Tíminn - 05.11.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.11.1960, Blaðsíða 11
T f MIN N, laugardaginn 5. nóvember 1960. 11 'í Myndin sýnir er ferðalangarnir í „Leyndardómum Snæfellsiökuls" berast úr iðrum jarðar á yfirborð hennar með eldgosi. Þetta atriði m.a. sjáum við í kvikmyndinni: „Myndavélin bak við myndavélina" raunverulega, og einnig hvernig tæknin getur blekkt áhorfandann. — Á myndinni eru, talið frá vinstri: James Mason, Arlene Dahl, Pat Boone og Pétur Rögnvaldsson. MYNDAVÉLIN BAK VIÐ MYNDAVÉLHNA Kvikmyndin „Myndavél- in bak við myndavélina“ er 16 mm. litkvikmynd með íslenzku tali og vin- sælli tónlist. Kvikmyndina tók undirritaður 1959 af kvikmyndinni „Journey to the Center of the Eorth“ eða „Leyndardómar Snæ- fellsjökuls. Kvikmyndin sýnir mörg leikatriði úr „Leyndardómar Snæfells- jökuls“ og einnig ýmislegt er gerist á bak við mynda- vélina í kvikmyndaverinu, m. a. hvemig hin tækni- legu og vandosömu atriði eru gerð til að sýnast eðli- leg. Meginhluti kvikmyndar- innar er tekinn í „20th Century Fox“ kvikmynda- verinu í Híollywood. Þar sézt greinil. hvernig fram leiðendumir að „Leyndar- dómum Snæfellsjökuls“ hugsuðu sér íslenzk fjöll, íslenzkan sveitabæ og hót el um 1880. Einnig sjáum við mörg litfögur og merki leg kvikmyndasett, er voru byggð fyrir kvikmyndina. T. d. sézt borgin Atlantis öll í rústum í iðrum jarð- ar, en Atlantisborg mun hafa sokkið í sæ í fyrnd- inni. Alls konar hættur verða að sjálfsögðu á vegi leiðangursmanna. Þeir lenda í hringiðu og stórsjó Nokkrir íslendingar komu í heimsökn í kvikmyndaverið á meðan verið var að kvikmynda kvikmyndina: „Leyndardómar Snæfellsjökuls". Hér sjáum við Ingvar Hallsteinsson, prentara frá Hafnarfirði, í góðu yfir- lætl í kvikmyndaverinu. Ingvar stundar nú framhaldsnám í iðngrein sinni í Kaliforníu. á Atlantshafinu og kom- ast naumlega af. Þegar byrjað var að kvikmynda það atriði leið yfir Arlene Dahl og varð að fá aðra dömu, sem gerð var eins lík Arlene og hægt var, til að leika það atriði. Tæknilegasta atriði mynd arinnar er þó eldgosið. Eld gosið byrjar í neðanjarðar- borginni Atlantis og sézt er leiðangursmenn berast upp á yfirborð jarðar með eldgosinu. Risaófreskjur verða á vegi leiðangursmanna, sem þeim tekst að sigrast á og flýja undan. — Mest hætta stafaði þó leið angursmönnum af hinum slynga og stórhættulega vísindamanhi Arne Sak- nusem (Árni Magnússon), er reynir hvað eftir annað að ráða niðurlögum leið- angursmanna. Kafli úr kvikmsmdinni, sem á að ske i iðrum jarð- ar, er tekinn 300 metra undir jarðskorpunni í „Carlsbad Cavern“ (C. hell inum) í New Mexico. C.C. er merkilegasti þjóðgarður i New Mexico, enda eru þeir einhverjir stærstu og dýpstu hellar í veröldinni. Einnig sýnir kvikmyndin er kvikmyndað er á hinni heimsfrægu baðströnd „Malabu Beach“ og „Am- boy“ eyðimörkina 1 Kali- forníu, en þar er kafl- inn um ísland í kvikmynd inni tekinn. Undirritaður mun næstu daga sýna kvikmyndina „Myndavélin bak við myndavélina“ ásamt ferða- íþrótta- og teiknikvikmynd um, í helztu kaupstöðum og kauptúnum landsins. Fyrstu sýningar verða á Austfjörðum í næstu viku. Pétur Rögnvaldsson. UR OLLUM ATTUM Meira um íslenzkar kvik- myndir. Á kvikmyndasíðunni s.l. laugardag rædddum við um framtíð íslenzkra kvik- mynda, en minntumst ekki á, hvað þegar hefur verið gert í íslenzkri kvikmynda gerð, og viljum við því bæta nokkuð úr því hér. Eftir því sem undirr. bezt veit mun Loftur heit inn Guðmundsson ljósm. hafa verið fyrstur allra íslendinga, sem hóf hér til- raurýr að gerð leikkvik- mynda. „Ævintýri Jóns og Gvendar“, gerð 1922, var fyrsta kvikmynd Lofts. „íslandskvikmynd Lofts“ gerð 1924—’26 var önnur tilraun hans, og mnn hún sennilega hafa verið fyrsta tilraun íslendings á því sviði kvikmyndagerðar. Þó mun ísleifur Högnason í Vestm.eyjum hafa tekið stutta „Vestmanneyjakvik mynd“ um svipað leyti. 1949 tekur svo Loftur leikkvikmyndina, „Milli fjalls og fjöru“ með Gunn ari Eýjólfssyni og Bryndisi Pétursdóttur í aðalhlutverk um. Síðustu og stærstu kvikmynd sína gerði svo Loftur 1951, er hann tók „Niðursetninginn“ með Brynjólfi Jóhannessyni í aðalhlutverki. Óskar Gíslason ljósmynd ari mun vera annar íslend ingurinn er tók íslenzkar leikkvikmyndir. Margir muna eftir bamakvikmynd hans „Síðasti bærinn í dalnurri". Auk þess tók Ósk ar nokkrar gamanmyndir. Nokkrir íslendingar hafa fengizt við gerð á lands- lags-, þjóðfélags- og at- burðakvikmyndum, og mun Kjartan Ó. Bjarnason hafa verið þeirra mikilvirkast- ur. Það nýjasta í leikkvik- myndagerð okkar íslend- inga eru svo barnakvik- myndir Ásgeirs Long frá Hafnarfirði og Valgarðs Runólfssonar. Þeir fram- leiddu „Tunglið tunglið taktu mig“ 1952 og „Gili- trutt“ 1954—’'55, sem und anfarið hafa verið sýndar í Hafnarfirði. Allar þess- ar leikkvikmyndir okkar hafa verið teknar á 16 mm. kvikmyndavélar og aðeins (Framhalri a 13 siíín *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.