Tíminn - 01.02.1961, Qupperneq 13

Tíminn - 01.02.1961, Qupperneq 13
IÍMINN, miðvikudaginn 1. fcbráar 1961. 13 (Framhald af 9. síðu.) lyngs og runna, blómplantna og lægri plantna (aðallega hluta heilgrasa, hálfgrasa, mosa). Tafa II. Á-hrif áburðar á friðcrð mólendisgróðurlendi á Kili Áburður Kg/ha Gróðursamsetning % N P20.-, Grös Hálfgrös Runnar og Tvíkímblaða Mosar og Hvernig er hugsanlegt að jafna dreifnigu sauðfjárins um beitilandið og bæta þann ið nýtingu þess? Það virðist augljóst, að of dýrt myndi að hólfa hin viðáttumeiri beiti- lönd þannig niður með girð- ingum, að það kæmi að veru lyng jurtir lágplöntur legum notum. Yfirsetur koma 0 0 3.1 12.3 49.2 12.3 23.1 tæplega heldur til greina. En 50 90 40.0 1.8 21.8 21.8 14.6 sennilega mætti ná góðum ár 84 90 64.0 10.0 20.0 6.0 0.0 angri með því að bera á svæði 117 90 72.0 2.0 8.0 14.0 4.0 hér og þar um .beitilandið, Mælingar voru gerðar, er borið hafði verið á í 3 ár. — Áburðaráhrifin eru áberandi lík áhrifum friðunarinnar í Borgarfirði, eins og sjá má með því að bera saman línu- rit. Gífurleg aukning í hlutdeild heilgrasa á sér stað, mikil lækkun í hlutdeild lyng- og runnplantna og lægri plantna en minni breyt ingar á öðrum flokkum. Minnkandi hlutdeild lægri plantna (moso) orsakast fyrst í stað af því að gróðurbreiðan varð þéttari og huldi mos- ann, en síðan hvarf hann að mestu úr gróðurlendum, sem borið var á. Yfirleitt sýndu þessar at- huganir, að þvl meira sem gróðurinn hefur úrkynjazt því erfiðara og kostnaðarsam ara er að'bæta hann. En hvort sem það er gert með því að draga úr beitarþunganum eða með áburði, má ekki nýta beitarþol gróðursins að fullu, fyrr en hann er kominn í jafn vægi og hefur náð hámarks- uppskeru að nýju. Landrými — lanSnýting. Margir hafa reynt að reikna út og áætla, hve mikill hluti landsins er þakinn gróðri. Engar mælingar eru fyrir hendi, er gefa ábyggilegar upp lýsingar um þetta atriði, en fram hafa komið tölur allt frá 15000 til 30000 ferkílómetr ar. Mönnum ber því mikið á milli, og er það eitt glöggur vottur þess, hve fjarri því fer, að við þekkjum heildarbeiti- þol landsins. Raunar finnst ekki beitarþol landsins með því einu að mæla stærð gróð- urlendanna, en það er ■ fyrsta skrefið. Nú er í rauninni tómt mál að tala um, að í landinu sem heild sé of margt fé eða hvprsu margt fé hér geti ver- ið. Höfuðatriðið er, að fénu sé rétt skipt milli landshluta eða sýslna. Fjárfjöldinn í hverri sýslu — og jafnvel hverjum hreppi — verður að vera í samræmi við beitarþol hvers þeirra, og við það verð ur væntanleg fjárfjölgun að miðast, en ekki við heildar- stærð gróðurlenda í landinu. Vera má; að enn sé nægt landrými fyrir fieira fé í land inu öllu, en samt sé um of- nýtingu gróðurs að ræða í sumum sýslum landsins. Annað atriði í sambandi við heildarstærð og nýtingu þess er, að menn virðast almennt ekki 'rera sér Ijóst, hve mikill hluti af gróð urlendinu hefur tiltölulega lít ið gildi fyrir beit. En ber á ég fyrst og fremst við mvrlend- in. Það er alkunn staðrevnd. að sauðfé bítur mýrargróður mjög lítið, a.m.k. á sumrin meðan einhver nýtilegur þurr lendisgróður er fyrir hendi. Því er það svo, t.d. á sumum afréttum, þegar fé er rekið niður á haustin, að mýrarnar eru lítið sem ekkert nýttar, en þurrlendisgróður ofbitinn. Afleiðingar þessa eru augljós ar: Beitilöndin verða ekki full nýtt á þennan hátt, en á sama tíma liggur þurrlendisgróður undir skemmdum, þar sem einhver verulegur fjárþungi er. Þetta er einkum alvarlegt, vegna þess að þurrlendisgróð ur er einmitt sá gróður, sem sízt þolir ofbeit, eins og að framan er getið. Á grundvelli yfirlitsjarð- vegskorts, sem er nýútkorúið, hefur Björn Jóhannesson á- ætlað að mýrar þeki um 40% af öllu grónu landi á íslandi. Þar sem mat á beitarþoli verð ur að miðast við það, að beztu gróðurlendin séu ekki ofnýtt, er því Ijóst, að beitarþol lands ins er mun minna en raun- veruleg stærð gróins lands og gróðurmagn gefur til kvnna. Þessi ójafna nýting gróðurs ins er eitt af höfuðvandamál unum í sambandi við notkun beitilandanna, og væri mikið unnið við það eitt, ef hægt væri að bæta úr því. p’n eins og málum er varið nú, er ó- víða hægt að hafa nægilega hönd í bagga um hað. hvar féð heldur sig á hverin^ i-'~'a. Á það sérstaklega við um þann tima; sem fénu er beitt á afrétti. í löndum, þar sem góð beitarmenning ríkir, er sauðfjárins ýmist vætt af smölum, sem flytja búsmal- ann til eftir börfu^ boiH löndum eru hólfuð niður með girðingum, svo að unnt sé að jafna beitinni um landið. Á þann hátt fæst meiri og jafn ari nýting. á gróðrinum, og um leið er betur með hann farið. Beitilandið í Gunnars- holti á Rangárvöllum er að nokkru leyti hólfað þannig niður, að unnt er að jafna beitinni niður á landið og friða hluta þess vissa tlma ársins, enda ber gróðurinn kostum þessa fyrirkomulags glöggt vitni. Það er í rauninni þetta, sem skiiur á milli hjarðmennsk- unnar og nútíma beitarmenn ingar, eins og hún gerist bezt. Hin ójafna og óheDpilega nýting gróðurlendann^ A '■'ðru fremur rætur sínar að r°kia til þess, hve mýrarnar nvtast illa, eins og fyrr er getið. og er óvíst, hvort unnt er að auka nvtingu þeirra veru’ega nema gróðurfari þeirra sé breytt. Framræsla ein hefur oft í för með sér verulega gróð urbreytingu á tiltölulega stutt um tíma á þann hátt Mut deild heilgrasa eykst, en hálf grasa minnkar. sem svara vel við áburði, ekki fyrst og fremst í þeim tilgangi að auka heildarframlei*sb’ beitilandsins heldur til þess að létta beitarþunganum af öðrum svæðum. Athuganir á Kili, í Gunnarsholti og víðar, sýna, að sauðféð heldur sig mjög að þeim svæðum, sem borið er á, ekki sízt, ef ein- hver veruleg gróðurbreyting á sér stað. Ef til vill mætti einnig ná nokkrum árangri í þessa átt með því að setja niður salt- steina hér og þar um beiti- landið. Þetta er gert með góð um árangri víða erlendis. en fáar innlendar athuganir eru fyrir hendi, er sýni, hvort sauðféð er sólgið í salt. Fleiri ráð koma til greina, en ekki skal fjölyrt um þetta atriði hér. Lokaorð. Hér hefur aðeins verið drep ið á örfá atriði er varða þetta mikilvæga mál: með<’c",ð og nýtingu íslenzkra beitilanda. Vegna þess, hve þessu máli hefur verið lítill gaumur gef- inn (— í öllum framförum ís- lenzks landbúnaðar —) eru beitilöndin enn nýtt nær al- gerlega af handahófi, og við þekkjum hvorki beitarþol nokkurs afréttar né beitilands í byggð. Með kynbótum og bættri vetrarfóðrun hefur fall þungi verið aukinn, en beit- arskilyrði hafa ekki verið bætt, og ekki hefur verið fylgzt með, hvort fjölgun sauð fjárins hefur verið í samrpp.mi við það beitarþol landsins. Það er því ekki óvarlegt að álykta — og ýmislegt styður þá til- gátu — að þetta sinnuleysi sé víða farið að íeiða til of- notkunar og takmarka öðru fremur fallþunga. Úr þessu verður ekki bætt á annan hátt en þann að á- kvarða beitarþolið með gróð- urrannsóknum. Sú hugmynd sem öðru hverju hefur komið fram, að nota megi fallþung ann sem mælikvarða á það, hvort afréttir eða önnur beiti lönd séu ofsetin, hefur ekki við rök að styðjast. Það má alltaf reikna með nokkrum sveiflum í fallþunga frá ári tii árs, m.a. vegna breytilegs veðurfars. Að vísu er það ó- tvírætt tákn ofbeitar ef fall- þunginn lækkar stöðugt ár frá ári, sé þá ekki um áhrif einhvers sjúkdóms að ræða. En þegar svo er kormð að fall hunginn lækkar stöðimt vegna skorts á beitilandi, er of seint gripið í taumana, því að þá hefur verið um ofbeit og land skemmd vegna gróðurúrkvnj - unar að ræða í lengri tíma. Fallþunginn er bví ekki nógu ..viðkvæmur“ mælikvarði á beitarþungann. Tii eru aðferðir til þess að Bókamarkaður BSE í dag hefst í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, almennur bókamarkaður á eldri íslenzkum bókum. Verða tekin fram hundruð siíkra bóka, sem legið hafa í bókageymslum og hafa margar hverjar ekki sézt í bókabúðum í mörg ár. Bækur þessar eru allar á mjög lágu verði og kostar mikill hluti bók- anna innan við kr. 30,00 eintakið. / Bókamarkaður þessi stendur í nokkra daga og verða hundruð bóka teknar fram á hverjum degi út þessa viku. Aöstoðarstúlka óskast nú þegar til rannsóknastarfa í Rannsókna- stofu Há'skólans við Barón§stíg. — Launakjör skv. 13. fl. launalaga TILKYNNING Hér með er auglýst til sölu gamla póst- og síma- húsið á Eskifirði (áður ,,Hermes“), ásamt tilheyr- andi lóðaréttindum. Tilboð, merkt „Hústilboð Eskifjörður“, sendist aðalskrifstofunni fyrir 1. marz og verða þau opnuð kl. 14.00 þann dag 1 skrifstofu póst- og símamála- stjóra. Reykjavík, 31. janúar 1961. Póst- og símamálastjórinn. TILKYNNING Hér með er auglýst til sölu gamla póst- og síma- húsið á Akranesi (Vesturgata 53), ásamt tilheyr- andi lóð.' Tilboð, merkt „Hústilboð Akranes“, sendist aðal skrifstofunni fyrir 15. febrúar og verða þau opn- uð kl. 14.00 þann dag í skrifstofu póst- og síma- málastjóra. Reykjavík, 31. janúar 1961. Póst- og símamálastjórnin. Málflutningsskrifstofa . Málflutmngsstörf, mnhein.ta, fasteignasala. skipasala. Jón Skaptason hrl Jón Grétar Sigurðsson. lögfi. Laugavevt 1()5 (2 hæð) Sími 11380 12000 VINNINGAR A ARI 30 krónur miðinn ákveða beitarþol, og verður nú að leggja allt kapp á að bæta úr því ástandi, sem hér ríkir um notkun beitiland- anna. Fyrirliggiandi: Miðstöðvarkatlar með og án hitaspírals. STÁLSMIB.TAN H.F. - Sími 24400.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.