Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 13
13 T í MIN N, miðvikudaginn 16. nóvember 1960. Upplýsingar frá Neytendasamtökunum Næsti leiðbeiningabækllng [ ur Neytendasamtakanna fjall ar um snyrtivörur eða nánar tiltekið um andlitskrem og k'rukkurnar undir þau. Eins og áður hefur verið frá skýrt, hafa Neytendasamtökin einka rétt á birtingu niðurstaðal gæðamats hliðstæðra sam- i taka og stofnana erlendis, og| eru þessar upplýsingar frá rieytendasamtökum í Eng- landi, en þær eiga nær jafn mikið erindi til kanpenda þess ara vara hérlendis sem þar. BORGAR SIG AÐ KAUPA HORMÓNAKREM ? : Hormónakrem er mun dýr ári vara en venjulegt and-- litskrem, en um ágæti þess eða yfirburöi eru skiptar skoðanir. Brezku neytenda- samtökin ákváðu að gera til- raun með hormónakrem og buðy konum innan samtak- anna að taka þátt í henni. Af 3550 sjáJfboðaliðum voru 200 konur valdar, 100 yngri en 45 ára og 100 eldri en 45 ára. Tilraunirnar stóðu í 6 vikur, og er gangur þeirra rakinn ítarlega í bæklingi Neytendasamtakanna og orð rétt úr riti hinna ensku. Þótti rétt að birta greinina í heild, þar sem hún sýnir í senn ná kvæmni og sanngirni í leit að niðurstöðum, sem mættu verða neytendum til leiðbein ingar. Jafnframt verður mönnum ljöst, hve mikil vinna og kostnaður liggur að baki athugun sem þessari. En j það e.ru einnig ótrúleg verð- í mæti í húfi fyrir neytendur. Greinin ætti ekki að þykja leiðinleg aflestrar og er hóf- lega löng. HVAR ER BOTNINN í KRUKKUNNI? Önnur neytendasamtök í Englandi athuguðu að gefnu tilefni, hve mikið magn af andiitskremi væri í hinum mjög svo mismunandi krukk um, sem það er fáanlegt i. Reyndist einnig svo, að um- búðimar blekktu augað stór- lega í mörgum tilfellum. Gerðar voru nákvæmar mæl ingar á innihaldi 13 krukkna kunnra tegunda, og reyndist það vera frá 74%—35% af rúmtaki ytri krukku, — sem augað sá. Þá var einnig verð svo mismunandi, ef tekið var tillit til þunga innihaldsins, að þau dýpstu voru 5—7 sinn um dýrari en þau ódýrustu. í bæklingi þessum eru birt ar niðurstöður af þessum at hugunum ásamt þverskurðar- mynd af krukkunum, fullu vöruheiti og verði í Englandi. Óheimilt er að birta nán- ari upplýsingar annars stað ar né nota niðurstöður þess ara athugana í auglýsinga- skyni. Bæklingurinn verður sendur meðlimum Neytenda samtakanna í næstu viku. Mót taka nýrra meðlima er í síma 1 97 22 daglega kl. 1—4 og 5—7. N eytenda&amtökin. Frá héraðsfundi Borgarfj.prófastdæmis Héiaðsfundur Borgarfjarðarpró- fastsdæmis var haldinn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sunnudaginn 11. sept. s. 1. Á undan fundi var messa í Hallgrímskirkju. Héaðs- prófastúr, séra Sigurjón Guðjóns- son í Saurbæ, þjónaði fyrir altari, séra Jón M. Guðjónsson á Akra- nesi prédikaði. Prófastur gaf ýtar legt yfirlit yfir störf kirkjunnar í prófastsdæminu og flutti ávarp. Tvö erindi voru flutt, séra Guð- mundur Þorsteinsson á Hvanneyri og Björn Jakobsson kennari í Reyk holti. Séra Einar Gunnarsson í Reykholti flutti fróðlega frásögn um fer’ð sína og konu sinnar um fjögur Evrópulönd í sumar. Helztu ályktanir: Héraðsfundur Borgarfjarðarpró- fastsdæmis, haldinn í íSaurbæ 11. Björn Jónsson sept., 1960, skorar á Alþingi að semja lög um sælgætissölur, þar sem bönnuð sé sælgætissala í nánd við skóla hvar sem er á landinu. Héraðsfundur’inn lýsir áhyggjum sýnum yfir opinberum skemmtun- um í félagsheimilum víðsvegar um landý sakir þess hve þar gætir óreglu í vaxandi mæli. Héraðsfundurinn beinir þeim til mælum til Alþingis, að breyting verð gjörð á lögum um veitingu prestakalla, þannig, að prestaval hverju sinni verði lagt í hendur biskupi og viðkomandi prófasti. Verði þeir sammála er kirkjumála ráðherra bundinn af vali þeirra. En verði þeir hins vegar ósammála er úrslitavaldið í höndum ráðherra. Þá sé hann skyldur til að skipa ann ,an þeirra tveggja, er hlotið hafa meðmæli biskups eða prófasts. (Framhald af 6 síðu). um málum. Var s’æti hans ætíð vel skipað, og starfaði hann ætíð við bezta traust. Björn gat þó virzt nekkuð einn á ferð og ollu því hin- ir dulrænu hæfileikaj hans, hinir irnsæju vitsmunir hans, en slíkum nönnum er frekast gjarnt til að líta fram hjá skrautsýningum heimsins — og vita betur —. En hvort sem hann var einn á ferð eða blandaði geði við aðra, þá horfði hann alltaf fram, og bjóst s-tíð við hinu betra. Björn var vegna vitsmuna smna og mannkosta einn af merkustu bændum austanlands á sínum tíma. I-annig skipaði alþýðumenntaskól- inn íslenzki Birni til rúms í þjóð- lííinu, því ekki gekk hann á aðra sl.óla. Björn var tæplega meðalmaður vexti, hvatur á fót og rösklegur, enda hinn mesti starfsmaður og jafnan heilsugóður. Hann var skarpleitur, sviphreinn og svip- síerkur, og hvarvetna var eftir honum tekið. Hann var þrifnaðar- bóndi og heimili hans hið mesta þ> ifaheimili, þar naut Björn sín bezt. Létt kýminn og glaður var honn jafnan við samlundi manna, og sómdi sér á hverium bekk er hann skipaði, kurteis og orðvar. Björn kvæntist árið 1896 Sigríði Pálsdóttur frá Norður-Reykjum í Reykholtshreppi, svstur Jónasar Pálssonar oiganleikara í Winnipeg. Var hún mikilhæf ágætis kona og vel mennt og átti sinn stóra þátt í þrifnaði Hámundarstaðaheimilis. Hún lézt 1942. Fjögur eru börn þeirra: Jónas skipstjóri nú . Hali- fax, Páll, verkamaður í Reykjavík, Hámundur Eldjárn vélstjóri í Stykkishólmi og Þorbjörg búsett í Reykjavík. Til hennar og manns hennar Ólafs Jóhannessonar flutt- ist Björn árið 1945. og fram úr því seldi hann Hámundarstaði. Síðustu árin dvaldi hann á Elliheimilinu í Reykjavík og andaðist þar sem fyrr segir, 1. okt. Hélt hann sálar- kröftum +-il hinztu stundar og íylgdist með öllu er gerðist í gegnum blöð og útvarp. Svo kveð ég þig Björn! Og þakka þér fyrir gömul kynni og samstarf og ég veit að hugsjónir þinar rætast síðar. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. V*V»,V»V«V*-V*V«V*V«V«V»V«A.*V*V*V»V*V*V*X*'V.X , ,*V*V*V*V*V*‘ Úreltar kvikmyndir (Framhald af 11. síðu). en hæstu hús stórborganria og eftir því hás>alegar. í JAPÖNSKU ævintýra- kvikmyndinni Rodan flýgur hin ægilegasta ugla úr 20 milljón ára gömlu eggi og raunar fleiri en ein. Þess- ar ægilegu skepnur fljúga hraðar en hljóðið, leggja borgir í eyði með vængja- tíðar skordýr á stærð við járnbrautarvagna, en þau slætti sínum, skelfa allt og alla með illum hjóðum og eru í stuttu máli sagt hinar herfilegustu plágur. Einnig koma fyrir nokkur fyrri ? gleymast alveg í þeim fyrir * gangi sem verður af yfir- ferð uglanna og veit enginn hvað af þeim verður. BLAÐIÐ SEGIR menn hafa fengið nóg af svo góðu og biður ekki um meira. Bílaeigendur Haldið 'akkino á Dilnum við. Bílaspráufun Gunnars Júlíussonar B-göru 6 Biesugróf Sími 32867 S0LGRJ0N SKYR saman Byrjlð dajlnn vel, neytlð grauts úr Sólgrjónum, eða hraerings, þvl SÓLGRJÓN og skyr elga mjög vel saman. Ljúffengt bragð fínsaxaðral1SÓLGRJÓNA og skyrbragðlð blandast S hinn' bezta hátt og hrarlngurlnn verður mjúkur og bragðgóður. SÓLGRJÓN Innlhalda rlkutega cggjahvituefnl, elnnlg kalk, JSrn og fosfór og svo B-vIumln- allt nauðsynleg efnl llkamanum, fyrlr eldrl og yngrl. Munlð að dlskur af SÓLGRJÓNUM og skyrl, hrært saman I harfilegum hlut- föllum, hefir að geyma'/, af daglegrl eggjahvltuefna þörf barnslns. NEYTIÐ SÓLGRJÓNA sem veita ÞREK og ÞRÓTT. 640 bls. fyrir aðeins 65 kr. er kostaboð okkar þegar þérxgerizt áskrifandi að heimilisblaðinu SAMTÍÐIN sem flytur ástasögur, kynjasögur, skopsögur drauma- ráðningar, afmælisspádóma, viðtöl. Kvennaþættí Frevju með Butterick-tízkusniðum, prjóna og útsaumsmynztr- um, mataruppskriftum og hvers konar hollráðum — í hverju blaði er skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson, bridgeþáttur eftir'ÁTna M. Jónsson, þáttunnn Úr ríki náttúrunnar eftir Ingólf Davíðsson getraunn, krossgáta, vinsælustu danslagatextarnir o m fl. 10 blöð á ári fyrir aðeins 65 kr. og nýir áskrifendur fá einn árgana í kaupbæti ef ár- gjaldið 1960 fylgir pöntun. Póstsendið í dag eítirfarandi pöntunarseðil: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- INNI og sendi hér með árgjaldið 1960 65 kr (Vinsam- legast sendið það í ábyrgðarbréfi eða póstávísun) Nafn Heimili Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN Pósthólt 472, Rvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.