Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 9
 ■ ■■ :'.' " ':'■ ■ .: IIÍl l;l!lll|| ,£< v- - /' >'j . Sip ' ^ ' * ■ Mœ pflMlNN, föstnðaginn 7. aprfl 1961. 6| Fjórir höfundar /- i koma leitirnar úr lopanum til að uppfylla skil- yrðin. — En ég lærði það af þeim ágæta leikritahöfundi, Arthur Miller, hvað það er hættulegt að iengja góðan einþáttung og þynna hann út í þrjá þætti, seg ir Einar Pálsson, og þar á ég við „Horft af brúnni“. Leikrit minna meti'ð Einar kaus því að halda sér við einþáttunginn og senda Lærði mest af músík hann. frá sér í samkeppnina. — Það var eiginlega hrein tilviljun að ég sendi þetta frá mér, ég hafði ekki sýnt það nokkrum manni nema Karli Guðmundssyni leikara og hann hvatti mig eindregið til að láta leikinn fara. Að vísu má segja, að dómnefndin hafi kveðið upp eins konar Salómonsdóm. og það er einnig undarlegt»að fyrstu verðlaun í skáldsagna- keppni skuli vera 75 þúsund krónur en leikrit ekki nema á 30 þúsund krónur. Trillati 'eikur líka — Geturðu eitthvað sagt okk- ur um leikritið sjálft? -V Það er erfitt að rekja efnið, svarar Einar, þetta bygg- ist eiginlega mestanpart á and- rúmsloftinu. En þarna tefli ég þránhi fram móti raunveruleik- anum. Aðalpei’sónur eru fimm , að tölu, þar á meðal ameriskur hermaður; svo eru þrír dreng- ir og svo loksins trillan sjálf. Hún sést raunar aídrei á svið- inu en leikur sína rullu fyrir það. Húo er eins konar symból Lært af músík — Telurðu þig hafa lært af einhverjum sérstökum leikrita- höfundum? — Nei, svarar Einar, enda var það eitt af því sem gladdi Eins og kunnugt er efndi Menningarsjóður til leikrita- samkeppni í fyrra og hét 30 þúsund króna verðlaunum fyrir bezta verkið. Úrslit í keppninni voru á þá lund að fjögur leikrit voru talin verðlaunahæf og var fénu því skipt í fjóra staði. Einar Pálsson leikari fékk þó mest í sinn hlut fyrir einþáttunginn „Trillan", 12 þús und krónur. Sex þúsund krónur hlutu þeir Bjarni Benediktsson frá Hofteigi fyrir leikrit sitt „Undir Ijós- kerinu", Oddur Björnsson bókavörður fyrir „Frost" og Sigurður A. Magnússon blaðamaður fyrir „Gestagang" Tíminn hefur snúið sér til hinna sigursælu leikskálda og rabbað við þá um lífið og leiklistina. — Þess skal getið að Sigurður A. Magnússon var ekki hériendis er viðtölin fóru fram. EINAR PÁLSSON og „Trillan". mig mest að dómnefndin tók sérstaklega fram að hún hefði ekki fundið í mínu leikriti nokkur áhrif frá öðrum. Og það hljómar kannski einkenni- lega, en ég held því fram að ég hafi lært öllu meira af músík. Þetta er allt hvað öðru líkt. En vitaskuld stend ég vel að vígi að því leyti að ég hef lesið urmul af alls konar leik- ritum. Það fylgir starfinu, mað- ur! r /i Fleira matur en feitt két — Annars er mín uppáhalds- lesning hreint ekki skáldskap- ur af neinu tæi. Ég hef mest yndi af að lesa heimspekirit. Og aðaláhugamálin eru nátt- úrufræði og mannkynssaga. Heimspekina les ég mér til af- þreyingar. Ég les hér um bil aldrei skáldsögur eða smásög- ur. Og úr því við erum komnir út í þessa sálma, þá máttu láta það fljóta með að mér finnst íslendingar einskorða sig um of við þessar gr'einar ritlistar. Það er fleira matur en feitt két. Hér er esey-an til dæmis gersamlega óþekkt og vanrækt. Ég hef haft sérstakt dálæti á þeirri tegund bók- mennta, samið allmargar essey- ur sjálfur. Það er undarlegt að þjó, sem kennir sig til bók- mennta, skuli ekki einu sinni eiga nafn yfir þessa listgrein. Það bendir ekki til þess að við séum sérstaklega þroskuð menningarþjóð. Aldrei næSi , — Hefurðu ekki fullan hug á að halda áfram við leikritun? — Það hef ég víst, svarar Einar Pálsson, hins vegar gefst lítið næði til þeirra hluta. Ég er forstöðumaður skóla þar sem eru mörg hundruð nem- endur og þetta gleypir allan tíma manns. Til þess aS semja gott leikrit, þarf fýrst og fremst frið og ró. Ég á sjaldan frí. Freisfingar og frelsi — Telur þú að leikritasam- keppni eins og þessi hafi örv- andi á'hrif á leikritun með þjóðinni? — Því svara ég hiklaust ját- andi. En ég hefði kosið að ekki yrðu sett svo þröng skilyrði og strangar reglur um gerð leik- ritanna. Rithöfundurinn gæti freistazt til að þvinga ágætt efni í óæskilegt form, ellegar þá hann fer eftir boðum sam- vizkunnar og ber þá minna úr býtum. Auðvitað mætti hafa hliðsjón af vissum reglum, en ekki gera þær að úrslitaatriði. Höfundarnir verða um fram allt að vera fr'jálsir um það hvernig þeir fara með efni sitt. Vantar íslenzkt leikmál? menningu. Við leggjum fyrir hann þá spurningu, hvaða vandamál íslenzkur leikritahöf undur' þarf helzt að glíma við. — Það er annað að semja skáldsögu en leikrit, sagði Odd- ur, skáldsagnahöfundur þarf ekki annað en pappír og penna, við reiknum auðvitað með hæfi leikunum sem gefnum. Leik- ritahöfundur þarf hins vegar að líta á efni sitt frá að minnsta kosti 20 sjónarmiðum, hann þarf að þekkja leikhúsið, vita hvað leikhús' er. íslenzkir höf- undar sem hafa áhuga á leik- ritagerð, koma þó tíðast að lok uðum dyrum í þeim efnum hér á landi. Það ætti að gefa þeim kost á að ganga inn og út um leikhúsin hér í bænurn, vita- skuld í samráði við húsráðend- ur, fylgjast með æfingum á (Framhald á 13 si'öu. Yngsíur þeirra höfunda sem verðlaun hlutu er Oddur Björnsson bóka- vörður. Leikrit hans ber nafnið „Frost“ og er fam ilíudrvma, að því er Oddur sagði blaðamanni Tímans Það f'jallar um leiðinlegan forstjóra, smækkaða m.yr.d af Rockefeller, hjónabarid hans o \\ uppeldi barnanna. Leikritið er í fjórum þátt um og er það fyrsat sem ég hef lokið við. Oddur Björnsson hefur dval- izrt tvo vetur í Vínarborg og sótt nám í leikhúsvísindum við háskólann þar í borg. Hann var stöðugur gestur í leikhús- um borgarinnar og þó einkum kjallaraleikhúsum svonefndu, sem mikið ber á í Vínarborg. Þeim er yfirleitt stjórnað af fólki, sem þreifar fyrir sér um nýjar leiðir og vill ekki binda sig við hefðbundna leikhús- ODDUR BJÖRNSSON f „Frosti".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.