Tíminn - 01.02.1961, Qupperneq 9
TÍMIN N, miðvlkudaginn l. febrúar 19Ci.
3
Uggvænlegur samdráttur
í byggingum og ræktun
Rætt viS Þórólf Jónsson, bónda í Stóru-
Tuingu í Bárftardai.
þan þessar þrjár vikur. Sennilegt
að hjónin verði að hætta við þessa
bráðskemmtilegu ferð. En Lönd
og leiðir h.f. leysa vandann sem
fyrr. Ferðaskrifstofan sér um
börnin meðan foreldrarnir eru er-
iendis. Nú rekur Jón Jónsson upp
siór augu og það gera efalaust
fleiri. Þó er þetta dagsatt, þeir
sem vilja geta fengið að hafa
börnin sín á góðu bamaheimili
meðan ferðin stendur.
Útlærðar fóstrur
Við hittum nýlega einn af eig-
endum þessa nýja fyrirtækis, Har-
a.’d Jóhannsson, og spurðum hann
hvað hæft væri í þessu. — Jú,
þetta er rétt, svaraði Haraldur,
sem starfar hjá Flugfélagi íslands,
v/ð komum böraunum fyrir á
ágætu barnaheimili meðan foreldr
ernir era í burtu. Útlærðar fóstr-
ur annast þau, hvort heldur er
ailan sólarhringinn eða bara á dag
inn. Það er eins víst að börnin
séu búin að sjá Kardemommubæ-
inn eða skreppa á berjamó í Heið-
mörk meðan foreldrarnir eru í
sumaifríinu, okkur finnst réttlátt
að börnin fái sinn skerf líka.
Þetta er eins og hver önnur þjón-
usta við viðskiptavini okkar, kostn
a&inum verður mjög stillt í hóf.
Verður semsagt ekki meiri en
hann þarf að vera.
Staðsettir á meginlandinu
— Hvað viltu segja mér af
þessu fyr'irtæki?
— Við erum þrír eigendur, Val-
geir, ég og ingólfur Blöndal, svar-
ar Haraldur, Ingólfur er á förum
tú Þýzkalanus og hefur sitt að-
setur þar. Hann veitir öllu okkar
ferðafólki fyrirgreiðslu og aðstoð.
Hann er þaulkunnugur á megin-
landinu, alinn upp í Þýzkalandi
og þrautþekkir ferðamál. Það er
ómetanlegt að hafa færan mann
á meginlandinu og veita fólkinu
Tíðindamaður blaðsins hitti
Þórólf Jónsson, bónda í Stóru
Tungu í Bárðardal, nýlega að
máli í bænum, og spurði hann
frétta úr Bárðardal.
— Hvernig var sumarið í ykkar
gaiði, Þórólfur?
— Það má teljast sæmilegt, en
þó varla meira. Spretta var góð
og tíð ágæt fram í júlíbyrjun, en
v.ðtöku, þess vegna höfum við
tekið þann háttinn upp.
Við höfum þegar skipulagt þrjár
hópferðir til helztu landa álfunn-
ar og fengiö þjálfaða og vinsæla
leiðsögumemi sem búa að langri
reynslu í þessum efnum.
Bílaleiga
— Lönd og leiðir veita yfirleitt
éila ferðaþjónustu, útvega far-
nv.ða hvort heldur með skipum
eða flugvélum hvert á land sem
förinni er heitið, panta aðgöngu-
miða á leikhús, óperur, hljóm-
i?ika, hvar sem er. Við skipuleggj
um ferðalög bæði fyrir einstak-
hnga og hópa.
—Við höfum líka umboð fyrir
tvö bílaleigutyrirtæki hér í Reykja
vík, menn geta tekið sér bifreið
á eigu og ekið henni sjálfir lang-
an eða skamman veg. Þetta er
orðið afar vinsælt, enda eru góðir
bílar í boði.
um það leyti, sem sláttur hófst
brá til óþurrka og héldust þeir
fram eftir' ágúsf. Hirðing gekk því
ekki sem bezt, nema þar sem súg-
þurrkun er, og það er allvíða. Hey
náðust þó í ágúst, því að þá komu
þurrkar aftur, svo að heyfengur
varð töluveiður en nýting er ekki
í bezta lagi.
— Fara búin ekki stækkandi í
Bárðardal?
— Jú, þau stækka, og einkum
er kúm fjölgað. Ræktunin hefur
verið mjög mikil síðasta áratug-
inn og töðufengur fer sívaxandi.
Mjólkursala var hafin úr Bárðar-
dal fyrir nokkrum árum, en þó
hefur ekki verið flutt mjólk úr
framdalnum að vetri fyrr en nú-
Hefur það gengið allvel, enda hef
ur vetrarveðráttan verið einstök,
og snjór ekki til trafala fram að
ái'amótum.
— Hvernig eru vegamálin stödd
hjá ykkur?
— Þau eru í sæmilegu lagi, en
þó vantar mjög á, að upphlaðinn
vegur, sem þolir nokkra snjóa, sé
kominn fram í dalbotn. Vegur er
beggja megin fljótsins og vegar-
stæði mjög gott á fljótsbökkunum.
Það er því langt síðan ruddur og
allgóður sumarvegur kom bæði
fram í Svartárkot að austan og
Mýri að vestan, en síðan hefur ver
ið unnið að hækkun vegarins, en
mikið vantar á að nóg sé að gert,
og er okkur það að ég held mesta
nauðsynjamál eins og nú er, að
verulegt átak sé gert til þess að
bæta veginn og gera hann að meiri
vetrarvegi en nú er.
— Hemst fljótið undir brúnni
núna?
— Já, þegar brúin við Stóruvelli
var gerð, var það stórmikil vegar-
bót og sameinaði að nolderu þessa
löngu sveit, sem fljótið hafði frá
öndverðu klofið að endilöngu. En
fynstu árin hamdist fljótið ekki
undir' brúnni, brauzt hvað eftir
annað gegnum aðfyllingu austan
hennar og rann þar í kvísl. Dugðu
þarna engar uppfyllingar, og varð
loks að byggja viðbótarbrú, og síð-
an það var gert er brúin örugg.
— Mikið um byggingar?
— Það hefur töluvert verið
byggt hin síðari ár, og nýleg og
traust íbúðarhús eru nú i hveijum
bæ, nema kannske einum. Hins
vegar er peningshúsaskortur og
stendur í vegi fyrir bústækkun all-
víða. Menn voru víða nokkuð á
veg komnir með slíkar byggingar,
en á síðasta ári dró mjög úr þess-
um byggingum og ýmsir hættu við
fyrirhugaðar byggingar á liðnu
sumri og töldu sig ekki geta undir
þeim risið, eins og nú er komð.
Á það raunar við einnig um rækt-
un og aðrar framkvæmdir.
— Eru nokkur nýbýll byggð?
— Nokkur nýbýli hafa verið
byggð síðustu árin, oftast þannig
að jörðum hefur verið skipt. Fólki
og býlum hefur fjölgað síðustu ór.
Sími er á öllum bæjum og heima-
rafstöðvar á 9 bæjum en flestar
of litlar. Menn binda vonir við það,
að rafmagn fr'á Laxá verði Ieid
um dalinn áður en langt líður.
Sumum vex að vísu í augum lengd
dalsins og langar bæjarleiðir, en
samt má segja, að dalurinn liggi
vel við, því að bæjarröðin beggja
megin fljóts er bein, og þótt all-
langt sé á milli bæja, er tví eða
þríbýli, eða jafnvel tvö eða þr'jú
býli á hverjum stað.
Verið er að byggja heimavistar-
skóla á Stóruvöllum á landi, sem
erfingjar Páls og Sigríðar, er þar
bjuggu lengst, gáfu í þessu skyni.
Er það 10 ha. og byggingin er orð-
in fokheld. Verður þar heima/ist
fyrir 14 börn og kennslustofa auk
íbúðar kennara. Er ráðgert að
byggja félagsheimili sveitarinnar
á sama stað- Þetta er miðsveitis
og rétt við brúna.
— Hvernig er kennslu nú hátt-
að?
— í sveitinni hefur verið sam-
bland farkennslu og fasts skóla,
þ. e. a. s. kennt á ýmsum stöðum,
en nú í vetur er í fyrsta sinni fast-
ur heimavlstarskóli, og kennari er
Svanhildur Hermannsdóttir. En
við erum hins vegar prestlausir,
og horfir þunglega með að fá sálu-
sorgara.
— Eru miklar ferðir suður um
Sprengisand á sumrin?
— Á hverju sumri eru einhverj
ar bílaferðir suður á öræfin. Guð-
mundur Jónasson fer yfir Sprengi-
sand á hverju sumri og vafalaust
fleiri. Leiðin er greiðfær. Menn
fara einnig töluvert suður á Sands
leið og svo ofan í Eyjafjörð. Þegar
búið er að brúa Tungnaá, verður
þetta vafalaust fjölfarin sumarleið.
Sá mismunur, er taflan sýn
ir á gróðurfari hinna þriggja
svæða á að mestu leyti ræt-
ur sínar að rekja til ólíkrar
meðferðar á landinu. Ætla
má, að þegar fyrsrta svæðið
var friðað, hafi gróðurfar
allra svæðanna verið svipað.
Ófriðaða svæðið er orðið
mjög magurt beitiland með
ríkjandi lyng- og mosagróðri
með aðeins 14.7 prósent heil
grös. Svæðið sem hefur verið
friðað í 24 ár, hefur náð eér
að fullu og er sennilega orðið
svipað og það var áður en of-
nýting hófst. Gróðurinn er
kominn í jafnvægi. Hefur
hann breytzt í grózkumikið
graslendi, þar sem um þrír
fjórðu hlutar gróðursins eru
heilgrös, og gefur af sér upp
skeru margfalt meiri að
magni og betri að gæðum en
ófriðaða svæðið. Svæðið, sem
hefur verið friðað í 5 ár, er
nokkuð mitt á milli hinna
tveggja að gæðum, en hefur
farið mjög mikið fram á hin
um stutta tíma.
Þetta eina dæmi er ekki
nægilegt til þess að draga al-
gildar ályktanir. Eri það bend
ir til þess, hve langtum meiri
og betri gróður land getur
gefið af sér, ef rétt er með
það farið. Landið þarf að
nýta samkvæmt beitarþoli,
þannig að það haldi hámarks
framleiðslugetu sinni. Þá
framfleytir það mestum fjár-
fjölda, og þannig er verulega
dregið úr hættu á uppskeru-
sveiflum á árum, sem óhag-
stæð eru gróðri. Ofbeit verð-
ur þess vegna að telja alla þá
beit, sem veldur úrkynjun á
gróðri og dregur úr fram-
ieiðslugetu gróðurlendásins.
Hófleg beit.
Hve nærri má ganga gróðri
án þess að um ofbeit sé að
ræða? Þetta er mjög breyti-
legt; m.a. eftir því hvers kon
ar gróðurlendi er um að
ræða. En erlendis er víða tal
ið, að land sé hóflega beitt,
þegar að hausti stendur óbit
inn um helmingur af upp-
skeru beztu beitarplantnanna
og enn meira af uppskeru
hinna lélegri. Ekki er talið
ráðlegt að ganga nær gróðr
inum, fyrst og fremst til þess
að plöntumar geti safnað
forðanæringu fyrir veturinn.
Þessi flutningur næringar-
efna til rótarkerfisins fer að-
allega fram eftir að vexti
plöntunar lýkur, eða á seinni
hluta vaxtarskeiðsins, og er
því talið óhætt að ganga nær
gróðrinum á haustin og vet-
uma eftir að efnaflutningn-
um lýkur. (Þó á þetta ekki
við um kjarr og aðrar trjá-
plöntur, því að féð bítur eink
um ársprota þeirra á vet-
uma). Á sama hátt má ganga
nær gróðrinum á sumrin, ef
Iandinu er hlíft við beit öðru
hverju meðan á beitartíman
um stendur. Forðanæringin
í rótunum er nær öll notuð
til vaxtar plöntunar næsta
vor, og er því sérstaklega
mikilvæg.
Engar rannsóknir hafa ver
ið gerðar hér á landi til þess
að kanna, hve nærri má
ganga gróðrinum án þess að
hann skaðlst, en að sjálf-
sögðu verður hér, sem ann-
ars staðar, að skilja eftir
talsvert magn gróðurs á
haustin.
Nú eru hinar ýmsu plönt-
ur og gróðurfélög misnæm
fT7rir beit, Gróðurlendi á sand
og móajarðvegi virðast sér-
lega viðkvæm, en gróður á vot
lendi síður. Samkvæmt þessu
er breytilegt, hversn hröð
gróðurúrkynjunin er við of-
beit, og hver verður endan-
leg afleiðing hennar. Menn
hafa tilhneigingu til þess að
einblína á uppblástur og land
eyðingu, sem óhjákvæmilega
afleiðingar ofbeitar. Gróður-
úrkynjun fylgir alltaí í kjöl
far ofbeitar, en uppblástur
þarf auðvitað ekki að gera
það. Það er augljóst, að þar
sem ofbeit veikir rótarkerfið
og gerir gróðurinn gisnari,
getur hún flýtt fyrir upp-
blæ?tri. Gróðurúrkynjunin
er landskemmd í sjálfu sér,
en auk þess gerir hún gróður
inn óhæfari til bess að
vernda jarðveginn. Á þurrum
móa- og sandjarðvegi getur
úrkynjunin því haldið á-
fram, þangað til gróður er
eyddur og jarðvegur fýkur
eða skolast burt.
Tafla 1 sýnir þetta greini-
lega. Á ófriðaða landssvæð-
inu er ógróið land tæp 9 prós
ennt, en við friðunina verður
landið algróið að nýju.
Oft er bent á Öxnadals-
heiði sem dæmi þess að ofbeit
sé ekki skaðleg fyrir gróður-
inn. Heiðin hefur um langt
skeið verið ofsetin af skepn-
um, án þess að það hafi vald
ið uppblæstri, að því er virð-
ist. Ekki er það þó vegna þess
að ofbeit sé til góðs, heldur
hins, að jarðvegur heiðarinn-
ar er að mestu leyti þess eðl-
is, að hann getur ekki fokið.
Er þar um að ræða vel rakan
skriðujarðveg með óvenju
þétta og sterka grasrót, eins
og jafnan er í slíkum jarð-
vegi, sem víða er að finna í
Mynd I. Áhrlf
af mismunandi
beitarþunga I 9
ár á magn róta
og ofanjarSar-
hluta grass. I
var beift um-
fram beitarþol,
II samkvæmt
beitarþoli, III
minna en beitar-
þol leyfði, en IV
var friðaS öll 9
árin. Engin
olantnanna var
bitin sumarið,
sem myndin var
tekin.
brattlendi hér á landi. En ólík
legt er, að ofbeitin hafi ekki
valdið gróðurúrkynjun á heið
inni.
Hér á landi eru víðáttu-
mikil gróðurlendi, sem að
gróðursamsetningu svipar
mjög til ófriðaða svæðisins í
töflu 1. Ástæða er til að ætla,
að núverandi gróðurfar þess
ara svæða sé afleiðing gróð-
urúrkynjunar, vegna ofnotk
unar, og svipi litið til hins
upprunalega gróðurfars, bæði
hvað gróðursamsetningu og
uppskerumagn viðvíkur. Sam
eiginlegt fyrir þessi gróður-
lendi er, að lélegar beitar-
plöntur eru rikjandí, gróður
er að jafnaði gisinn, upp-
skera er mjög lítil og sauðfé
lítur tæplega við gróðrinum
lengur. Gróðurlendi þessi
hafa því mjög lítið gildi fyrir
beit, enda þótt þau þeki stór
flæmi. Hér hefur ofnotkun-
in enn ekki leitt til uppblást
urs, en mótstöðuaflið er orð
ið lítið vegna grunnstæðra
róta og gisins gróðurs.
Dæmið úr Borgarfirði sýnir
að með því að draga úr beitar
þunganum, má, a.m.k. sums
staðar, stórbæta slík gróður
lendi á tiltölulega skömmum
tíma. Svo auðvelt er þetta
hins vegar ekki alls staðar.
f tilraunum með áhrif á Kili
hefur 3—6 ára alger friðun
ekki bætt gróðurinn. En með
áburði náðist svipaður árang
ur á 2—3 árum og með 25 ára
firðun í Borgarfirði, eins og
Tafla II. sýnir.
Tölurnar tákna hundraðs-
(Framhald á 13. síðu.)