Tíminn - 17.11.1960, Page 2

Tíminn - 17.11.1960, Page 2
2 Kjörbréfanefnd- in kSofnaði Á þingfundi Alþýðusam- bandsins í fyrrakvöld fór fram kjör á starfsmönnum þingsins. Við kjör á aðalforseta komu fram tvær uppástungur og var stungið upp á Birni Jóns- syni á Akureyri og Eggert Þor steinssyni, Reykjavík. Úrslit urðu þau, að Björn Jónsson var kosinn með 208 atkv.. Egg ert Þorsteinsson fékk 118 atkv. Auðir voru 3 seðlar ó- gildir 2. Fyrir varaforseta voru kosin Guðmundur Björns son, Stöðvarfirði og Herdís Ólafsdóttir. Akranesi, l)æði með samhljóða atkv. Ritarar þingsins voru kjörnir þeir Björgvin Salómonsson, Vest- ur-Skaft., Snorri Þorsteinsson, Norðurárdal, Björgvin Brynjólfs son, Skagaströnd og Þórir Daníels- son, Akureyri. Ágreiningur var um kjörbréf tveggja fulltrúa, frá Vélstjórafé- lagi ísafjarðar og Verzlunarmanna félagi Siglufjarðar. Kjörbréfa- nefnd klofnaði um afgreiðsluna. Tillaga meiri hluta nefndarinnar um að tekin yrði gild kosning full- trúa Vélstjórafélagsins, Kristins Guðmundssonar, og að fulitrúa Verzlunarmannafélagsins yrði heimiluð þingseta með málfrelsi og tillögurétti, var samþykkt. Þjóðaratkv. greiðsla um Alsír París, 16.11. — De Gaulle Frakklandsíorseti lýsti yfir því í dag, að hann myndi efna til þjóðaratkvæðagmðslu í Frakk- landi til sð Ieita stuðnings þjóð- ar sinnar f Alsírmálinu. Talið er sennilegt. að atkvæðagreiðslan fari fram i janúar n.k. Óstaðfest- ar fregnir lierma, að de Gaulle muni senn beita sér fyrir vopna- hléi í Aisir, en vitað er að Frakk ar í Alsír myndu mjög mótfalln- ir slíku. Slys við Öskjuhlíð Það slys varð sunnan við brekku- brúnina austanundir Öskjuhlíð kl. átta í gærkveldi að bifreið og skellihjól rákust á með þeim af- leiðingum að ekillinn á skellihjól inu slasaðist alvarlega. Kannsókn- arlögreglan var að vinna í málinu þegar blaðið fór í pr'entun og hafði þá enn ekki fengið vitneskju um nafn mannsins. Hann var flutt- ur á Landakotsspitalann, talinn mjög illa slasaður. Eginn meiddist í bifreiðinni. Framsögumaður meiri hluta kjör- bréfanefndar var Snor'ri Jónsson en minni hlutans Björgvin Brynj- ólfsson. Fyrir fundinum lá inntökubeiðni í ASÍ frá Félagi byggingariðnaðar- rnanna í Árnesssýlu. Var hún sam þykkt samhljóða, sömuleiðis kjör- bréf fulltrúa félagsins. I Frá AlJjjngi (Framhald al 7 síðu) lítilsháttar tilhliðrunarsemi við framkvæmd útfærslunn- ar. Ólafur Thors sagði að mál- staður Hermanns væri óverj- andi. Hermann hefði komið til sín áður en hann sendi skeytið og spurt sig hvort hann (Ól. Th.) vildi eiga að- ild að skeytinu. Sagöi hann að Hermann væri sjálfum sér ósamkvæmur að segja að við værum búnir að sigra í mál- inu, því að hann hefði lagt til að leitað yrði ásjár Banda rikjanna. Hoggið á hnútinn Hermann Jónasson sagði að hann myndi ekki vel eftir þessu samtali við Ólaf Thors um skeytið. Hins vegar eru skjalfestar sannanir fyrir því, að Ólafur Thors og Sjálf stæðisflokknum þótti of skammt gengið í skeytinu, sem sent var 18. maí, og deildi sérstaklega á mig fyrir að vilja ekki taka upp samtt ingaþóf um málið. Framsókn arflokkurinn var að höggva á þann hnút, sem málið var komið í með því að senda skeytið, þar sem það var lát ið í ljós að hugsanlegt væri að íslendingar væru fáanleg ir til að sýna tilhliðrunar- semi, gegn yfirlýsingu allra Nato-þjóða um einhliðarétt okkar til útfærslu. Alþýðu- bandalaginu fannst of langt gengið, en Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn vildu ganga lengra. Milli þessa skers og háru sigldi Framsóknarflokkurinn í land helgismálinu í örugga höfn. Togurum lagt (Framhaid af 1. síðu). jafnan talið hana til fyrirmyndar. Nú er svo háttað, að tveir ráðherr- ar eru búsettir Hafnfirðingar og helztu forystumenn Alþýðuflokks- ins þar, og hinn þriðji, forsætis- ráðherrann, er úr sama kjördæmi —iSem sagt nærri hálf ríkisstjórn- in. Einn þeirra er sjálfur sjávar útvegsmálaráðherrann, sérlegur fulltrúi Hafnfirðinga í áratugi. Því verður varla um kennt, að Hafnfirðingar eigi ekki menn í áhrifastöðum, menn, sem ættu að hugsa um þá, enda er orsakarinn- ar ekki að leita þar. Strand Hér er aðeins um að ræða eina mynd þess allsherjar strands sem er að verða, í íslenzkum útgerðar- málum. Útgerðargrundvöllurinn er brostinn vegna efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar. Hálfur bátaflotinn eða meira er strand- aður, togararnir eru að stranda einn af öðrum. Hér í blaðinu var sagt frá „strandi“ hins nýja tog- ! Ríkisstjórnin ætlar í , (F-ramhald af 1. síðu). urfregnir í brezkum blöðum. Þá sagði forsætisráðherra, er hann svaraði hvers vegna ekki hefði verið haft samband við utanríkismálanefnd, að utan- ríkisráðherra vær> því mót- fallinn, vegna þess að nauð- synlegt væri að full leynd hvíldi yfir samningaviðræðun- um. Eysteinn Jónsson krafðist fullra ef-ida á lotorðinu um samráð við Alþingi. Sagt er frá viðræðunum á þingsíðu blaðsins — bls. 7 ,rMoríbréfamáliía (Framhald af 16. siðu). >ar,s væri hlutdræg. Hvernig í ósköpunum getur Mbl. leyft sér a.'ö draga þá ályktun að frásögnin væri hlutdræg af pólitískum á- stæðum þegar það hafði enga að- stöðu til þess að ganga úr skugga um hvort svo væri, vegna þess einfaldlega að blaðamenn þess hafa ekki sézt við réttarhöldin og veit því blaðið ekkert um það sem þar fór fram. Hvað telur Mbl. fréttnæmt? Það gerist víst ekki á hverjum degi, meira að segja ekki í stór- borgum, að lögreglumaður er kærður af hinu opinbera fyrir að hcta lögreglustjóra sínum lífláti. Ef Mbl. telur réttarhöld, sem þau s;m nú standa yfir, ekki þess verð að birta nánar fréttir af þeim, þá hiýtur sú spurning að vakna: Hvað telur Mbl eiginlega vera íréttnæmt yfirleitt? Slælegur fréttaflutningur Mbl. af pólitískum toga spunninn Undirrituðum, sem viðstaddur var framhaldsrannsóknina og rit- aði grein þá, sem Mbl lætui í veðri vaka að hlutdræg sé, stend- ur á sama um hverjar lyktir verða á þessu máli, en gerir sér hins \egar ljóst að það er ekki annað en heilbrigð og eðlileg fréttaþjón- usta við almenning að skýra frá gangi málsins. Hin pólitíska hlut- drægni, sem Mbl. talar um, birtist fyrst og fremst í íréttaflutningi Morgunblaðsins sjálfs af máli þessu, sem einkennist af grafar- þögn. Að lokum væri ekki úr vegi að rainna ritsijóra Mbl. á að Blaða- mannafélag íslands gekk fyrir nokkru siðan í Aiþjóðasamtök blaðamanna, og gekkst þannig undir „Hippókratesar“-eið blaða- mennskunnar, sem meðlimir í sam tbkunum aiga að hafa að leiðar- Ijósi. Ein grein þessara „siðferðis- reglna" fjallar um sannan og heið axlegan fréttaflutning. Hafa rit- sljórar Morgunblaðsins kynnt sér hana? H. H. ara, Sigurðar, í gær. Ýmsum öðr um togurum hefur verið lagt. Þannig er nú komið fyrir stórvirk- ustu atvinnutækjum þjóðarinnar af völdum „viðreisnarinnar“, tækjum, sem geta tryggt næga gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og at- vinnu í landi, ef sæmilega er að þeim búið af hálfu stjórnarvalda. Til Afríku Á sama líma sem þannig erástatt fyrir útveginum vegna skaðvæn- legra efnahagsráðstafana, stend ur ríkisstjórnin í samningum við Breta um að minnka fiskveiði- Iandhelgina næs’tu árin um allt að helmingi, og fangará.ð stjórn- arflokkanna er að senda íslenzk fiskiskip srður til Afríkustranda í staðinn. TÍMINN, fimmt.udaginn 17. nóvember 1960. Ölafur vissi um skeytiS (Frambald af 1. síðu). uppi ósannindavaðli vegna slæmrar samvizku, að þeir festast í sínu eigin lyganeti. Forsætlsráðherrann lýsti því yfir að Hermann Jónasson hefði komið til sín áður en hann sendi skeytið og borið það undir sig og óskað eftir aðild hans að því. Þar festist Ól. Thors í sinni eigin snöru. Hann hafði sagt litlu fyrr í umræðunum, að skeyt- inu hefði verið Ijóstrað upp nú síðustu daga. Svo hljóp hann á sig og lýsti vfir að hann hefði vitað um það áður en það var sent. — Sannaði forsætisráðherrann sjálfur, hve mikil fjarstæða það er að tala um upp- Ijóstranir í sambandi við þetta skeyti, enda hefur skeytið verið birt í blöðum og kosningapésijm og marg- rætt á kosningafundum. Hermann Jónasson fletti gjörsamlega ofan af Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokknum í afstöðu þeirra til útfærslunnar 1958 í umræðunum á Albingi í gær. Frásögn af umræðunum er á bls 7. MálfundanámskeiS F.U.F í Arnessýslu F.U.F. í Árnessýslu oengst fyrir mí’fundanámskeiði á Flúðum í Hrunamannahreppi. Námskeiðið hefst laug- ardaginn 19. nóv k! 9 síðd. Lsiðbeinandi: Örlygur Hálfdánarson, form, Sambands jngra Framsókrtar- manna. Þátttaka tilkynnist formanni félagsins, Sigur- finni Sigurðssyni, Birtingaholti. Framséknarvist á SauSárkróki Framsóknarfélögin í Skagafirði haida skemmtun í fé- lagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki n k. laugardags- kvöld og hefst hún kl 8,30 s.d. Þar verður spiluð Fram- sóknarvist, flutt ávarp og dansað Eiguleg spilaverð- laun. AKURF.YRI og NÁGRENNI Árshátíð Framsóknarmanna verður haldin að Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 26. nóvember n k., ef næg þátftaka fæst. Þess er óskað, að Framsóknarmenn á Akureyri og nær- liggjandi hreppum Eyjafjarðarsýsiu og Suður-Þingeyj- arsýslu fjölmenni á árshátíðina og gefi sig fram sem allra fyrst við Ingvar Gíslason, formann Framsóknar- félags Akureyrar. — Tilhögun nánar auglýst síðar. HéraSshátíð Framsóknarfélags Borgfirðinga Laugardaginn 19. nóv. n k. helduf Framsóknai .„.ag Borgfirðinga almenna héraðshátíð að Hlöðum á Hval- fjraðarströnd og hefst hún kl. 8,30 s.d. Ræður fíytja Halldór E. Sigurðsson, alþm. og Daníel Ágústínusson. Ávarp frá S.U.F. fluft af varaforsrt. Jóni Óskarssyni. Erlingur Vigfússon, tenórsöngvari, syngur með undir- leik Ragnars Björnssonar, og Kart Guðmundsson, gam- anleikari fer með skemmtiþætti og eftirhermur Hljómsveit úr Reykjavík leikur fyrir dansi. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Bifreiðaferð verður frá Þórði Þ. Þórðarsyni — sími 17, Akranesi. Framsóknarvist í Hafnarfirði Framsóknarmenn í Hafnarfirði haída skemmtun í Góð- templarahúsinu, Hafnarfirði, n.k. laugardagskvöld kl. 8,30. Spiluð verður Framsóknarvist. Enn fremur verður kvikmyndasýning. Framsóknarfólk er hvatt til að fjöl- menna og taka með sér gesti. — Aílir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Álmennur stjórnamálafundur í Vestmannaeyjum Framsóknarmenn halda almennan stjórnmálafund f Vestmannaeyjum n.k sunnudag k) 3,30. Frummælendur Björn BjÖrnsson alþm., Óskar Jónsson, fulltrúi, og formaður kjördæmasambands Suðurlands- kjördæmis, Matthías Ingibergsson, lyfsali, Selfossi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.