Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 1
NOREGSKONUNGI FAGNAD
Áskriftarsfminn er
. tbl. — 45. árgangur.
i •' _______________
Fimmtudagur 1. júní ’1961.
IWHcill mann
fjöldi hyllti
konung við
landtökuna
íslendingar fögnuðu í gær
Ólafi konungi, þjóðhöfSingja
norsku frændþjóðarinnar.
Hann sté á land klukkan 11 ár-
degis, og var mikill viðbúnað-!
ur til þess að taka vel og virðu-
lega móti honum. Bærinn var
prýddur fánum, og mikiíl
fjöldi Reykvíkinga var við
höfnina og götur þær, er ekið
var um til ráðherrabústaðar-
ins, til þess að fagna konung-
inum. Veður var ekki sem|
fegurst, lágskýjað, en þó milt
og gott. Sólin skein yfir bæinn
um skýjarof tvisvar sinnum,
fyrst stundarkorni áður en
konungur sté á land og síðan
um hádegið, er konungur
hafði lagt blómsveig að styttu
Jóns Sigurðssonar á Austur-
vellj.
Þegar konungsskipið Norge og
Bergen, stærsta herskip Norð-
manna, voru á siglingu vestur
með suðurströnd landsins í fyrri-
nótt, lét varðskipið Óðinn frá
bryggju og sigldi til móts við
norsku skipin. Fylgdi Óðinn þeim
siðan til hafnar. Snemma í gær-
morgun voru skipin þrjú við
Reykjanes, og klukkan um 10 í
gærmorgun sigldu þau inn á ytri
höfnina í Reykjavik, Norge fyrst,
þá herskipið, og Óðinn síðastur.
Mannfjöldinn bíður
Um sama leyti var verulegur
fólksfjöldi farinn að safnast sam-
an niðri við höfnina til þess að
fagna Noregskonungi og fylgdar-
liði hans. Fánar blöktu við götur,
og mikill fjöldi barna bar litlar
veifur með norskum og íslenzkum
fánum. Halvard Lange utanr.ráð-
herra Noregs og Bjarne Börde,
ambassador, dr. Sigurður Nordal
og Valgeir Björnsson hafnarstjóri,
fóru í hafnsögubáti um borð í
Norge hálfri stund áður en kon-
ungurinn skyldi stíga, á land.
Lögreglan og skátar stóðu vörð
við götur næst Loftsbryggjunni
og stjórnuðu umferð mannfjölá-
ans. Fjórðungi fyrir 11 voru for-
setahjónin og flestallir æðstu em-
bættismenn landsins komnir á
vettvang. Lúðrasveit Reykjavíkur
tók sér stöðu til hægri við bryggj-
una. en vinstra megin var flokk-
ur lögreglumanna undir sköru-
legri stjórn Erlings Pálssonar
yfirlögregluþjóns. Stóðu þeir með
hendur lyftar í heiðurskveðju,
þegar við átti.
Konungsbáturínn nálgast
Rauður dregill var dreginn
yfir nokkur skref af götunni, er
tekur við af bryggjunni. Forseta-
hjónin, ríkisstjórnin og sá hópur
æðstu embættismanna, er heilsa
álafur V Noregskonungur geng-
ar upp bryggjuna, ósamt forseta
íslands, Ásigeiri Ásgeirssyni,
og forsetafrúnni, Dóru Þór-
hallsdóttur. Á eftir þeim geng
ur föruneyti konungs. Gífur-
legur mannfjöldi þakti hafnar-
bakkann og næstu götur, þegar
konungur gekk á land. —
Myndirnar frá konungskomunni
tók ljósmyndari Tímans, Guð-
jón Einarsson.
skyldi konungi við iandtökuna,
tóku sér stöðu við jaðar Geirs-
götunnar, en á bak við þá röð
stóðu skátar heiðursvörð. Réttfyrir
klukkan 11 var nokkrum sinnum
hleypt af fallbyssum á herskip-
inu Bergen, og mun með þvi hafa
verið gefið til kynna, að konung-
urinn væri að stíga frá borði. Þeg
ar bátur hans nálgaðist bryggjuna,
tóku forsetahjónin ásamt lítilli
stúlku, er bar blómvönd, sér stöðu
við bryggjuna, en gengu síðan
fram hana á hæfilegri stundu lil
þess að heilsa konungi um leið
og báturinn var landfastur. Litla
stúlkan afheníi honum hinn fagra
blómvönd.
Konungur stígur á land
Því næst gekk konungurinn
hægum og virðulegum skrefum,
klæddur búningi foringja í sjó-
hernum, upp hina stuttu bryggju,
og gekk forsetinn á vinstri hlið
honum, en forsetafrúin á hægri.
Ólafur konungur er höfðinglegur
maður og karlmannlegur, útitek-
(Framhald á 2. síðu).
Andstaða meðal launþega
gegn tillögu sáttasemjara
í dag og á morgun mun fara
fram atkvæðagreiðsla um til-
lögu sáttasemjara í þeim félög-
um, sem eiga í kjaradeilu í
Reykjavík og Hafnarfirði. At-
kvæði munu verða talin á
laugardaginn.
Tíminn spurði í gær nokkra
menn í umræddum félögum um
viðhorf þeirra til tillögu sáttasemj-
ara og fara svör þeirra hér á eftir:
Jón D. Guðmundsson, verkainað-
ur á Ránargötu 1A., svaraði spurn-
ingu blaðsins á þessa leið:
— Ég er eindregið andvígur til-
lögunni og tel víst að aðrir Dags-
brúnarmenn séu það. Ástæðan er
sú, að ég tel verkamenn hafa þörf
fyrir mun meiri hækkun eftir hina
miklu aukningu dýrtíðarinnar
seinustu misserin, en margir
þeirra hafa ekki fengið hana neitt
bætta. Ég álít einnig, að atvinnu-
vegirnir geti greitt hærra kaup, ef
ríkisstjórnin lækkar vextina, dreg-
ur úr lánsfjárhöftum og lækkar
ennfremur söluskatta. Ef hið síð-
astnefnda væri gert, þyrftu verka-
rnenn líka minni kauphækkun en I að mikið skortir á að þær 1160
ella. kr., sem járnsmiðir hafa í viku-
kaup hrökkvi fyrir brýnustu nauð-
synjum hvað þá öðru. Kjaraskerð-
Sveinn Gamalíelsson, verkamað-
ur, sem á sæti í stjórn Alþýðusam-! ingin yrði ekki nema að litlu bætt,
_bands fslands, svaraði á þessa leið: |þótt tillaga sáttasemjara yrði sam-
■ — Ég er eindregið á móti tillög-1 þykkt.
1 unni og sama gildir um aðra Dags-!
brúnarmenn, sem ég hef haft tal i Sigurður Sigurjónsson, rafvirki,
af. Tillagan gengur allt of skammt sem á sæti í stjórn Rafvirkjafélags
ti! móts við nauðsynlegar og sann-
gjarnar óskir verkamanna, sem vel
á að vera hægt að fullnægja, ef
rétt er haldið á málum. Þá er gert
ráð fyrir að taka aftur upp að vissu
marki nýtt vísitölukerfi, sem ég
tel þurfa miklu betri athugun áður
en verkamenn taka afstöðu til þess.
Með því er gefið undir fótinn, að
verðlag eigi að hækka, en gegn
því þarf einmitt að sporna. Ég tel
víst, að verkamenn muni fá betri
samninga, ef tillagan verður felld.
Pétur Sörlason, járnsmiður, Álf-
lieimum 28, svaraði á þessa leið:
— Járnsmiðir hafa boðað vinnu-
stöðvun frá næstu helgi og eru því
ekki komnir í verkfall enn. Ég tel
tillögu sáttasemjara ganga alltof
skammt og fráleitt að gengið verði
að henni. Kaupmáttur launa hefur
rýrnað svo mjög síðustu tvö árin
spurmngunm a
íslands, svaraði
þessa leið:'
— Ég er andvígur tillögunni.
Finnst hún ganga allt of skammt
til móts við fram komnar kröfur
verkalýðsfélaganna. 6% ná skammt
til þess að bæta upp þá lífskjara-
skerðingu, sem átt hefur sér stað
s.l. ár. Um 4% sem lofað er næsta
ái vil ég segja það, af fenginni
reynslu, að stjórnarvöldin munu
ekki hafa mikið fyrir því að vera
búin að ná af okkur að minnsta
kosti 8% áður en þeir veita okkur
þessi 4% sem lofað er.
Mér virtist þeir rafvirkjar sem
ég hef talað við vera andvígir þess-
ari tillögu sáttasemjara. Þeim
finnst vikukaupið, sem er 1163.75
kr., fljótt að fara fyrir allra nauð-
synlegustu þörfum.
(Framhald á 15. síðu),
Sæfaskipun
í forsetaveizlunni
bls. 7.
-rTT' ~"’1