Tíminn - 01.02.1961, Síða 5
TÍMINN, miðvikudaginn 1. febrúar 1961.
1
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit
stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb i, Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjón: Egili Bjarnason — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Mbl. og Kennedy
Stjórnarblöðin gera sér nú mjög tíðrætt um, að
stjórnarandstaðan sé of gagnrýnin í málflutnmgi sínum.
í tilefni af þessu er ekki úr vegi að rifja upp út-
drátt þann úr^seinustu ræðu Kennedys Bandaríkiafor
seta, sem Mbl. birti í gær. Ræðr, þessa flutti Kennedy
á sameiginlegum fundi þingdeilda Bandaríkjaþings i
íyrradag, og var hún jofnum hönaum eins konar upp-
gjör á því ástandi, sem Kennedy tók við, og yfirfýsing
um fyrirætlanir stjórnar hans.
í útdrætti Mdrgunblaðsins segir m a. á þessa leið:
„Bandaríkin hafa sjaldan orðið fyrir jafn mlkilli gagn-
rýni og fram kom í þessu ávarpi Kennedys. Notaði tor-
setinn tækifærið til að rekja fjölda mála, sem hann taldi
hafa verið algjörlega vanrækt af ríkisstjórn Republik-
ana.
Meðal þess sem Kennedy benti á var: Borgir, sem
eru að kafna í óþrifnaði og fátækt, ótullnægjandi mennt
unarmöguleikar, of lág laun vísindamanna og verkfræð-
inga, ófullnægjandi tryggingarlöggjöf, afbrot unglinga,
kynþáttaofsóknir, og illir viðskiptasiðir."
Enn fremur segir svo í útdrætti Mbl.:
„Núverandi fjárhagsástand ríkisins er alvarlegt. Við
tökum við völdum eftir að kreppa hefur ríkt i sjö mán-
uði, viðskiptadeyfð í þrjú og hálft ár, samdráttur hefur
verið í fjármálum landsms undanfarin sjö ár, og tekjur
landbúnaðarins farið minnkandi undanfarin níu ár"
sagði Kennedy.
Þá sagði hann að gialdþrot hafi aldrei verið fleiri
síðan kreppan mikla geisaði. Nú væru 5!/2 millj manna
atvinnulausir, og rúm milljón þeirra verið að leita sér
að atvinnu meir en fjóra mánuði.
Forsetinn sagði að rannsóknir á vandamálum víða
um heim, sem gerðar hafa verið síðan hann tók við
völdum fyrir tíu dögum. hefðu sýn* væri að
síga á ógæfuhliðina, erfiðleikarnir rm i með hverj-
um deginum, sem líður."
Mbl. hefði vafalaust íalið þetta ljóta lýsingu á fyrir-
myndarríki sínu, ef einhver annar en Kennedy forseti
hefði gefið hana. Það hefði og áreiðanlega talið þetta
ósanngjarna lýsingu á því ástandi er „viðreisnarstefna“
Eisenhowers lætur eftir sig. En eríiðara er um vik að
mótmæla þessu, þegar sjálfur forseti Bandaríkjanna
segir þetta.
Vilja menn svo halda, að þessii lýsing Kennedys sé
sprottin af því, að hann vilji ófrægja land sitt eða gera
lítið úr því, sem þar fer á betri veg? Vissulega ekki.
Kennedy telur sér hins vegar skylt að draga fram dökku
hliðarnar alveg vægðarlaust. Hann vill vinna að um-
bótum á því, sem miður er. Það getur kostað mikið
átak og vafasamt að það takist nema þjóðin geri sér
Ijóst, hve alvarlegt það er, sem miður fer.
Af sömu ástæðum jg Kennedy fiettir ofan af afleið-
ingunum af „viðreisn“ Eisenhowers. telja Framsóknar-
menn sér skylt að segja umbúðalaust frá hinni geigvæn-
legu afleiðingu ,,viðreisnarstefnunnar“ hér. frá hinum si-
versnandi lífskjörum lágiaunafólks og milhstérta frá
stöðvun uppbyggingarinnar, frá vaxahdi atvínnuleys’ o.
s frv.
Það er ekki gert af neinni ósanrgirni eða óvild til
þeirra, sem stjórna. Það er gert til þess að opna augu
þióðarinnar fyrir því sem miður fer. og fá nana til að
knýja fram stefnubreytmgu áður en hún hefur lent i
því kreppuöngþveiti, sem óumdeilanlega biöur fram
undan, ef lengra er haJdið áfram á jieirri braut, sem nú
er farin.
Frá vettvangi Sameinutiu þjó'Sanna:
Næst samkomulag um að stytta
starfstíma Allsherjarþingsins?
Þrjú ríki, Stóra-Bretland,
Bólivía og Costa Rica, hafa
lagt til, að Allsherjarþingið
láti fara fram athugun á bví,
hvort hægt verði að flýta
störfum þess í framtíðinni —
með breyttri tilhögun og end
urbótum á skipulagi þingsms.
Er m.a. bent á þaS í þessu sam-
bandi, að atkvæðagreiðslur taki nú
orðið mjög langan tíma þai- eð að-
ildarríkin séu orðin æði mörg —
og þeim fjölgi stöðugt. Vafalaust
sé hægt að taka tæknina í þjón-
ustu þingsins og finna eitthvert
ráð til að stytta þann tíma, er fari í
atkvæðagr'eiðslu hverju sinni.
f greinargerð með tillögu land-
anna þriggja segir, að tala aðildar-
ríkja hafi tvöfaldazt, en þingstörfin
sé hins vegar enn í sama formi
og hafi afleiðingin óhjákvæmilega
orðið sú, að þingin hafi lengzt til
muna. Svo geti farið, að mörg
hinna nýju og fátækari ríkja sjái
sér ekki fært að hafa fullskipaða
sendinefnd á þinginu allan þing-
tímann. Hann sé orðinn það lang-
ur. Er mælzt til þess, að næsta Alls
herjarþing taki þetta mál til um-
ræðu og samþykki að láta fara
fram athuguna á því, hvað hægt
sé að gera til úi'bóta-
Þjó’Saratkvæ'ðagrei'Ssla
í Vestur-Samoa
í maímánuði n- k. verður efnt
til þjóðaratkvæðagreiðslu í Vestur-|
Samoa undir eftirliti S.Þ. Ákvörð-
un þar að lútandi var tekin á Alls-
herjarþinginu skömmu fyrir jólin.
Vð þessa atkvæðagreðslu verður
fyrsta og fremst leitað samþykkis
fólksins við stjórnarskrána, sem
hinn svonefndi stjórnarskrárfund-
ur fulltrúa hinna ýmsu héraða sam
þykkti 28. október 1960. í öðru
lagi verða greidd atkvæði um það,
hvort Vestur-Samoa eigi að verða
sjálfstætt ríki. Fari svo, verður
sjálfstæði lýst yfir 1. janúar 1962.
S. Þ. fara með lögsögu á Vestur
Samoa, en Nýsjálendingum hefur
verið falið að stjórna þar. Hér er.
einkum .um tvær stórar eyjar að
ræða, Savai og Upolu, tvær minni
— Manono og Apolima — auk all-
margra smáeyja.
. . . . í Ruanda-Urundi
Meðal verkefna Allsheijarþings-
ins, sem kemur saman hinn 7.
marz n.k., verður að taka ákvörðun
um það hvenær á næsta ári þjóð-
aratkvæðagreiðslan í Ruanda-Ur-
undi faii fram. Þjóðaratkvæða-
greiðslan verður um það, hvort
íbúarnir vilja sjálfstæði eða ekki.
Þetta land er í Mið-Afríku, að-
lægt hinni fyrrum belgísku Kongó,
er undir lögsögu S.Þ., en Belgíu-
menn hafa stjórn á hendi. f raun-
inni eru þetta tvö konungdæmi,
Ruanda og Urundi, en stærðin er
samtals 54,172 ferkílómetrar og
íbúatalan 4,5 milljónir. Þetta er
þéttbýlasta land Mið-Afríku. S. Þ.
munu hafa yfirumsjón með at-
kvæðagreiðslunni og er undirbún-
ingur hafinn af fullum krafti.!
Þriggja manna nefnd hefur verið
falið að sjá um allar framkvæmdir
og þessa dagana er hún í Belgíu til
skrafs og ráðagerða.
. . . .í brezku Kamerun
Þann 11, febrúar munu ibúar
brezku Kamerun taka ákvörðun
um það, hversu nátengt landið
verði Nigeriu, þegar það hlýturj
sjálfstæði, eða hvort Kamerun
Þjóíaratkvæíagrei'ðsíur í þremur verndargæzlu-
löndum S.Þ. — Ver'Öur Vestur-Samoa sjálfstætt
ríki? — Deilan um Nýju Guineu.
Eins og kemur fram í meðfylgjandi fréttum frá S.Þ., vinna verkfræðingar
nú að athugunum á því, hvernig bjarga megi hofunum mikiu við Abu Sim-
bel, en þau munu fara undir vatn, er Aswanstíflan verður fuilgerð. Hof
þessi eru 3200 ára gömul, reist af Ramesis, einum helzta konungi Forn-
Egypta. Hof þessi þykja einar mestu fornminjar, sem til eru. Þau eru
skreytt margvíslegum listaverkum og framan við þau eru fjögur iíkneskr,
hvert um 65 fet að hæð. Talað hefur verlð um að lyfta hofunum um 2000
fet, en þyngd þeirra er áætluð 400 þús. smál. Kostnaðurinn við að lyfta
þeim cr áætlaður 55 millj. dollara.
muni tengjast Caméroun, sem laut
franskri stjórn þar til landið hlaut
sjálfstæði 1. janúar 1960. Nigeria
hlaut sjálfstæði sitt einnig fyrir
skemmstu, 1. október 1960, en
milli þessara tveggja ríkja, Ni-
geriu og Caméroun, er brezka
Kamerun.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Kam-
erun verður undir yfirstjórn S.Þ.
og undirbúningurinn er að komast
á lokastig. f Norður-Kamerun hafa
292,985 menn og konur af 762,000
þegar látið skrá sig til kjörsins —
og í Suður-Kamerun er hlutfalls-
talan svipuð, eða 354,163 af
826,000.
Yfirlýsingar um Nýju
Guineu.
Indonesia og Holland hafa sent
framkvæmdastjóra ■ S.Þ., Dag
Hammarskjöld, yfirlýsingar um nú
verandi hollenzku Nýju Gui ieu,
sem Indonesíumenn kalla Vestur-
Iriian.
f indonesisku yfirlýsingunni,
sem undirrituð er af fastafulltrúa
landsins hjá S.Þ., Sukardjo Wirjo-
pranoto, er því haldið fram, að
Vestur-Irian sé hluti af Indonesíu
og stefna Hollendinga hljóti óhjá-
kvæmilega að leiða til átaka með
Indonesíumönnum og Hollending-
um. Þetta þýði einfaldlega, að friði
og öryggi sé stefnt í hættu í þess-
um heimshluta.
Enn fremur segir, að „síðustu
flutningar hollenzkra flug-, flota-
og landhersveita til styrktar vörn-
um á Vestur-Irian séu ljós vottur
þess, að hollenzka stjórnin sé stað-
ráðin í að leggja ekki niður ný-
lendustjórn sína þar“. Loks segir:.
„Enginn getur láð indonesisku!
stjórninni, þótt hún sjái sig neydda
til að grípa til frekari ráðstafana
gegn yfirgangsstefnu Hollend-
inga.“
Hollenzka svarið var undirritað
af fastafulltrúanum hjá S.Þ., C.W.
A.Schurmann. Þar er því haldið
fram, áð Indonesíustjórn hefi
reynt að blekkja menn um ástand-
ið á hollenzku Nýju Guineu. Enn
fremur sé það fjarstæðukennt að
tala um árásarfyrirætlanir Hol-
lendinga gegn Indonesíu. Hol-
lenzka stjórnin ,,hefur engu að
Ieyna“ og er „fús að leyfa fuli-
trúum S.Þ. að dæma af eigin raun
stjórn og ástand á hollenzku Nýju
Guineu, sem rpiði fyrst og fremst
að þvi að búa hin innfæddu undir
að taka stjórnartaumana í sínar
hendur.“
Ver'Öur hofunum
bjarga'ð ?
Fjórir sérfræðingar, útnefndir
af Arabíska sambandslýðveldinu,
hafa að undanförnu setið á rök-
stólum með framkvæmdastjóra
UNESCO og rætt leiðir til að forða
stóru hofunum við Abu Simbel
frá algerri eyðileggingu, því As-
wan-stíflan mun færa nubisku
hofin í kaf, verði ekki gripið til
varnarráðstafana. Tvær tlUögur,
ásamt nákvæmum áætlunum, eru
þegar fyrirliggjandi og miða báðar
að því að varðveita þessi moun-
ingaiverðmæti á sama stað og bau
hafa verið i þúsundir ára. Fran/.k-
ur '-verkfræðingur leggur t.:i að
varnarveggur verði rt-.is;v,r.N»iit um
hverfis hofin. er, italskvr ve-ikfræð
ingur vl’l hins vegar JKja kletta-
borgunum tveimur, sem em
i, upp fyrir vatnsylirlwirðfð.
I