Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 14
14 T í M I N N, þriðjudaginn 15. nóvember 1960. PEGGY GADDYS: 10 DALA —| stúlkan Seinna um kvöldið þegar þau Kate voru á heimleið í tunglsljósinu mælti Clay: — Hvaða gildi hefur það að flytja eldinn svona fram og aftur? Hvers vegna get ég ekki einfaldlega sett sprk í ldstóna og kveikt upp með eldspitu? Kate igekk nær honum,-leit 1 kringum sig eins og hún væri hrædd um að einhver, heyrði til hennar og sagði: • — Þú veizt að eldspítur eru búnar tii úr brennisteini og brennisteinn er kominn frá þeim vonda. Það hefur þú þó heyrt prestinn segja. Og þeg- ar fjölskyldan fluttist hing að vildi enginn kaupa neitt utanfrá. Þess vegna var það alltaf kærkomin gjöf ef ung brúðhjón fengu eld í arinn í brúðkaupsgjöf frá nánum ættingjum. Amma gamla fékk eld frá móðúr sinni þeg ar hún giftist og Bill frændi og Emma fengu síðan eld frá henni þegar þau igiftust. Þess vegna bjóst frænka við að ömmu þætti vænt um að kveikt yrði aftur á eldstónni með sama eldi og þar var. Fyrsta LISTSYNÍNG í Kópavogi Magnús Amason, listmál- ari opnaði sýningu á nýjum verkum sínum í hinn nýja samkomuhúsi Kópavogskaup staðar laugardaginn 12. nóv. sl. Strax er ég steig inn í sýn- ingarsalinn, glaðnaði yfir mér, því að, þótt kynlegt kunni að þykja, hálf kveið ég fyrir að koma á sýning- una. Hvers vegna? Jú, ég skoðaði sýningu Magnúsar fyrir 20—30 árum, sem mér geðjaðist ágætlega, og nú gat ég varla trúað því, að hann hefði komizt klakklaus og óskemmdur öll þessi ár út úr öllu því umtumandi hafróti tízku og upplausnar, sem kippt hefur fótum undan fjölda manna í lifnaðarhátt um og siðum, bókagerð, list um, klæðnaði og fleiru. Jú, viti menn. Magnús Ámason hafði staðið óhagg- .anlegur og óskemmdur, þó ekki staðiö í stað. Yfir þess ari sýningu hans er svo miklu meiri ljómi og birta en hinni fyrri, sem ég gat um, *þótt hún væri ágæt og túlkaði vel það sem henni var ætlað að sýna. En hamingjan góða! Hver veit nema ég skemmi nú fyrir Magnúsi með þessu tali mínu. Brosa ekki hinir sérfróðu að dómum okkar hinna og segja lágt eða upphátt: Blessaður góði, þú hefur ekkert vit á þessu. Jú, ég hef mitt vit, en meira auðvitað ekki. Þess vegna leyfum við okkur að segja okkar álit á hlutunum, þótt ekki séum við leikmenn imir sérfróðir. Okkur fer í þessum efnum svipað því, er við höfum fastnað okkur kær ustu. Hún er þá auðvitað fall egasta og bezta stúlkan, og enginn fegurðarsamkeppnis- sérvitringur gæti þá sann- fært okkur um hið gagn- 'Stæða. Eg sagði sérvitringur, I það er maðurinn, sem á sér ■ stakt vit á hlutunum. Þótt slíkur maður kæmi þá til okk ar og segði, að nefið á stúlk ' unni okkar ætti að vera tveimur millímetrum lengra, hakan þíremur millímetrum breiðari eða mjórri, munnur inn annað hvort minni eða stærri, þá myndi honum ekki takast að sannfæra okk ur um missmiði þess, sem okkur fyndist fegurðin sjálf. Ekki ræðst ég í að lýsa mál verkum Maguúsar, 60 talsins á þessari sýningu, en þar kom ég ekki auga á mynd, sem ég hefði ekki getað gimzt til að prýða heimili mitt, en oft ber það við að ég sé fjölda málverka á sýningum, sem ég vildi ekki hýsa á heimili mínu. Það er svo skemmti- lega bjart yfir þessum mál- verkum Magnúsar Ámason- ar og þau eru svo falleg, að þau upplýsa hvaða umhverfi sem er, og það birti í minni sál við að skoða þau. Þau glöddu mig, því að þau túlka þá hlið tilverunnar og á þann hátt, það í náttúrunni sem við alltaf fögnum. Nokkxar fallegar höggmyndir eru einn ig á sýningunni. Það var heppilegt, að hin fyrsta listsýning í Kópavogs- kaupstað skyldi vera með slíkum blæ. Kópavogsbúar munu áreiðanlega þakka það. Og svo biðum við eftir sýn- j ingu frúarinnar. Hún stund ar einnig sína sérstæðu og frábærlega fögru list. Pétur Sigurðsson. HTISLISIR Ung hjón með eitt barn, óska að kom ast á gott sveítaheímili nú þegar. Vön sveitástörfum. Uppl. í síma 33015, Rvík. SkíSi Skíðaskór Hlaupaskautar Listskautar Hockey skautar Skautaskór Kjörgarði, Laugavegi 519 Austurstræti 1 Póstsendum. Miðvikudagur 16. nóv. 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Útvarpssaga barnanna: „Á flótta og flugi" eftir Ragnar Jóhannesson; VIH. (Höfundur les). 18,25 Veðurfregnir, 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Framhaldsleikritið „Anna Karenina" eftir Leo Tolstoj og Oidfieid Box; III. kafl'i. Þýð- andi: Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 20,35 Tónleikar: „LArlesienne", hljómsveitarsvíta eftir Bizet (Sínfóníuhljómsveitin í Bam- berg leikur; Ferdinand Leitn er stjómar). 20.50 Erindi: Guðspeki og nútíma lífsviðhorf (Sigvaldi Hjálmars • son blaðamaður). - 21.10 Einieikur á píanó: Sónata í e-moll op. 7 eftir Edvard Grieg (Finn Nielsen leikur). 21.30 Útvarpssagan: „Laeknirinn Lúkas" eftir Tayior Caidwell; X. (Ragnheiður Hafsteín). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 ,Jtétt við háa hóla": Úr aevi- sögu Jónasar Jónssonar bónda á Hrauni í Öxnadal, eft ir Guðmund L. Friðfinnsson; IV. (Höfundur flytur). 22.30 Harmonikuþáttur: Högni Jóns son og Henry J. Eyland hafa umsjón með höndum. 23,00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga 8 — Þú ætlar að taka þátt í keppn inni, segir Halfri við Ervin, sem ber að með dverginum Pumpum. Áhorfendur hafa komið sér fyr ir. Konungurinn og fylgdarmenn hans koma nú, lúðrablásararnir gefa komu þeirra til kynna og all- ir xísa úr sætum. Danirnir ganga inn. Meðal þeirra vekur kappinn Bolor mesta athygli, en hann er mesta boga- skytta í heimalandi sínu. Nú koma norsku keppendurnir og meðal þeirra Ervin. Hann hrópar nafn sitt hárri og skærri röddu: Ervin Eiríksson!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.