Tíminn - 01.06.1961, Page 6

Tíminn - 01.06.1961, Page 6
T6 Sfcáii Guðmundsson, alþingismaíur ritar um Áburðarverksmiðjuna: s Fyrningarsjóðsgjald reiknað hærra en lögákveðið er og söluverð áburð- arins ákveðið þeim mun hærra — ASalfundur Áburðarverksmiðj- unnar h. f. var haldinn í Gufunesi í fyrradag. Þar voru lagðir fram reikningar fyrirtækisins fyrir ár- ið 1960. Á fundinum kom fram ágrein- ingur um fyiningarsjóðsgjaldið, sem fært er með gjöldum á rekstr- arreikningi. f lögum um Ábui-ðarverksmiðj- una, er sett voru 1949, eru fyrir- mæli um ákvörðun söluverðs á á- burði frá verksmiðjunni. í 8. grein laganna segir svo: „Áburðarsala ríkisins kaupir af verksmiðjunni áburð til notk- unar innanlands fyrir kostnaðar- verð, er verksmiðjustjórnin áætl- ar og ákveður fyxir 1. marz ár hvert, að fengnu samþykki land- búnaðarráðherra. í hinu áætlaða kostnaðarverði skal reikna með nauðsynlegum og lögákveðnum tillögum í fyrningarsjóð og vara sjóð verksmiðjunnar“. í lögunum er verksmiðjustjórn- inni ekki veitt vald til að meta, hvað séu nauðsynleg sjóðatillög og taka ákvörðun um þau, heldur eru tillögin fastákveðin af Alþingi í 10 gr. laganna. Þar segir, að fram- lag Áburðarverksmiðjunnar til fastra sjóða hennar skuli árlega vera: a) Til fyrningasjóðs 2% % af kostnaðarverði húsa, ióðar og annara mannvirkja og 7V2% af kostnaðaiverði véla og annarra áhalda. b) Til varasjóðs allt að 3% af kostnaðarverði framleiðslunnar. Öll árin, sem verksmiðjan hefur verið rekin, fram til ársins 1959, hefur fyrningarsjóðsgjaldið verið reiknað með þeim hundraðstölum, sem lögin ákveða og nefndar eiu hér að framan. En síðustu 2 árin, 1959 og 1960, voru reikningsfærð hærri fyrningarsjóðsgjöld en lögá- kveðin eru, þ. e. 3% í stað 2Vz% og 12%% í stað 7%%. Þessi hækkun á fyrningarsjóðs- gjaldi mun árið 1960 nema rúpl. 7 millj. króna, og til þess að mæta henni var söluverð ábuiðarins á- kveðið hærra en það hefði orðið að óbreyttu sjóðstillaginu. Ég tel skylt að fylgja fyrirmæl- um áburðarverksmiðjulaganna um greiðslur til fyrningarsjóðsins, og því bar ég fram á aðalfundinum svo hljóðandi tillögu: „Fundurinn ákveður að endui- greiða skuli úr fyrningarsjóði verksmiðjunnar þá fjárhæð, sem lögð hefur verið í sjóðinn árið 1960 umfram lögákveðið fyrning arsjóðsgjald samkv. 10. gr. verk- smiðjulaganna, og sé fé þessu varið annað hvort til endur- greiðslu á hluta af áburðarverði til þeirra, sem keyptu áburð frá verksmiðjunni 1960, eða til lækk unar á söluverði áburðar 1961, eftir ákvörðun verksmiðjustjórn- arinnar“. Eins og, hér kemur fram, lagði ég til að það, sem ofgreitt var til fyrningarsjóðsins s. 1. ár, yrði end urgreltt, en lagt á vald verksmiðju stjórnarinnar að ákveða hvort því fé yrði heldur varið til endur- greiðslu á hluta áburðarverðs 1960 eða til lækkunar á söluverði áburð arins á árinu 1961. Tillaga mín var aðeins um fyrn- ingarsjóðsgjaldið 1960, vegna þess að hún var flutt í sambandi við ákvörðun fundarins um reikninga verksmiðjunnar fvrir það ár, en eins og áður segir var framlagið til sjóðsins einnig ofreiknað 1959, og þaif að fá leiðréttingu á því. Meiri hluti fundarins samþykkti að vísa tillögunni til verksmiðju- stjórnarinnar til athugunar. Áburðarverðið 1961 Upplýst var á fundinum að á rekstraráætlun verksmiðjunnar fyr ir árið 1961 hafði verksmiðju- stjórnin enn hækkaðfyrningarsjóðs gjaldið nokkuð frá því, sem það var reiknað síðustu 2 árin. Um þetta hafði þó verið einhver á- greiningur i stjórninni, og formað- urinn lét þess getið að áburðar- verðið hefði verið ákveðið þannig, að vafas-amt væii að unnt yrði að greiða þessa viðbótarhækkun á 1 fyrningarsjóðsframlaginu. Að fengnum þessum upplýsingum flutti ég eftirfarandi tillögu á fundinum: „Þar sem upplýst er, að við ákvörðun um söluverð áburðar frá verksmiðjunni árið 1961 hef- ur verið reiknað hærra fyrn- ingarsjóðsgjald en ákveðið er í 10. grein verksmiðjulaganna, ályktar fundurinn að leggja fyrir verksmiðjustjórnina að leiðrétta þennan gjaldalið á rekstraráætl- un verksmiðjunnar og lækka söluverð áburðaiins nú þegar í samræmi við það. Jafnframt fái áburðarnotendur endurgreiddar I frá verksmiðjunni þær lipphaeðir, I sem þeir hafa borgað á þessu ári umfram hið leiðrétta ábuiðar- verð.“ Meiri hlutinn vísaði þessari til- lögu frá með því að samþykkja dagskrártillögu. Stjórn og framkvæmdastjóri áburðarverksmiðjunnar telja fyrn- j ingarsjóðsgjaldið of lágt, eins og það er ákveðið í 10. gr. verksmiðju-1 laganna. En ég tel það ekki á vald- sviði verksmiðjustjórnarinnar að breyta framlaginu til sjóðsáns. Hins vegar getur verksmiðju-1 stjórnin að sjálfsögðu borið fram óskir til Alþingis um að það breyti ( lagaákvæðinu um sjóðsgjaldið. Þó að afgreiðsla aðalfundarins á þessu máli yrði með þeim hætti, sem hér hefur verið frá sagt, tel ég ekki rétt að láta það falla niður, heldur vinna að því að koma fram leiðréttingu. Með lögunum um áburðarverksmiðju, sem Alþingi samþykkti 1949, var að því stefnt að tryggja bændum áburð með svo hagstæðu verði, sem unnt er. Og fyrirmælum laganna er skylt að íylgja. Að síðustu skal þess getið, að frá því var skýrt á aðalfundinum að veið á áburði frá verksmiðjunni væri allmiklu lægra en verða mundi á innfluttum áburði, og svo var einnig árið sem leið. Það sýn- ir að verksmiðjan er gott fyrir- tæki. En ekki veitir það nokkurn rétt til að víkja frá lagafyrirmæl- unum um gjald til fyrningarsjóðs- ins hjá veiksmiðjunni. Skúli Guðmundsson. í _ _ J | TÓNLEIKASKRÁ s j AÐ HÓTEL BORG í GÆRKVELDI Johan Svendsen: Festpolonaise j Mozart: Eine kleine Nachtmusik I Johan Svendsen: ..... Norsk Rhapsodie No. 2 • C | Emil Thoroddsen: .... Syrpa af íslenzkum lögum ! A. Andersen-Wingar: Norvegiana Emil Thoroddsen: .... Syrpa af íslenzkum lögum ! Johan Svendsen: Noirsk Raphsondie No. 4 i Ingebret Haaland: .... Fantasie over norska 1 foikemelodier' l Rossini: Forleikur að óperunni l ! „Rakarinn í Sevilla" ! 'V .-V •VX.X.VVVi'V.X.V.V.W DRENGJAJAKKAR stakir frá kr. 450.00. Drengjajakkaföt frá 6—14 ára. Matrósföt frá 2—8 ára. Drengjabuxur frá 4 ára. Drengjabuxnaefni, ullar- efni kr. 185.00 pr meter- inn. Drengjapeysur frá 2—14 ára. Nylonsokkar saumlausir frá kr. 45.00. PattonsullargarniÖ 4 gróf- leikar — litaúrval. Æðardúnssængur Æðardúnssængur 3 stærðir Æðardúnn. Danskur hálfdúnn. PÓSTSENDUM Vinna Setjum í tvöfalt gler. — Kíttum glugga. — Vanir menn. Sírni 32394. Vesturgötu 12. Sími 13570 • N-V.V.V* Drengur á 11. ári óskar eftir sveita- störfum. Upplýsingar í síma 15561. •V.'oV.V.V.V.N I Bíla- & buvélasalan Símar 2-31-36 & 15-0-14. TIL SÖLU: Hanomag dieseldráttarvél með sláttuvél, árgerð 1955 í ágætu ástandi. BÍLA & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11. Reykjavík. Ougleg stúlka óskast til eldhússtarfa. HÓTEL TRYGGVASKÁLI Selfossi. .VV.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V Bifreiðasalan Frakkastig 6 Símar 19092 — 18966 og 19168 Höfum ávailt á boð- stóium mikið úrva) hvers konar bifreiða Kynnið vður verðlistana hjá okkur áður en þér kaupið bifreið. Veizlusalir á Hótel borg voru fagurlega skreittir í gærkveldi. Myndin sýnir hluta af veizluborðum skömmu áður en gestir tóku að streyma til hófsins. Hér fyrir ofan er birt skrá yfir tónleika þá er leiknir voru meðan setið var undir borðum. Á bls. 7 er svo birt sætaskipun gesta í hófinu. ÞAKKARAVÖRP Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vinsemd á sjötugs- afmæli mínu. Drottinn blessi ykkur öll. Ragnheiður Eiríksdóttir, Sólbakka. Maðurinn minn, faðir okkar og sonur Bragi Brynjólfsson, bóksall verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. þ. m. kl. 1.30 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Dóra Thoroddsen og börn Katrín Jónsdóttir Brynjóifur Magnússon Jón Eiríksson, magister, frá Hrafntóftum, verður jarðsunginn frá Oddakirkju, föstudaginn 2. júní kl. 2 e.h Fyrir hönd aðstandenda. Sigurður Þorsteinsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.