Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 14
TÍMINN, föstudaginn 7. apríl 1961.
r*
ítmd ykkar frú Paversham 1
réttinum og það sem ykkur
fór á milli? spurði hann.
— Nei, og það var raunar
fallega gert af þeim. Ef það
hefði verið gefið í skyn að
óvinátta hefði ríkt milli okk
ar ,hefði ég áreiðanlega ekki
sloppið svona létt. Mollie
treysti sér ekki til að mæta
við réttarhöldin, .. hún fékk
óskaplegt taugaáfall þegar
hún fékk fregnina um dauða
Roys.
Hún andvarpaði og leit á
klukkuna.
— Það er kominn tími til
að hugsa um matinn, sagði
hún.
— Eg skal hjálpa þér. Hann
reis á fætur og gekk á eftir
henni inn í borðstofuna. —
Geturðu ekki sótt úrklippurn
ar og myndina á eftir, svo för
um við gegnum það saman
.... og, vertu ekki kvíðafull,
Lora. Við skulum komast til
botns í þessu máli og fá úr
því skorið^ hver skaut hann
í raun og veru.
Hún nam staar og leit á
hann, ljómandi augum.
— Áttu v—ið .... áttu við
að þú trúir mér, Mark?
— Eg trúi því að þú hafir
sllegið hann, sagði hann
seinlega. Og mér finnst ósenni
legt að þú hafir getað tekið
þátt í þessu margnefnda aug-
lýsingaatriði á eftir .... Þess
vegna hefur ekki verið tekin
mynd af þér .... .Ha-in þagn
aði þegar dyrabjallan hringdi.
— Clive, sagði hún óttasleg
in og greip andann á lofti.
— Clive! Mark áttaði sig
ekki strax.
Svo mundi hann hver mað-
urinn var.
— Ó, Mark. Lora leit ráð-
- ai»fx hann, þegar dyrabjöll
unni var hringt aftur.
— Hlauptu upp í herbergið
þitt, s»gði hann fljótmælt-
ur. — Parðu 1 fallegasta kjól-
inn þinn og í hamingju bæn-
um lagaðu á þér hárið.
— En ég get ekki hitt hann.
Hann tók undir hönd henn
ar og ýtti henni að stiganum.
— Ef þú vilt ekki hitta hann,
skal enginn neyða þig. Það fer
eftir því hvernig hann tekur
því. Eg skal koma upp til þín
þegar ég er búinn að tala við
hann.
Dyrabjöllunni var nú hringt
í þriðja sinn.
Fyrir utan stóð djóshærður
sólbrenndur maður. — Er
ungfrú MarSh heima? spurði
hann ákafur. — Eg heiti Fen-
ton, Clive Fenton, ég held að
hún hafi búist við mér.
Mark brosti kurteislega. —
Komið inn, Fenton, sagði
hann og vísaði honum inn í
dagstofuna, sem var stórt og
bjart herbergi. Þeir settust og
Mark bauð gestinum sígtrettu
og virti hann jafnframt vand-
lega fyrir sér. Hann hugleiddi
hvernig hann ætti að hefja
máls á því, sem hann varð að
segja. Vinur Loru virtist mjög
ungur, ef til vill fáeinum ár-
um eldri en hún, hann var
í meðallagi hár, með blá fjör-
leg augu, glaðlyndisleg. Já,
myndarlegur og geðfelldur
piltur, hugsaði Mark angur-
vær og óskaði að hann væri
sjálfur orðinn tíu árum yngri.
— Hvernig gekk ferðin,
sagði hann þegar þögnin var
orðin harla vandræðaleg.
— —Prýðilega, sagði Fen-
ton brosandi, — ég kom fljúg
andi í gærkvöldi.
Hann leit til dyranna. —
Ætlið þér ekki að segja Loru
að ég sé kominn? Er hún ekki
heima? ' /
Mark brosti dauflega.
— Jú, sagði hann. — Hún
er heima og veit að þér eruð
komnir. En áður en þér hitt-
uð hana vill hún að ég segi
yður dálltið ....
— Hún er vonandi ekki gift,
sagði ungi maðurlnn og rétti
sig upp í stólnum.
Mark hristi höfuðið.
— Eða trúlofuð?
— Nei, sagði Mark. — Það
sem ég á að segja yður kem-
ur framtíð Loru ekki við ....
það er viðvíkjandi nokkru,
sem gerðist fyrir löngu.
Unga manninum létti sýni-
lega. — Guði sé lof og þökk,
sagði hann og brosti út undir
eyru. — Eg hélt það væri -eitt-
hvað alvarlegt!
— Það er alvarlegt, flýtti
Mark sér að segja. — Mjög
alvarlegt. Það er þess vegna
að mér gengur svo erfiðlega
að byrja .... þegar ég er bú-
inn getið þér sjálfur ákveðið
hvað þér gerið ....
— Hvað ég vilji gera? end-
urtók Fenton undrandi.
— Já, hvort þér viljið tala
við hana eða fara yðar leið,
á ég við.
— Eg myndi tala við Loru
þótt hún hefði framið morð,
sagði ungi maðurinn sann-
færandi. — Og ég býst ekki
við það sé svo alvarlegt.
Mark leit fast á hann.
— Fyrir tveimur árum var
Lora forsíðuefni allra blaða í
Englandi af þvi hún hafði
skotið mann. Þér munið kann
ske eftir því .... hún var
leikkona .... listamannanefn
hennar var Lorelie March.
Fenton deplaði augunum,
eins og hann tryði ekki eigin
eyrum.
— Lorelie March, sagði
hann hugsandi. — Já, ég man
eftir því. Hún skaut Roy Fav
ersham.
— Var ákærð fyrir að hafa
skotið hann, leiðrétti Mark.
En Fenton virtist ekki
heyra orð hans. Hann sat og
starði fram fyrir sig. Svo leit
hann á Mark.
— En hvers vegna sagði
hún mér ekki, hver hún væri.
— ifennilega af því hún
var hrædd við að segja það,
sagði Mark undrandi og vissi
almennilega ekki hvernig
skilja átti viðbrögð Clives
Fentons.
— En hvers vegna? Rödd
hans var dapurleg. — Hún
vissiað ég elskaði hana ....
hvers vegna treysti hún mér
ekki.
Mark leit á hann. Honum
varð léttara um hjartað. Allt
myndi fara að óskum, sagði
hann við sjálfan sig.
— Það er bezt þér spyrjið
hana sjálfur, svaraði hann.
— En ég tel víst hún hafi hald
ið .... að þér mynduð hætta
að elska hana ef hún segði
yður, hver hún var.
Fenton kinkaði kolli.
— Já, það er sjálfsagt mjög
eðlilegt, þótt það hefði ekki
skipt minnsta máli fyrir mig
.... þegar öllu er á botninn
hvolft þá var þetta slys. Hún
vissi ekki að byssan var hlað-
in. Eg man vel eftir þessu ....
ég var einlægur aðdáandi Fav
ersham um þessar mundir ..
.. Það er vitaskuld þess vegna
sem mér fannst ég kannast
við andlit Loru, þegar ég hitti
hana .... blöðin voru full af
myndum af henni. Þetta vakti
feikilega athygli ....
Rödd hans breyttist allt í
einu og hann sagði hikandi:
— Hamingjan góða, framdi
ekki eiginkona hans sjálfs-
morð eftir réttarhöldin?
— Jú, hún gerði það, sagði
Mark biturlega. — Kannski
þér skiljið núna, hvers vegna
Lora sagði yður ekki strax
hver hún var.
Fenton horfði þögull á
hann og kinkaði kolli í átt til
dyranna:
— Má ég tala við hana nú?
Mark hikaði, en vissi að
hann varð að segja það sem
eftir var sögunnar, svo að
hann hristi höfuðið.
— Ekki alveg strax .... ég
á margt eftir ósagt enn.
— Smáatriðin skipta ekki
máli, sagði Fenton stuttlega.
— Eg man eftir þessu, það
þarf ekki að tyggja í mig ein-
hver aukaatriði.
— Þér vitið ekki um sann-
leikann i málinu, sagöi Mark
ákveðinn. Yður er til dæmis
ekki kunnugt um að Lora
skaut í rauninni aldrei Fav-
ersham .... af þeirri einföldu
ástæðu, að hún snerti aldrei
byssuna.
Fenton kipraði augun.
— Hvað eigið þér við?
— Þetta er jafnnýtt fyrir
mig og yður, sagði Mark
hægt. — Eg hef ekki vitað
neitt fyrr en í dag. Ekki fyrr
en í dag skiljið þér, ég hafði
ekki hugmynd um að Lora
væri þessi alræmda Lorelie
March. Eg skal játa .... að
mér varð kynlega við .... og
mér varð enn meira um þegar
hún sagði mér að hún hefði
samþykkt að bera fyrir rétti
að hún hefði skotið Favers-
ham, vegna þess að verjandi
hennar krafðist þess. Sann-
leikurinn er sá, að hún snerti
aldrei byssuna, sem Favers-
ham var skotinn með. Guy
Lampson, verjandi hennar,
trúði henni ekki, hann hélt
hún hefði fengið taugaáfall
og hefði gleymt því sem gerð
ist.
— En .... ef það var ekki
Lora, sem skaut hann ....
hver gerði það þá, hrópaði
Fenton ruglaður og forviða.
— Það er einmitt mergur-
inn málsins, sagði Mark al-
varlegur. — Og ég hef hugsað
mér að komast að því.
— Eigið þér við .... að ein
Föstudagur 7. apríl:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hád-egisútvarp.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
13,25 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Börnin heimsækja framandi
þjóðir: Guðmundur M. Þor-
láksson lýsir lífinu í Tíbet.
18.30 Þingfréttir..— Tónleikar.
18,50 Tilkynningar.
19,20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson)
20.30 Einsöngur: Gérard Souzay
syngur lög eftir Purcell, Beet-
hoven og Dupare; Dalton Bald-
wins leikur undir.
21,00 „Malbikuð hjörtu": Jóhann
Hjálmarsson les úr nýrri ijóða
bók sinni.
21.10 „íslenzkir píanóieikarar kynna
sónötur Mozarts; III: Guðmund
ur Jónsson leikur sónötu í
Des-dúr (K281).
21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur
veröldin" eftir Guðmund G.
Hagalín (Höfundur les).
22,00 Fréttiir og veðurfregnir.
22.10 Ferðaþáttur: Heimsókn á
Aulestad, heimili Björnstjerne
Björnsons (Sigurður Gunnars-
son kennari).
22.30 Létt tónlist frá Moldárbökk-
um: Hljómsveit tékkneska út-
varpsins leikur.
23,00 Dagskrárlok.
=0
KATE WADE:
LEYNDARDÓMUR
ið Itatska hússins
m
FIRÍKUR
VÍÐFÖRLl
Hvíti
hrafninn
59
— Við verðum að ráðfæra okk-
ur við ráðið um það, svaraði Alth-
an og fór með Eirík í herbergið
innar af, þar sem hinir fimm
meðlimir ráðsins biðu. — Það er
greinilegt, sagði Althan hægt, —
að þú, Norðmaður, átt ekki í ófriði
við hvíta hrafninn. Hann kom í
veg fyrir að Eiríkur segði nokkuð
með því að banda til hans hendi.
— Bíddu og hldýdu á mig. Loch-
lan myndi hafa beðið þig að ber'j-
ast með okkur móti lionum. Árum
saman hefur þjóð vor orðið að
blæða vegna hins óseðjanlega
valdahungurs hans. Þú og menn
þínir eruð sterkir og vel vopnum
búnir. — Viljið þið berjast með
okkur, Norðmaður? Eiríkur hristi
höfuðið ákveðinn. — Mpr þykir
það leitt, Althan, en ég get ekki
beðið menn mína að berjast fyrir
því, sem þeim kemur ekkert við.
Þar að auki hef ég ekki áhuga
fyrir hvíta hrafninum, heldur syni
hans. Nei, allt, sem ég bið um, er
skip, svo ég og mínir menn getum
haldið norður til heimkynna okk-
ar, hér höfum við ekki meira að
gera.