Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, mlðvikudaginn 16. nóvember 1960. BÆKUR OG HÖFUNDAR Ljóð Jóns Þorsteins- sonar frá Arnarvatni Á vegum ísafoldarprent- fmiðju er komin út ný útgáfa af Ijóðum og lausavísum Jóns Þorsteinssonar skálds frá Arn- Ljóð Jakóbínu Sig- urðardóttur Bókaútgáian Heimskringla hefur scnt frá sér Ijóðabók eftir frú Jakobínu Sigurðardóttur, og nefn- isf hún Kvæði. í bókinni eru 46 kvæði. Ljóð Jakobínu hafa birzt á víð og ureif í blöðum og tímarit- um síðustu árin og vakið nokkra athygli. Mun þetta vera fyrsta ljóðabók hennar. Búningur bókarinnar er einkar smekklegur. arvatni « umsjá Andrésar Björnssonar. Ljóðabók kom út eftir Jón Þor- steinsson 1933, og sá Ólafur’ Mar- teinsson, magister, um þá útgáfu. Öll kvæði og vísur þeirrar bókar er að finna í þessari nýju útgáfu, segir Andrés Björnsson í formála, en auk þess ýmislegt fleira. í þess ari útgáfu hefur að mestu verið farið eftir eigin handriti skáldsins, j sem enn er til af mörgum kvæðum þess og vísum, Andrés Björnsson segir ennfrem ; ur í formála þessarar útgáfu: „Jón Þor’steinsson varð skáld j sveitar sinnar. Úr smiðju hans j flugu vængjaðar stökur og kvæði með sterkum höfundareinkennum. Nýstárlegar orðmyndir og óvænt hugsana- og myndtengsl eru áber andi í kvæðum hans og vísum. Hnyttni og ferskleiki setja svip á allt, sem hann yr’kir. Efniviðurinn er sá, sem fundvís maður finnur í fremur hversdagslegu og venju- bundnu lífi og þröngum hring, eins og löngum hefur verið um íslenzk alþýðuskáld. Árstíðirnar og veðurfarið, barátta bóndans við höfuðskepnurnar eða hrein og tær gleði hans yfir sköpunarverk- inu og dýrð þess. Allt tekur þetta mi’kið rúm í huga skáldsins. Þá er dauðinn, þetta óþrotlega yrkisefni, og tækifæriskvæðin, ort fyrir gleðisamkomur og aðra’mannfundi. Þessi útgáfa af kvæðum Jóns á Arnarvatni er allstór bók og nokkru stærri en hin fyrri, enda mun þar samankomið hið helzta, sem geymzt hefur eftir Jón, en urmull lausavísna hans er að sjálf sögðu sokkinn í gleymskunnar djúp. Útgáfan er smekkleg og vönduð að frágangi. SILFURÞRÆÐIR Útgefcundi: Brœðrafélag Kristilegs félags stúdenta. Efnið völdu: Árelius Níels- son, Gunnar Árnasonx Jón Auðuns. — Pren-tsmiðjan Leiftur 1960. Viðurkennt mu~i það, að ekki sé sama hverja börn og unglingar umgangist. Þar er m. a. sagan um skemmda epl ið staðreynd og sígilt leiðar- Ijós. Hitt ætti lika að vera aug- ljóst mál, að ekki er sama hvers konár bækur menn leggja fyrir sig að lesa. Les- efni hefur líka smátt og smátt sín áhrif til ills eða góðs. Og vegna þess þarf les- efni bama og unglinga að vera gott efni. Óteljandi vitnisburðir eru til um þetta, ýmist þögul dæmi eða skráð. Óhamingja mín vorn glæparitin, segir einn. Slungnir fantar í sög- unum sem ég las voru mínir menn og eggjuðu mig til glæfraverka, segir annar, og báðir horfðu á glatað líf. En svo eru aðrir, sem vitna um það að lestur góðra bóka! hafi örvað þá til drengskap- ar og dáða. Það mætti benda á fjölda vitnisburða mætra manna sem telja sig eiga1 góðu lesefni það að þakka m.a., að þeir urðu að manni. Það fer því svo, að manni1 hlýnar um hjartarætur við að kynnast bók, sem öruggt er um að eingöngu hefur góð an boðskap að flytja, og eitt hvað gott skilur eftir hjá þeim, sem les hana. En þá veltur líka á því að bókin sé | þannig gerð, að ætla megi að j svo verði. Til þess þarf hún að búa yfir þeim kostum, að vekja forvitni, glæða skilningsþrá og ýta við hinum skárri eig- indum í hug og hjarta les- andans. Og þessa kosti finnst mér hún hafa, bókin sem ber framanskráðan titil, — Silf- urþræðir. — Enda hafa þar ágætustu menn verið að verki. Þetta eru 20 sögur, auk smáþátta, er þýtt hafa og skráð sjö prestar og einn skólastjóri. Ætti það að vera næg trygging fyrir því, að hér er sannarelga ekkert rusl á ferð. Það er líka óhætt að full- yrða, að allar þessar sögur og frásagnir eru góðar, gott lesefni og sumar hreinustu j perlur. Og allar eiga þær gott j erindi til uppvaxandi æsku. Er vonandi að þessi bók, sem , er rúmar 100 bls. og fallega j gerð, verði mikið og vel lesin. Og þess vegna er hér vakin á henni athygli. Sn. S. I Hér er íslenzkur grlpur tll vinstrl og Galloway-blendingur tll hægri — munur vaxtarlagsins greinilegur. — Og á hægrl myndinni eru læri, til vinstri úr íslenzkum grip en til hægri úr Galloway-blendingi. Fallþungi Galloway - blendinga 45 kg. meiri en íslenzkra gripa Á undanförnum árum hefur mikiS verið rætt um innflutn- ing holdanautgripa til kjöt- framleiðslu Hefur málið hvað eftir annað komið fyrir Bún- aðarþing. Til að fá úr því skorið, hvort blendingar af hpldanautum og íslenzkum reyndust hæfari til kjötfram- leiðslu en alíslenzkir naut- gripir, ákvað Tilraunaráð bú- fjárræktar árið 1957 fyrir til- mæli Búnaðarfélags íslands að láta gera slíka samanburðar- filraun. Átti hún jafnframt að sýna, hver fóðurnotkunin væri, svo að unnt yrði að reikna út fóðurkostnað. Tilraunaráð keypti vegna þessar- ai tilraunar nautið Gretti af búi Sandgræðslu fslands í Gunnars- holti. Grettir var blendingur, tal- inn sem næst að hálfu Galloway og að hálfu íslenzkur. Hann var fluttur á kynbótastöðina í Laugar- c’ælum og notaður þar og á næstu læjum nokkra mánuði veturinn 1957—58 til að fá undan honum rogu marga kálfa í tilraunina, sem hófst haustið 1958 og Tilraunastöð- in í Laúgardælum sá um fram- kvæmd á, en Tilraunaráð kostaði að öllu leyti. í þessari tilraun, sem nú er ný- lokíð, voru 32 kálfar, fæddir frá því síðast í september 1958 til byrjun janúar 1959. Voru 16 þeiira Galloway blendingar að Vi, allir undan Gretti. og 16 alíslenzkir af sama svæði. í hvorum flokki voru 8 kvígur og 8 nautkálfar, sem voru geltir, fjögra mánaða gamlir. Kálfsveturinn til útbeitar var fóðrun þannig hagað, að eins, lítil nýmjólk var gefin og fært þótti, e.n þeim mun meira af undam rennudufti. Nýmjólk fengu kálf- arnir aðeins fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu, alls 138 kg hver kálfur, en undanrennuduft, sem hver kálfur fékk, svaraði til 1105 kg af undanrennu. Hætt var að gefa undanrennuduft, þegar útbeit hófst. Kjarnafóðurgjöf þennan vetur nam 165 kg á hvern kálf. Auk þessa fóðurs, sem allir kálfar fengu nákvæmlega jafnstóran skammt af, fengu kálfarnir þurr- hey og síðustu vikurnar dálítið af votheyi, hvort tveggja að vild. Sumarið 1959 gengu kálfarnir á óiæktuðu landi, en tilbúinn áburð- ur var borinn á hluta þess. Síðasta hluta beitartímans fengu kálfarnir háarbeit. Veturinn 1959—60 var fóðrun hagað þannig, að þurrhey var gefið annað málið, en vothey hitt, hvort tveggja óskammtað. en vegið reglulega, þurrefni ákvarðað og Guðmundur Sveinsson, skólastjóri: ARÐRÁN HUGTAKIÐ arðrán varð um skeið allmikið tízkuorð. Frjálslyndir umbótamenn vöktu athygli á því, að á- stæðan til fátæktar og um- komuleysis alls þorra al- mennings væri sú fyrst og fremst, að hann nyti ekki réttláts arðs af vinnu sinni og sbarfi. Örfáir einstakl- ingar, sem þjóðfélagið hefði gefið aðstöðu til þess, tækju í sinn hlut svo mikla fjár- muni, sem sameiginleg vinna fjöldans hefði skap- að, að það, sem umfram væri, nægði naumast til brýnustu nauðsynja hinna fjölmörgu, sem þó oft ræktu erfiöistu störfin. — Þessu athæfi var líkt við þjófnað, enda þótt svokölluð borg- araleg lög vemduðu almenn ing ekki fyrir slíku. HITT væri og ekki síður alvarlegt, að ríkishugtakið væri næsta þokukennt og frumstætt. „Ríkið, það er ég“, sagði sólarkonungurinn á Frakklandi og í þau fót- spor fetuðu hinir máttar- meiri einstaklingar dyggi- lega og töldu, að aðeins sárafáir ættu að ráða og skipa málum að vild sinni. Þeir ættu ekki aðeins að ráða hvern arð menn hlytu af vinnu sinni, heldur og ekki síður hinu, hvort menn á annað borð fengju að nota hæfileika sína og getu til sköpunar verðmæta sér og öðrum. Fáir þóttust eiga að ráða hvoru tveggja, arði og aðstöou. Frjálslyndir umbóbamenn mótmæltu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.