Tíminn - 17.03.1961, Page 6
6
jRÍJHXNN, föstudaginn 17. marz 1961.
Kristján Thorlacius:
Sjálfstæði þjóðarinnar hætta búin
af langvarandi erlendri hersetu
Hér fer á eftir ræða sú, sem
Kristján Thorlacius formaSur
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja flutti á fundi her-
námsandstæðinga í Austur-
bæjarbíói um síðustu helgi.
Góðir áheyrendur.
Aðeins 16 ár eru liðin síðan
sjö alda löcgum erlendum yfirráð-
um lauk að fullu með stofnun lýð-
veldis á íslandi.
En örlögin hafa hagað því svo
a? eigi var því langþráða marki
fyrr náð en íslenzka þjóðin varð
að nýju að hefja sjálfstæðisbar-
áttu sína gegn erlendu valdi.
Að heímsstyrjöldinni lokinni
áttu Bandaríkjamenn samkvæmt
samningi að hverfa úr landi með
allt herlið sntt, en þeir eru ekki
farnir enn, þótt svo ætti að heita
um nokkarra ára bil, að hér væru
ekki hermenn, heldur óeinkennis-
k’ætt lið.
f stað þess, að herinn væri lát-
inn hveria af landinu samkvæmt
samningi, fóru Bandaríkin þess á
leit að fá að hafa hér herstöðvar
tiJ 99 ára — eða um aldur og ævi.
Svo er hamingjunni fyrir að þafcka.
að íslenzk stjórnarvöld báru gæfu
tii að hafna þeim tilmækim. Vegna
þess er enn grundvöllur fyrir bar-
áttu gegn erlendri hersetu á ís-
landi og von uift að sú barátta
beri árangur.
En því er miður, að enn eru
þeir margir, sem ekki skilja narð-
syn þess, að landið sé losað við
hina erlendu hersetu.
Á öllum tímum hafa þeir Is-
lendingar verið til, sem ekki töldu
mögulegt fyrir þessa þjóð að íifa
i landi sínu frjálsa og óháða öðr-
um þjóðum stjórnarfarslega
Fyrir glapræði slíkra manna
glataðí íslenzka þjóðin sjálfstæði
s:nu á Sfurlungaöld og óbornar
kynslóðir vrðu að gjalda fyrir yfir-
sjónir höfðicgja landsins með und-
irgefni við erlenda yfirdrottnara
um margar myrkar aldir.
Þegar aftur tók að rofa til í
íslenzku þjéðlífi og nýr dagur
frelsis og framfara var í nánd
komu þeir enn fram á sjónar-
sviðið, sem ekki máttu til þess
hugsa, að íslenzk þjóð hristi af
sér hlekki erlendrar yfirstjórnar
cg byggist til að lifa sínu eigin
l'fi, óháð dönskum yfirboðurum.
Og allt fram til þess tíma, er loka-
rr.arkinu í þeirri baráttu var náð
voru jafnan til áhrifamiklir menn,
sem ekki treystu þjóð sinni til að
stahda á eigin fótum.
Nú eru slíkir menn merkisberar
þeirra, sem ekki telja þorandi fyrir
ísænzku þjcðina að taka á sig bá
áhættu að lifa í landinu án þess
að hafa amerískan her til varnar
sér.
Þeir, sem þannig hugsa, telja á-
hættu þjóðarinnar af erlendri her
- setu hverfandi miðað við þann
voða, sem því fylgi að búa í her-
varnalausu iandi.
Aðrir taka þessa afstöðu vegna
þess, að .reir hafa af því stund
arhag fyrir sig og sina.
Það hefur venð margsýnt fram á
það á undanförnum árum, hveriar
hættur séu því samfara að leyfa
erlendri þjóð að hafa herstöðvar
í landina. Og íslendingar hata
kynnzt því af eigir. raun á undan
gengnum 'veimur áratugum, hverj
er þessar hættur eru.
Stórframkvæmdir hins erlenua
herliðs hafa sett efnahagslíf pjóð-
arinnar úr skorðum og höf'aðat-
vinnuvegir .andsmanna hafa beðið
við það_ stórfelldan hnekki, að þús-
undir fslendinga höfðu um skeið
atvinnu sína við þessar fram-
kvæmdir og hurfu þannig frá starfi
í aðalatvinnugreinum landsins.
Enn þann dag í dag munu ekki
færri en eitt þúsrund manns starfa
í herstöðinni á Keflavíkurfiug-
velli, og er augljóst, að jafnvel
þótt ekki -.tarfi þar sem stendur
fæiri menn er slíkt mikil blóð-
taka fyrir islenzka atvinnuveg.
Það er mikið öfugstreymi, að
íslenzkir menn hafi framfæri sitt
af því að ganga um beina hjá setu-
kði erlendrar stórþjóðar um leið
cg hundruð erlendra manna eru
ráðnir til starfa við arðgæfa fram
leiðslu þjóðarinnar.
En þrátt fyrir alla þá áhættu.
sem því íylgir fyrir núlifandi ís-
lendinga að leyfa hér herstöðvar,
er þetta mál þó fyrst og fremst
vandamál vegna framtíðarinnar —
áhætta, sem sköpuð er komandi
kynslóðum.
Formælerdur erlendrar hersetu
lialda því fram, að sjálfstæði voru
sé engin hætta búin, þótt Banda-
ríkin hafi hér herlið um ótiltek
inn tíma. Bandaríska þjóðin sé
niikil og góð lýðræðisþjóð, sem
treysta megi, að eigi seilist hér
til yfirráða.
Satt er það, að bandaríska þjóð-
ir. býr við það stjórnarform, sem
fiestir fsiendingar telja með því
bezta, sem nú þekkist í þeim efn-
um. Hitt vita allir fulltíða menn,
aþ hver þjóð, hversu fullkomið
stjórnskipulag, sem hún hefur,
hugsar fyrst og fremst um sína
eigin hagsmuni.
Árið 1946 heyrðum við þann
Loðskap frá ríkisstjórn Bandarikj-
anna, að hún færi þess á leit að
fá að hafa herstöðvar á íslandi í
99 ár. Engum kemur til hugar, að
þessi ósk hafi verið fram borin
vegna ísiendinga, jafnvel ekki
þeim, sem celja sér trú um, að bað
sé nauðsya að hafa herlið til varn-
ar vegna tímabundins hættuá-
stands í heimsmálum.
Kristján Thorlacius
Vissulega er hætta í því fóigin
fvrir sjálfst.æði þjóðarinnar að hér
dveljist íangdvölur herlið frá
erlendri þjóð.
Dýrkeypt reynsla íslenzku þjóð-
arinnar á undangengnum öldum
hlýtur að vera henni aðvörun um
þeð að ijá erlendum þjóðum cigi
þess fangstaðar á landi voru, sem
orðið geti sjálfstæði hennar að
fétakefli.
Þegar erlent ríki seildist hér til
valda fyrir níu öldum, voru þessi
varnaðarjr1'; mælt:
„En ef ég skal segja mína ætl-
an, þá nygg ég, að sá munj til
vera hérlaridsmönnum að ganga
eigi undir skattgjafir við Ólaf kon-
■j.ng og ailar álögur hér, þvílíkar,
sem hann hefur við menn í Nor-
egi. Og munum vér eigi það ó-
frelsi gera einum oss til handa
heldur bæði oss og sonum vorum
og allri ætt vorri, þeirri er þetta
land byggir og mun ánauð sú
aidrei ganga eða hverfa af þessu
landi. En þótt konungur sá sé
góður maður, sem ég trúi vel að
sfc, þá mun það fara héðan frá
sem hingað til, þá er konunga-
skipti verður, að þeir eru ójafnir.
sumir góðir en sumir illir. En ef
landsmenn vilja halda frelsi sínu,
því er þeir hafa haft síðan er land
þetta byggðist, þá mun sá til vera
aó ljá konungi einskis fangstaðar
á, hvorki um landaeign hér né um
það að gjalda héðan ákveðnar
skuldir þær, er til lýðskyldu mega
inetast."
Saga veraldarinnar staðfestir, að
landstjórnandur era misjafnir
sumir góðir, en sumir illir, eins
cg Einar Þveræingur segir í hin-
um spaklegu orðum, er ég las.
Því verður ekki með rökum
neitað, að vopnlaus smáþjóð. sem
býr í hersetnu landi, er ekki frjáls
og óháð. Þvert á móti hefur hún
tengzt öðru ríki hættulega sterk-
um böndum, jafnvel þótt það ríki
sýði engan yfirgang eða íhlutun
um innanlandsmál.
Við sjáum lítt fram í tímann
og þeir hlutir geta gerzt, sem okk-
ui órar ekkj fyrir í dag. En við
eigum að læra af reynslu okkar
sjálfra og annarra.
Fyrir síðustu heimsstyrjöld reið
a’.da einræðis og kúgunar yfir
mörg lönd, sem áður töldust traust
lýðræðisríki. Hvernig hefði farið
fyrir okkar litlu þjóð, ef hún hefði
þá haft í landi sínu herlið frá
einhverju því ríki, sem á svip-
stundu varð einræðinu að bráð.
Ætli það hofði þá ekki verið um
seinan að segja upp hervarnasamn
irigi og óska brottfarar herliðsing.
Gamli sáttmáli leiddi mikla ó-
gæfu yfir íslenzku þjóðina. Sá
samningur varð upphaf sjö alda ó-
frelsis hennar. Samt hafði hann
að geyma ákvæði, sem síðar urðu
grundvöllur í frelsisbaráttu þjóð-
arinnar.
Því miður notfærðu íslendingar
sér ekki þau ákvæði fyrr en seint
og um síðir.
Sú saga má ekki endurtaka sig.
Sáttmáli sá, sem íslendingar
hafa gert við Bandaríkin um her-
setu hér, relur í sér rétt til ein-
hliða uppsagnar
Eg tel það vera skyldu við ó-
fcorna íslendinga, að sú kynslóð
sem kvaddi hingað erlendan her
n.eð samningi, sjái um, að þeim
samningi verði sagt upp og her-
inn hverfi af landi brott, þvi ef
hún gerir það ekki, „þá munum
vér eigi það ófrelsi gera einum
oss til handa, heldur bæði oss og
sonum vorum.“
Burt með herinn!
Sjötugur:
Guðmundur M. Eiríksson,
bóndi á Valdalæk
Guðmundur M. Eiríksson, bóndi
á Valdalæk á Vatnsnesi, er sjötug-
ur í dag. Hann fæddist á Sauða-
dalsá á Vatnsnesi, en þar bjuggu
þá foreldrar hans, Ögn Eiríksdótt-
ir og Magnús Jóhannsson.
Ársgamall fór Guðmundur í
fóstur til móðurbróður síns, Ara
Eiríkssonar á Valdalæk, og konu
hans, Valgerðar Jóhannsdóttur, og
hefur hann átt heima á Valdalæk
síðan. Sumarið 1912 kvæntist hann
Þórdísl Jónsdóttur, og byrjuðu
þau búskap árið 1916. Af tíu börn-
um, er þau eignuðust, komust sjö
upp, en þau misstu tvær dætur,
Sigurbjörgu og Steinunni, milli
fermingar og tvítugs. Þessi fimm
börn þeiira eru á lífi: Valgerður,
húsfreyja á Harastöðum í Vestur-
hópi, Ari, búsettur á Hvamms-
fanga, Hólmfríður, húsfreyja á
Hrísum í Reykholtsdalshreppi,
Ögn og Þórarinn, heima á Valda-
læk.
Heimili Guðmundar og Þórdísar
og búskapur þeirra er um margt
til fyrirmyndar. Þar ber allt vott
um sérstaka snyrfimennsku og
reglusemi, jafnt utan bæjar sem
innan. Jörðin vel setin, jarðabæt
ur vandlega unnar og mikil alúð
lögð við meðferð búpenings. Guð-
mundur er sérstaklega góður fjár-
maður, og til marks um það álit
og traust, er hann nýtur sem fjár-
ræktarmaður, má nefna, að hann
rekur sauðfjárræktarbú, sam-
kvæmt búfjárræktarlögunum, að
tilhlutan Búnaðarfélags fslands.
Góður árangur hefur orðið af
fjárræktarstarfi hans.
Guðmund.ur hefur gegnt trúnað-
arstörfum fyrir sveitunga sina;
oft átt sæti í sveitarstjórn og unn-
ið sem fulltrúi þeirra að kaupfé-
lagsmálum. Hann er glöggskyggn
maður og forsjáll og rækir vel
þau störf, sem hann tekur að sér.
Ég sendi Guðmundi á Valdalæk,
konu hans og börnum, góðar óskir
og kveðjur á þessum tímamótum í
lífi hans.
Skúli Guðmundsson.
MINNiNG:
Úlafur Jónsson
frá Garðsstöðum
„Stígum nú á sterJcan meið,
strengjujn heitið brœ&ur
góðir:
þar til œvi þrýtur skeið
þér að unna, og vinna móðir."
Páll Ólafsson.
Sagt er að útlendum mönn
um og jafnvel innlendum
líka detti í hug fugl á sundi
er þeir sjá fslandskortið
h'anga á stofuþili. Auðvitað
eru þá Vestfirðirnir höfuð
þessa risafugls. Mér virðist
það ætti að vera meðmæli
manni hverjum, að vera kom
inn úr höfði fuglsins, eaman
borið við hina, sem frá óæðri
endanum eru útgengnir.
Nú hefi ég undirritaður
kynnst fólki úr öllum lands-
ins byggðum, um hálfrar ald
ar skeið, og tel það harla gott.
Vestfirðingar hafa mér samt
orðið ekki slzt minnisstæðir
Þeir urðu snemma á vegi mín
um er ég kom til Flensborgar
skólans um aldamótin. Það
sem vakti sérstaka eftirtek'
mina, var viljaþrek þeirra oc
góð greind. Þeir voru yfirleitf
gegnir menn og ólatir, eins og
Skaftfellingar segja um hesta
sína. Þeir voru líka úr afmörk
uðu byggðarlagi, sem nærri
lá að gæti losnað frá megin
landinu og þar virtust topp-
ar fjallanna hafa verið tekn-
ir af. Einhver náungi, sem
vildi vera fyndinn og háfleyg
ur, gat þess til, að guð sá, er
landið skóp hefði ætlað að
hafa það allt svona og byrj-
að áð saga ofan af fjöllun-
um, en að verki loknu á Vest-
fjörðum, var sögin orðin svo
sljó, að hann hætti við smíði
þá. Til allrar lukku vil ég
segja; af því við eigum
bæði Baulu og Búl-andstind
enn í dag. Skólabræður mínir
voru tiltölulega flestir að
vestan, menn sem vildu læra
og síðan vinna þjóð sinni
gagn. Við bjuggum í heima-
vist og þöfðum tvær blóma-
rósir, — þeirrar tíðar, — við
matreiðslu og þjónustu. Þær
áttu heima í Hafnarfirði, all
langt frá Flensborg. Þær
skiptust á um störfin og það
var talið skylt að fylgja ráðs
konunni heim að loknu dags
(Framhald á 13. síðu.)