Tíminn - 07.04.1961, Side 16

Tíminn - 07.04.1961, Side 16
I 78. blað. MANNFJÖLGUNIN Framtíðarlausnin: Stórfellt landnám á öðrum hnöttum? Föstudaghm 7. april 1961. Mesta vandamálið: Hin stóru vandamál mann- kynsins eru hvorki Kongó né L.aos, Alsír né Berlín. Þau eru ekki heldur kommúnisminn né kapítalisminn. Hið stær>ta allra vandamála er mannfjölg unin í heiminum, sem er svo gifurleg, að sú spurning verð- ur æ áleitnari, hvernig allur þessi mannfjöldi verður fædd ur og klæddur og hvar hann fái rúmast. Og mannfjölgun- in eykst óðum með aukinni læknishjálp, bættu heilbrigðis ástandi og meiri menntun frumstæðra þjóða. Sá tími er ekki langt framund- ar, að leiðtogar þjóðanna verða að setjast á ráðstefnu og þinga um það, hvar hægt sé að ,setja nður milljónir og tugi milljóna n.anna, sem ekki rúmast í heima- landi sínu, og einhvers konar heimsstjórn ákvarði, að hin strjál býlli lönd skuli taka við svo og svo mörgum mönnum líkt og hús- næðislausu fólki er skipað til her- fcergja hjá þeim, sem gott hús- rými hafa, þegar mikil nauð kreppir að. Þetta er mál, sem varðar ísland, því að með okkar rnannfæð i jafnstóru landi og við eigum, myndi sennilega fljótt reka að því, að okkur yrði gert að veita landleysingjum viðtöku. 208 börn á mínútu Innan tuttugu ára vcrður mann- fjöldinn í Austur-Asíu og Ind- landi jafnmikill og nú er á öllumj hnettinum. Svo segja útreikning-j ar Sameinuðu þjóðanna um þettaj efni. Fyrir nokkrum árum varj gert ráð cyrir því, að mannkyrið j teldi fjóra milljarða einstaklingaj árið 1990, en þá áætlun hefur þeg-; ai' orðið að’ leiðrétta. Verði mann-J f.iölgun jafnhröð í Kína og hirium! fjölmennustu löndum og hún er, nú, verða jarðarbúar að minnsta kosti sjö milljarðar árið 2000. Nú fæðast á hverri mínútu 208 fcörn, og Víð lok þessarar aldar verða fjórir Asíumenn á mót' hverjum einum Norðurálfumanni — að meðtöldum Rússum. Þrátt fyrir allar tramfarir og uppgötv- anir og hina stórkostlegu tækni, sem menn hafa á valdi sínu, er vandséð, hvort unnt er að halda til jafns um framleiðski matvæla. svo að þeim fjölgi ekki á næstu árum, er svelta. Og áreiðanlega eru því takmörk sett, hve margir jnenn geta lifað í heiminum. Eins og nú er ástatt, býr þriðj iingur majnkynsans við skort, og cinn milljarð og sjö hundruð millj |6nir manna vantar húsnæði. Meira olnbogarúm Þeim vanda, sem af mannfjölg- uninni og matarskortinum staíar, verður vafalaust um sinn mætt raeð því að reyna að auka matar- framleiðslu, rækta ófrjó land- svæði, ryðja frumskóga og kenna írumstæðum þjóðum betri vinnu- aðferðir. Ef til vill verður einnig ícrið að oua til mat úr svifi sjáv ar og börungum. Þörungarækt getur jafnvel orðið mikilvæg. En þr-átt fyrir alla slíka við lcitni er fyrirsjáanlegt, að þjóðir eir.s og Kínverjar munu þegar á næstu árum og. síðan af vaxand; þunga, heimta aukið olnbogarúm fyrir milljónir sínar. Neyðin o? nauðsynin mun knýja þá til þess. Enginn veit, hvaða atburði það mun hafa för með sér, en það er sumra spá, að sá tími sé fram- undan, að Bandaríkjamenn og P.ússar gen með sér bandalag til þess að veita Kínverjum viðnám Nýlendur é öSrum hnöttum En slíkt biandalag er engin framtíðarlausn. Hér er það, sem þeir koma til sögunnar, sem stór- hugaðastir eru. Hugmynd þeirra hefði veiið álitin fjarstæða fyrir nokkrum aium. En svo er eiki lengur. Draumur þessara manna er nefnilega, að manhkynið stofni sér nýlendur úti í geimnum — á fjarlægum hnöttum. Líkt og Vest- urheimur tók á sínum tíma við fólksstraumi úr þröngbýli Evripu, geti fjarlægir hnettir tekið við fólki, sem ekki hefur olnbogarúm á jörð sinni. Framtíðarsýn Danskur rithöfundur, Eigill Steinmetz, hefur sett dæmið upp á þennan veg: Við eruiii stödd á Formósu árið 1984. Það J.and er enn undir hlut- lausri stjórn Sameinuðu þjóðanna. Það er þvi vel fallið til ráðstefnu heimsleiðtoganna um skipulagn- ingu stórkostlegra mannflutninga og fyrirætlana um landnám á Mars og Venusl, líkt og þegar hef- „Þá svaraíi Drottinn Job úr stormviír- inu og sagtSi: . . Getur þú þrengt sjöstirnis- böndin etia fær þú leyst fjötra Óríons? Lætur þú stjörnumerki dýrahringsins koma fram á sínum tíma, og leitSir þú Birmina meÖ húnum hennar? Þekkir þú lög himinsins eÖa ákveÖ- ur þú yfirráÖ hans yfir jörÖunni?“ jur átt sér stað í minna mæli á j tunglinu. ÍJtflutningur fólks af ijörðinni er orðinn óumflýjanleg- lur, þrátt fyrir gífurlegan kjarn- I orkuiðnað, sem risið hefur upp þann mannsaldur, sem alger friður liefur ríkt meðal mannanna. Mannfjölgunin í Kína er orðin slík, að óhjákvæmilegt er að grípa tii nýrra og róttækra ráða. Húnavakan í algleymingi Blönduósi, 6. apríl. — Mikíð er um dýrðir hér á Blöndu- ósi þessa dagana, þvi að nú sfendur Húnavakart yfir. Hún l.ófst að lcvöldi annars páska- dags og lýkur ekki fyrr en næst komandi mánudagsnótt. Margt er til skemmtunar á vök unni og má nefna kvikmyndasýn- ingar og stutta leikþætti ,sem sýndir eru á vegum kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og skáta, auk sýn inga Leikfélags Blönduóss á gam anleiknum Pétur kemur heim, | sem sýndur verður 6 kvöld vik-j unnarl í honum eru 8 leikendur,1 og er Tómas R. Jónsson leikstjóri.: Þá syngja tveir karlakórar: Karla' kór Bólstaðarhlíðarhrepps undir stjórn Jóns Tryggvasonar í Ártún um og karlakórinn Vökumenn und ir ^stjórn Kristófers Kristjánsson-, ar í Köldukinn. Og svo er auðvit-j að dansað á hverju kvöldi. í kvöld er svonefnt „peysufataball" og er þá til þess ætlast, eins og orðó anna hljóðan ber með sér, að döip urnar mæti í peysufötum. Húnavakan hefur verið f jölsótt - það sem af er, en ef að venju læt ur og tíð og færi ekki spillist, mun aðsókn CBn fara verulega vaxandi síðari hluta vikunnar. P.G. 40 þúsund króna hlutur Afli netjabáta var ágætur á Húsavík í marzmánuði. Sæborg var hæ-st, en skipstjóri á henni er Karl Aðalsteinsson. Hásetahlut ur á Sæborgu í marz reyndist 40.000 krpnur. Hins vegar hafa veiðar á línu gengið illa. Þ.J. Þriðjungur mannkynsins býr við skort -r- er framtíðarvonin landnám 4 öðrum hnöttum? Þeir eru allir, hinir voldugu forystumenn stórþjóðanna: Karó- lína Kennedy, forseti Bandaríkj- anna, 26 ára, yngsti valdsmaður Kennedy-ættarinnar, sem farið hefur með æðstu völd í landi sínu í heilan mannsaldur — Aleksei Adzubei, forseti ríkjasamba'ads Sovétríkjanna^ gráhærður arftaki Krustjoffs, sem þar drottnaði lengi — franski forsetinn Reym- ond greifi af París, arftaki de Gaulle, sem nú lifir í hárri elli í höll einni í Alsír í norður-afríska ríkjasambandinu Mahgreb — full- trúar Kína og forseti hins unga ríkjasambands Afríku, Lúthúli Móbúngá. j ! : Vísindamennirnir eru þó miklu fjölmennari cn stjórnmálamenn- irnir á þessari ráðstefnu. Það eru meðal annars sérfræðingar um geimferðir og verkfræðingar frá stöðvum úti í geimnum. Það eru í rauninni þeir, sem verða að leysa hinn mikla vanda — leggja á þau rað, sem duga til þess að ferja milljarðana farsællega til annarra hnatta og búa þeim þar lífsskilyrði. Þannig hugsar þessi Dani sér þróunina í stórum dráttum, og þannig gerir hann sér í hugar- lund upphaf stórkostlegs land- náms manna á öðrum hnöttum. Þetta er lausnin, sem hann eygir, á hinu mesta vandamáli mann- kynsins 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.