Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 7
T f MIN N, miðvikudaginn 16. nóvember 1960. INCi Hver er fjárraagnsþörf landbúnaðarins á næstu 10 árum, ef hann á að fullnægja neyzluþörfinni ? Jón Þorsteinsson flytur til- lögu til þingsályktunar um rannsókn á styrkjum til land- búnaðarins. Tillaga hans hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa fimm manna nefnd sérfróðra manna til að rannsaka, hvort og að hve miklu leyti bændastéttin og landbúnað- urinn njóti beint eða óbeint styrkja, framlaga og fríð- inda af hálfu hins opinbera umfram aðrar stéttir og aðra atvinnuvegi þjóðarinnar. Skal nefndin semja skýrslu um athuganir sínar og niður- stöður, og skal sú skýrsla birt almenningi. Nefndin ljúki störfum, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur sam- an.“ Þeir Garðar Halldórsson og Páll Þorsteinsson flytja breyt- ingartillögu við tillöguna. Til- lagan nefnist: Tillaga til þings ályktunar um rannsókn á fjármagnsþörf landbúnaðar- ins og oröist svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd fimm manna sérfróðra um landbúnað til að rannsaka, hve miklu fjármagni þurfi að verja af hálfu hins opin- bera á næstu 10 árum til landbúnaðarins með óaftur- kræfum framlögum og lán- veitingum til þess, að land- búnaðurinn geti fullnægt neyzluþörf á landbúnaðar- vörum. Skal nefndin semja skýrslu um athuganir sínar og niðurstöður, og skal sú skýrsla birt almenningi.“ Garðar Halldórsson mælti fyrir þessari breytingartillögu og fer ræða hans hér á eftir: Garðar Halldórsson: Herra forseti. Öldum saman lifði ís- lenzka þjóðin á landinu og landbúnaði, með þeirri litlu viðbót, sem unnt var að hafa af fiskveiðum uppi við land- steina. Aðstaða til allrar fram leiðslu var frumstæö og fá- brotin, allt byggðist á manns- aflinu. Öll tæki varð að gera í landinu. Orfið og hrífuna, færið og öngulinn bjuggu for- feður okkar til sjálfir, jafnvel járnið í öngulinn var reynt að vinna hér. Það voru ekki skil- yrði til annars en lifa af land- inu. Þegar illa áraði, varð fóð- uröflunin oft lítil með þeim afleiðingum, að búféð féll og fólkið svalt og jafnvel dó úr ófeiti, eii!s og það er orðað í annálum. Með tilkomu tækn- innar, sem að vísu var lengi lítil, breyttist þetta, fyrst mjög hægfara, en síðan með meiri hraða. Það var farið að nota erlend efni í færin og er- lenda öngla og það komu járn- tindar í hrífurnar í stað tré- tinda áður. Bátarnir stækk- Ræða Garðars Halldórssonar fyrir breytingartillögu við þings- ályktunartillögu um rannsókn á styrkjum til landbúnaðarins uðu og það komu vélar í þá. Þar með var miklu erfiði létt af mannshendinni og þar með óx aflinn, hungurvofan fjar- lægðist. Það var farið að slétta túnblettina í sveitunum, að vísu með handafli einu fyrst í stað. Þar á ef tir komu sláttu- og rakstrarvélar, heyfengur- inn óx, bústofninn stækkaði, fellishættan fjarlægðist. Og enn stækkuðu skipin og veiði- tæknin óx og þar með aflinn, því sjaldnast vantaði fiskinn. Fólk fór að setjast að við sjó- inn til þess að vinna að mestu eða öllu við útgerðina og sjáv- araflann. Tæknin við útveg- inn óx svo hratt, að nálgaðist byltingu. Á fáum áratugum var sjávarútvegurinn byggður upp sem vélvæddur atvinnú- vegur, er sogaði fólkið til sín úr sveitunum. En á sama tíma og sjávarútvegurinn umskap- aðist með byltingarkenndum hraða frá róðrarbátum og seglskipum til vélbáta ög tog- ara, frá íshúsum, sem byggðu á íssöfnun að vetrarlagi til ís- húsa með frystivélum, á sama tíma tekur landbúnaðurinn litlum breytingum í tæknileg- um búnaði, en fólkinu, sem að honum vann fækkaði óðfluga. Landbúnaðurinn hafði ekki skilyrði til að keppa við sjáv- arútveginn um vinnuaflið, þar sem hann varð alllangt á eftir í uppbyggingu og vélvæðingu. En þegar svo var komið, að mjólkurvörur skorti til neyzlu við sjávarsíðuna, opnuðust augu manna fyrir þvi, að ekki mátti við svo búið standa. Það var ekki hægt margra hluta vegna að grundvalla þjóðfé- lagið á sjávarútvegi einum og þeim iðnaði, sem eðlilega fylgdi honum. Það varð að efla landbúnaðinn til samræm is við sjávarútveginn. Mörg- um bændum var þetta löngu Ijóst, en þeir fengu litlu áork- að. Fjármagnið vantaði til verulegra umbóta, peninga- stofnanir voru ekki opnar fyr- ir bændum. En um þetta bil var farið að veita lítils háttar framlög úr landssjóði til um- bóta í sveitunum og munaði að vísu lengi lítið um þetta, enda miðaði hægt allt til um það bil fyrir aldarfjórðungi síðan. — En til hvers er ég að rifja þetta upp? Það er vegna þess, að þetta allt og miklu fleira er nauðsynlegt að'hafa í huga, þegar svo er komið, að það getur gerzt hér á hinu háa Alþingi, að flutt er till. til þál. eins og sú, sem hér liggur fyrir á þskj. 96. Af texta tillög- unnar er næsta erfitt að gizka á tilgang flm., hv. 9. landsk. með flutningi tiil. Till. fjaliar um að rannsaka, hvort og hve mikið bændastéttin og land- búnaðurinn njóti styrkja, framlaga og fríðinda af hálfu hins opinbera umfram aðrar stéttir og atvinnuvegi. Það á ekki að rannsaka, hvort um- rædd framlög séu landbúnað- inum nauðsynleg, eða hvort yfirleitt landbúnaður yrði stundaður hér á landi án þeirra. Það á ekki að rannsaka framlag landbúnaðarins í þjóðarbúið, sem auk fram- leiðslu matvælanna hefur alið upp þær þúsundir fólks, sem þaðan hafa flutt til annarra atvinnuvega og það á heldur ekki að rannsaka, hve margt fólk í öðrum atvinnugreinum hefur beint og óbeint framfæri sitt frá landbúnaði vegna at- vinnu við vinnslu, verzlun og flutninga. HvaS um aðrar þjóðir Hv. flm. hefur heldur ekki áhuga fyrir að láta rannsaka, hvemig aðrar þjóðir búa að sínum landbúnaði samanborið við það, sem hér er og með hliðsjón af aðstæðum. Öll þessi atriði þarf þó að athuga og fræða þjóðina um. Það hefði verið verðugt viðfangs- efni fyrir hv. flm. að beita sér fyrir slíkri rannsókn. Eg held, að hann hefði haft meiri heið- ur af flutningi slíkrar till. en þessarar, sem er á þskj. 96. En öll þessi atriði telur hv. flm. auðsjáanlega, að ekki skipti máli. Hitt er hv. flm. aðalatriði, að vita, hvort land- búnaðurinn fái eitthvað meira i sinn hlut í krónutölu en aðr- ir atvinnuvegir. En hverju á flutningur þessarar tillögu að þjóna? Það þarf að þekkja hv. þm. til þess að skilja það. Atvik, sem hér gerðist á hv. Alþ. á s. 1. vetri varpar kann- ske svolitlu ljósi á þetta. Fjvn. flutti óskipt og ágreinings- laust brtt. við fjárlögin, brtt., sem var til leiðréttingar á | framlagi til Búnaðarfélags ís- lands og hækkaði framlagið um 260 þús. kr. Þegar til at- kvæða kom hér í Sameinuðu alþingi greiðir hv. 9. landsk. einn allra alþm. atkv. gegn þessari till., sem fjvn. flutti samhljóða. — Þar skein í inn- rætið, hina neikvæðu afstöðu hv. flm. til landbúnaðarins og fólksins, sem að honum vinn- ur. Á þskj. 104. flytjum við hv. 5. þm. Austl. brtt. við þál- tiíl. á þskj. 96. Með þessari breyt. teljum við, að þáltill. mætti verða til nokkurs gagns, hefði jákvæðan tilgang. Sú rannsókn, sem við leggjum til, að gerð verði, er nauðsynleg vegna hinnar öru fjölgunar þjóðarinnar. Framleiðsla land búnaðarafurða þarfnast svo mikils undirbúnings, að það mun ekki af veita að fara i alvöru að hugsa fyrir, hvernig á að mæta aukinni þörf fyrir landbúnaðarvörur auk þess sem hiklaust ber að stefna að því, að landbúnaðurinn geti aflað gjaldeyristekna með sölu nokkurs hlu’ta framleiðsl- unnar á erlendan markað. í þessu sambandi og að gefnu því tilefni, sem felst í þáltill. ‘á þskj. 96 þykir mér rétt að víkja fáeinum orðum að því, sem gerzt hefur í íslenzkum landbúnaði undanfarin ár, en ég vil fyrst aöeins benda á, að án þeirra framfara, sem orðið hafa í íslenzkum landbúnaði síðan 1950, mundum við hafa verið þannig á vegi staddir með framleiðsluna í dag, að það hefði þurft að flytja inn landbúnaðarvörur fyrir um 300 millj. kr. á ári, til þess að fullnægja neyzluþörfinni. Árabil það, sem ég miða við í þessum samanburði, sem ég ætla að gera í örstuttu máli, eru 8 ár eða árið 1951 til og með 1958, en það er ekki hægt að fara nær árinu í ár vegna þess að skýrslur -liggja ekki fyrir enn. Á þessum 8 árum hefur mjólkurframleiðslan vaxið um 23 millj. lítra, kjöt- framleiðslan hefur vaxið á 8. þúsund tonn, töðuframleiðsl- an hefur vaxið um rúmlega 1 milij. hestafla, ræktaðir hafa verið 28 þús. hektarar, vél- grafnir skurðir eru yfir 6 þús. (km. og 26 millj. rúmmetra, handgrafnir skurðir eru um 22Ö þús. rúmmetrar, hand- grafin lokræsi eru 153 km., grjótnám er yfir 200 þús. ten- ingsmetra, girðingar hafa ver- ið lagðar nálega 3500 km, byggðar hafa verið áburðar- geymslur nálægt 140 þús. rúm- metrum, þurrheyshlöður um 820 þús. rúmmetrar og vot- heysgeymslur rúmlega 144 þús. rúmmetrar. Sett hafa verið upp í kringum 1700 súg- þurrkunartæki, en hlöðurnar, sem þau eru í, eru að flatar- máli 55 þús. 660 fermetrar. Kartöflugeymslur hafa verið byggðar 23 þús. m3. Því miður liggja ekki fyrir skýrslur um það, hvað byggt hefur verið yfir marga nautgripi og sauð- kindur, en það er mikið, sem byggt hefur verið á þessum ár- um yfir búféð, eins og gefur að skilja af því t. d., að á þess- um árum hefur sauðfénu fjölg að um 360 þús. Þá hafa á þess- um sömu árum verið keyptar rösklega 3500 dráttarvélar auk annarra þeirra tækja, sem þeim þurfa að fylgja og ann- arra verkfæra. Það gefur auga leið, að allar þessar umbætur, ræktun, byggingar og vélvæð- ing hafa kostað stórfé. Ætla ég, að engum, sem ber skyn á þessa hluti, blöskri það, þótt ríkið hafi lagt til í jarðrækt- arframlag á þessum 8 árum 128 millj. kr. og gert Ræktun- ar- og Byggingarsjóði mögu- legt að lána til framfaranna i sveitunum 280 millj. Þetta er lítill hluti, sáralítill hluti af því, sem þessar umbætur hafa raunverulega kostað. Og þess er líka rétt að gæta, að á sama tíma og þetta gerist í sveitunum, þá fækkar vinn- andi fólki við landbúnaðinn um 700 manns og aðkeypt vinna við landbúnaðarfram- leiðsluna minnkar um 17% að magni til. í sambandi við þessa till., sem hér er til umr. væri einnig ástæða til að athuga (Framhald á 2. síðu) Dagskrá Alþingis Dagskrá sámeinaðs Alþingis mlð- vikudaginn 16. nóv. 1960, kl. 1.30 miðdegis. 1. FYRIRSPURNIR: a. Yfirvinna kennara. Ein umr. b. Niðursuða sjávarafurða á Siglufirði. Ein umr. 2. Flugbraut í Vestmannaeyjum, þáltill. Hvernig raaða skuli. 3. Fyrirtækjasamtök, þáltiil. Hvern ig raeða skuli. 4. Landhelgismál, þáltill. Hvernig ræða skuli. 5. Vlrkjun Jökulsár á Fjöllum, þáltlll. Hvernig ræða skuli. 6. Iðnrekstur, þáltill. Hvernig ræða skuli. 7. Heildarskipulag Suðurlandsundir lendis, þáltill. Hvernig ræða skuli. 8. Hlutleysi íslands, þáltill. Ein umr. 9. Fiskveiðar við vesturströnd Af- ríku> þáltill. Ein umr. 10. Framleiðslu- og framkvæmdaá ætlun þjóðarinnar, þáltill Fyrri umr. 11. Fiskveiðar með netjum, þáltill. Ein umr. 12. Hlutdeild atvinnugreina í þjóðar framleiðslunni, þáltill. Ein umr. 13. Niðurlagningar- og niðursuðuiðn aður síldar, þáltill. Fyrri umr. 14. Rannsókn fiskverðs, þáltill. Fyrri umr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.