Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 9
T f MIN N, föstudaginn 16. desember 1960. 9 Atvinnuleysi víkinga, ef er nú við dyr ekki verður að Reyk- gert Herra forseti. Ég ber ekki fram neinar tölu- Iegar breytingartillögur við fjár- liagsáætlunarfrumvarpið. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins hefur á undanförnum árum bor ið fram tölulegar breytingatiilögur við frumvarp til fjárhagsáætlunar, en þær hafa jafnan flestar eða all- ar verið felldar. Að ég ber eki nú fram tölulegar breytingatillögur stafar ekki af því, að ég telji ekki ástæðu til breytinga á ýmsum liðum. Þvert á móti tel ég, að sú gagnrýni hafi komið fram, bæði hér í háttvirtri bæjarstjórn og annars staðar á opinberum vettvangi á ýmsum þáttum bæjarrekstrarins, að full ástæða sé til, að þau mál öll séu tekin til rækilegrar athugunar. Gagnger athugun Ég ber því fram tillögu um, að bæjarstjórnin kjósi 5 mannia nefnd til þess að framkvæma gagngera athugun á bæjarrekstr- inum og gera tillögur um breyt- ingar á honum til aukinnar hag- kvæmni og sparnaðar. Er í tillögunni gert ráð fyrir, að nefndin ljúki störfum og tillögur hennar liggi fyrir áður en fjárhags áætlun fyrir árið 1962 verður undirbúin. Reynt aí sporna gegn atvinnuleysi Önnur tillaga mín er um það að fela borgarstjóra og bæjarráði að gera bráðabirgðaráðstafanir til þess að sporna við atvinnuleysi í bænum. Á undanförnum árum hefur ástandið í atvinnumálum bæjar'búa breytzt mjög til hins verra, og hefur sú þróun raunar engum kom ið á óvart, sem fylgzt hefur með gangi mála að undanförnu. Það er ekki einungis að stefna núverandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum hafi valdið mikilli beinni lífskjaraskerðingu hjá meginþorra landsmanna, heldur verka aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum þannig, að stórkostlegur samdráttur er í svo til öllum atvinnugreinum lands manna, og er nú svo komið, að skuggi atvinnuleysisins grúfir yfir þjóðinni. Talsmenn ríkisstjómarmnar og stuðningsflokka hennar tala mikið um, að stefna stjórnarinnar muni leiða til frelsis í viðskiptum og framkvæmdum, en reynsla lands- manna af þessu er aUt önnur. , Aldrei hafa aðrir eins fjötrar verið lagðir á athafnir manna og viðskiptalíf landsins eins og ein- mitt í tíð þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr að völdum. Hið aukna frelsi í viðskiptum, sem ríkisstjórnin reynir að skreyta sig með, er í því fólgið, að hluti af verkefni innflutningsskrif- stofunnar, sem stjórnaði innflutn- ingsmálunum, hefur verið flutt í viðskiptamálaráðuneytið, en hinn hlutinn í viðskiptadeiíd Lands- bankans og Útvegsbankann. Engin höft hafa horfið við þetta. Meira að segja hafa tvær nefndir verið settar á laggirnar á vegum þessara aðila til þess að stjórna þessum þætti haftanna í stað einnar áður, og breytir hér engu um, þótt hlut- aðeigandi valdsmenn neiti þeirri staðreynd, að þeir menn, sem um þessi mál fjalla og koma saman á fundi til þess að ráða ráðum sín- um, beri heitið nefnd. Skuggi skammsýni og ráðleysis gráfir yfir framfaramál um Reykjavíkur, jafnt í atvinnumálum, skipulagsmál um, gatnagerð og húsnæðismálum. Framsöguræða Kristjáns Thorlaciusar, full trúa Framsóknarflokksins, fyrir tillögum, er hann flutti við umræðurnar um f járhags áætlun bæjarins í gær. í álagaham Það má að vísu segja, að þessar sjónhverfingar geri engum mein. Það sé jafnvel einu atriðinu fleira til þess að brosa að. Hitt er öllu alvarlegra, að +il viðbótar þeim innflutningshöml- um, sem fyrir voru, hefur ríkis- stjórnin fellt á landsfólkið þann álagaham, sem kosta mun þjóð- ina hörð átök að hrista af sér. Hin nýja haftapólitík er annars vegar fólgin í því að binda mik- inn hluta af sparifé landsmanna í seðlabankanum og takmarka jafn framt útlán bankanna út á afurðir og framkvæmdir, en hins vegar felst hún í því að leggja nýjar álög ur á almennmg svo hundruðum millj. króna skiptir í formi vaxta- hækkunar, gengisfellingar, sölu- skatts o. fl. Afleiðingin verður auðvitað, að hinn almenni borgari á ekkert í buddunni til kaupa á þeim hlutum, sem eftirspurn var eftir meðan menn bjuggu við betri lífskjör. Nú hrökkva launin ekki einu sinni fyrir brýnustu lífsnauð- synjum. Það er sannarlega alvara á ferðum, þegar fyrirvinnu heim- ilis er ekki sköpuð aðstaða til tekjuöflunar, sem nægir til brýn ustu lífsnauðsynja, en slíkt ástand liefur nú þegar skapazt hjá fjölmörgum fjölskyldum í landinu. Meðan atvinna var nóg og hver maður gat fengið að vinna nokk- urra klukkustunda yfirvinnu dag- lega, tókst láglaunafólki að fram- fleyta sér og sínum, en nú hefur stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum leitt af sér slíkan sam- drátt í atvinnulífinu, að fjöldinn allur af atvinnurekendum gefur starfsmönnum sínum ekki lengur kost á því að vinna yfirvinnu. Hvar á hann aíi taka 20 þús. ? Við útreikning framfærsluvísi- tölunnar er sett upp dæmi um út- gj öld meðalfj ölskylduvísitöluheim ilis. Slíkt meðalheimili er nú talið þurfa rúmlega 68 þúsund krónur á ári til sinna útgjalda. DagsbrúnarverkamaSur, sem hefur stöðuga vinnu allan ársins hring í 8 tíma á dag, hefur rúm- lega 48 þúsund krónur í árslaun eins og kaupgjald er nú. Hvar á hann að taka þær 20 þúsund krón- ur, sem á vantar, að laun hans hrökkvi fyrir útgjöldum vísitölu- heimilisins, þegar hann fær ekki lengur að vinna yfirvinnu. Svarið er mjög einfalt. Sam- kvæmt ríkjandi stjórnarstefnu er alls ekki gert ráð fyrir því, að menn hafi nokkra möguleika til að afla sér tekna til þess að brúa þetta bil. Sjálft læknisráð stjórn- KRISTJÁN THORLACIUS arflokkanna í efnahagsmálum er einmitt fólgið í því að minnka kaupgetu almennings. Á þeirra máli heitir þetta að koma í veg fyrir að þjóðin lifi um efni fram. En það er ekki nóg með það, að hið nýja dýrtíðarflóð og hafta- pólitík hafi rýrt lífskjör manna til mikilla muna. Alvarlegustu afleiðingar stjórn- arstefnunnar eru þegar byrjaðar að gera vart við sig. Það er tekið að brydda á atvinnuleysi. Atvinnu rekendur eru þegar .byrjaðir að segja upp starfsfólki sínu. Sam- drátturinn segir til sín á flestum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs- ins. Þegar svo er ástatt sem nú í at- vinnumálunum, ber bæjaryfirvöld- unum að vera vel á verði og sjá til þess, að ekki þurfi til þess að koma, að nokkur maður, sem unn ið getur, þurfi að ganga atvinnu-j laus hér í bæ. Verður að ætlast +il þess, að bæjaryfirvöldin auki þegar vinnu við framkvæmdir á bæjarins veg um, til þess að hamla gegn minnk andi atvinnu af völdum samdrátt arstefnu ríkisvaldsins. Tillaga tií atvinnu- aukningar En ekki er nægilegt að gera bráðabirgðaráðstafanir í atvinnu- málum bæjarbúa, heldur verður hér að snúa vörn í sókn. Hið rétta læknisráð í efnahagsmálunum er ekki samdráttur og íhaldsstefna, heldur að markvisst sé unnið að því að efla atvinnuvegina og auka þjóðartekjurnar. Ég ber því fram tillögu um, að bæjarstjórnin kjósi nefnd til þess að ráðstafanir til varanlegrar efl- ingar atvinnuvega bæjarbúa. í til- lögunni er sérstaklega bent á eftir farandi atriði, sem ég tel sjálfsagt að slík nefnd taki til athugunar. Ráðstafanir til aukningar útgerð ar héðan og jafnframt aukins fisk- iðnaðar. Athugun möguleika á því að koma á fót skipasmíðastöðvum, sem geti tekið að sér smíði stál- skipa allt að 250—300 smál. að stærð og dráttarbrautar og þuir- kvíar, sem annast geti viðgerðir sem flestra skipa, er hingað koma. Undirbúning nýrrar raforku- virkjunar og í því sambandi mögu- leika á aukningu iðnaðar í bænum. Eg mun nú fara nokkrum orðum um hvert þessara atriða. Mikil afturför Ef athugaður er hlutur Reykja- víkur í sambandi við þróun út- gerðarmála hér á landi, kemur í ljós, að á fyrstu þremur áratugum tuttugústu aldarinnar hefir Reykja vík haft algera forystu í þessum efnum. Á þessu tímabili var rekin stór- útgerð héðan, og var þá smálsta- tala fiskiskipa, sem gerð voru út frá Reykjavík, svipuð og í öllum öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins samanlagt. En eftir 1930 hefur útgerð héð an sáralítið vaxið, og hefur smá- lestatalan auklzt um 50%, en á sama tima um 300% .annars stað ar í landinu. Hvernig stendur á þessari þró- un? og er þetta eins og það ætti að veraí í fljótu bragði kynnu menn að leita þeirrar skýringar á þessu, að héðan hafi áður aðallega verið gerðir út togarar og önnur stór skip, sem sækja á djúpmið, en Reykjavík sé ekki hentugur stað- ur fyrir mótorbátaútgerð. En þessi skýring er ekki haldgóð. Það er að vísu rétt, að héðan er lengra á miðin en t. d. frá Keflavík, Sandgerði og Grindavík, en á hinn bóginn er ekki teljandi lengra að róa héðan en t. d. frá Hafnarfirði' og Akranesi, og Akra- nes er sá útgerðarbær landsins, sem blómgast hefur hvað mest á síðustu áratugum. Bæjaryfirvöldin hafa brug'Öizt Og þegar Hafnarfjörður og Akra neskaupstaðir eru nefndir vaknar sú spurning, hvernig á því standi, að á báðum þessum stöðum er söltuð síld í stórum stíl á hverju hausti, en í Reykjavík getur ekki heitið, að söltuð hafi verið síldar- branda. Eg held, að óhætt sé að full- yrða, að ástæðan fyrir þvl, að héðan frá Reykjavík er ekki rek- in meiri útgerð en nú er, sé ein- faldlega sú, að bæjaryfiirvöldin hafi ekki gert nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að skapa hér að- stöðu til aukinnar útgerðar. Telja má, að sú aðstaða, sem hér er nú við Reykjavíkurhöfn til útgerðar vélbáta, sé fullnýtt og kapphlaup er um hvert útgerðar- pláss, sem fyrir hendi er. Það sjá allir, hvers virði það væri á allan hátt, ef aukin útgerð héðan í sama mæli og frá öðrum útgerðarstöðvum landsins. En slíkt ktmur ekki af sjálfu sér. Víðast hvar í kaupstöðum og kauptúnum hefur með ærnum til- kostnaði og lánsfé verið stór'bætt öll aðstaða til útgerðar, og víða hafa hlutaðeigandi bæjaryfirvöld lagt sig mjög fram um að auka og bæta á allan hátt aðstöðu til fisk- veiða og fiskverkunar. Til marks um fisiðnaðinn út um land annars vegar og í Reykjavík hins vegar, má benda á, að á Akranesi, 3600 manna bæ, eru 3 hraðfrystihús, sem geta unnið úr 500 tonnum af hráefni á sólar- hring, sem er sama afkastageta og samanlagt hjá öllum hraðfrysti húsum Reykjavíkur, 70 þúsund manna bæ, sem áður fyrr var að- alútgerðarbær landsins. Þótt seint sé verður nú að breyta um stefnu í þessum mál- uin og hefjast þegar handa um ráðstafanir til að bæta og auka útgerðarskiyrði hér. Þörf íslendinga fyrir skip til aukningar og endurnýjunar á skipakosti sínum verður augljós lega vaxandi en ekki minnkandi í framtíðinni, og höfum við þó keypt mjög mikið af skipum frá öðrum löndum undanfarið. Við hljótum að stefna að því, að þessi skipakostur verði byggður hér á landi í framtíðinni, eftir því, sem möguleikar eru á. Skipasmíiíastöíívar Hér á landi hefur á undanförn- um árum myndast vísir að stór- iðju, þar sem er sementsverksmiðj an og áburðarverksmi'ðjan. Næsta skrefið á þeirri braut ætti að vera að koma á fót skipasmíðastöðvum og skipaviðgerðarstöðvum, sem gætu fullnægt þörfum þjóðarinn- ar að því er tekur til skipavið- gerða og annast smíða allra smærri skipa okkar. Hér í Reykjavík hafa nýlega verið smíðuð tvö stálskip, björgun- ar- og varðskipið Albert og drátt- arbáturinn Magni, og eitt stálskip til viðbótar er í smíðum. Þessi skip hafa verið smíðuð við hin frumstæðu skilyrði, en samt hafa þau fyrirtæki og þeir iðnaðarmenn, sem smíðina önnuð- ust sýnt að jafnvel við slík skil- yrði er hægt að smíða hér stál- skip, sem talin eru standast fylli- lega samanburð við sams konar skip smíðuð erlendis. Það þarf ekki að hafa mörg orð um, hvílík lyftistöng það væri fyr- ir atvinnulífið í Reykjavík, ef reist ar væru hér og reknar skipasmíða- stöðvar og skipaviðgerðarstöðvar, er annast gætu mikið af skipabygg- ingum og skipaviðgerðum, sem ís- lendingar þurfa á að helda. Við slíkar iðnaðarstöðvar skap- ast ekki einungis vinna fyrir járn- smiði og skipasmiði, heldur fyrir iðnaðarmenn í ýmsum öðrum iðn- greinum og auðvitað fyrir fjölda manns í ýmsum öðrum starfsgrein- um en iðnaði. Ekki er við því að búast, að einstaklingar hafi bolmagn til að reisa og reka skipasmíðastöðvar og viðgerðarstöðvar hér, a. m. k. ekki í nægilega stórum stíl. Bæjarfé- lagið verður því að hafa forgöngu um þetta mál á sama hátt og ríkis- valdið hefur haft forgöngu um stofnun sementsverksmiðjunnar og áburðarverksmiðjunnar. Eg vænti þess að tillaga mín um athugun á þessu stórmáli fái góðar undirtektir hjá bæjarfulltrúum. Aukití raímagn Þriðja ahiðið í þessari tillögu (Framhald á 12. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.