Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 7. aprfl 1961. 3 Stórum lakari ver- tíö nú en í fyrra Mun mínni afli hefur vfir leitt borizt á land nú en á sama tíma í fyrra og mun þar einkum um valda gæftaleysi lengst af því sem af er ver- t;3inni svo og verkföllin. Tíminn hefur haft tal af frétta- mönnum sínum í nokkrum ver- stöðvum og fer hér á eftir það helzta, sem þaðan er að segja. Vestmannaeyjar Þar hefur bæði gæfta- og afla- leysi hamlað veiðum og mun afl- inn þar naumast nema þriðjungi þess sem hann var orðinn á sama tíma í fyrra. Akránes Þar er aflinn nú orðinn 2756 lestir í 380 sjóferðum en var á sama tíma í fyrra 5460 lestir í 443 sjóferðum. Hæsti báturinn nú er með 223 lestir en í fyrra var sá hæsti með 678 lestir. Keflavík Afli þar var til marzloka sem hér' segir: 28 línubátar fiskuðu 7543 lestir í 1065 róðrum. 17 neta- bátar fengu 1722 lestir í 295 róðr- um. Afli aðkomubáta var 758 lest- ir. Samtals er aflinn 10.023 lest- ir, en var á sama tíma í fyrra 15024 lestir, en þá réru nokkru fleiri bátar frá Keflavík en nú. Keflvíkingar telja að þrennt komi einkum til, sem orsaki lélegri afla- feng en í fyrra: deyfð í mönnum að hefja róðra, verkföll hjá yfir- mönnum og ógæftir fyrri hluta Minningarsjóður Margrétar Þorsteinsdóttur í fyrralao var útför Margrétar Þorsteinsdóttur, konu Björns Biörnssonar alþingismanns, gerð á Stórólfs'iVvli. Var útförin mjög íjölmenn. vinkonur Margrétar á Hvolsvelli hafa stofnað sjóð til mmningar um hana, og skal fé úr h.onum varið til kaupa á ljósatækj iijn í Stóróifshvolskirkju. Tillögum i sjóðinn veita viðtöku frú Mar-j grét Sæmundsdóttir og frú Ingi-i björg Kristjánsdóttir, báðar Kvolsvelli. P.J ai vertíðarinnar, enda er 18—19 róðrum færra á bát nú en þá. — Um mánaðamótin síðustu hættu bátarnir línuveiðum og byrjuðu með net. Síðan hefur gengið sæmi lega en afli þó misjafn. Síðustu tveir dagarnir hafa verið ágætir. í fyrradag bárust á land 570 lestir og var Ólafur Magnússon þá hæst- ur með 52 lestir. í gær öfluðust 580 lestir og þá var Árni Geir hæstur með 47 lestir. Aflahæstu bátarnir eru Fram með 400 lestir, Helgi Flóventsson með 360 lestir, Guðfinnur með 360 lestir, Manni með 344 lestir og Jón Guðmunds- son með 338 lestir. SandgerSi Heildaraflinn til marzloka er 6982,4 Iestir í 760 róðrum og er þá síldin meðtalin an af henni öfluð- ust 872,8 lestir. Á sama tíma í fyrravar heildaraflinn 7418,5 lestir í 905 róðrum. Meðaltal í róðri nú er 7,3 lestir en í fyrra 7,2 lestir, ef miðað er eingöngu við fiskinn. Aflahæstu bátarnir eru: Hamar, með 486 lestir í 49 róðrum, Smári með 454 lestir í 48 róðrum og Muninn með 440,7 lestir í 48 róðr- um. Sjö bátar róa enn með línu en hinir eru komnir með net. Afli línubátanna var frá 6,6 upp í 9,7 lestir í gær. Afli netabátanna er misjafn en þó yfirleitt betri. í gær var sá hæsti með 37,4 lestir. Það, sem einkum veldur minna aflamagni en í fyrra er stirðari tíð og verkföll, sem komu í veg fyrir nokkra róðra. Framan af vertíðinni voru gæftir stopular, en betri upp á síðkastið enda voru meira en helmingi fleiri róðrar farnir síðari hluta marz en fyrri part mánaðarins. Grindavík Afil Grindavíkurbáta er um það bil einum fjórða minni en í fyrra. Um síðustu mánaðamót var hann orðinn 7576 lestir í 802 róðrum en í fyrra 10.168 lestir í 1071 sjóferð. Höfn í Hornafirði Afli er ennþá tregur þó að gæftir séu mun betri siðustu daga en áður. Heildarafli er mun minni en á sama tíma í fyrra og róa þó fleiri bátar. Þá var aflinn í marz-j lok orðinn 2660 lestir á móti 2006 j lestum nú. Þorlákshöfn Fram til 26. marz var afli dauf-j ur en síðan hefur hann glæðst ogj í gær fengu bátarnir að meðaltali; um 10 lestir. Gæftir hafa líka ver- ið góðar upp á síðkastið. Annars er nógur fiskur utan við landhelg- islínuna, en bátarnir komast þar ekki að fyrir togurum. Einhverjir þeirra gerðust svo djarfir að skjót ast út fyrir í gær en a.m.k. tveir þeirra urðu að gjalda með veiðar- færum sínum fyrir þá „ásælni“. Heildaraflinn er mun minni en í fyrra. Nú eiu komnar hér á land 2015 lestir í stað 3640 lesta þá. Hæsti báturinn nú er með 335 lestir en á sama tíma í fyrra var sá hæsti með 683 lestir. Hellissandur Talsvert minna aflamagn hefur borizt á land en á sama tíma í fyrra. Munar t.d. 200 lestum á hæsta bát nú og þá. Aflahæsti bát- urinn nú er Skarðsvík með 640 lestir, næstur er Arnkell með 520 lestir. Gæftir voru stopular fram um páska, en hafa verið góðar þessa daga, sem síðan eru liðnir. Glafsvík Fiskirí var fremur tregt framan af vertíðinni en síðari hluta marz- mánaðar hefur afli verið ágætur, enda gæftir prýðilegar en stopular áður. Aflahæsti báturinn er Vala- fell með 480,5 lestir í 61 róðri. Næstur er Steinunn með 466,3 lestir í 60 róðrum og þriðji Jón Jónsson með 463,5 lestir í 59 xóðr- um. Miðast þetta við marzlok. Sæ- fell hefur komizt upp í 36 lestir í róðri. Heildaraflinn, það sem af er vertíðinni er 4.486.261 kg. í 587 róðrum og er það lakara en á sama tíma í fyrra. Isaf jörður Afli hefur verið laklegur að undanförnu og aðallega er það steinbítur, sem „bitið hefur á krókinn“. Togarinn Sólborg kom nýlega inn með einar 40 lestir eftir viku útivist. Síðastliðinn mán uð hafa bátarnir ekki komizt nema upp í 140 lestir. Það, sem af er er vertíðin mun lakari en í fyrra enda gæftir óstöðugri. Óvíst hvenær Alsír- samníngarnír hefjast NTB—Evian og París 6. apríl. HersveiMr og sérsfakf lögrenlu lið hefur búið um sia og fekið sér stöður í bænum Ev- ian og þar í grennd til bess að vernda líf og limk þeirra sem þangað koma i SKmbandi við samninga frönsku stjórn- arinnar við Serki um frið í Alsír. Á þessar slóðir við Genfarvafnið er nú kominn mikill fjöidi franskra og ar- lendra blaðamanna til þess að vera nær.staddir samningana. Samningarnir munu ekki hefj- ast á föstudag eins og áður hafði verið samið um og opinberlega hafði verið tilkynnt. Viðurkenndi franska stjórnin þetta í opinberri tilkynningu síðdegis í dag. For- saga þessa máls er sú, að útlaga stjórn alsírsku þjóðfrelsishreyfing arinnar í Túnisborg lét út ganga fyrra föstudag, að við núverandi aðstæður vildi hún ekki senda fulltrúa sína til Evian 7. apríl, eins og náðst hafði samkomulag um áður. Með þessu vildi útlagastjórnin mótmæla ummælum franska Alsír málaráðherrans Louis Joxe, en hann kvaðst einnig ætla að semja við forustumenn þjóðernissinna- hreyfingarinnar MNA, sem er Tvö sSys í Húnaþingi: Kjálkabrot, heila- hristíngur, branasár HVAMMSTANGA, 6. apríl. — Tveir bændur hér nyrðra, þeir Guðmundur M. Eiríksson á Valda- læk á Vatnsnesi og Jón Ámunda- son í Bjarghúsum, urðu fyrir slys um á páskadagsmorgun og liggja nú hér í sjúkrahúsinu. Meiðsli Guðmundar urðu með þeim hætti, að hann var að hleypa út hestum, en til þess þurfti hann að færa til tré, sem var framan við hestana. Er Gpðmundur var að fást við spýtuna, rudðist einn hesturinn á hann með þeim af- leiðingum, að hann brákaðist á kjálka og fékk heilahristing. — Guðmundi, sem er rúmlega 70 ára gamall, líður nú eftir atvikum. Hitt slysið bar þannig að, að Jón bóndi í Bjarghúsum var að hita vatnsleiðslupípur, sem frosið hafði í, og notaði til þess prímus. En er minnst varði sprakk prímus inn í höndum Jóns með þeim af- leiðingum, að hann brenndist all verulega, bæði á andliti og hönd- um. Líðan Jóns er engan veginn góð og mun eiga nokkuð í land, að hann verði vinnufær á ný. 5 kafbátar handaNATO NTB—London 6. apríl. — Fullvíst er nú talið, aS Kenn- edy forset: hafi stungiS undir stól ráðagerðum Eisenhowers um, að Bandaríkjamenn legðu Atlantshafsbandalagsríkjum til kjarnorkuvopn, og mun hann ætla Bandaríkjamönn- um einum yfirstjórn slíkra vopna. Fregnir herma, að Bandar'kin muni ef Hl vill afhenda bandalag- iri' fimm kjarnorkuknúna kaf- báta með 80 Polarisflugskeytum samtals, en Bandaríkjamaðunnn Lobert Der.nison aðmíráll, yfir maður Ati intshafsflota bandal .gs- ins, hefði bá í höndum yfirsti’orn tækjanna. Lyndon Johnson varafprseti iielt í dag ræðu í París í tilefni 10 áta afmæli höfuðstöðva NATO þar í borg, og iagði hann áherzlu á aukna sanstöðu bandalagsríkj- anna, einKum til þess að styrkja þann heraf.a, sem ekki er buinn kjarnorku-’jpnum, og er ræða þessi talin styrkja það. 'sem áður segir um ’.koðun Kennedys for sota. ALFREÐ GÍSLASON í Keflavík. helzti keppinautur þjóðfrelsis- hreyfingarinnar (FLN). Menn hafa þó undanfarið verið þeirrar skoðunar, að hér væri aðeins um frestun að ræða en ekki það, að þjóðfrelsismenn hyggðust alls ekki setjast við samningaborðið með Frökkum að afstöðnum þeim mikla undirbúningi, sem gerður hefur verið til þess, að slíkt mætti takast ,en þar hafa báðir aðilar lagt sitt af mörkum. Öfgamenn til hægri í Alsír gera allt, sem þeir geta til þess að' hindra, að af samningum geti orð ið. Hafa þeir meðal annars sent lögreglustjóranum í Evian og ýms um öðrum fyrirmönnum þar og í nágrannabæjujp hótunarbréf um líflát. Þeir urðu sem kunnugt er bæjarstjóranum í Evian að bana r. eð tímasprengju á heimili hans um páskana. í París hefur komið til illinda. Uéðust þar menn úr eín im öfgaflokki serkja inn í sjÚKra- hús, þar sem andstæðingar lágu sjúkir. Var einn drepinn en nærri tveir tugir særðust af skotum. Jafnframt var ráðizt með skothríð á lögreglustöð, sem þarna er rétt hjá. Árásarmennirnir komust síð an undan í bíl sínum. Fyrir nokkr um dögum sprakk tímasprengja í kauphöllinrn í París eftri lokunar tíma, og er fullvíst, að þar hafi alsírskir öfgamenn verið að verki. Parísarlögreglan hefur mikinn við búnað þessa daga, er sýnt þykir, að ný hryðjuverkaalda sé að ganga yfir. í tilkynningu sinni í dag segir franska stjórnin, að afstaða sín sé óbreytt frá því, er ákveðið' var að h/fja samninga 7. apríl. Vill hún þannig sýna þjóðfrelsismönn um, að hún hafi fullan vilja á að fá samningafrið. Einnig er bent á að Habib ^ourgiba Túnisforseti kveðst trúa því, að af samningum verði á næstunni, þrátt fyrir ó- heppilega þróun mála síðustu dagana. í ræðu í þinginu í Túnis borg hvatti hann serki til að greina milli þess, sem væri nauð- synlegt og þess, sem aðeins væri æskilegt. Framhald stríðsins gæti aðeins gert illt. Kvaðst hann og vona ,að franska stjórnin léti ekki atburði síðustu daga standa fyrir samningum. Álfreð seg- ir af sér Meðferð refsimála reyndist „áfátt“ „ekki þörf sérstakra aðgerða“ Blaðinu barst í gær eftir iarandi cilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: „Alfrcð Gíslason bæjarfóg- eti í ftefiavík hefur beðizt lausnar ‘rá embætti frá og roeS 1. jú!i n. k, Eins og kunnugt er höfðu ráðuneytinu borizt kærur yfir meðferð bans á refsimálum. Athugun hefur pess vegr«a farið fram á embættisrekstri hans, og nefur meðferð refsi- mála reynzt áfátt að því leyii, £'ð mörgum þeirra hefur ekki verið sinnt og meðferð ann- erra dregizt lengur en skyidi. Manngreirtaralits hefur hins vegar hvergi gæt* í meðferð mála og almennur rekstur em- bættisins ekki sætt aðfinnsl- um, enda fjárreiður hess ragnvart ríkissjóði óaðfinran legar. Að svo vöxnu máli tel- ur dómsmálastjórnin ekki þörf sérstakra aðgerða i máli þessu."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.