Tíminn - 07.03.1961, Side 16
i::
ÍM
r::
I fæknideildinni
Það var margs spurt í tæknideildinni á starfsfræðsludepi sjávarútvegsino.
Drenglrnlr hópast utan um sérfræðínginn, sem hefur tekið að sér að
svala forvltni þeirra. Tækni og meiri tækni er krafa núthnans, og unga kynslóðin er sannarlegs með á nótunpm.
Ljósmynd: TÍMtNN — GE.
Einfættir menn ganga
Tveir einfættir Austurríkis-
menn hafa gengið á hæsta
fjall Afríku, Kilimanjaró, bún-
ir sérstakri tegund af hækj-
um.
Báðir þessir Austurríkis-
menn, Tomas Kacher, 37 ára,
og Ottó Umlauf 39 ára, misstu
annan fótinn í styrjöldinni.
Hækjur þær, sem þeir not-
uðu, eru þannig gerðar, að
æfðir menn geta fengið með
þeim sérstaklega góða v!ið-
spymu í brattlendi.
Þar sem leið þeirra tví-
menninganna lá yfir snævi-
þakið land, notuðu þeir skíði
af sérstakri gerð.
Ekki höfðu Austurríkismenn
irnir neinn fylgdarmann í
fjallgöngunni, og yfirleitt
nutu þeir ekki neinnar aðstoð
ar. Þeir lögðu af stað frá hinu
kunna Kíbó-gistihúsi og urðu
samferða öðrum fjallgöngu-
mönnum upp í níu þúsund
Rauðmagi írá
Húsavík á
Reykjavíkur-
markað
Húsavík, 2. marz. — Ágætur
rauðmagi hefur verið hér á
Húsavík undanfarna daga, og
hefur nú fengizt nokkur mark
aður fyrir hann í Reykjavík.
Rauðmaginn er fluttur suð
ur ísaður og seldur þar nýr.
f’eta hæð. Þá þótti hinum
fjallgöngumönnunum hyggi-
legt að taka sér hvíld, en Aust
urrikismennirnir einfættu
héldu áfram ferðinni, einir
síns liðs. Umlauf komst alla
leið upp á hæsta tindinn, en
Kacþer varð að láta sér lynda
að komast á klettastall neðan
við efstu brúnina.
Sendiherrar viS
málanám
Það er hvimleið venja Engil
saxa aö skeyta ekkert um að
læra tungumál annarra
þjóöa, jafnvel þótt þeir eigi|
langdvalir meðal þeirra.
Kennedystjórnin bandaríska,
hefur nú eindregið farið þess!
á leit við sendiherra, sem hún
hefur skipað, að þeir læri mál
þeirra þjóða, er þeir eiga að
dveljast á meðal. Það er Dean
Rusk, sem hefur komið þess-
um nýju fyrirmælum á fram-
færi. Sjálfur hefur hann lært
þýzku.
Jafnframt hefur utanríkis- |
ráðuneytið bandaríska ákveð i
ið að greiða þeim sem leggja
stund á málanámið, árlega
aukaþöknun. Tungumálunum
er skipt í flokka, og eiga t.d.
þeir, sem læra albönsku,
tékknesku og persnesku að fá
ríflega þrjátíu þúsund krón-
ur aukalega. Fyrir rúsnesku
og Malajamál á að borga
rösklega tuttugu og fimm þús
und og nálega sextíu þúsund
fyrir bengölsku og Kúrdamál.
Þriðjudaginn 7. marz 1961
55. blað.
Björgunarsýning viö Sjómannaskéiann:
Drengir úr Hug
prýði að starfi
Á starfsfræðsludegi sjávar-
útvegsins í Sjómannaskólan-
um á sunnudaginn sýndu
piltar úr Hugprýði, unglinga-
deild Slysavarnafélagsins í
Reykjavík; björgunarstörf,
sem vöktu athygli áhorfenda.
Þeir skutu af línubyssu yfir
gamla grjótnámið við Sjó-
mannaskúlann og drógu síðan
einn félaga sinna til sín, líkt
og þeir væru að bjarga manni
úr sjávarháska.
Það er vafalaust mikilvægt
að þeir, sem síðar eiga aö
vinna að björgunarstörfum,
fái verklega æfingu á unga
aldri.
í unglingadeildinni eru yfir
leitt 12—16 ára gamlir piltar.
Félagslíf er þar fjörugt, og
piltarnir hafa áður sýnt vask
leika sinn og dugnaö. Á síð-
asta sjómannadegi tóku þeir
þátt í kappróðri og unnu sigur
í sínum riðli, þótt þeir kepptu
við sjómenn á bezta aldri.
Hér birtast þrjár myndir,
sem ljósmyndari Tímans tók
af björgunarsýningunni á
sunnudaginn. Efsta myndin
var tekin, þegar drengimir
höfðu skotið línunni og fest
hana — allt hefur verið búið
undir að „bj örgun“ geti haf-
izt. Á næstu mynd sézt þegar
sá, er „bjarga“ skal, er dreg-
inn á strengnum. Neðsta
myndin sýnir, að „landtak-
an“ heppnast prýðilega.
(