Tíminn - 19.11.1960, Síða 3
T f MIN N, laugardaginn 19. nóvember 1960.
Varðmenn gæta fyrir-
tækja í Reykjavík
Vería vopnaíir gasbyssum og hafa hunda sér
til fulltingis — Nýstárlegt fyrirtæki stotnatS
Hér í bænum hefur verið
stofnað nýstárlegt fyrirtæki,
sem ber nafnið Varðgæzlan.
Hlutverk þessa fyrirtækis í
framtíðinni mun verða að
vernda væntanlega viðskipta-
menn, þ.e.a s. fyrirtæki fyrir
innbrotum og spellvirkjum
og má segja að grundvöllur
ætti að vera fyrir slíku fyrir-
tæki hér, þar sem stolið er og
skemmt fyrir mikið fé árlega.
Varðmenn fyrirtækisins munu
verða vopnaðir gasbyssum og
hafa Schaeferhunda sér til
fulltingis þegar þar að kemur.
Varðgæzlan mun hafa fullt sam-
ráð við lögregluyfirvöldin. Þau
fyrirtæki, sem þess óska, geta
fengið varðmenn Varðgæzlunnar
til þess að koma við hjá eða í
byggingum sínum á næturnar.
Vopnaðir gasbyssum.
Eins og fyi’r segir verða varð-
mennirnir, þegar þar að kemur,
vopnaðir gasbyssum. Með byssum
þessum er hægt að skjóta táragasi
á mann í allt að 10—15 metra færi
og blinda hann, en ekki valda byss
urnar neinu tjóni á heilsu manna
eða sjón. — Væri raunar athug-
andi fyrir lögregluyfirvöldin að
vopna lögregluna í Reykjavík slík-
um byssum í framtiðinni.
Þegar nauðsynleg leyfi hafa ver-
ið fengin, mun Varðgæzlan fá sér-
staklega þjálfaða Schaeferhunda
frá Þýzkalandi, sem varðmenn
hafa sér til fulltingis. Hundar þess-
ir þefa þjófana uppi auðveldlega.
Á hús þeirra fyrirtækja, sem
skipta við Varðgæzluna, verður
komið fyrir merki hennar. Þykir'
reynsla sýna að þjófar brjótast
ekki inn þar sem áhættan er mest,
og ætti merkið því að vera nokkur
trygging í sjálfu sér. Þá mun
venja er'lendis að tryggingafélög
lækka þjófnaðartryggingar sínar
allverulega við þau fyrirtæki, sem
láta sambærilegar stofnanir og
Varðgæzluna gæta eigna sinna. —
Forstjóri hins nýja fyr'irtækis er
Oddgeir Oddgeirsson, en tækni-
legur ráðnn. Þjóðverjinn Frank
Franken, sem þessum málum er
vel kunnugur frá Hambor'g.
Hér er mynd af gasbyssu af þeirri gerð, sem fyrirtækið hyggst nota.
Vinim lokið við
hafnargerð
á Dalvík
Dalvík, 17. okt. — Vinnu
Jauk í gær við hafnargerðina
í Dalvík, en vinna við hana
hófst í byrjun sep. s.l. Búið er
að flytja 30 þús. rúmmetra af
grjóti sem tekið var í Brim-
nesárgili og hafnargarðurinn
er nú orðinn um 300 metra
langur. Verkinu hefur miðað
mjög vel, enda engar tafir
orðið af völdum veðurs.
Um síðustu helgi var lokið lagn-
ingu háspennuraflínu um fremsta
(Framhald á 2. síðu).
Brezki togarinn sigldi
í krókum og hringjum
Viðaukaskýrsla frá Landheigisgæzlunni
Nefndarálit rædd á
þingi A. S. í. í gær
Fundur Alþýöusambands-
þings var settur kl. 2 í gær.
Voru þá tekin á dagskrá og
rædd nefndarálit trygginga-
og öryggismálanefndar, álit
fræðslunefndar og fyrsti hluti
nefndarálits allsherjarnefnd-
ar.
Hermann Guðmundsson,
Hafnarfirði, mælti fyrir áliti
öryggismálanefndar. Rakti
hann álitið rækilega og skýrði
það lið fyrir lið.
Pétur Sigurðsson, Reykjavik
taldi að óþarft væri að ræða
um hið svonefnda skerðingar
ákvæði tryggingarlaganna í
till. nefndarinnar, því það
félli úr gildi um næstu ára-
mót.
Þakkir óþarfar
Árni Ágústsson áleit óþarfi
að hafa í nefndarálitinu
nokkrar þakkir til ríkisstjórn
arinnar fyrir hækkun á elli-
og örorkulífeyri. Lífeyririnn
hefði jafnan verið of lítill. Og
ef enginn hækkun hefði orðið
á honum mundi hann hverfa
gersamlega í dýrtíðarölduna.
Og hækkunin er ekki meiri en
svo, að vegna viðreisnarinnar
er aðstaða þeirra, er lífeyris-
ins njóta, verri en áður var.
Lagði Árni til að „þakklætið“
yrði fellt niður úr tillögunni.
Pétur Sigurðsson sagði að
málflutningur Árna Ágústsson
ar væri alrangur og las upp
tölur um hækkun bóta, sem
hann taldi sanna það.
Pétur Pétursson, ísaf., taldi
að hækkunin á ellilífeyrinum
væri tekin af gamla fólkinu
aftur með sköttum, ef það á
annað borð væri vinnufs^rt.
Var sammála Árna Ágústssyni
um þakklætið til ríkisstjórn
arinnar, en gat hins vegar lát
ið afskiptalaust að þetta stæði
í nefndarálitinu ef fylgismenn
ríkisstjórnarinnar væru á ann
að borð svo hégómlegir, að
þetta væri þeim einhver hugg
un.
Kristinn Ág. Eiríksson, Rvík
tók í sama streng. Þrátt fyrir
hækkunina væri fólk mikið
verr sett en áður. Tók sjálfan
sig sem dæmi því til sönnun-
ar, en Kristinn hefur verið ó-
vinnufær síðan í aprílbyrjun.
Það fer svo sem ekki ólaglega
á því, sagði Kristinn, að menn
sem sitja á Alþingi og tala
hér upp á kaup, skuli vilja
láta alþýðuna þakka þá mola
sem til hennar eru látnir falla
en svo margfaldlega teknir
aftur.
Kristján Guðmundsson, Eyr
j arbakka, sagði að allar stéttir
í landinu teldu sig nú illa
; haldnar. En þegar erfiW er fyr
ir fæti hjá þjóðinni verða ail
ir að fórria þó að sjálfsögð
krafa sé, að þeir, sem breiðust
hafa bökin, beri þyngstu byrð
arnar.
Kristján Jensson, Ólafsvík,
lagði áherzlu á að í sambandi
við væntanlega samninga sjó
manna og útgerðarmanna yrði
farið fram á að áhafnir allra
skipa, stórra sem smárra,
verði áhættutryggðar. Ætti að
setja það inn í þessa ályktun.
Árni Ágústsson: Eg get skil-
ið að menn, sem samúð hafa
með ríkisstjórninni, vilji ekki
amast við þakkarorðum til
(Framhald á 2. síðu).
í gærkvöldi barst blaðinu
eftirfarandi viðaukaskýrsla
frá landhelgisgæziunni.
Til: Varðskip, Reykjavík.
Frá: Skipherranum á v/s Þór.
Efni: Skýrsla um tilraun til
að stöðva b/v William Wil-
berforce H-200, send í skeyti
14. nóv. 1960, kl. 18.58.
Sunnudaginn 13. nóv. 1960 var
varðskipið Þór á austurleið út af
Irgólfshöfða. Kl. 19.29 sást skip
í ratsjá grunsamlega nærri landi.
Þá var gerð eftirfarandi staðará-
kvörðun: Ingólfshöfði R/V 302
gr. fjarl. 4,4 sml., skipið R/V 040
gi. fjarl. 6,2 sml., þetta gefur stað
skipsins 9,6 sml. innan fiskveiði-
takmarkanna. Kl. 19.48 var gerð
cí’tirfarandi staðarákvörðun: Ing-
ó’fshöfði R/V 273 gr. fjarl. 6,7
sml. skipið R/V 016 gr, fjarl. 2,8
sml„ gefur það stað skipsins 9,8
sml. innan við fiskveiðitakmörk-
in, virtist skipið vera að snúast
þarna. Kl. 19.50 var sett stefna á
skipið, sem þá sneri upp að land-
ir.u. Var skipið frekar illa upp-
lýst en þó með vinnuljós á þil-
íari. Kl. 20.00 var um 0,5 sml. í
skipið, slökkti það þá 511 ljós og
setti á fulla ferð til hafs. Var þá
(Framhald á 2. síðu).
Jafnaðarmenn og radikalir
mynda minnihlutaríkisstjórn
Kampmann forstætisrá<$herra, Kragh utanríkisráfi-
herra — sjómenn óánægíir með fisldmálará'ðh.
Kaupmannahöfn í gær —
einkaskeyti til Tímans:
Fyrir hádegi í dag stefndi
Friðrik kcnungur leiðtogum
sex stjórnmálaflokka á skrif-
stofu sína. Skv. uppástungu
leiðtoga radikalaflokksins var
Kampmann, fyrrv. forsætisrh.
jefnaðarmanna falið að reyna
stjórnarmyndun og varð
Kampmann við þeirri beiðni,
en stjórn hans hetur setið þá
daga er liðnir eru frá kosn-í
ingum og það vat ekki fyrri
i en í gær sem Kampmann1
| baðst formiega lausnar.
i
! Að fundi þessum loknum varj
i var þegar ljóst, að stjórnarsam-
i starf hafði tekizt á milli jafnaðar
j manna og radikala, og þegar eftir
i hádegið var upplýst hverjir yrðu
! helztu ráðherrarnir í hinni nýju
ríkisstjór'n: Viggo Kampmann, for-
sætisráðherra,
Jens Otto Kragh
utanríkisráð-
herra, Kjell Phil-
ip fjármálaráð-
herra, Bertel
Dahlgaard (radi-
kal) efnahags-
málaráðherra,
og ráðh. norrænn
ar samvinnu, Ju-
lius Bomholdt, fé
lagsmálaráðherra,
Bodil Koch
kirkjumálaráðh.,
Hans Hækkerup,
I
KRAGH
utanrikis-
ráðherra
DAHLGAARD,
efnahagsmálaráðherra
dómsmálaráðherra, Kai Lindberg,
ráðherra opinb. mála, Poul Hans-;
en varnarmálaráðherra (radikai)/
Kaj Bundvad verkalýðsmálaráð-
herra, Karl Skytte (radikal) land-
búnaðarráðherra, Hans R. Knud-
sen, innanríkisráðherra og Lars P.
Jensen, húsnæðismálaráðherra.
Óánægja meðal sjómanna.
Fréttir fr'á Skagen herma, að
skipun radikalans Á. C. Normann í
embætti fiskimálaráðherra hafi
vakið mikla gremju meðal sjó-
manna og halda samtþk sjómanna
þar mótmælafund á morgun, en
fastlega hafði verið búizt við því
að fyrrv. fiskimálaráðherra Chr.
Christiansen mundi áfram skipa
það sæti. Talið er, að innan radi-
kalaflokksins hafi vei’ið um það
skiptar skoðanir, hvort efna ætti
til áframhaldandi stjórnarsam-
vinnu við jafnaðar'menn, þær
raddir heyrðust, að sú samvinna
hefði ekki borið alltof góðan árang
ur í síðustu kosnngum, en sú skoð
un varð þó ofan á, að flokkurinn
yrði að líta svo á, að meiri hluti
þeirr'a kjósenda er flokknum
greiddu atkvæði hafi gert það á
þeirra forsendu, að stjórnarsam-
starf flokkanna myndi halda á-
fram.
Nixon vann
Kaliforniu
WASHINGTON, 17.11. — Eftu
talningu flestra utankjörstaðaat-
kvæða í Kaliforníu hefur komið
í Ijós, að Nixon hefur hrifsáð
Kaliforníu úr höndum Kennedys
og er nú með 13 þús. atkvæða
meirihluta í fylkinu, en talningu
er þó ekki lokið ehn. Tapar Kenn
edy þar 32 kjörmönnum í hendur
Nixons, og hefur því nú 300 kjör-
menn, sem er meira en honum
nægir. Þegar úrslit voru tilkynnt
í Kaliforníu var Kanncdy í 35
þús. atkv. meirihluta. Síðustu
heildartölur í Bandaríkjunum
sýna aðeins 235 þús. atkvæða
mun á milli Kennedys og Nixons
og hefur því bilið enn minnkað.