Tíminn - 19.11.1960, Side 2

Tíminn - 19.11.1960, Side 2
T í MIN N, Iaugardaginn 19. nóvember, 1960. Samþykki Dagsbrúnar | Verkamannafélagið Dags- brún hélt fund í Iðnó sunnu- daginn 13. þ.m. Eftir umræð- ur um kjaramálin var svo- hljóðandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundur í Verkamannafél. Dagsbrún, haldinn 13. nóv. 1960, lýsir yfir fylgi sínu við tillögur miðstjórnar Alþýðu sambandsins um sameiginleg ar kröfur verkalýðsf élaganna í kaupgjalds- og kjaramál- um, sem hún samþykkti á fundi sínum 19. okt. s.l. Jafnframt felur fundurinn félagsstjórninni að undirbúa kröfur til breytinga á samn- ingum félagsins í einstökum atriðum, sem að meginefni verði byggðar á tillögum A1 þýðusambandsins, og telur fundurinn að hraða beri þessu starfi svo hægt verði að senda atvinnurekendum kröfurnar hið fyrsta“. Varðandi landhelgismálið var eftirfarandi tillaga sam- þykkt, einnig með samhljóða atkvæðum: „Fundur í Verkamannafél. Dagsbrún, heldinn 13. nóv. 1960, telur að ekki komi til mála að veita neinum erlend um þjóðum rétt til veiða inn an 12 mílna fiskveiðiland- helgi íslands. Fundurinn skorar því mjög eindregið á ríkisstjórnina að hætta þeg- ar í stað öllum viðræðum við Breta um slíkar undanþágur þeim til handa.“ Þá voru skipulagsmál Al- þýðusambandsins einnig rædd á fundinum, en engar sam- þykktir um þau gerðar. Málíundanámskeið F.U.F í Arnessýslu F.U.F. í Árnessýslu «?engst fyrir má'fundanámskeiði á FlúSum í Hrunamannahreppi. Námskeiðið hefst í kvöld kl. 9. Leiðbeinandi: Örlygur Hálfdánarson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Þátttaka tilkynn- ist formanni félagsins, Sigurfinni Sigurðssyni, Birtinga- holti. Framsóknarvist á SauSárkróki Framsóknarfélögin í Skagafirði haida skemmtun í fé- lagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki í kvöld og hefst hún kl. 8,30. Þar verður spiluð Framsóknarvist. flutt ávarp og dansað. Eiguleg spilaverðlaun. Héraðskátíð Framsóknarfélags Borgfirðinga í kvöld laugardag 19. nóv. heldur Framsóknarfélag Borgfirðinga almenna héraðshátíð að Hlöðum á Hval- fjraðarströnd og hefst hún kl. 8,30 s.d. Ræður flytja Halidór E. Sigurðsson, alþm. og Daníel Ágústínusson. Ávarp frá S.U.F. flutt af varaform. Jóni Óskarssyni. Erlingur Vigfússon, tenórsöngvari, syngur með undir- leik Ragnars Björnssonar, og Karl Guðmundsson, gam- anleikari fer með skemmtibætti og effirhermur Hljómsveit úr Reykjavík leikur fyrir dansi. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúrr leyfir. Bifreiðaferð verður frá Þórði Þ. Þórðarsyni — simi 17, Akranesi. Framsóknarvist í Haínarfirði Framsóknarmenn í Hafnarfirði ha'da skemmtun r Góð- templarahúsinu, Hafnarfirði, f kvöld kl. 8.30. — Spiluð verður Framsóknarvist. Enn fremur verður kvikmyndasýning. Framsóknarfólk er hvatt til að fjöl- menna og taka með sér gesti. — Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Almennur stjórnaroáiafundur í Vestmannaevjum Framsóknarmenn halds almennan stjórnmálafund í Vestmannaeyjum á morgun kl. 3,30. Frummælendur Björn björnsson alþm., Óskar Jónsson, fulltrúi, og formaður kjördæmasarrtbands Suðurlands- kjördæmis, Matthías Ingibergsson, lyfsali, Selfossi. F* U. F. í Kópavogi Aðalfundur verður haldinn þriðiudaginn 22 nóv. í Edduhúsinu við Lindargötu kl. 8,30 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin (Framhrld af 3 dðu) hennar. En ég held að menn ættu ekki að vera að skopast að sjálfum sér með slíku hjali. Nær væri að samúð okkar væri með gamla fólkinu, sem svo grátt er leikið. Eða á ég kannske að þakka þeim, sem gefur mér 10 kr. i dag, en tek ur þær svo aftur — og meira til — I kvöld? En þannig hef- ur ríkisstjórnin búið að allri alþýðu, með ráðstofunum sín- um. Og raunar er það ekki annað en það, sem allir hefðu mátt sjá fyrir að koma mundi við fall vinstri stjórnarinnar. Vænti ríkisstjórnin sér ein- hvers þakklætis, þá hlýtur það að vera frá öðrum þing- um en þingi alþýðunnar. Tillögur fræðslunefndar Tryggvi Emilsson hafði orð fyrir nefndinni og fylgdi till. hennar úr hlaði. Haraldur Þorvaldsson, Akur eyri, taldi mikla þörf á auknu fræðslustarfi innan verkalýðs hreyfingarinnar og hefði til- finnanlega skort á það undan farin ár. Þetta mál væri eitt hið þarfasta, sem fyrir þing- inu lægi. Tryggvi Helgason, Akureyri; Sigurður Kristjánsson, ísa- firði; Þorvaldur Steingríms- son, Reykjavík; Kristján Jens son, Ólafsvík og Jón Rafnsson Reykjavík, tóku mjög í sama streng. Eðvarð Sigurðsson benti á, að fræðslumálin væru mikið fjárhagsatriði og þyrftu fræðslunefnd og fjárhags- nefnd að koma saman og ræða málið betur. Árni Ágústsson: Furðulegt, að verkalýðsfélögin skuli ekki fyrir löngu hafa lagt á slg þær fjárhagsbyrðar, sem fræðslustarfsemin hefur í för með sér, því hún er grundvöll ur þess að félögin geti haldið áfram framfaragöngu sinni. Nú er alltaf að koma inn í sam tökin nýtt fólk, jafnvel nýjar stéttir, sem eru ýmíst í litlum eða engum tengslum við þann hugsunarhátt og þau megin sjónarmið, sem verkalýðsfé- lögin eru grundvölluð og þær brautir, sem hún hefur þrosk ast eftir. Mönnum er tamt að bera fyrir sig máltækið, að peningarnir séu afl þeirra hluta, sem gera skal og virð- ast margir trúa þessu. Þetta eru þó falsyrði einber. Vinn- an er uppspretta alls auðs og um leið afl allra fram- kvæmda. Það er höfuð nauð- syn, að ■'’erkalýðshreyfingin skilji þetta. * k Það er talað um að alþýðu- samtökin eigi ekki að vera póli tísk. En hvaða gagn er okkur að kauphækkunum, ef þær eru teknar til baka af lög- gjafarvaldinu? En það er ein mitt alltaf gert ef alþýða manna á ekki nægileg ítök inn an þingsalanna, ef við eigum ekki þar nógu mörgum vin- um að mæta. Þeir menn einir geta talað um að alþýðusam- tökin eigi ekki að vera póli- tísk, sem annað tveggja skilja ekki eðli þessara mesrin mála og samhengi eða hafa bein- an hag af því, að málin þró- ist á þennan veg. Einnig þarna þarf aukna fræðslu. — Alþýðusamtökin verða að skilja, að á afli þeirra grund vallast allur auður, allar fram HafnargertS I (FramhaJd af 3. síðu). hluta Svarfaðardals. Eftir er að setja upp spennistöðvar og Leggja heimtaugar, en mun verða gext innan skamms. Þegar því verki lýkur fá 16 bæir rafmagn frá Lax- árvirkjun. — Veðráttan hefur ver'- ið með eindæmum góð og það sem af er vetri hefur vart komið snjó- föl og jörð auð upp í háfjöll. — Pálmi. Svipt kauphækku'n (Framhald af X. síðu). hækkun og telji heimild skorta til slíkrar ákvörðunar án samþykkis ráðherra. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið 18. nóv. 1960 Starfsfólkið mun að því er skilið verður af tilkynningu’ ráðuneytisins halda þeir 4% sem það hafði fengið áður, en af því verða tekin 10%, sem forstjórinn hafði veitt þeim til samræmis við launagreiðsl ur 5 annarra prentsmiðja. Fundi frestað (Firamhald af 1. síðu). ur aðallega uppi andróður gegn tiílögunni og töldu að hér væri um að ræða hótun i garð ríkis- stjórnarinnar í sambandi við kom- ai’di samningaviðræður. Bátaeig- cndur sögðu slíkt ekki fyrir hendi heldur vildu þeir aðeins að þeirra vilji 'kæmí skýrt fram. Eins og fyrr segir urðu miklar umræður um tillöguna en flutningsmenn drógu hana síðar til baka, þegar sýnt þótti að efni hennar kæmi nógu Ijóslega fram í áliti afurða- sölunefndar. Á fundi í fyrrakvöld fór fram kosning í stjórn, varastjórn, verð- lagsráð og varaverðlagsráð. í stjórn voru kosnir: formaður Sverris Júliusson, Reykjavík, vara- formaður Loftur Bjarnason, Hafn arfirði, í aðalstjórn: Finnbogi Guðmundsson, Reykjavík, Baldur Guðmundsson, Reykjavík, Jón Árnason, Akranesi, Björn Guð- mundssonn, Vestmannaeyjum, Jón- as Jónsson, Reykjavík, Sveinn Benediktsson, Beykjavík, Jón Ax- el Pétursson, Reykjavík, Ólafúr Tr. Einarsson, Hafnarfirði. í vara sijórn: Jón Halldórsson, Hafnar- firði, Margeir Jónsson, Keflavík, Jón Héðinsson, Húsavík, Matthías Kjarnason, ísafirði, Ingvar Vil- hjálmsson, Reykjavík, Ólafur H. Jónsson, Reykjavik Hafsteinn Lergþórsson, Reykjavík, Andrés Pétursson, Akureyri. í verðlagsráð voru kosnir: formaður Sverrir Júlíusson, aðalráð: Baldur Guð- mundsson, Reykjavík Valtýr Þor- steimsson, Akureyri, Hafsteinn Bérgþórsson, Reykjavík, Ólafur Tr. Einarsson, Hafnarfirði. í vara- ráð: Björn Guðmundsson, Vest- mannaeyjum, Guðfinnur Einars- son, Bolungarvík, Jón Halldórsson, Hafnarfirði, Sæmunaur Auðuns- son, Reykjavík, Ragnar Thorsteins son, Reykjavík. Félagslegur end- uvskoðandi: Beinteinn Bjarnason, Hafnarfirði. Að lokum var ákveðið að fresta aóalfundinum til 12. des. farir, á þeim hlýtur þaS að byggjast, hvort hér ríkir menn ingarþjóðfélag eða ekki. Loks var tekin fyrir fyrsti hluti nefndarálits allsherjar- nefndar, frsm. Jón Ingimars- son, Akureyri. Fundi var haldið áfram í gærkvöldi. 'ÆÆ WMSS/x HRINGUNUM FRA wml Síldaraflinn (Framhald af 1. síðu). heildarmagn en gert ráS fyrir h, u. b. 4500 tunnum. Talsverð síld barst í gær á Suðurnesj ahaf nir og einnig reitingur til Vestmannaeyja. í Keflavík lönduðu 7 hringnóta- bátar, og var afli þeirra 250— 700 tunnur. Einn reknetabát- ur landaði 56 tunnum. Til Grindavíkur bárust rúmlega 2000 tunnur samtals. 3 hring- nótabátar lönduðu þar 976 tunnum, einn bátur, sem veið ir með trolli, kom með 82 tunn ur, og 30 reknetabátar lönd- uðu 965 tunnum. Síldin veidd ist á Selvogsgrunni. Ekki var vitað um heildar- aflann til Akraness, en hring- nótabátarnir öfluðu ágætlega. Höfrungur II. landaði 1050 tunnum, Sveinn Guðmunds- son 720, Sigurvon 700, Sigrún 450, Höfrungur 1500. Tveir rek netabátar lönduðu 116 tunn um samanlagt. Úr ölum verstöðvunum virð ist þá sögu að segja, að síldin er léleg og smá. Hringnótasíld in fer nærfellt öll til bræðslu. Reknetasíldina er reynt að frysta og salta. Þannig fór öll reknetasíldin, sem barst til Grindavíkur, í salt, en á Akra- nesi var reynt að frysta það skársta. Brezki togarinn (Framhald af 3. síðu). sett upp stöðvunarmerkið K og eftirför hafin. Kl. 20.14 var gefið stöðvunarmerki með 4 merkjaskot um rauðum og grænum, þar sem togarinn sinnti þessum stöðvunar- merkjum ekki var skotið 3 laus- nm skotum hverju á eftir öðru, eri hann sinnti því ekki heldur. Ki. 20.20 var gerð eftirfarandi slaðarákvörðun: Ingólfshöfði R/V 262 gr. fjarl. 9 9 sml. togarinn R/V 158 gr. fjar 1. 0,6 sml., gefur það stað togar- rns 7,2 sml. innan við fiskveiði- takmörkin. KI. 20.26 til kl. 20.32 var skotið 3 föstum sKotum fyrir framan tog arann, sást þá togarinn í ljósgeisla frá Ijóskastara varðskipsins, þá sást að þetla var togarinn H-200 V’illiam Wilbeforce. Sáust þá elnnig veðiarfæri net, sem virtist vera trollpoki hangandi í fram- ir.astri. Engin veiðarfæri hvorki net né hlerar sáust á stb.hlið tog- arans. Kl. 20.39 var skotið 2 laus- um skotum að togaranum, sigldi þá varðskipið samhliða togaranum, smnti hann þessu engu en sigldi í ýmsar stefnur og hringi. Á með- ■?n á eftirförinni stóð kallaði tog- arinn í HMS Duncan og herskipið svaraði og kvaðst koma til hans. Kl. 2111 var eftirför hætt, sam kvæmt fyrirmælum, voru skipin þá stödd: Ingólfshöfði R/V 29í gr. fjarl. 17,6 sml., gefur það stað skipsins, 3,3 sml. utan fiskveiði takmarkanna. Staðarákvarðanir gerðar með Sperry ratsjá af skipstjóra, 1. og 2. stýrimanni. Veður ANA 7. Sjór ANA 4. Regn. Slæmt skyggni. Jón Jónsson. Skeyti 14. nóvember til Land helgisgæzlunnar frá skipstjóra varðskipsins Þór. Tíminn hafði í gær tal af Pétri Sigurðssyni, forstjóra Land helgisgæzlunnar og spurði hann, hvort slætt hefði verið eftir vörpu togarans, þar sem grunur lék á að hann hefði verið að ólögmætum veiðum. Pétur kvað það ekki vera, enda hefði til þessa ekki verið veður til að at hafna sig á þessum slóðum fyrr en í gær, og þá var þar ekkert skip tiltækt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.