Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstndaginn 7. aprfl 1961. I! < < < lÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍljllÍlÍlilÍlillMilÍttolÍliMrtÍlÍlllililÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlÍlilÍ < BÆKUR OG HÖFUNDAR Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir nátturunnar, íslands eigið lag. (Gr. Th.) Pyrir jólin í vetur kom út bók meö nafninu „Fagra land“ eftir Birgi Kjaran alþingis- mann. Þessi bók er milli tutt- ugu og þrjátíu ferðapistlar og frásöguþættir, — auk inn- gangs og um níutíu mynda, sem skreyta bókina og til- heyra frásögnum hennar. Bók in er forkunnar vel útgefin, enda er höfundurinn sjálfur þjálfaður bókaútgefandi. Eðli legt, að hann láti það sjást á áberandi hátt, þegar hann að gamni sínu gefur út bók eftir sjálfan sig um tómstunda i hugðarefni sin. Eg efast ekki um, að marg- ir hafi lesið þessa bók, því hún ' mun hafa mikið selzt. Samt vil ég leyfa mér að tilefni vorsins, sem fer í hönd m.eð „sól í fangi og blóm við barm“ að minna á bókina örfáum orð um. Hún er nefnilega meðal annars kennslubók í því a'S njóta vors og sumars á ís- landi. —O— i Á seinni árum sér fólkið í sveitum landsins, einkum að vori og sumri, fólksbifreiðir hverja á fætur annarri dag eftir dag þjóta um vegina. Hvað eru menn að fara í þess um bifreiðum? Hvaða erindi getur allt þetta ferðafólk átt dag eftir dag og ár eftir ár? Auðvitað er fólk að finna frændur og vini, og það eru vitanlega góð erindi og gild. í Hávamálum stendur: Veist, ef þú vin átt, þanns þú vel trúir, ok vilt þú af honum gott geta, geði skalt við þann ok gjöfum skipta, fara at finna opt. Þetta er sígildur sannleik- ur. Hann breytist ekki, hvern ig sem veröldin byltir sér. Vináttu á að viðhalda og frændsemi að rækja. Alúðar- vinátta milli manna og góð frændsemi eru heillardísir. En ísland, — „landið vort fagra með litskrúðug fjöllin, leiftrandi fossa og glóð undir ís“ —, hvað er um vináttu þess og frændsemi? Lesið bók Birgis Kjarans. Landið sjálft----hið fagra land — býður fram erindi við sig og launar ríkulega þeim, sem reka þau „ok gjöfum skipta“ við það. Flestir, sem ferðast um landið, munu verða þessa varir og vera að leita sam- bands við náttúru landsins. En menn kunna misjafnlega að taka boðum landsins og „skipta geði“. Birgir Kjaran kann ágætlega þá mikilsverðu list. Bók hans sýnir það. Af henni er þess vegna mikið hægt að læra. —O— Birgir Kjaran segir í for- málsorðum bókar sinnar: „Eg : FAGRA LAND! er hvorki skáld né náttúru- frœðingur og þaðan af síður sögulœrður“. Þetta er óþarft yfirlætis- leysi. Hann skoðar einmitt landið, byggöir þess og ó- byggðir, með augum skálds- ins. Er fróður um náttúru þess, og með söguþekkingu sinni tengir hann nútíðina liðnum tíma. Á bls. 30 segir hann: „Það er sameðli sög- unnar og náttúrunnar, að þær kalla manninn frá hversdags- leikanum". Þetta er hverju orði sannara. Maður, sem er í kynningar- og skemmtiför, á að hlýða slíku kalli. Öll bók B.K. ómar af þannig kalli, og ber vott um næman skilning höfundarins á því. „Eg hefi“, segir B.K., „frá þvl ég fyrst man eftir mér, haft ánœgju af ferðalögum og náttúruskoðun, þótt tœkifœrin til þess að sinna þeim hugðarefnum ha-fi ekki alltaf verið auðfundin. Eg hef aldrei fyllilega. skilið þá, sem fyrst og fremst hafa þótzt sœkja lífsfegurðina og 'nátt- úruundrin til annarra landa. Okkar hálfnumda land, sem geymir sennilega víðáttu- mestu óbyggðir og óspilltasta náttúrufegurð í Evrópu, er lieimur síungra œvintýra, svo að enginn þarf að leita feg- urðarinnar út fyrir strand- fjörur þess. Hvergi er loftið tœrara, litirnir hreinni eöto ilmur bjarkarinnar ferskari. Hvergi geta menn betur hlust að á þögnina en á örœfum ís- lands.“ (Bls. 8). Allt, sem bókin flytur, er í samræmi við þetta: aðefcis um ísland. — Þar er tilbreytni nóg eigi að síður eins og sjá má af þessum fyrirsögnum, sem ég nefni af' handahófi: Hellisganga. — Selir á sandi. — Lítil veiðisaga. — Fuglinn og blómið. — Glampar af Góu sól. — Fagur fiskur í sjó. — „Bllður er árölœr“. — „Þar verpir hvitux örn“. — Ágúst- dagar á Arnarvatnsheiði. — Blárcf í skógi. —O— Margt ber á góma í bókinni. Þetta stendur þar (bls. 45): „Auðvitað spilla svo heldur 'ekki ferðagleðinni hljómfögur (Framhald á 13. si6u.) ☆ Bjarni Benediktsson frá Hofteigi hlaut sinn skerf af verðlannunum fyrir ieikr sitt (Jndir ljóskerinu. gerist i Reykjavík, úti götu, undir ljóskeri Það er býsna margt fólk ug sur.d- urleitt sem á leið um göt- una cg lendir í neti nöf- undar. — Ég býst við að fólki þyki þetta heldur ódægilegt selskap, sagði Bjarni við fréttamann Tímans um daginn, aðalpersón- an er skækja. Önnur persóna, sem mjög kemur við sögu, er skáld nokkurt, fullkominn hundingi og níhilisti. Þá er eðl isfræðingur sem einblínir á vís indi sín og fær ekki komið auga á önnur gæði lífsins en frama sjálfs sín og ennfremur má nefna fyrrv. lækni og drykkju- mann. Þrátt fyrir það má segja að hann sé málpípa höfundar, túlki skoðanir hans og viðhorf. Þá kemur fram móðir drósarinn ar, ofsatrúarkona. Einnig frú ein af fínna tæinu, hún heldur óspart fram hjá manni sínum, en heldur þó virðingu sinni í augsýn heimsins, öfugt við drós ina. Ein persónan er nefnd mað urinn með flöskuna, ekki þarf að lýsa honum fleiri orðum. — Allt þetta fólk hittist undir ljós kerinu, það má kannske segja að nafnið sé táknrænt, ég leit- ast við að varpa ljósi á þessar persónur. Einn rTjíkill kokteill — Inntak leiksins? — Leikritið fjallar um ham- ingjuþrá mannsins og einnig grimmd manns við mann. En það er jafnframt boðskapur um mildi og miskunnsemi, gamall boðskapur að vísu en borinn fram á nýjum belg. Það má segja, að efnið sé 1900 ára gam alt en birtist hér í ungu formi, nýtízkulegu. — Stílfræðiiega er leikritið einn mikill kokkteill, þar hef ég blandað ýmsu sam- an. Að meginefni má telja það raunsætt, en í því er -einnig súrrealistískur þáttur, þar skipt ist á komedía og drama. Sumt fólkið talar argvítugusta götu- mál, annað mælir fram þá lýrík, sem ég sjálfur hef ráð á. f leiknum eru nókkur endur- litsatriði, flashbaeks, sú tækni er óspart notuð í kvikmyndum og Arthur Miller hefur hagnýtt sér hana í Sölumaður deyr. Sérfræðingur í pappír — Hefurðu áður borið við leikritun? i',' M mm 'M l - ■■■ Sm BJARNI BENEDIKTSON „Undir Ijóskerinu." í Gamalt vín á nýjum befg — I Menntaskólanum á Ak- ureyri byrjaði ég stórt og mikið leikrit um lífið og dauðann, ég lauk því ekki. Á þeim árum orti ég ljóð af talsverðu kappi og hélt ég yrði ljóðskáld. Svo hætti ég því, gpf allan skáldskap upp á bátinn og var harla ánægður með það hlutskipti að verða ekki skáld. En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leikritun, les fjöldann af alls konar leik- ritum, hef lengi sótt leikhús að staðaldri, snúið á íslenzku einum 30 leikritum, fylgzt með æfingum á leikritum og reynt að gera mér grein fyrir kröfum leiksviðsins. — Svo var það í fyrravetur að ég fékk hugmynd. Það var um svipað leyti og Beðið eftir leikritahöfundi — Er ákveðið að taka þitt leikrit til sýningar? — Ekki er neitt endanlega ráðið um það, svaraði Bjarni, hins vegar finnst mér sjálfsagt að færa upp öll verðlaunaleik- ritin. Leikhúsin geta ekki enda laust setið auðum höndum og beðið þess að fæðist fullskapað- ur leikritahöfundur úti í bæ. Þau verða að ala leikskáldin upp. — Það er sama hvaða leir- burður er settur saman í Ijóð- formi, að alltaf er hægt að finna útgefanda og hvaða strák- ur’ sem er á auðvelt með að koma laklegri skáldsögu á fram færi. Þetta fólk getur þó vaxið af brekum sínum. Leikritahöf- undum okkar hefur ekki verið gefið tækifæri til þess. Þeir læra ekki að skrifa frambæri- leg leikrit fyrr en þeim hefur mistekizt nokkium sinnum. Reykvísku leikhúsin ættu að styðja þessa ungu menn. Leik- félag Reykjavíkur hefur til dæmis ekki sýnt nema sárafá íslenzk leikrit þann áratug síð- an Þjóðleikhúsið tók til starfa, og allt eru það gamanleikir. Fé- lagið hefur látið mikið að sér kveða og gerir jafnvel listrænni kröfur en stóri bróðir, því mætti búast við að þeir í Iðnó hefðu áhuga á að hlynna að ís- lenzkr’i leikritun og styðja hana. Þeir verða að minnast þess, að enginn er smiður í fyrsta sinn, leikskáldin þurfa ekki síður skólun en leikarar og Ijósameistarar. Næsta ieikrit — Að lokum: Hefurðu feng- ið nýja hugmynd? — Já, ég get alveg eins sagt þér frá henni, ég er enginn leyndarmálsmaður, sagði Bjarni frá Hofteigi, það er nútímaleik- rit, en gerist upp í sveit. Það fjallar um þjóðflutningana inn- anlands, flóttann á mölina. Ég vona mér gefist tóm til að klæða þá hugmynd mína í bún- ing. En ég er eins og hin skáld- in: ég þarf að komast eitthvað í burtu til að koma einhverju í ver'k. Þetta verður Framsóknar- legt leikrit. Menntamálaráð stofnaði til keppninnar. Það fóru ýmsir að minnast á það við mig, hvort ég mundi ekki senda inn leikrit og sjálfan langaði mig til að finna hugmynd minni eitthvert form. Ég byrjaði aðeins í janúar en hafði ekki nægan frið fyrr en ég tók mér frí um vorið, settist að vestur í Bjarkarlundi á Barðastr. og skrifaði af kappi. Það fór svo að»leikritið fékk á sig það snið, er ég vildi eftir 6 umritanir. Mér leiðist að skrifa uppkad, hins vegar hef ég gam an af að hreinrita’ og einkum hef ég gaman af að sjá snotur- leg handrit eftir sjálfan mig; ég er sérfræðingur í fallegum pappír. Eina? Pálsson er löngu þjóðkunnur sem leikari og leikstjjri, hitt vissu færri að hann fengist við leikrita- gerð. Enda er hinn sigui- sæli einþáttungur hans, Trillan. ekki gamall í hatt unni Einar kveðst hafa lokið samningu hans í 3 mánaða sumarfríi s 1. ár. Hugmvndin er raunar nokkurra ára gómul, sagði Einar, en mér gafst ekki tóm tíl að semja leikmn fyrr en þetta. Menntamálaráð hafði sett væntanlegum þátttakendum all harða kosti unr gerð og form leikritanna. Þau ur’ðu að vera þrír þættir að lengd, kvöldlöng sýning, persónufjöldi var tak- markaður og það skilyrði sett að leikbúnaður allur yrði ekki flóknari en svo að hægt væri að ferðast með leikinn um hin- ar dreifðu byggðir til sýninga. Að uoptylle skilyrðin Slíkir kostir geta óneitanlega sett höfundinn í bobba, ef til vill hefur hann í kollinum til- sniðið efni í ágætan einþáttung en tekur svo það ráð að teygja imttiwiMiiiiiiiiiWiidMXitdMiiiimiiiHiinmiiiiiiiixiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiioio

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.