Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 3
T f MIN N, miðvikiidagmii 16. nóvember 1960. 3 Orðsending til ísl. tónskálda og ein- söngvara Oss hefur borizt spádómur — forspá, um það, að fvrr eða síðar verði samið frægt tónverk við Ijoðabálk — minnmgarljóð, er skráð voru um mikinn norrænan listamann og um það, að lista- verkin verði til voldugrar andlegr- ar blessunar á Norðurlöndum. Minningarljóð þessi hafa nú ver- ið prentuð og gefin út sem hand- r't í takmörkuðum fjölda eintaka. Og verður verkið afhent öllum þokktum íslenzkum tónskáldum og einsöngvurum í viðurkenningar- og virðingarskyni við nafn hins mikla norræna listamanns, sem horfinn er af heimi voium. Tón- skáldin eru því hér með vinsam- lega beðin um, að vitja, eða láta vitja verksins til útgáfu vorrar, skrifstofunnar að Tjarnargötu 4 Rvk. efstu hæð, kl. 9—12 ár- degis eða S öðium tíma eftir sam- komulagi. Mun þeim tónskáldum, er þess óska, verða afhent bókin með áritun höfundar. En, svo sem listaverk þetta var skapað án minnstu hugsunar um f rægð, eða veraldleg verðmæti •— öðeins af lotningu fyrir hinni sönnu list, fyfir því hinu norræna heiði og fyrir hinu guðlega, sem allar sannar andlegar gjafir gefur og veitir — þannig eru viðtakend- ur verksins beðnir um að veita því viðtöku og að beina huganum inn að hinu tónræna lífssviði með hlnu sama hugarfari, ef vera kynni að það gæti orðið til þess, að nefnd forspá rættist nú, á vorum dögum. — En um það, hvað síðar verður mikils metið og virt, vitum vér ei. Slíkt felum vér framtíðinni að Ieiða í ljós og þeim hinum Eina, sem óliu- ræður. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 10/11 1960. Frá Dulrænuútgáfunni. Baráttunni á Kefiavíkurfiugvelli fyrir bættri umferðarmenningu þar er í þann veginn a8 Ijúka, en henni var ætlaS a8 standa í 10 daga. Hafa „um- ferSardagar" þessir gefiS hina ágætustu raun. Myndin hér aS ofan var tekin í upphafi þessarar umferSarbaráttu er þeir Björn Ingvarsson, lögreglustjóri, Benjamin G. Willis, yfirmaSur varnarliSsins og William W. Trimble ofursti komu fram í sjónvarpi. Mikið smygl fannst Dettifossi í gær í Enn hefur eitt af skipum lugardag hófu tollverðir strax Eimskipafélagsins komið „fær andi varninginn heim“ vand- lega falinn fyrir tollvörðum. í þetta sinn fundu tollverðir miklar vörubirgðir milli þilja í lofti í auðum farþegaklefa um borð í m. s. Dettifoss, er skipið kom frá Bandaríkjun- um fyrir skemmstu. Mikið úrval. Þegar Dettifoss kom s. 1. *V»V*V*VVV*V*VVV' Að hafa rétt - en hvika frá honum Sá maður, sem er þekktur fyrir óheiðarlegastan mál- flutning á Alþingi er Bjarni Benediktsson. — Komist hann í sjálfheldu, eða rökþrot skrökvar hann hiklaust eftir þörfum hverju sinni. Skal nú tekið eitt dæmi sem er þó aðeins dæmi um grófa blekkingu. í umræðunum um landhelgismálið s. 1. mánudag sagði Ólafur Jóhannesson, að hann áteldi ekki ríkisstjórnina fyrir að hafa tekið upp viðræður við Breta fyrst þeir hefðu óskað þess. „Hins vegar átaldi hann harðlega. að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa gefiS skýrar og afdráttarlausar yfirlýs- ingar um þaS áður en viðræður hófust, að ekki kæmi til greina nein tilslökun einni eða annarri þjóð til handa. Þetta bar ríkisstjórninni að gera, því hún hafði ekkert umboð til að hefja samningaviðræður á öðrum grund- velli." Bjarni svaraði þessu. og segir Morgunblaðið svo frá svarinu s. 1. þriðjudag- „Hefur hún (þ e. rikisstj.) tjáð sig reiðubúna til slíkra umræðna, jafnframt því sem hún hefur ítrekað við brezku stjórnina að hún telur ísland eiga ótvíræðan rétt að alþjóðalögum til þeirrar fiskveiði- lögsögu, sem ákveðin hafi verið. Þarna er réttarskoðun ríkisstjórnarinnar rett ótvÞætt fram um leið og vitnað er til ályktunar frá 5. maí 1959." Svona tala óheiðarlegir ráðherrai í blekkmgaskvni. Ólafur telur að lýsa hefði átt yfir áður on umræður hófust að ekki yrði hvikað frá réttí íslands neinu. — Bjarni ætlast til að það sé nóg til að blekkja almenn- ing að hann segist hafa lýst yfir að ísland hefði rétt til 12 mílna. Þakka skyld: honum þótt hann lýsti ekki yfir að við hefðum ekki þerman rétt. En Bjarni talar ekki um það að hafa sagt brezku stjórninni í byrjun umræðnanna, að ekki yrði hvikað i einu eða neinu frá rétti íslands, eins og Ólafur Jóh. sýndi fram á að var aðalatriði. ýtarlega leit og fundu í auð- um farþegaklefa eftirtaldar vörur: 43 pör af skóm, 81 morg unsloppa, 416 glös af svita- kremi (!), rayon-skyrtur, 10. dús. nælonsokka, 222 orlon- peysur, 18 flöskur af áfengi og 4000 sígarettur. Verðmæti var anna er um 84,500 krónur auk áfengisins og tóbaksins. í gær hélt leitin áfram og kom þá ,í ljós að. skipverjar höfðu falið 50.000 sígarettur í öðrum auðum farþegaklefa í skipinu og gengið frá þvi á sama hátt: rifið plötur úr lofti stungið þar inn varningnum og málað síðan yfir. Það hef- ur þó komið í ljós að þeir hafa málað loftið samkvæmt skip- un frá yfirmönnum og mun til viljun ein hafa ráðið því. Þrír hásetar af skipinu fóru í fyrradag sjálfviljugir á fund sakadómara og játuðu á sig að vera eigendur að smyglgóss inu, sem fannst í fyrri klefan- um. Hins vegar var ekki búið að hafa upp á „tóbaksmann- inum“ þegar blaðið visi síðast í gær. Unnsteinn Beck full- trúi tollstjóra sagði að rann- sókn færi nú fram í Lagarfoss málinu og beindust einkum að því að finna þá aðila í landi, sem samsekir eru skipverjum. Rannsókninni miðar þó hægt, því örðugt er um vik. Thor Vilhjálmsson form. Rithöfundafél. Aðalfundur Rithöfundafé- lags íslands var naldinn 13. nóv. s. 1. Fráfarandi formaður, Jóhannes úr Kötium flutti skýrslu um störf félagsins á s. 1. ári og minntist látins fé- laga, Karls ísfeld í stjórn voru kosnir- Thor Vilhjálmsson formaður Jón Óskar Ásmundsson, ritari og lón Jóhannesson gjaldkeri. Meðstjórnendur: Sveinbjörn Beinteinsson og Gunnar M. Magnúss. Dö'nsku Jjingkosningarnar: Minnihlutastjórn jafnaðarmanna? Otlit fyrir sigur Kampmanns, ósigur Réttar- sambandsins, kommúnista, radikala og vinstri flokksiins Kaupmannahöfn—NTB 15/11. Fréttaritari NTB í Khöfn símaði í kvöld, að svo hafi larið sem við hafði verið búizt, að kjörsókn var n:jög mikil í þingkosningunum, sem fram fóru í dag. Sérstaklega vrr áberandi, hve snemma menn kusu og mun sjónvarpið eiga sinn þátt í því, því að menn vilja fylgj- ast með kosningadagskránni frá upphafi, en hún átti að hefjast strax eftir hádegið í dag. Kosn- ingarnar snerust fyrst og fremst um innanlandsmál, aðallega skatta- mál og var það að sjálfsögðu stefna stjórnarinnar er helzt var tii umræðu. Er blaðið fór í pressuna á 11; tímanum í gærkveldi lágu ekki fyrir fullnaðarúrslit úr dönsku þingkosningunum, en allt útlit var þá fyrir það, að aðalstjórnarflokk- urinn, jafnaðarmenn undir forystu Kampmanns forsætisráðherrá mundu koma frá þessum kosning- um sem sigurvegarar. Þeir höfðu þá töluvert unnið. á samtímis þvl scm aðalstjórnarandstöðuflokkur- mn, vinstri flokkurinn, hafði tap- að að sama skapi. Sömuleiðis virt- ust úrslitin verða á þá leið að stjórnarflokkurinn radikalir myndu tapa nokkru og þriðji st]órnarflokkurinn .Réttarsam- bandið bíða alvarlegt afhroð. Hinn nýi flokkur Axels Larsen, sósíal- istíski þjóðarflokkurinn hafði töiuvert unnið á, en allt útlit var fyrir, að kommúmstar myndu n iklu tapa. Skv. síðustu töium höfðu stjórnarflokkarnir þó enn þá ör- uggan meirihluta, höfðu fengið öragg 93 þingsæti. Það var þó skoðun fréttamanna í Khöfn í gær- kveldi, að dklegast væri, að jafn- aðarmenn myndu mynda minni- hiuta ríkisstjórn án þátttöku radi- kf.la og Réttarsambandsins. Er blaðið fór í pressuna höfðu jafn- aðarmenn fengið 38.3% greiddra atkvæða á móti 34.6 áður. Engin fingrafararann- sókn í morðbr.málinu Framhaldsrannsókn „morð- bréfamálsins" hélt enn áfram ■í gær og komu þá fyrir rétt'- inn fjórir rannsóknarlögreglu menn sem vitni. StaSfestu þeir skýrslur um rannsóknir sínar á ýmsum atriðum málsins. Fyrir réttinn komu sem vitni Guðmundur Erlendsson, Ragn ar Vignir, Njörður Snæhólm og Haukur Bjarnason. Stað- festu þeir allir skýrslur sínar með eiði. Engin fingrafararannsókn. Réttur var settur kl. tvö í gær og stóð í tæpa klukku- stund. Lítið sem ekkert nýtt kom fram í málinu nema ef vera skyldi framburður Ragn- ars Vignis, forstöðumanns tæknideildar rannsóknarlög- reglunnar. Var hann inntur eftir því af verjanda ákærða í máli þessu hvort hann hefði gert fingrafararannsóknir í máli þessu. Kvað Ragnar nei við því og ekki væri sér kunn- ugt um að slíkar rannsóknir hefðu farið fram. Aðspurður um hvort fingra- í ararannsókn mundi hafa haft þýðingu í máli sem þessu bar Ragnar að hérlendis væri að- staða til þess að finna fingra- för á pappír ef þau væru ný- Þg. Erlendis hefði aðferðum til hess að finna fingraför á papp í flogið fram og væri þar hægt að finna þau á pappír, sem væri 2—3 ára gamall. Slíkar rannfeóknir yrðu þó því þýð- ingarminni sem fleiri hefðu handfjatlað pappírinn. Spánýr togari hættir veiðum Togaranum Siguríi iagt og skipshöfnm afskrá'ð vegna aflabrests! Morgunblaðið skýrir frá því í gær að togaranum Sigurði hafi nú verið lagt vegna afla- brests og hafi skipshöfnin ver- ið afskráð. Sigurður hefur til þessa farið í tvær veiðiferðir alls, enda nýjasti togari lands manna. Þykir mörgum við þesi tíðindi að ekki horfi sem bezt í útgerðarmálum þjóðar- innar, og betra hefði e. t. v. verið að kaupa færri þúsund tonna togara — eða jafnvel enga. í fyrri veiðiferðinni sigldi Sigurður á Þýzkalandsmarkað með 93 tonn. Skipið kom af Ný fundnalandsmiðum í fyrradag með 117 tonn. Verðfall á lýsi og fiskimjöli mun valda því að einhverju að togaranum hefur nú verið lagt. Samið var um smíði Sigurðar þegar sem bezt veiddist á Nýfundna landsmiðum, og er því skipið stórt og ætlað til veiða á fjar- lægum miðum. En skammvinn varð sælan við Nýfundnaland, og sannast hér að kapp er bezt með forsjá. — Skyldi mönnum aldrei ætla að lærast neitt af Faxaævintýrinu ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.