Tíminn - 19.11.1960, Side 11

Tíminn - 19.11.1960, Side 11
TÍM IN N, laugardaginn 19. nóvember 1960. 11 0 p n u m í d a g nýja verzlun í Austurstræti 22 (áður HaraKdarbúð) Uls konr karlmannafatnaður og drengjafatnaður EINUNGIS ÚRYALSVÖRUR HERRABÚÐIN Fyrir nokkru leit útlending- ur einn inn á ritstjórnar- skrifstofu Tímans og rakti raunir sínar Hann hafði held- ur betur orðið fyrir barðinu á almannarómi hév í bæ og bar sig illa. Hann kom hingað í því skyni að leggja stund á islenzkunám við Háskólann en fékk orð á sig fyrir ýmis konar glæpsamlegt athæfi svo hann mátti varla um frjálst höfuð strjúka á íímabili Salvatore Tola bað okkur að rekja sögu s:na ef það mætti verða til þess að hreinsa hann af áburði aimennings. Eiturlyf og kaffihús Tola hefur dvalizt hér á landi undanfarin ár og er innritaður stúdent við Háskóla íslands. Hann hefur einnig unnið að listiðnaði til að sjá sjálfum sér tarborða, því h inn nýtur ekki opinbers styrks til náms. En Salvatore Tola hafði s'iamma stund dvalizt hér við nám er sá kvittur kom upp að hann væri hættulegur eiturlyfjasali og hefði bækisföð í litlu kaffihúsi í rniðbænum. HvaS hefurSu selt margar stúlkur í dag? Smám saman magnaðist þessi oiðrómur og fékk byr undir báða vængi. Um þessar mundir gengu miklar sögur um eiturlyfjabrask í bænum, í blöðum og útvarpi var frá því skýrt að eiturlyfjasalar léku lausum hala. Af einhverjum orsökum beindist athygli manna að Srlvatore Tola í þessu sambandi, álitu sumir að hann væri pottur- inn og pannan í eiturlyfjahringn- um. — Ég skil ekki í þvi hvers vegna var veitzt að mér þessu máli, sagði Salvatore, það var líka í há- niælum haft að ég útvegaði mönn- uir. kvenmann yfir nóttina. Ef til v;li er skýringin þessi: ég bjó til úr leir Jit.lar stúlkumyndir. Vin- kona mín sem gekk um beina í kaffihúsinu spurði mig stundum hvað ég hefði selí margar stúlkur þennan daginn. Einhver hefur mis- sl-ilið þessi orðaskipti okkar og þannig hefur orðrómurinn komizt á kreik. g er hvorki eiturlyfja- sali ué kvennabraskari segir ítalinn Salvatore Tola Sfungið í kjallarann Ég varð jafnvel fyrir ofsóknum og líkamlegum meiðingum vegna þessa rógs, hélt Sahatore áfram, það var brívegis ráðizt á mig á götu. f eitt ckipti gaf árásarmaður- irn lögregiunni þá skýringu að hann hefði viljað lumbra á eitur- lyfjasalanum. í annað sinn réðust á mig tveir fordrukknir menn og þtim skiptum lauk svo að mér var stungið í kjallarann en þeim sleppt. Ég skil ekki svona réttar- far. Ég varð að liggja á Landspítal- anum eftir eina árásina. Ég særð- is’- á fæti í styrjöldínni og hef ekki gengið heill til skógar síðan. Salvatore sýnir okkur vottorð um að hann hafi tekið þátt í því með bandamönnum að frelsa Ítalíu 1 úr klóm nazista, vottorðið er st;mplað af Alexander marskálki Breta. Hann sýnir okkur einnig skjal þess efnis að hann hafi verið rekinn úr -asistaflokknum ítalska árið 1942 og gefið aö sök að hann hefði hluscað á mann hallmæla Mussolini ási þess að andmæla. — Það var ekki nema tylli- ! ástæða, sagði Salvatore, við vorum nokkrir stúdentar sem börðumst leynilega gegn stjórninni. Þá var ég 21 árs að aldri. Trúlofunin fór út um þúfur Og nú víkur sögunni aftur að eiturlyfjaorðrómnum. — Ég var trúlofaður íslenzkri stúlku, sagði Salvatore Tola, hún frétti að ég væri grunaður um eit- urlyfjasölu. Hún fór til útlendinga- efdrlitsins og spurði hvort þetta væri satt. Henni voru gefin loðin svör: „Hann var sterklega grunað- ur, en við getum ekkert sannað.“ Þetta varð til þess að stúlkan sleit tvúlofuninni. — f dagblaði var s.íýrt frá því að eilendur eitur- lyfjasali stundaði verzlun í bæn- um og seldi jafnvel ungum stúlk- um lyf til fóstureyðingar. Salva- tore segir að fólk hafi hallazt að því að þar væri átt við sig. Salva- tcre sagði, að orðrómurinn væri nú að mestu liðinn undir lok en þó væri svo komið að þeir sem fyrrum voru vinir hans forðuðu sér nú undan ef þeir sæju hann á giHu. Vill vera i friði Salvatore Tola kveður nú svo komið fyrir sér að hann eigi í vök að verjast og vill hreinsa sig af þfssum áburði. Því vill hann lýsa því yfir opinberlaga að hann hafi aidrei verið riðinn við eiturlyfja- söiu né kv-mnabrask Tslendingar eru lýðræðisþjóð og hafa iengi barizt fyrir frelsi sinu, sagði Salvatore, það er ekki i anda þeirra að ofsækja saklausan mann með rógburði og illmælum. Éa óska bess eins að fá að vera í friði og scunda nám mitt og starf ems og frjáls maður. wiiwwwwwwmiiwiiiw Prentum fyrir yður smekklega og fljótlega Loks eru komin á markaðinn kort, sem allir geta með gleði og kinnroðalaust, sent með kveðju til vina sinna, bæði innanlands og utan. Hér er um að ræða eftirprentanir af nokkrum listaverkum hins þekkta og vinsæla iistamanns, Sigfúsar Hall- dórssonar, og má segja, að nafn hans eitt sé nægileg trygging fyrir gæðum verksins. Myndirnar eru af ýmsum failegustu og sérstæðustu stöðum höfuðborgarinnar, prentaðar i rauðbrúnum lit á vandaðan pappír. Prentun ann- aðist hlutafélagið Prentverk, en myndamót voru gerð í prentmyndastofunni Litróf. Það er gleðiiegt að fá nú á markaðinn kort, sem ein útaf fyrir sig, hafa eitthvert gildi, bæði fyrir sendanda og viðtakanda, og þakklætisveid af listamanninum að gefa þannig fjöldanum kost á að eignast verk sín á jafn ódýran hátt. Verzlunarfélagið Festi annast alla heildsöludrelfingu kortanna. PRENTVERK KLAPPARSTÍG 40 -- SlMI 1 94 45 (

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.