Tíminn - 01.07.1961, Side 7
falirm brodd, en það er einmitt inm og
þessi broddur, sem heldur'*okk
„Listinþarf aö kom
ast til fólksins"
„Listin þarf að komast til
fólksins". — Þessi orð gætu
verið sameiginleg einkunnar-
orð almennings og listarinnar,
og þau segja allt, sem segja
þarf um það hugarfar, sem
ekki einungis lætur sér nægja
að hugsa þau og tala, heldur
gerir þau að veruleika í verki.
Þau hafa verið nokkurs konar
gunnfáni Ragnars í Smára allt
til þessa dags og borið áfram
starf hans. Það hefur sannast
betur nú en nokkru sinni fyrr,
að þau eru ekki innantóm
skrautyrði, sögð af því að þau
hljóma fallega.
— Þú ert kominn af bænda-
og alþýðufólki, er það ekki?
— Jú, pabbi var bóndi og hafði
í æsku sinni mikið fjárbú og
gerði auk þess út vor- og vertíðar-
skip, sem hann stjórnaði sjálfur.
— Þú heíur þá síiemma orðið
að taka til hendinni?
— Það var óskapleg vinnuharka
heima. — Eitt sumar, þegar ég
var 12 ára, höfðu verið stöðugir
óþurrkar lanigt fram í ágúst og
rímur á vökunni, meðan fólkið
vann. Svo var skeggrætt fram og
aftur um það, sem lesið var. Það
var líka mikið til af bókium heima.
Vði bræðurnir fluttum með okkur
bækur í koffortum út á engjarn-
ar og lásum þær, þegar við áttum
að þvo okkur og skipta um föt.
— Hvernig var annars mann-
lífið á Eyrarbakka á þessum tím-
um?
— Það var mikið menningarlíf
á Eyrarbakka miðað við það, sem
þá var annars staðar á Suðurlandi,
þar var sungið, spilað og leikin
; leikrit. Tvö sumur áður en ég
fermdist var ég hjá frændfólki
mínu á Loftsstöðum í Flóa. Þar|
var nú líf í tuskunum, — spilað.
á orgel, fiðhu harmónikku ogj
; munnhörpu. Á laugardagskvöld-!
um kom fólk af öllum Loftsstaða-
! bæjunum og söng og dansaði langt
fram á nótt. Það var spennandi
líf á Loftsstöðum.
— Hvenær hélztu svo út í heim-'
i inn?
j — Eg fór að heiman, þegar ég
■ var sextán ára, í vendunarskól-
| ann. Þá kynntist ég Guðrúnu Er-
j lings. Það var einhver stórbrotn-
asta kona, sem ég hef kynnzt.
j Fórnarlund hennar var svo mikil,
' að hún var bókstaflega á hlaupum
ekkert hægt að hirða. Loks kom
norðangarður og þurrkur. Við vor-
um þá að slætti á Kaldaðamess-
landi, þvi að litlar slægj;
ur voru á Eyrarbakka. í
þrjár vikur samfleytt var
flutt hey heim frá klukkan
þrjú að morgni til tólf að kvöldi
— sofið í þrjá tíma. Það voru
sumir orðnir framlágir um það
er lauk. Eg man, að þegar við
tókum hestana, voru þeir næstum
í sömu sjjorum og þeir höfðu ver
ið, þegar við skildum við þá,
stóðú bara og reyndu að rífa eitt-
hvað í sig. Á veturna var byrjað
að róa klukkan þrjú og fjögur á
morgnana. Það var altjrei þolað,
að hásetarnir mættu ekki stund-
víslega til skips. Það kom fyrir,
að háseti, sem ekki kom nógu
snemma til þess að ýta skipinu á
f.lot, fékk í refsingarskyni bara
hálfan hlut. Einu sinni sá ég há-
seta koma hlaupandi í þann
mund, sem skipið var að komast
á flot, — hann ætlaði að stökkva
um borð, en hendur hans voru
losaðar af borðstokknum og hann
látinn snúa í land aftur Lífið
lætur ekki bíða eftir sér.
— Var nokkur timi til annars
en vinnu?
— Jú, það var sungið mikið og
lesið hoíma. Mamma las o2. kvað'
til þess að leita uppi fólk, sem
hægt væri að gera eitthvað fyrir.
Heimili hennar var nokkurs kon-
ar listahöU, og þar kynmtist ég
strax fyrsta veturinn Halldóri
Kiljan, Davíð Stefánssyni, Sigurði
Nordal, Ásgrími Jónssyni, systr-
unum Herdísi og Ólínu, Ólöfu frá
Hlöðum og fleira listafólki. Á
heimili Guðrúnar Erlings var mik
ið leikið á hljóðfæri, rætt um bók
menntir af miklum hita, trúmál,
heimspeki og stjórnmál. Eg efast
um, að nokkur háskóli hafi haft
upp á meiri og fjölbreyttari menn
ingaráhrif að bjóða, en heimili
Guðrúnar Erlings í Þing'holtsstræti i
33, og seinna meir annað heimili, I
heimili Erlendar í Unuhúsi. Tveirj
menn aðrir, sem ég kynntist á j
fyrstu árum mínum. í Reykjavík,
Páll ísólfsson og Tómas Guðmunds1
son, og einn, sem ég kynntist síð-
ar, Magnús Ásgeirsson, verða mér ^
ávallt jafn þýðingarmiklir og ó-
gleymanlegir og heimili foreldra
minna í Mundakoti, þar sem þrátt
fyrir óskaplega vinnuhörku, var
alltaf tími til að lesa og syngja j
— Þetta hefur gert þig að liðs-
manni listarinnar.
— í því umhverfi, sem ég hef
hrærzt, er ekki hægt að forðast,
bakteríu listatrúboðsins, hún hel j
tekur mann og sjúkdómseinkenn
in hljóta að koma í ljós.
— Og þá hefurðu farið að gefa
út bækur.
— Já, ég gerðist útgefandi upp
haflega vegna persónulegra kynna
við Tómas Guðmuindsson og Guð-
mund Böðvarsson. Kvæðabók Guð-
mundar var fyrsta bókin, sem ég
gaf út, sjálfur.
— Þú varst líka einm af stofn-
endum Tónlistarfélagsins, var það
ekki?
— Við stofnuðum Tónlistarfé-
lag nokkrir búðarstrákar og sendi
sveinar fyrir þrjátíu árum undir
forystu Páls ísólfs'sonar og síðar
Tónlistarskólann.
— Nú nýlega voru miklar deil-
ur um framtíð sinfómuhljómsveit
arinnar, og það eru til memn, sem
vilja hana feiga, af því að hún
sé svo þurftarfrek.
' — Eg persónulega er fremur
sparsamur máður og leiðist fólk,
sem fer illa með peniuga, en ég
álít, að sinfóníuhljómsveit sé svo
þýðingarmikill liður í andlegu
uppeldi, að hún eigi að skipa
sams konar hlutverk og Háskól-
inn og Þjóðleikhúsið. Eg treysti
mér til að benda á mörg opinber
fyrirtæki, sem ýmist mætti leggja
niður eða draga saman. Myndi
þanniig sparast miklu meira fé, en
þarf til að reka si.nfóníuhljóm-
sveit. Ríkið og bærinn ættu að
Leggja henni til eina og hálfa
milljón krónur hvor aðili, annarra
tebna gæti hún aflað sér með leik
sínum. Eg held að allir aðst.and-
endur hennar séu á einu máli um
það, að hún eigi að vera sjálf-
stæð, opinber stofnun, sem fyrst.
Útvarpsstjóri og útvarpsráð hafa
sýnt henni mikla velvild, og ég
vona, að útvarpið sjái sér fært
að annast rekstur hen-nar, þar til
það er komið í kring.
— Hvenær komu málverkin til
sögunnar?
— Eg var tiður gestur fyrstu
árin mín á vinmustofu Ásgríms
Jónssonar og fylgdist með, hvern
ig málverk urðu til, á sama hátt
og ég hef fylgzt með mörgum
myndum Jóns Stefánssonar, Kjar-
vals og Schevings frá fyrstu frum-
dráttum til fullkomins listaverks.
Þannig urðu málverkin og sköp
un þeirra mér nátengd.
Eg hef sjálfur enga hæfileika
í neina átt, reyndi einu sinni að
leika á hljóðfæri, en það komst
aldrei lengra. Eg hef aldrei reynt
að mála eða yrkja.
Myndasafn mitt gefur ekki al-
veg rétta mynd af íslenzkri nútíma
málaralist. Eg hafði lítil kynni af
Gunnlaugi Blöndal, Fiinmi Jóns-
syni, Sveini Þórarinssyni og fleiri
ágætum málurum, og eignaðis.t því
ekki myndir eftir þá, en hef hugs
að mér að reyna að ná í þær, því
safnið verður vitanlega að vera
sem áreiðanlegiust mynd af list-
sköpun okkar áð'ur en gerð er bók
um safnið, sem ráðgert er. Krist-
ín Jónsdóttir var ein þeirra mál-
ara, sem ég hafði rætt við um
þessa hugmynd mína, enda var
vinátta okkar gömul og traust.
Hún sagði alltaf, hugsaðu fyrst
og fremst um að fá myndir eftir
Jón Stefánsson, því að þeim verð-
ur erfiðast að ná. Hjá mér geturðu
alltaf fengið mynd.
— Hvað réð þeirri ákvörðun
þinni að gefa þessi 120 málverk
til alþvðulistasafns?
— Eg óx upp meðal alþýðu
fólks og mér finnst ég tilheyr;
því. — Það eru 20 ár síðan ég
ákvað, hvað ég áetlafíi að gera
við myndirnar. Listin þarf að
komast til íólksins. Alþýðusafn á
Erlendur í Unuhúsi.
ekki að vera stofinun, þar sem
memn spásséra inn í því sérstaka
augnamiði að skoða myndir, held
ur hluti af umhverfi fólksins, þar
sem líf og list geta sameinast.
Eg-mundi því kjósa, að' það hús-
næði, sem kann að verða byggt
yfir þessar myndir, væri um leið
hressingarheimili, samkomustað-
ur almenniings, þar sem tónlist
orðsins list og myndlist gætu kom
ið til mannsins, þegar hugur hans'
er opinn — utan hins daglega
brauðstrits.
— En hvað þá um málverk á
heimiLunum?
— Eg álít, að þær myndir, sem
fólk hefur hjá sér á heimilinu,
eigi að vera sem mest eftir lif-
andi málara, helzt unga, því að
þá er tryggð þátttaka almennings
í því, sem verið er að skapa á
hverjum tíma. Um leið og lista-
verk fara að hafa sérstakt víð-
tækara gildi ættu þau að verða
eign safna. Menn ættu hreinlega
að gefa slíkar myndir á söfn, en
ekki láta þær ganga í ættir og
eiga það á hættu, að þær verði
að kölkuðum gröfum.
Ný list hefur í sér vissan óróa,
ur vakandi, snertir okkur og leit-
ar sífellt á okkur. Það er líka
mesti misskilningur, a? lífið eigi
að vera þægilegt, sannleikurinn
er sá, að lífið er hræðilegt fyrir-
tæki, og til þess að fá eitthvað
út úr þvf, er oft óhjákvæmilegt
að ráðast í lífshættur og þá reynir
á manngildið. Faðir minin sagði
einu si.nni við mig: „í rauninni
eru aðeins til tvær gerðir manna,
menn, sem gefast upp og menn,
sem ekki gefast upp“.
— Hvert er viðhorf þitt til list-
arinnar?
— Dýrið', sem fæþist, leitar uppi
samkvæmt eðlislögmáli spena eða
brjóst, þar sem næringu er að
finna. Listin er mér sams konar
veruleiki — andlegur næringar-
kraftur, sem viðheldur heilsu
minni og lifi. Sá, sem ekki lifir
með myndlist, les bækur eða
hlustar á tónlist, er ekki líklegur
til að halda góð'ri heilsu. Annars
er ég bara venjulegur kaupmað-
ur, sem verzlar með þessar fæðu-
tegundir eins og aðrir selja mjólk
og ost, og þetta er mjög skemmti-
leg atvinna.
Það er eitt sameiginlegt með list-
Á stööli — Gunnlaugur Scheving.
TfMINN, laugardaginn 1. júli 1961.