Tíminn - 30.03.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 30.03.1961, Qupperneq 8
h T í M I N N, fimmtudaginn 30. marz.1961. [ Nashpinpinn sýnir sig á annan BÆKUR OG HÖFUNDAR Markverð bók Þjóðleikhúsið frumsýnir Nashyrningana á annan í páskum. Æfingar hafa staðið yfir í langan tíma, því lelkurinn er mjög seinæfður. Leiktjöldin, sem verða nýstárleg og eiga óefað eftir að vekja mikla athygli, eru gerð af enska leiktjaldamálaranum Dlsley Jones. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en^þýðingin er gerð af Ernu Gelrdal. Lárus Pálsson leikur aðalhlutverkið, en aðrir, sem fara með stór hlutverk eru: Ró- bert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Valur Gíslason, Baldvln Halldórsson, Harald- ur Björnsson, Jón Aðils og fl. Þetta er fyrsta leikritið eftir lonesco, sem sýnt er hér á alndi, og má geta þess, að það hefur nú verið sýnt I 60 leikhúsum í Þýzkalandi og á öllum Norðurlöndunum. — Á myndinni eru: Baldvin — Bessl — Jón Aðils — Ævar og Lárus Pálsson. rv frtjrrr'n Orðið er frjálst Ljósrayndir og listfræðsla Við lifum á undarlegum tím-j um umbrota og breytinga á af-j stöðu manna til Iífs og lista. Nú| er dægurlagasöngvarinn af alltofj mörgum settur skör hærra, jafn-j vel þótt raddlítill sé og lítt æfð- ur, heldur en hljómlistarmaður-' inn, sem varið hefur mörgum ár; um ævinnar til að komast sem: hæst í list sinni. Dægurlagasmiðurinn sem varla þekkir nóturnar og kann ekki aðj búa verk sitt í sæmilegan búnhig sjálfur, er talinn fremri tónskáld inu, sem tekur köllun sína alvar lega og hefur ef til vill lagt á sig mikið nám og viunu, til þess að verða fær um að skapa verk sem er einhvers virði. / Á þessum tímum yfirboðs- mennskunnar, hraðans og tækn- innar, heyrist varla til tónskáld- anna okkar fyrir dægurlögum, sem glymja í eyrum okkar í tima og ótíma. Nú þykjast þeir mestir listamenn, sem lengst hafa flúið frá lífinu. Málarinn má helzt ekki líkja eftir neinu úr lífinu sjálfu. Mynd hans verður að vera abstrakt, ef til vill symbólsk, eða helst sem líkust því sem forfeður okkar krotuðu með steini á stein fyrir árþúsundum. Ljóðskáldið á ekki að yrkja í bundnu máli. Því sundurlausara og efnisminna, því betra. Öessu er haldið að fólkinu, jafn vel aflnesta offorsi, af hinum ný- tízkulegu listamönnum sjálfum, einnig taka sumir listfræðingar okkar undir í þeim kór. Segja má að saga H.C. Ander sens um nýju fötin keisarans sé alltaf að endurtaka sig í þessum efnum. Hver étur eftir öðrum, til að leyna því hve lítið hann veit. Okkur ljósmyndara gat ekki órað fyrir því, að sýning okkar í Listamannaskájanum á 35 ára afmæli félags okkar myndi valda slíkum hugaræsingi hjá sumum starfsmönnum útvarps og blaða og raun bar vitni. Ég var að lesa í tímariti sænskra atvinnuljósmyndara ný- lega svar til blaðamanns, sem hafði skrifað um sænska ljós- myndara og lýst þeim sem léleg-; um og tilþrifalausum í verkum sínum. Þess má geta að Svíar eru einmitt taldir meðal fremstu þjóða í ljósmyndagerð, einmitt atvinnuljósmyndararnir. Ritstjóri i tímaritsins svaraði grein þessari og sagði meðal annars að hart væri að hlíta dómi blaðamanns,, sem hvorki kynni háttvísi, né' þekkti ljósmyndastarfið. Þessir lé legu ljósmyndarar, að dómi blaðamannsins, urðu þó að krefj-; ast verndar á verkum sínum fyrir; listmálurum og auglýsingateikn-; urum, sem hafa notfært sér verkj þeirra, í óleyfi, sem fyrirmyndir. Danskir ljósmyndarar urðu einn- ig að gera eins, af sömu ástæðum. Hægt væri að benda á svipuð dæ_mi hér, því þau eru til. Ég vil nú, að dæmi þessa sænska ri:srjóra og ljósmyndara svara nokkrum orðum þeim sem hafa látið Ijós sitt skína viðvíkj- andi sýningu okkar. Þegar við opnuðum sýningu á^ verkum okkar, hittist svo á að fjórir áhugaljósmyndarar sýndu myndir sínar á sama tíma. Þetta1 var vatn á myllu sumra áhuga- ljósmyndara og blaðamanna. Þarna voru myndir, sem hétu; nöfnum, sem báru vott um mikl-i ar gáfur og mikla list og opinber uðu þeim dularheima abstrakt- listarinnar, þó þær væru nú ekki1 allar í þeim dúr. Sumar voru meira að segja þannig, að hvorki myndavél né stækkunarvél hefur þurft að koma þar nærri. Þjóðviljinn opnaði dálka- sína fyrir miklu orðaflóði, sem lítið var sannfærandi og myndir, sem birtar voru, því síður. Andinn kom yfir Valtý Péturs- son í Morgunblaðinu, svo mikil- fenglegur, að mikið má vera, ef hann kastar ekki penslinum og fer að teikna veggfóðurmynztur og stækkar þau í stækkunarvél. Hann uppgötvaði sem sé að hér var á ferðinni fullkomnasta mynd sköpun sem kostur var á. Þá gerðist það að okkar ágæti og gáfaði listfræðingur Björn Th. Björnsson, vaknaði við það að hann var ekki hlutgengur í þessu máli og olli það allmikilli geð- vonzku hjá honum Hann Kom á sýningu okkar og sá að hér voru menn, sem sýndu vinnu sína, raunhæfa vinnu, sem Ijósmynd- i.vum bar. Hann sá ekki og vildi ekki skilja, að atvinnuljósmynd- arinn er talsvert háður persón- unni, sem hann myndar og vinn- ur fyrir. Sama gildir um mótív, unnin fyrir aðra. Hann skýrði frá því í hinu hlut lausa Ríkisútvarpi, að myndir okkar hefðu verið lélegar, á skít- ugum og gulnuðum kartonum, illa upplímdar c* illa uppraðað. Samtímis því sem hann úthúðaði þeim á allan hátt, hóf hann til skýja sýningu fjórmenninganna og hafði viðtal við þá í útvarpinu. Ég vil ekki gera lítið úr til- raunum þeirra á ljósmyndasvið- inu og smá gamansemi í vinnu- brögðum, sem hægt er að lesa sér til um í spáleiðbeiningapésa, (Framhald á 12. síðuj. Sigfús M. Johnsen: Herleidda stúlkan. — Saga frá Tyrkjaráninu. Ein hinna merkustu bóka, sem út kom í bókakauptíðinni fyrir s.l. jól, er Herleidda stúlkan, saga frá Tyrkjaráninu, eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrverandi bæjarfógeta ísafoldarprentsmiðja h.f. gaf út. Bók þessi er um margt hið merkilegasta rit. Hún skiptist í tvo megin hluta. Fyrri hlutinn, 146 bls., er sannsöguleg þjóðlífs- lýsing, og þá fyrst og fremst lýs- ing á atvinnu- heimilis- og verzlun arháttum byggðarlagsins í Vest- mannaeyjum, þar sem óskapleg- asti harmleikur íslandssögunnar átti sér stað 1627, þ.e. Tyrkja- ránið svokallaða. Saga Tyrkjaránsins skýtur að vísu styrkustu stoðunum undir sannsögulega frásögn höfundar- ins, en fram hjá því verður ekki litið, að söguþekking hans er frá- bær, og þá sérstaklega um allt það, sem varðar sögu Vestmanna eyja, bæði að fornu og nýju. Þessi mikli harmleikur sló felmtri á alla íslenzku þjóðina á sinum tíma. Sögur um þá skelfi- legu atburði lifðu í minnum og á vörum kynslóðanna áratiií eftir áratug og öld eftir öld. Fá byggðarlög í landinu eiga sér í heild merkilegri sögu en Vestmannaeyjar. Þar hefur sjór- inn alltaf verið gjöfull og fólkið táþmikið. Og þaðan sótti til jfanga kjarni bænda og búaliðs úr r.álægustu sýslum Suðurlands- ins. Hér var því gott til fjár fyrir danska konungsvaldið og kaupa- héðna þess. Sú aðstaða var líka óspart notuð og Eyjarnar leigðar hærra verði en nokkur annar verzlunarstaður landsins. Þarna börðust einnig erlendar þjóðir um yfirráð og áhrifaaðstöðu til drottn unar og fjáröflunar. Þessi sér- staða byggðarlagsins m.ö. skapaði og mótaði sögu, sem er alveg sér stæð í landinu. Síðari hluti bókarinnar, 152 bls., er talið vera skáldverk og er það, en að ýmsu leyti mun sú frásögn sannsöguleg. Það er erfitt fyrir jafn sögufróðan mann og Sigfús M. Johnsen að rita skáldsgu um efni, sem á rætur að rekja til Tyrkjaránsins og sneiða hjá sögulegum staðreynd um, enda þó hann láti ímyndun- araflið leika lausum hala og yrki skemmtilega í eyðurnar. Söguhetjan í síðari hluta bók- arinnar er stúlka úr Eyjum, er Alsír menn rændu og fluttu til Alsír í Afríku og seldu þar man sali eins og annað fólk úr Eyjum, töluvert á 3. hundrað manns. Feg urð, og mér liggur við að' segja tignarsvipur margra þessara nor rænu kvenna, eldri og yngri, heill aði hina vífnu, ástleitnu og öru eignarmenn sólarlandanna, svo að þessi ránsfengur ræningjanna varð eftirsótt vara og seld við háu verði. Öll frásögn Sigfúsar M. Johns en er merluð bliki samúðar og hugarhlýju til þessa ógæfusama og máttvana fólks gegn hinum óskaplegu örlögum, sem beið þess á suðurströnd Miðjarðarhafsins, þar sem þau voru að miklu leyti ráðin á þrælamarkaðstorgum. Þegar ég hafði lokið lestri þess arar merku bókar, varð mér á að hugleiða hið mikla ritverk sama höfundar, Sögu Vestmannaeyja í tveim bindum, er ísafoldarprent- smiðja gaf út 1946. Ég dreg það í efa, að nokkur byggð í landinu eigi skráða svo samfellda og ná- kvæma sögu sína, eins og þar er g.iört af sömu átthagaást og elju sem aftur mætir okkur í bókinni Herleiddu stúlkunni. Bókin er víða skrifuð á kjarn- yrtu máli og sums staðar bregður fyrir listrænum stíl svo að unun er að lesa. Við Eyjabúar þökkum höfundi alúðlega alla ræktarsemi hans við fæðingarsveit sína, en hann er sem kunnugt er fæddur og al- inn upp í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Jörgens J. Johnsen veitigamanns, og k.h. Sigríðar Árnadóttur bónda Þórarinssonar á Oddstöðum, sem flutti úr Öræf um til Eyja og gerðist þar jarðar bóndi 1870. Með því nú að þessi ágæti son- ur Vestmannaeyja varð 75 ára 28. þ.m., notum .við Eyjabúar þetta tilefni til að færa honum miklar þakkir byggðarlagsins í heild fyr ir frábært starf í þág\í þess, rækt arsemi hans við fólk og sögu, bú og byggð. Við færum þeim hjón- um báðum innilegar heillaóskir á 75 ára afmælinu og minnumst með hlýju og virðingu þeirra ára, er Sigfús M Johnsen var hér bæj arfógeti, alúðlegur, réttsýnn og vinsamlegur við alla, jafnt lága sem háa. Vestmannaeyjum ,25. marz 1961. Þorsteinn Þ. Víglundsson. Er gamla íslenzka nægju- semin eitthvað aö dofna? Sjálfsagt hefur mörgum hnykkt við, ekk; slzt úti á landsbyggðinni, þegar Reykjavíkurblöðin fræddu okkur á þvi um bolludaginn síðasta, að höfuðstaðarbúarnir einir hefðu torgað einni tegund af kaffibrauði, — bollum — fyrir meira en 1 mlllj- ón króna á einum ejnasta degi, enda töldu margir, að við hefðum mátt verða fullsaddir af bollum fyrir hálfa milljón! — í einum bæ á íslandi. Samt tel ég ekki ástæðu til að rengja þessar ótrúlegu tölur, ein- mitt af því, að þeir blaðamenn, sem upplýsinga öfluðu, fóru sína lejð- ina hvor, og bar eðlilega mikið á milli, en ekki ótrúlega. Vilja nú ekki þessir sömu marg- fróðu blaðamenn, — eða aðrir, — reikna út fyrir okkur „eyðslusegg- jna’, hve miklu framleiðendur hnina freistandi páskaeggja ætlast til að við eyðum nú um næstu páska fyrir páskaeggin þeirra. Skyldi önnur milljónin ekki hverfa jafn greiðlega úr pyngjum fátækra heimiljsfeðra i þennan erlenda óþarfa elns og fyrir bollurnar um daginn? Senni- lega fer talsverður hluti Reykjavík- ur-framleiðslunnar til annarra lands hluta þá skaðar ekki að taka það með svo við fáum „myndarlegri’ tölur! Páskaeggin allar hillur fylla, óteljandi tennum barna spilla. Þessu mikla fé þarf ei að eyða, illan danskan sið má gjarnan deyða. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.