Tíminn - 03.05.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 03.05.1961, Qupperneq 8
8 TÍMINN iniSvikudagiim 3. mai 19gl Góðir Reykvíkingar! Við opinberir starfsmenn töknm af heilum hug þátt í þeim hátiða- höldum, sem hér fara fram í dag og leggjum ríka áherzlu á þær kröf ur um kjarabætur, sem fram eru bornar, en tökum ekki afstöðu til annarra mála. Fynsti maí var upphaflega bar- áttudagur hinna lægst launuðu, snauðu og umkomulausustu, en um leið og þeir sóttu sinn hlut og það oft með harðri baráttu, af arði þjóðarbúsins, hefuir dagurinn verið að leggja undir sig/æ víðara svið og er þannig að verða bar- áttu- og hátíðlsdagur allra laun- þega. / Tel ég þetta vel farið og eðli- lega þróun, þar1 sem þeir eiga sam eiginlegt hagsmunamál, að fá sinn rétta hluta af þjóðartekjunum sér og sínum til framfæris. Það mikla tjón, sem launþegar hafa beðið af kjaraskerðingu síð- ustu ára, ætti einnig að þjappa þeim saman til átaka fyrir bættum kjörum. Að vísu má segja að opinberir starfsmenn séu ekki að fullu hlut- gengir í þeirri baxáttu, þar sem okkur er bannaður að lögum verk- fallsrétturinn. En vonandi verður þess ekki langt að bíða, að ríkisstjórn og Al- þingi sjái að opinberum starfs- mönnum ber í þessu efni sami rétt ur og öðrum þegnum þjóðfélags- ins. Um miðjan febrúar í vetur er leið, sendi stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja ríkisstjóm- inni kröfur um launabætur til lianda starfsmönnum ríkisins, er nema um þriðjungshækkun á laun- um þeirra. Var félögum bæjai'starfsmanna sent afrit af þessum kröfum til af- nota í sambandi við launakröfur þeirra. Rúmur helmingur af þessum laimakröfum, eða 17,3% er til þess að mæta þeirri kjararýrnun sem orðið hefur frá marzbyrjun 1960 og er hér um hreina lág- markskröfu að ræða. 12.2%, er kalla mætti inneign síðan í stríðs lok, ef miðað er við þær launa- Þjöppum okkur saman um mestu hagsmunakröfurnar RætSa Einars Ólafssonar, varaformanns Starfs- mannafélags ríkisstofnana, á útihátífönni í Reykjavík 1. maí. bætur, sem aðrar stéttir fengu á árinu 1944. 2.3% vanreiknaðar launabætur frá 1958 og 2% of- mat á hlunnindum. Fór bandalagsstjórnin fram á, að ríkisstjórnin skipaði nefnd til viðræðna um launakröfurnar, en ekkert svar hefur enn sem komið er borizt við þeirri beiðni. Ekkert svar hefur borizt frá ríkisstjórninni og enga nefnd mun hún hafa skipað — þykist kannske ekki þurfa þess, þar sem um hálfgerða réttleysingja er að ræða, sem ekki geta fylgt kröfum sínum eftir með verkfalli, eins og aðrir. Sjómenn hafa í hörðum átökum í vetur náð nokkurri leiðréttingu sinna mála. Óhjákvæmilegt er að aðrir verða að fylgja á eftir. Ef til vill má segja, að opinber- ir starfsmenn séu í skutnum og verðum við þá að huggg okkur við hið fomkveðna, að ekki mun skut- urinn eftir liggja, ef vel er róið fr’am í. SAMSTARF LAUNASTÉTTANNA Opinberum starfsmönnum er ekki Ijúft að vera sífellt í eftir- bátnum og þeir vilja sannarlega sjálfir leggja sitt af mörkum í sameiginlegri hagsmunabaráttu allra launþega, en á meðan þeim er meinaður samningsréttur, hlýt- ur framlag þeirr'a að verða minna en þeir kjósa. sameiginlegri hagstofnun launþega samtakanna, er hafi það hlutverk að safna margvíslegum gögnum um laun og verðlag, framleiðslu- magn og kostnað, raunverulegt af- urðaverð o. fl„ sem þjóðarbúskap- inn varðar. Sjáum við þá betur hver raun- veruleg kjör okkar eru og hvers við gætum með réttu krafizt í okk ar hlut úr þjóðarbúinu. Kostnaður við slíka stofnun yrði óhjákvæmilega nokkur, en hún gæti sparað launþegum langvar- andi þjark og verkföll, sem alltaf eru neyðarúrræði, þótt’ verkfalls- rétturinn sé sá neyðarréttur, sem launþegar verða að hafa og aldrei má skerða. SÍÐFENGNAR UPPLÝSINGAR Sumir mundu kannske segja, að í slík stofnun væri óþarfa kostnað- ur fyrir Iaunþegasamtökin, þar eð gagna og upplýsinga mætti afla hjá | hagstofu ríkisins og öðrum opinber' i um og hálfopinberum stofnunum. Sjálfsagt er að afla slíkra gagna þar sem auðveldast og öruggast er en launasamtökin verða sjálf að láta vinna úr þeim, þannig að þau geti með fullum rökum stutt réttlátar kröfur sínar. Reynslan sýnir, að opinberar stofnanir birta of seint mikilsverð- ar upplýsingar um þjóðarhag, til i dæmis var fyrst skýrt frá því opin- fyr berlega 1960 að þjóðarframleiðsl- launþegasamtökin í baráttu an hefði á árinu 1955 aukizt um EINAR ÓLAFSSON En eitt er þó nauðsynlegt, og það er að skapa traust og gott sam starf launastéttanna á öllum svið- um. Eitt er það verkefni, sem sér- staklega kallar að og jgæti að mín- um dómi haft verulegá þyðingu'fýr ir þeirra fyrix’ bættum lífskjörum al mennings. 12%. Undirstaða þess að lífskjör al- mennings batni er aukin þjóðar- HAGSTOFNUN LAUNÞEGA framleiðsla umfram nauðsyn vegna Þetta verkefni er að koma á fót | fólksfjölgunar. ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLAN TVÖFALDAST Á það ber að leggja mikla á- herzlu, að gerðar verði áætlanir um framkvæmdir og framleiðslu nokkur ár fram í tímann, svo sem tíðkast mjög hjá öðrum þjóðum. Nú nýlega hefur verið upplýst, að þjóðarframleiðslan hafi tvö- faldast á síðustu 10 árum en þó er kaupgeta launa okkar minni miðað við sama tíma. Þegar við óskum eftir kjarabót- um er okkur sagt, að fr'amleiðslan þoli það ekki. Og þá er spurn- ingin: Er þetta satt. Við vitum, að tilkostnaður við öflun nýrra og betri framleiðslu- tækja og rekstur þeirra er mikill, en er hann svo mikill, að við verð- um að gefa með honum með lækk uðu kaupi. HVER TRÚIR SLÍKU? Hefðum við sjálf hagstofnun til þess að rannsaka málið, hefðum við rökstutt svar við þessari spurningu á reiðum höndum. Við eigum ekki að þurfa að treysta á aðra, við eigum sjálfir að geta bent á arfablettina í þjóð- félagsakrinum, sem eyðileggja upp skeruna. Launþegar taka ekki hið minnsta mark ú hinu gamalkunna kjörorði — „Atvinnuvegirnir þola ekki það kaupgjald, sem af þeim er kraf- izt“. — I dag þjöppum við okkur saman um brýnustu hagsmunakröfur okk ar — og sýnum, að samtök er máttur. Landbúnaðarmál 1 J I I I 1 I I I Lárus Jónsson: Nú á síðari árum hefur kál- maðkurinn sótt fram, unz hann nú hefur lagt undir sig nær gjörvallt landið. Enda þótt hér sé mikill vá- gestur seztur að, sem tekur margan spón úr aski rófnarækt enda, skyldi eigi gráta Björn bónda, heldur safna liði og hefna. Sem betur fer er málum svo komið að ýmislegt er hægt að gera til þess að draga úr eða hindra spjöll af völdum kál- maðksins. Varnarlyf gegn kál- maðki og ýmsum öðrum pest- arkvikindum eru mikil guðs- gjöf. ' Þau lyf, sem þekktust eru Það er hægt að eyða kálmaðkinum Kálrót, sem ánamaSkur lagt undir sig. hefur hér á landi, eru Rotmakk- kverk, Lindan og Gesarol. Vandamál þetta, þ.e. kálmaðk urinn, er alþjóðlegt. Aðrar þjóð ir hafa eytt miklu fé til rann- sókna á vörnum gegn kálmaðki. Bendir reynsla þeirra eindreg ið til þess, að ávinningur sé að þvi að blanda varnarlyfi t.d. Lindan saman við fræið áður en sáð er. Á Hvanneyri hefur verið gerð athugun á þessu atriði, ásamt samanburði á einni, tveimur og þremur úðunum 'eftir uppkomu. Þessi athugun benti eindregið til hins sama og erlenda reynslan, að vörn væri að þvi að blanda Lindan saman við fræið. Hins vegar var ekki meginmunur á hvort úðað var einu sinni, tvisvar eða þrisvar. Ekki fannst mun ur á bragði rófna hinna ýmsu athugunaratriða. Trúlega hefði náðst betri árangur ef vökvað hefði verið en ekki úðað. Norðmenn hafa gert mikið af athugunum á vörnum gegn kálmaðki. Það, sem hér fer á eftir er byggt á nýjustu leið- beiningum þeirra, sem mér er kunnugt um (frá árinu 1960). Vaxtarskilyrði og mótstöðuafl plantnanna hefur mikla þýð- ingu í þessu sambandi. Því betri vaxtarskilyrði, þeim mun minni hætta á skemmdum. KÁL Hafi verið sáð í vermireiti er ráðlegt að dýfa rótum kál- plantnanna niður í velling mefi varnarlyfi um leið og plantafi er út. Vellinginn má útbúa þannig: 100 g 2.5% Aldrin-duft í 1 lítra af jarðvegi (mold eða leir) hrært út í vatni, svo að úr verði þykkur grautur. Einnig má dufta Aldrin-dufti yfir ræt- urnar, en vellingsaðferðin er talin öllu skárri. Fyrir pottaplöntur er hent- ugast að blanda saman við jarð veginn 5 kg 2.5% Aldrin eða 4 kg 1.5% Lindan í 1 ms af jarðvegi. Gulrófur, næpur og fóðurkál Öruggast er að vökua með lyfjunum. Þó er nokkur vörn í að blanda Aldrin eða Lindan saman við fræið. I 1 kg af fræi eru sett 500— 700 gr. af 40% Aldrin, eða 350 —400 gr. af 50% Lindan. Áður en lyfinu er blandað saman við fræið er fræið vætt í 100—180 ml fljótandi ara- biskt gúmmí (lím) hvert kg ' Framhaid a t3 íiöu. 1 s I s I i Hvítu, fótlausu kálflugulirfurnar smjúga inn i rótarlegginn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.