þegar um var að ræða kaffi og aðr ar nauðsynjar, sem fengust sveitaverzluninni. Bara það að ganga milli hillanna og strjúka með brún um, vinnuvönum höndum sín um um þessi slitnu bindi, fannst henni næg borgun fyr ir að ganga tólf kílómetra. Sex kílómetra ganga fram og til baka, „beint upp og beint niður“, eins og gamla fólkið í dölunum orðaði það, var sízt of mikið á sig lagt fyrir þá gleði, sem hún færði henni. Gegn vilja sínum lét hún af hendi þær bækur, sem hún hafði glatt sig við tvær und anfarnar vikur, en hún tók brátt gleði sína aftur, þegar hún sá bókastaflann, sem frú Peters, forstöðukona farand- bókasafnsins, hafði valið handa henni. — Eg óska sannarlega að fylkið vildi leggja fram fé til vegagerðar til ykkar, sagði frú Peters, svo að við gætum komizt þangað með bækurn ar. — Eg get varla hugsað til þess, að þú þurfir að erfiða svona mikið til þess að fá bæk urnar. Kate hló lágum, heitum hlátri, svo bliki sló á gráblá augu hennar. — Það gerir ekkert til, sagði hún — en ef við hefð- um veg upp eftir, þá gætum við kannski fengið einhvern til þess að kenna börnunum að lesa og skrifa. — Hvað hefur þú marga nemendur núna, Kate? spurði frú Peters og leit vingjarnlega á stúlkuna. — Sex eða átta, svaraði Kate dálítið feimin, — en það er ekki mikið sem ég get kennt þeim, því ég komst aldr ei nema, í 5. bekk, þegar ég gekk í skóla. — Það er mikil skömm, að við skulum ekki hafa skóla þarna, — þó ekki sé nema bamanna vegna. Forstöðukonan fylltist rétt látri reiði. — Það er sjálfsagt okkar eigin sök. Við erum fátæk og borgum ekki .mikla skatta Krakkarnir hjá okkur eru líka erfiðir. Þegar hún var á leiðinni upp eftir, roðnaði hún af gleði og brosti með sjálfri sér. Frú Peters hafði hrósað henni fyrir það hve henni hafði farið fram í málinu. — Þér fer fram með hverj um degi, Kate. Eg er hreykin af þér. í huga Kate var aðeins eitt sem setti skugga á þessar ferðir hennar til Pine Knob, og það var hvernig karlmenn irnir hegðuðu sér, þegar þeir sáu hana. Hún roðnaði af skömm og fyrirlitningu við tilhugsunina eina saman. Þeir gláptu á hana eins og — já, eins og þeir væru soltnir kettir og hún lítil umkomu- laus mús. — Þótt hún væri vel vaxin og lagleg, þá gat hún ekki skilið, hvemig menn höfðu ástæðu til þess að kiða sér upp við hana og gera henni tvíræð tilboð. Að hugsa sér til dæmis mann eins og Heard gamla, var kominn á sjötugsaldur, sem rak sveitavemlunina og feitur og óhreinnkarl, sem lyktaði af svita, steinolíu, hænsnafóðri og öðru sem hann verzlaði með í troðfullri búðinni, — jafnvel hann hafði verið að kássast upp á hana einn daginn, þegar hún bafði komið inn til hans með egg cg smjör. Áður en hún hafði getað forðað sér sér undan, hafði hann gripið í hana og muldrað eitthvað fvrir munni sér. Hún skalf þegar henni varð hugsað til þess hvernig hann hafði stunið og másað, og hana hryllti við minningunni um það, þegar hann var að reyna að toga hana með sér inn 1 vörugeymsluna á bak við búðina. Hún hafði neyðzt til að verja sig fyrir Heard gamla og mörgum öðrum á undan honum. Hún vissi að hún var lagleg og freistandi, og það hafði alltaf vandræði í för með sér, svo að hún varð að halda áfram að verja sig. Laugardagur 5. nóvember: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. 15,20 Skákþáttur (Guðm. Amlaugss.) 16,00 Fréttir og veðurfregnir. 16,05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 16.30 Dansikennsla (Heiðar Ástvalds- son). 16,55 Lög unga fólksins (Jalkob Möller). 18,00 Útvarpssaga bamaimia: „Á flótta og flugi" eftlr Ragnac Jóhanmesson; V. (Höftmdur les). 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Páteson). 19,00 Tilkynnlngar. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: Symfonle Espagn- ole (Spænska. sinfðnían) eftir Lalo (Arthur Gromiaux fiðlu- leikari og Lamourerux-hlj óm- sveitin leika; Jean Foumet stjómar). 20.30 Leikrit: „Ástarsaga prófessors ins“ eftir James M. Barrie. Þýðandi: Hjörtur Halldórsson. Leiistjórl: Baldivin Halldórs- son. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslö'g, þ. á. m. leikur Lúdó- sextettinn. Söngvari: Stefán Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. EÍRÍKUR \ / VÍÐFÖRLI og FÓRN SVÍÞJÓÐS 59 Sióræningjarnir og Ragnar höfð ingi þeirra hafa litla lífsvon. Norð mennirnir síðbyrða skip þeirra og renna á það upp með vopnaburði. Ofureflið er svo mikið, að bardag- inn er þegar ráðinn. Ragnar verst nú gegn tíu risum. — Stopp! hrópar Halfri og hleypur fram milli þeirra, sem eru að ber'jast. Tíu gegn einum er engin bardagaaðferð! Tak sverð þitt og verst gegn mér einum! Ragnar er kominn að niðurlotum eftir orrusturnar, og megnar vart að lyfta sverði sínu gegn Halfra. En þá gellur við heyrinkunn rödd — Eiríkur víðförli er kominn. — Fyrirgefðu hermönnunum, Ragnar, þeir þekkja ekki til vin- áttu okkar og þíns hetjuskapar. Ragnar lítur á Eirík og segir fast mæltur: — Eiríkur konungur, ef þú einhvern tíma þarft á hjálp að halda, skaltu vita að Ragnar og menn hans eru félagar þínir, hvar í flokki sem þú stendur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.