Tíminn - 16.11.1960, Blaðsíða 1
MiSvikudagsgreinin
| ArSrén
— bls. 8—9,
Miðvikudagur 16. nóvember 1960.
stjórnað?
Þessar myndir voru teknar
af Ijósmyndara Tímans við
setningu Alþýðusambands-
þingsins í K.R. heimilinu
við Kaplaskjólsveg í gær.
Á myndinni að ofan til
hægri sér yfir þingheim, en
á myndinni hér að ofan sést
forseti A.S.Í., Hannibal
Valdimarsson, setja þingið.
(Ljósm. TÍMINN, K.M.)
27. þing AlþýSusambands
íslands var sett í samkomu-
húsi K.R. við Kaplaskjólsveg
kl. 3.30 í gær, af Hannibal
Valdimarssyni, forsetá sam-
bandsins. Á þinginu eiga sæti
um 340 fulltrúar. Er fulltrúar
höfðu gengið til sæta sinna
söng Alþýðukórinn undir
stjórn dr. Hallgríms Helgason-
ar, nokkur lög og að því búnu
flutti forseti þingsetningar-
ræðu sína.
Hóf hann mál sitt með þvi
að minnast látinna félags-
manna, en þingheimur reis úr
sæti í virðingarskyni við hina
) látnu.
Frá setningu Alþýðusambandsþings í gær
Hannbal Valdimarsson kvað
það jafnan hollt að líta öðru
hvoru um öxl, rifja upp hvern
ávöxt barátta verkalýðsfélag-
anna hefði borið, hvað hefði
áunnizt og hváð tapast. Fyrir
verkalýðsfélögin væri það sér-
staklega lærdómsrikt að bera
að þessu leyti saman tvö tíma
bil, sem liðið hefðu milli þinga
samtakanna. Væri þá annars
vegar um að ræða tímabilið
frá þinginu 1955—1958 og frá
1958—1960. Á fyrra tímabilinu
komst á náið samstarf milli
verkamanna, bænda og ríkis-
valdsins.
BjargráS stjórnarinnar í útvegsmálum er að minnka
fiskveiðilandhelgina um helming
„Viðreisn“ ríkisstjórnarinnar
er komin í algert strand á öll-
um sviðum. „Viðreisnin" eins
og ríkisstjórnin sjálf kallaði
efnahagsaðgerðir sínar var
sögð fyrst og fremst við það
miðuð að skapa „heilbrigðan“
rekstursgrundvöll fyrir útgerð-
ina. Allt er miðað við það, sagði
ríkisstjórnin, að útflutningsat-
vinnuvegurinn geti borið sig.
Þetta nýja „kerfi“ mun þola
öll áföll og laga sig eftir að-
staiðunum hverju sinni. Aldrei
framar verður þörf á að gera
„bráðabirgðaráðstafanir“ effia
taka upp uppbætur að nýju.
Ekkert ber eins Ijósan vott
um skipbrot „viðreisnarinnar“
og hagur útgerðarinnar nú.
Málgögn stjórnarflokkanna við-
urkenna að hún sé á helj.ar-
þröm, allt sé að stöðvast og
bátaflotinn að lenda undir upp-
boðshamarinn. Ekki verður kom
izt hjá því að gera róttækar
ráðstafanir nú þegar á þessu
ári til að bjarga þjóðarbúinu
frá algcru hruni. Ríkisstjórnin
heldur samt áfram aS lofsyngja
„viðreisnina". Segir að þessir
erfiðleikar stafi af „gífurlegum
aflabresti“ og verðfalli á fiski-
mjöli. Sannleikurinn er sá, að
aflatrcgða hefur að vísu verið
nokkur hjá togurunum undan-
farið, en heildarfiskaflinn er
svipaður og í fyrra. Verðfallið
á fiskimjöli var þegar hafið, er
efnahagslögin voru sett og í
greinargerðinni með efnahags-
málafrumvarpinu var það tekið
fram, að tekið liefði verið tillit
til verðfallsins við samningu
laganna. Slíkar röksemdir fyrir
ófremdarástandi því, sem nú
ríkir, falla því dauðar og ómerk
(Framhald á 2. síðu).
Heilladrjúgt samstarf
Það samstarf varð öllum al-
menningi í landinu heilla-
drjúgt. Þá stórjókst fiski-
skipaflotinn, reistar voru síld-
arverksmiðjur og fiskvinnslu-
stöðvar víðs vegar um land.
Stór átök gerð í raforku- og
húsnæðismálum. Sett voru lög
um atvinnuleysistryggingar og
lífeyrissjóð togarasjómanna,
margt unnið til hagsbóta fyrir
bændastéttina að ógleymdu
því að landhelgin var færð út
í 12 sjómílur. Fólksflótttinn úr
dreifbýlinu stöðvaðist að
mestu og aldrei höfum við ver
ið nær því marki, að gera at-
Vinnuleysi með öllu útlægt.
Tekjur af Keflavíkurflugvelli
lækkuðu á þessu tímabili úr
370 milj. í 130 millj og í des.
1958 var kaupmáttur launa
hærri en nokkru sinni fyrr.
Þá voru og skattar lækkaðir
á sjómönnum og láglaunafólki
og þannig mætti halda áfram.
Gengið aftur á bak
En hvað væri svo um síðara
tímabilið að segja? Einkenni
þess væru í stuttu máli að
stjórnarvöldin reyndu að rífa
allt það til grunna, sem þá var
byggt upp. Nú væri veizt að
verkalýðsfélögunum og öðru
láglaunafólki í sveit og við
sjó með afnámi vísitölu, vaxta
og skattaokri og til þess að
reka endahnútinn á allan
þokkann væru verkföll bönn-
uð. Kaup væri lækkaö með lög
um. Lækkun árstekna hjá
venjulegum launamanni væri
frá 7000—12000 kr. Samvinnu
ríkisvaldsins og stéttasamtaka
almennings slitið. Allt hefði
þetta verið fóðraö með því, að
lækka þyrfti dýrtiðina og ráða
niðurlögum verðbólgunnar.
Ekki hefur verkalýðurinn á
móti því. Hann hefur líka sýnt
biðlund. Nær ár er liðið síðan
stjórnin gerði sínar ráðstafan-
ir. Alþýðusambandið hefur boð
ið ríkisstjórninni samstarf um
leiðréttingu á kjaramálunum,
sent henni tillögur sínar og
kosið nefnd til viðræðna við
hana Eftir hálfan rriánuð var
(Framhald á 2. síðu).
Samningum
frestaö enn?
London, 15/11. —
Fréttastofan NTB flutti þá
frétt seint í gærkveldi og
hafði hana eftir áreiðanlegum
heimildum í London, að
samningaviðræðurr: Breta og
íslendinga um riskveiðitíeil-
una hefði verið frestað fram
i lok þessa mánaðar, en eins
og kunnugt er áttu þær að
hefjast í Reykjavík næstkom-
andi fimmtudag.
er
Dönsku þingkosningarnar - bls. 3