Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 9
9 írf-M I'N N, miðvikudaginn 16. nóvember 196«. ingarnir 34 kg á fæti a3 meðaltali, ti. íslenzku kálfaniir 30 kg. Við slátrun vógu blendingarnir að ineðaltali á íæti 390 kg og íslenzku gripirnir 3Í7 kg. Þyr.gdaraukning blendinganna á dag frá fæðingu til siátrunar var að meðaltali um 490 g og hinna íslenzku um 400 g. gæði rannsökuð. Kjarnfóður var gefið þrjá síðustu mánuði gjafa- •timans þennan vetur alls 94 kg hverjum grip. Síðast liðið sumar gengu grip- irnir þrjá fyrstu mánuði beitar- t.'mans á óræktuðu landi að nckkru ábornu, en 3. til 26. sept- ember gengu þeir á mjög vel sproftinni og áborinni há. Síðan var þeim hleypt á fóðurkál, og h.öfðu þeir aðgang að því og útbeit, v.nz þeim var slátrað 1. nóvember. Síðustu 11 dagana fyrir slátrun var gefið þurrhey með beitinni og hverjum grip til viðbótar 1 kg af kjarnfóðri á dag. Þegar gripunum var slátrað, vantaði eina viku á, að þeir væru tveggja ára að meðaltali. Galloway biendingarnrr voru að meðaltali einni viku eldri en hinir íslenzku gripir. Við fæðingu vógu blend- Islendingur og Skoti. — Galloway tll vlnstrl. Alitleg Gallowaylæri e:'ns feitari en íslenzku gripirnir. Niðurstöður tilraunarinnar sýna greinilega, að fjórðungsblendingar af Galloway og íslenzkum naut- gripum eru mun betur fallnir til holdasöfnunar en hreinir íslenzkir rmutgripir, og benda því allar lík- u~ til þess, að hálfblendingar af Galloway Kyni og íslenzku mundu reynasf enn hæfari kjötsöfnunar- gripir en fjórðungsblendingarnir. Meðan tilraunin stóð vfir, voiu gripirnir vegnir reglulega og bi jóstummál tekið, og eru því til tölulegar heimildir um vöxf þeirra og þyngdaraukningu á hveiju skeiði tilraunarinnar. Við siátrun voru ýmis mál tekin af! skrokkhlutum og vöðvum um leið | og föllin voru metin í gæðaflokka | eítir viðurkenndri, erlendri að- ferð. Mör ag ýmis líffæri voru sér-1 vegin auk fallanna sjálfra. Kjötiðí Vel vaxinn blendingur at Galloway-kyni. Fallþungi blendinganna var að meðaltali 197 kg og alíslenzku nautgripanna 152 kg. Var fall- þungi blendinganna því 45 kg meiri að meðaltali en hinna ís- lenzku eða um 23% meiri. Gallo- way uxarnir höfðu að meðaltali 203 kg fallþunga, Galloway kvíg- urnar 190 xg, íslenzku uxarnir 158 kg og íslenzku kvígurnar 146 kg. Fallþungi uxanna í hvorum undir- fiokki tilraunarinnar var því 6— 18% meiri en kvígnanna. Blending- ! arnir voru betur holdfyllfir og að- Morgunblaoio og landhelgisdeilan Morgunblaðið hefur undanfarnar vikur varið miklu rúmi til að færa rök að því að samningar við Breta um landhelgismálið væru eðlilegir. Hver stórræðan af annarri eftir dómsmálaráðherra er birt, ræki- lega er vitnað til utanríkisráð- herra og margt segir blaðið frá eigin brjósfi. Ég vil aðeins í örstuttu máli benda á hvar mér finnst aðalveilan liggja í öllum þessum málflutningi. Sérstök ástæða til þess er sú, að Mbl. og ráðherrar þess virðast ekki greina neinn eðlismun á því að bjóða öllum grannþjóðum okkar viðræður um samkomulag 1958 áður en fiskveiðflandhelgin var færð út og að ganga til samninga við Breta nú. Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra vitnar nú óspart í Krústj- off hinn rússneska og virðist vilja líkjast honum í fleiru en vexti og vallarsýn. Honum finnst það sterk rök og mikil fyrirmynd að Rússar hafa leyft Bretum að veiða fisk innan sinna 12 mílna En heldur Bjarni Benediktsson að Bretar hefðu náð slíkum samningum eftir að þeir hefðu sent togara sína norður á Gand- vík til ólöglegra veiða í rúss- neskri landhelgi og Iátið herskip sín fylgja þeim ógnandi rússnesk- um fiskimönnum og rússneskum af öllum tilraunagripunum leit vel út. Fyrir tilmæli filraunaráðs hef- u'. ,Samband íslenzkra samvinnu- félága tekið að sér að flytja út r.okkra skrokka sem sýnishorn. Kostnaður við kiötframleiðslu, byggður á þessari tilraun, hefur ekki verið tekinn saman nér, en licimildir um hina ýmsu kostnað- aHiði eru fyrir hendi, þótt aðra verði að meta að meira eða minna lc-yti svo sem hagagöngu. fjósa- leigu og vinnu við hirðingu. Nákvæm skýrsla um tilraunina verður gefin út eins fljótt og ástæður Ieyfa. 15. nóv. 1960. (Frá Tilraunaráði búfjárrækfar). löggæzlumönnum við skyldustörf af hinum mesta dólgshætti og þjösnaskap? Hér vil ég biðja um hrein svör og afdráttarlaus, því að það, sem saman hefur verið borið, er ekki sambærilegt. Ég trúi því ekki að Bretar hefðu ráð samningum við Rússa með slíkum undirbúningi. Og ég held, að Brefar sjálfir hafi elki heldur látið sér detta í hug a'3 þeim þýddi að leita samninga þar með slíkum undirbúningi. Nokkuð er það, að þeir báru sig ailt öðruvísi að. En hvers vegna eru þá íslenzkir menn að rugla þessu saman? Hér er komið að kjarna þessa máls. Bretar hafa einir þjóða reynt með ofbeldi og ógnunum að fá íslendinga til að hverfa frá þeirri ákvörðun, sem þeir hafa tekið og ahar aðrar þjóðir hafa virt í verki. Bretar hafa einir allra þjóða notað í skiptum við íslendinga þær aðferðir, sem hver einasta smá- þjóð verður að mótmæla, hver ein- asti frjálslyndur maður, sem er lýðræði og sjálfstæði þjóða trúr, hlýtur að fyrirlíía. Með því að beygja sig fyrir Bretum ag semja nú vlð þá eina um einhver fríðindi eða meiri rétt fyrir þá en aðra á íslands- miðum væru íslendingar að ját- ast í framkvæmd undir það, að þeir viðurkenni ofbeldi, hótanir og herstyrk sem heppilega að- ferð í samningum við sig. Þetfa er i rauninni miklu meira mál en sem nemur nokkrum skips- föimum af íslenzkum fiski á allra næstu vertíðum. Ætlar ríkisstjórn fsiands í raun og veru að játast opinberlega undir siðleysi og ruddaskap í samskiptum þjóða? Ég vil ekki efa að Mbl. gangi gott til í málflutningi sínum og það vilji miða hann við íslenzka h.igsmuni. Hins vegai hef ég mikið hugsað um það um skeið hvernig n.yndi vera skr'ifað í íslenzkt blað fyrir brezkan málstað ef um það væri að ræða. Og ég fæ ekki séð. að það yrði betur gert með öðru ei! að líkja eftir Mbi. Halldór Kristjánsson. þessari túlkun á ríkishug- takinu og leituðust við að skapa annan skilning og aðra ríkishugsjón, þá sem nefnd hefur verið „vel- ferðarríkið". Ríkið á að vera vörður og verndari þegna sinna. Það er æðst hlutverk forystumanna ríkisins að tryggja, að sérhver maður fái sem bezt notið hæfileika sinna og þess sé gætt að sem allra minnst af getu og hæfni einstaklinganna glat ist. BARÁTTA umbótahreyf- inganna hefur vissulega bor ið árangur: Lögum hefur verið breytt að hærra sið- f erðismat skapaðist hj á dómstólunum og persónu- réttur manna væri viður- kenndur og virtur án til- lits til ættar, eigna og starfa. — Barizt var íyrir því að skapa virðingu lög- gjafans fyrir vinnunni og tryggja skýlausan rétt mannsins að njóta getn sinnar og gáfna og fá í sinn hlut þann arð, sem af þessu mætti æxlast. Öll þessi margþætta bar- átta var oft nefnd baráttan gegn arðráninu,“ arðráni vinnunnar og ráni þess arðs, sem ekki fékkst tækifæri til að skapa, þegar starfsgetu mannsins var hafnað og honum meinað að njóta hennar. ÖLLUM ER LJÓST, að lífsafkoma almennings á Vesturlöndum hefur ger- breytzt á siðustu hundrað árum. Hungurvofan stend- ur ekki lengur við dyrnar og möguleikar manna að hljóta störf og velja eru allt aðrir en áður. Sumir hinna bjart sýnustu eygja þann dag skammt undan, að svokölluð „ytri gæði“ verði brátt ekki lengur undirrót friðslita og fjandskapar, því að tæknin muni senn gera öflun þeirra svo auðvelda, að ekki þurfi að taka meginorku mann- anna til líkama og sálar að fullnægja eftirspum eftir þeim. KANNSKI fyrst og fremst af þeim ástæðum hefur at- hygli margra hinna frjáls- lyndu umbótamanna beinzt meir og meir að öðrum vett vangi, sem lítill gaumur og athygli hefur verið gefinn til þessa. — Nokkrar mið- ur skemmtilegar staðreynd ir hafa orðið til að hrinda umræðum á stað. í velferð arríkjum Vesturlanda hefur persónuþroski og göfgi eng an veginn vaxið að sama skapi og afkoman hefur batnað. Þvert á móti. í vel- ■gengninni hefur borið enn meir á brestum skapgerðar og mat á sönnum verðmæt um verið harla reikandi. Margs konar villagróður hef ur vaxið upp. Lífsleiði og lausung hafa gripið um sig. Menn hafa engan veginn reynzt hæfir að njóta góðra bókmennta, gleðjast yfir og meta fagrar listir og skap- andi eða greina öfgalausan og fræðandi málflutning í stjórnmála- og trúmálastefn frá glamuryrðum og heimsk andi áróðri. Hvers vegna? hefur verið spurt. — Næst hyggjast þeir, sem um hafa fjallað, hafa komizt að hinu rétta, er þeir hafa álykbað sem svo, að hinnar sömu ó- heillar gæti á sviði menn- ingar og andlegs lífs sem áður hafði verið fundin í efnahags- og atvinnulífi, að setið væri yfir hlut, hæfi- leikum kastað í glatkistu og arður rændur. Allt er þetta mál þó harla erfitt viðfangs og margs að gæta, að ekki verði kastað úr einum öfg- um í aörar. Hitt þykir frjáls lyndum umbótamönnum ang ljóst, dð full þörf sé að skera að nýju upp herör eins og gegn því að meina hæfileikum þegnanna að njóta sín og skapa arð. — Þykir þeim, sem þessar lín- ur ritar, ekki fráleitt að nefna hina nýju baráttn baráttuna gegn arðráni á sviði andans. Sumir myndu vilja segja, að þetta væri baráttan við forheimskuna, þá augljósu tilhneigingu að lába mennina sætta sig við sem minnstan hlut í menn ingn og þroska, að gera allt sem auðveldast og fyrir- hafnarminnst. Öll menning og þroski fæst fyrir á- reynslu, érfiði og fyrirhöfn, svo að leið forheimskunnar eða arðráns á sviði andans liggur til úrkynjunar og upp lausnar. Menn hljóta ekki daglegt brauð nema fyrir vinnu og ekki minni kröf- nr gerir lífið, ef það á að gefa manninum hlutdeild í andlegum verðmætum, eins og t.d. þeim að njóta góðra bóka, sannrar listar og þó umfram allt að gera ein- staklinginn hæfan að velja réttsýna og göfuga menn til að ráða stefnunni í stjórn- málum og trúmálum. (Úr Samvinnunni).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.