Tíminn - 01.06.1961, Page 8
8
T í MIN N , fiimntudagilin 1. júní 1960,
Herra konungur!'
Þannig voru konungar ávarpað-
ir, að sögn Snorra Sturlusonar,
á þeim tímum, er mál vort og
timga var ein. Þann veg munu hin
íslenzku hirðskáld hafa ávarpað
Noregskonunga, er þeir fluttu
þeim drápur. „Tökum vér það
allt fyrir satt, er í þeim kvæðum
finnst“, segir Snorri, „því enginn
myndi það þora að segja sjálfum
honum — konunginúm — þau
verk hans, er allir þeir, er heyrði,
vissi, að hégómi væri og skrök,
og svo sjálfur hann; það væri þá
hág en eigi lof“.
Það skapar engan vanda, nú er
ég ávarpa Ólaf hinn fimmta Nor-
egskonung, að bregðast ekki þessu
trausti Snorra, því konungurinn
er sjálfur vel íþróttum búinn, eins
og var nafni hans' Tryggvason, og
hefur staðið í mannraunum, eins
og flestir Noregskonungar frá
upphafi vega.
Hitt er vandinn, að flytja.stutt
ávarp, þar sem af miklu er að
taka úr nær ellefu hundrag ára
sögu svo náskyldra þjóða, sem
vel hefur varðveizt, og minnast
jafnframt atburða, sem oss eru í
fersku minni, úr sögu Ilákonar
konungs sjöunda og Ólafs krón-
prins, sem nú situr að ríki — og
er hér meðal vor. Sú saga þeirra
konungsfeðga og norsku þjóðar-
innar verðskuldar nýjan Snorra.
íslendingar hafa iekið mikinn arf ætt-
emis, máls og menningar frá Noregi
/ / / /
Avarp forseta Islands, herra Asgeirs Asgeirssonar3
á Hótel Borg í gærkveldi
Vér fögnum innilega þessari
fyrstu heimsókn Noregskonungs.
Hún er sögulegnr atburður. Að
vísu hefur Ólafur konungur kom
ið hér áðr, en þá sem krónprins,
og afhent og afhjúpað minnis-
merki Snorra Sturlusonar í Reyk-
holti, og faðir hans, þá Karl Dana-
prins, var hér við land á sjómanns
árum sínum upp úr aldamótum,
og kunni frá mörgu skemmtilegu
að segja. Við hjónin höfum og
heimsótt þá feðga þrisvar á síð-
ari árum, og farið um ættarslóðir
íslenzkra landnámsmanna á veg-
um norsku stjórnarinnar, og þökk
um við innilega móttökur og
bróðurþel. Norðmenn rækja nú
vissulega forna frændsemi með
ágætum. Þó þetta sé í fyrsta sinn
sem konungur Noregs stígur fæti
á í.slenzka grund, þá er samt
góðra kynna að minnast.
Vér íslendingar höfum tekið
mikinn og góðan arf ætternis,
!S
1
i iji!;
- i
"hh,’^hSj
Ólafur konungur gengur í veizlusali ásamt forsetahjónunum (Ljósm.: Tíminn, G.p.).
máls og menningar . frá Noregi,
sem vér vonum að hafi varðveizt
hér sæmilega, blandaður öðrum
kynstofnum, og mótaður af nátt-
úru nýrrar ættjarðar og nýju við
horfi. En stofnrótin er norsk. Þá
þakkarskuld hefur Snorri átt
mestan þátt í að gjalda með
Heimskringlu. Með lögum skal
land byggja, er grundvallarregla
norsks og íslenzks þjóðskipulags
frá fornu fari, og það hafa Norð
menn nýverið reynt, átakanlegar
en vér íslendingar, að land má
með ólögum eyða. En fyrir hetju
lega vörn og baráttu, hefur hin
forna og síunga þjóðfélagshugsjón
sigrað, svo að lögin standa enn
yfir sjálfum konunginum.
Það þótti kardinála einum frá
Róma, sem krýndi Hákon konung
gamla, firn mikil, að hér úti á
íslandi byggi þjóð, sem hafði eng
an konung. En það er einn merk-
asti þáttur íslandssögu, að land-
ið var numið, eftir að einn kon-
ungur hafði lagt undir sig allan
Noreg, mikil gifta að koma að
ónumdu landi, og mesta mótlætið,
að ísland skyldi síðar um aldir
lúta erlendu valdi. Vér megum þó
minnast þess, að ein af aðal orsök-
unum var sundurlyndi íslendinga
sjálfra, og viðleitni einstakra
höfðingja til að gerast einráður
þjóðhöfðingi. Það var brot gegn
hugsjón landnámsins, og mundi
enn leiða til erlendra yfirráða hjá
fámennri þjóð. Hæfilegt jafnræði
og dreifing auðs og valda er enn
þann dag í dag, höfuðstoð al-
mennrar farsældar og fullveídis.
og er svo með fleiri þjóðum, enda
er auður vald og vald auður.
Eg nefni þetta ekki til ásökun-
ar, heldur til áminningar fyrir oss
sjálfa. Hvar myndi þag lenda, ef
allt ætti að ,erfa og engu að
gleyma, sém á milli ber einstakl-
ingum, og í viðskiptum milli
.“'■arr.ha:n a. 13 . ,|
Ólafur konungur leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, við Aust.
urvöll í gær.
Á liófinu í gærkveldi (Ljósm. P. Thomsen).