Tíminn - 16.12.1960, Side 8

Tíminn - 16.12.1960, Side 8
8 TÍMINN, föstudaginn 16. desember 1960. | I eldmóðl nýrrar ræktunaraldar Ævisaga Sigur&ar Sigurðs-1 sonar frá Drafla&töðum, rituð af Jónasi Þorbergs- syni. Bólcaútgáfa Men-n- ingarsjóðs. Lítill vafi er á því, að Sig- urður búnaðarmálastj óri er áhrifaríkasti baráttumaður íslenzkra ræktunarmála á þessari öld — enn sem komið er, að minnsta kosti þeirra, sem nú eru allir. Líklega væri þó hægt að benda á ein hverja, sem hafa haft með höndum stærri verkefni og séð meiri árangur. En þeim hefur Sigurður lagt vopnin upp í hendur með forgöngu sinni og landbroti. Þótt Sig- urður væri slíkur atgerfis maður, bar hann að sjálf- sögðu ekki af öllum öðrum mönnum, og margir íslending ar hafa fyrr og síðar lifað og starfað með þjóðinni jafn- vígir honum. Á siðari öldum hafa ýmsir menn reynt að brjóta ísinn með svipuðum hætti og Sigurður. Sumum tókst það að nokkru, en hörk ur árferðis, fátæktar. frum- stæðrar tækni og erlendrar áþiánar voru svo miklar. að jafnan fraus vökin aftur, svo að þjóðin stóð á frerunum jafnnær eftir. Slíkir menn voru Skúli fógeti og Bjöm í Sauðlauksdal og margir fleiri. Þeirra líf var hetjuraun án sigurs. Sigurður búnaðarmála- stjóri var hins vegar ham- ingjuhrólfurinn, sem fæddist á þeirri óskastund, er þjóðin var loks komin á frjóa jörð í aldalangri hrjósturgöngu sinni, og hann varð merkis- beri þess landnáms, sem var að hefjast. Hann var nýr Bjöm í Sauðlaukdal, borinn undir meiri hamingjustjörnu. Það var mikið þarfaverk, að Jónas Þorbergsson skyldi takast á hendur að rita sögu Sigurðar búnaðarmálastjóra, og fáir voru betur þeim vanda vaxnir, sakir þekkingar sinn ar, náinnar og persónulegrar, af því framfaraskeiði í rækt- un og búnaði, sem ekki verð- ur fremur kennt við annan en Sigurð, svo og fyrir rit- leikni sína og skarpskyggni. Að lestrarlokum munu og flestir kveða upp þann dóm, | að verkið hafi tekizt afburða vel .Þetta er mikið rit, hátt á fjórða hundrað blaðsíður, og gögn dregin viða að. Bókin hefst á all ýtarlegu forspjalli, þar sem rakin er þjóðhagsleg erfð frá 18. og 19. öld til þess •að gera grein fyrir þeim jarð- vegi, sem Sigurður braut og sáði í um síðustu aldamót, svo og drepið á þær hræring ar, sem vart varð á uppvaxt- arárum Sigurðar. Þá kemur fyrsti hluti bók- arinnar, þar sem lýst er átt- högum Sigurðar, uppruna og vexti í föðurgarði heima í Pnjóskadal. Þá er mennta- braut Sigurðar, fyrstu utan- farir, kvonfang og ferðalag um Norðurlönd. Er þá komið að starfsferlinu’T! SIGURÐUR SIGURÐSSON JÓNAS ÞORBERGSSON stjóm i Hólum og stofnun og starfi í Ræktunarfélagi Norð urlands. Fjórði hluti bókarinnar fjallar um forystu Sigurðar í búnaðarmálum landsins alls, og er sá þáttur að sjálfsögðu veigamestur. Er þar ekki ein- ungis rakin saga helztu bún aðarmála á þessu tímabili, , enda má segja, að Sigurður komi þar við hvert mál og i það meira en lítið. Verður I æði stormsamt á stundum umhverfis Sigurð á þessum tímum, og kemur þar, að hann er rekinn frá starfi. Á- burðarmálið er t.d. samfelld orustusaga, meira að segja allstórbrotin á köflum. Eru þessi hin stærri mál öll rakin af augsýnilegri kostgæfni í bókinni. Loks er svo drepið á ýmis önnur framfaramál, sem Sigurður beitti sér fyrir, svo sem ræktun Vestmanna- eyja, sandgræðsluna, land- nám, útgáfu Freys, húsmæðra ! fræðslu, skógrækt og sitt-1 hvað fleira. í bókarlok er brugðið upp svipmyndum af Sigurði og getið ummæla manna um hann, nokkur deili i sögð á konu hans, frú Þóru j Sigurðardótur, og börnum j þeirra hjóna. Margar myndir eru í bókinni, af Sigurði, for eldrum hans og ættmönnum öðrum, svo og ýmsar atburða myndir úr lífi hans o. fl. Fyrir útgáfu þessari er gerð sú grein, að Búnaðarfélag ís- lands hafi veitt henni nokk um stuðning, enda muni á- góði af sölu hennar renna í Minnigarsjóð Sigurðar og ur samkvæmt ákvörðun bún-| aðarþings og veitir efni’eg- um nemendum bændaskól- anna styrk til háskólanáms. Segja má, að Sigurður bún aðarmálastjóri sé fyrsti ís- lenzki ræktunarfrömuðurinn, sem berst til ótvíræðs sigurs og ríkulegrar uppskeru. í höndum hans rætist draumur Bjöms í Sauðlauksdal. Jónas Þorbergsson skilur þp?' rétt, að saga Sigurðar er ekki af- mörkuð persónusaga, heldur saga nýrrar vakningar, nýs tímabils, nýrrar þjóðarsókn ar, sem á frumkvæði sitt og leiðsögn í þessum manni. Þess vegna tekur höfundur fram breiðtjaldið og leiðir Sigurð með mikilli fylgd fram á svið ið. Hlutur samferðamanna Sigurðar fellur ekki í skugg- ann, en um leið stækkar það forystuhlutverk hans. Deil- umar, sem rísa um störf hans og stórhug, eru boðar, sem jafnan falla frá byrðing mikillar siglingar. Jónas leið- ir Sigurð ekki fram í neinum töfraljóma og breiðir sjaldan fjöður yfir annmarka hans, heldur rekur söguna glöggt af skjölum og gögnum eins og trúverðugum sagnaritara samir. En einmitt þar, sem mest blæs að Sigurði, birtast hugsjónir hanf bezt, og við blasir, að í hita baráttunnar fyrir þeirn hefir hann gefið höggstað á sjálfum sér og sinn ir ekki um að bera fyrir sig skjöld. Hann gengur fram í bjartri og víðfeðmri trú rækt- unarmannsins, leggur sig all an fram í þekkingu og dugn- aði, í senn stórhuga og raun sær en um leið ærið berskjald aður eins og títt er þeim, sem láta eldmóð ráða ferð sinni. Landskunnur framfara- bóndi, Jón Fjalldal á Melgras eyri, fer þessum orðum um yfirreið Siguröar: ,,Við brott för hans frá hverju býli og úr hverri sveit hafði hann með eldmóði sínum kveikt eld hugsjóna og framsækni í hjarta hvers bónda, og þann ig byggt undirstöðu að hinni miklu framfaraöldu, sem hófst með framkvæmdastjórn hans í ræktunarmálum og búnaði“. Saga Sigurðar búnaðarmála stjóra er mikið verk og gott, gildur þáttur íslenzkrar bún- aðarsögu. Kynslóð Sigurðar er fallin í val, en unga bænda kynslóðin, sem nú erjar land ið, ætti ekki að láta þessa bók ólesna. -AK Bændur, gjaf ir eru yður gefnar Sameinuðu þjóðimar hafa beitt sér fyrir ýmis konar að- stoð til þjóða, sem taldar hafa verið vanþróaðar, og höfum við íslendingar ekki farið var hluta af ýmis konar aðstoð, lánum, gjöfum og sendimönn um alls konar til ráðlegginga um þetta eða hitt. Stundum hefur fé, sem fengið hefur verið á þennan hátt, verið nefnt „rnútufé" hafi ákveðnir menn, veitt því móttöku fyrir þjóðina en sams konar aðstoð kölluð fengin fyrir sérstakan dugnað, þegar aðrir hafa tek ið á móti því. Og enn sést ný hlið á mál- inu i Morgunblaðinu 10. des., en þar segir svo: ,yið íslendingar höfuxn notið víðtœkrar fjárhag&að stoðar vinveittra þjóða. Út af fyrir sig er ekkert athuga vert við það, heimurinn hef ur í dag tekið á sig þann svip, að hinar auðugri þjóð ir gera sér grein fyrir þvl, að velferð um víða veröld er þeim i hag, ekki &íður en hinum, sem fjárhagsaðstoð ar njóta. Er þetta að sínu, leyti sambœrilegt við að&toð hins íslenzka þjóðfélags við dreifðari byggðir |andsins.“ Heyrið þið, dreifbýlisfólk, þið svarið til vanþróuðu þjóð anna, en þjóð félagið allt til „auðugu þjóðanna“, sem að- stoða hinar og veita hjálp. Það er enn sama hljóðið og þegar skrifað var um „bænd- uma með mosann í skegginu" og fiðrið á fötunum, eða þeg ar verið var að tala um aðal- fund Sambands ísl. samvinnu manna, og sagt frá því „að því ver gæfust heimsXra manna ráð sem fleiri kæmu saman“. , En með hverju hafa nú dreifðari byggðir landsins notið gjafa frá heildinni? Það þurfið þið, sem í dreif- býlinu t/úið, að fá að vita, áð- ur en þið getið þakkað, og von andi verður ykkur sagt það. Eg hlakka til að sjá gjafirnar búnar til. 11. desember 1960, Páll Zóphaníasson. VEGI ALLMIKIÐ HEFUR veriS um það raeti og ritaS hvernig bregðast skuli við þegar það vitnast, að menn aki bifreiðum undir áhrifum áfengis. Það sjónarmið er aeði útbreitt, að frelsi manna sé heft óeðlilega, ef fengizt er um það, þó að menn aki bifreiðum sínum „hóflega" ölvaðir. ÞETTA SJÓNARMIÐ skil ég ekki. Lög og reglur, sem fólkinu eru setfar, skerða ætíð frelsi einhverra manna. Þó að svo sé, að réttur manna sé skertur með almennum ákvæðum um hegðun eða annað, sannar það á engan hátt, að slíkt sé ranglæti. Mér er óskiljanlegt, að nokkur maður skull halda þvi fram, að sá maður, sem neytt hefur áfengis, eigi nokkurn minnsta rétt á því að stýra bifreið. Aftur á móti geta allir aðrir vegfarendur krafizt þess að enginn maður, sem neytt hefur áfengis, aki bifreið. Þeir menn, sem neyta áfengra drykkja, ættu sjálfir, af fúsum og frjálsum vilja, að taka upp einfalda reglu og hún er sú, að snerta aldrei bif- reið, hafi þeir neytt áfengis. Þeirri regiu fylgja líka margir. Vilji menn ekki þýðast þessa einföldu. Á FERÐ OG FLUG! Axel Thorstei'nsson blaða- maður, hefur ritað ferðabók v,,n ’trvt oo* Vjoífí hún Á fefð og flugi í landi | Sáms frænda. ' Segir þarna allgreinilega | frá för höfundar í hópi blaða j j manna frá ýmsum Evrópu- j ! löndum um þver Bandaríkin I haustið 1958. Segir fyrst frá dvöl í Washington en síðan j ferð milli ýmissa borga allt l vestur til Los Angeles og San Francisco cg þaðan austur til New York aftur. j Axel segir frá því, sem fyrir ! augu ber og greinir hispurs- | laust frá því, er honum þykir vel horfa eða miður fara. í bókinni er margt mynda. Bók þessi er um 130 blaðsiður að I stærð. Eftir Axel hafa komið út tvær ferðabækur áður — Eyjan græna — ferðaþættir fví friarirti og í jarlsgarði. ágætu reglu, sem er hvort tveggja í senn skynsamleg og drengiieg, ber að gera allt, sem auðið er til að hindra það athæfi, að ölvaðlr menn aki bifreið og að veita slikum mönnum, ef til þeirra næst, áminn ingu eða refsingu, allt eftlr þvi, hvernig brotið er. Þeim mönnum, sem valda slysum drukknir, ber að refsa miklu strangara en þeim, sem valda slíkum óhöppum algáðir. Það er með öllu óþolandi skerðing á öryggi og frelsi siðlegs vegfar- anda, að búa við þá hættu, sem stafar af akstri ölvaðra manna og þó alveg sérstaklega ef slíku at- hæfi fylgir velþóknun fjölda manna vegna þess, að um sé að ræða sjálf sagt freisi og mannréttindi hins drukkna ökumanns. HVERJUM MANNi, sem ekur bifreið undir áhrifum áfengis, á að vera það Ijóst, að hann hefur sjálfur skert rétt sinn og frelsi með at- hæfi sínu og um leið lagt þann rétt I hendur trúnaðarmanna umferðar innar, að hindra akstur hans. Þetta er kjarni málslns. VARÐANDI REFSINGAR í þessu sambandi hygg ég að betri árangur náist með hóflegri mildi en tak- markalausri hörkut Ég er andvígur því, að birta nöfn manna, sem þola refsingu vegna neyzlu áfengis, nema sérstakar ástæður séu til þess vegna siysa eða skemmda. Betri árangur mun nást með stöð- ugri hvatningu um að snerta aldrei bifreið hafi menn neytt áfengis. Þess konar hvatning á að koma úr öðrum áttum, frá fjölskyldunni og öðrum vinuni manna, starfsféiagar og boðsgestir eiga að hvetja hverj- ir aðra og hvar og hvenær sem slikri bendingu og hvatningu verð ur við komið. Samtök í þessa átt myndu hafa miklu þýðingarmeiri áhrif en það, að birta nöfn manna í refsingarskyni. ÖLLU ÞVÍ, sem gerir mönnum skömm, ber að sneiða h já í lengstu lög, en rækja með alúð árangurs- ríkari aðgerðir. Við þörfnumst batnandi manna en ekki bældra og særðra. Forðast ber að brenni- merkja menn fyrr en öll önnur ráð ern ♦" ----'n — b.B.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.