Tíminn - 16.12.1960, Side 1
SPARIFJÁRAUKNINGIN NÆR
HELMINGI MINNI EN 1958
Myndin sýnir bíl af sömu gerð og strokumennirnir «„. u a, og vantar nú lögregluna upplýsingar um ferðir hans
í fyrrinótt og gær.
Strokumennirnir fara
ennþá huldu höfði
Óku frá Keflavík í fyrrakvöld á bifreiÖinni G-1712
Eins og TÍMINN skýrSi frá
í gær, brutust tveir þjófar úr
haldi frá tögreglunni í Kefla-
vík í fyrradag er lögreglustöð-
in var skilin eftit mannlaus í
svo sem 10 mínútur. Þrátt
fyrir eftirgrennslanir í Reykja-
vík, Hafnarfirði og á Suður-
nesjum voru þeir enn ófundn-
ir, er blaðtð vissi síðast til.
Piltar þessir eru báðir úr Saud-
ger'ði, og heitir annar þeirra Krist-
inn Traustason, en hinn Arnór
Hannesson. Kristinn vann í smiðju
í Keflavík, en Amór var útkastari'
á skenwntistað hér í Reykjavík.
Heimtu bílinn
Klubkan mun hafa verið fjórð-
ung gengin í fjögur í fyrradag,
þegar þeir félagar brutust út. Síð
an hefur ekkert til þeirra spurzt,
nem ahvað þeir fóku bíl sem
Kristinn átti klukkan um ellefu
sama kvöld. Bílinn höfðu þeir með
sér úr Beykjavík, er þeir voru
teknir höndum, og var honum lagt
á Túngötunni skammt tflrá lög-
reglustöðinni.
Barizt á göt-
u m Addis Abeba
London—Nairobi—NTB 1512.
Barizt var í dag á götum
Addis Abeba og hætta er á, að
til borgarastyrjaldar geti kom-
ið í Etíópiu á milli fylgismanna
Asfa Wassens krónprins, sem
í gær velti fjarverandi föður
sínum úr sessi og fylgismanna
keisarans Haile Selassie.
! Tilkynnt hefur verið, að tveir
hershöfðingjar, sem sviptir voru
völdum við stjórnarbyltinguna
lriði nú andstæðinga krónprinsins
gegn honum og hafi efnt til gagn-
byltingar. Ekki er þó vitað enn
hvort það sterkir aðilar standa þar
, eð baki, að hinum nýju valdhöf-
um geti stafað hætta af. Eins og
tilkynnt var í gær í útvarpinu í
Addis Abeba er það íakmark hinna
(Framhald á 2. síðu).
Bifreiðin G-1712 fannst seint í
gærkvöldi inn á Kleppsvegi í
Reykjavík, en er' blaðið fór í prent
un, hafði lögreglunni ekki tekizt
að ihafa hendur í hári piltanna.
(Framhald a 2. síðu)
Vaxtahækkunin hefur því enga
bjarta hlið, en böl vaxtaokursins
er að koma framleiðsluatvinnu-
vegum þjóðarinnar í þrot.
í framsöguræðu Skúla Guð-
mundssonar á Alþingi > gær
fyrir breytingatillögum við
frumvarp ríkisstjórnarinnar
om breyting á lögunum um
efnahagsmál komu fram gagn-
merkar upplýsingar um bróun
sparifjárinnlaganna þrjú síð-
ustu ár. Kom fram af þeim
upplýsingom, sem Skúli hafði
aflað sér um sparifjáraukning-
una, að hún hefur minnkað
nær því um helming síðustu
12 mánuði.
Sparifjáraukning i bönkum frá
októberlokum 1957 til október-
ioka 1958 nam 20.9%, en frá októ
berlokum 1959 til októberloka
1960 varð hún ekki nema 12%.
í sparisjóðum er sömu sögu að
segjja. Frá októberlokum 1957
A-Þjóðverji leit-
ar hælis á íslandi
Býst viÖ að fá þungan dóm heima, ef íslendingar
framselja hann
Á áttunda tímanum í fyrra-
kvöld gaf sig fram á lögreglu-
stöðinni í Reykjavík mat-
sveinninn af a-þýzka togaran-
um Erfurt, sem liggur í
Reykjavíkurhöfn, og ieitaði
hælis sem pólitískur flótta-:
maður. Maður þessi heitir!
Peter Klatt, 21 árs gamall, frá
Kuhlungsborn, sem er borg
um 30 km. frá Rostock. Er
hann nú til húsa á Hótel
Skjaldbreið. og er þar gætt af
starfsmönnum útlendingaeft-
irlitsins. Mál hans hefur verið
í rannsókn og er úrskurðar
dómsmálaráðuneytisins um
landvistarleyfi Klatt til handa
vænzt í dag.
Það kom fram í viðtali við skip-
stjóra togarans, sem birtist í Mbl.
í gær, að menn af þýzkum ættum í
Reykjavík hefðu hvatt Klatt til
i'lóttans og skipulagt hann.
Skipstjórinn segir ósatt
Á fundi með blaðamönnum i
gær var Klatt spurður um þetta
■atriði. Sagði hann að skipstjóri
hefði farið með staðlausa stafi, er
hann fullyrti þetta. Hins vegar
hefðu komið um borð V-Þjóðverji
og Austurríkismaður, og hefði
hann orðið nokkurs vísari um land
og þjóð af þeim. Að þeir hefðu
hvatt hann til að flýja, eða aðstoð-
að hann á nokkurn hátt væri tóm
vitleysa. Flóttinn hefði ekki verið
skipulagður fyrirfram, en Klatt
ssgðist hafa verið að hugsa um að
fiýja til Veslurlanda í nokkra mán-
r.ði. Hefðu umræddir menn komið
um borð til að hitta samlanda sína
(Framhald á 2. siðu).
til októberloka 1958 nam spari-
fjáraukningin 21.2% en frá októ-
berlokum 1959 til októberloka
1960 varð hún ekki nema 13%.
Hverjir geta lagt á vöxtu?
Ríkisstjórnin hafði sagt að vaxta-
hækkunin myndi stórauka spari-
fjárinnlög og stjórnarblöðin hafa
(Framhald á 2. síðu).
Fjárlaga-
afgreiSsIan
3. umræða um fjárlagafrun.
varpið fer fram í Sameinuðu þingi
í dag.
PETER KLATT
— flúði sæluna
Alyktunartillaga Framsóknarfl. í bæjarstjórn - bls. 3