Tíminn - 01.07.1961, Page 12

Tíminn - 01.07.1961, Page 12
12. T í MIN N, laugardaginn 1. júlí 1961. iz RITSTJORI: HALLLIR SIMONARSON Fjölmennasta íþrdttamdt, sem haldiö hefur verið hér á landi, hefst aö Laugum í dag Elléfta landsmót Ungmenna- félags íslands hefst í dag kl. níu að Laugum í Þingeyjar- sýslu og er það fjölmennasta íþróttamót, sem háS hefur verið hér á landi, en þátttak- endur í íþróttum landsmótsins munu vera um sex hundruð talsins, og meðal þeirra eru margir kunnir íþróttamenn. í gær streymdu þátttakendur og áhorfendur að Laugum, og má reikna með, að þar verði þús- undir manna um helgina. Frjálsíþróttakeppnin verður hin umfangsmesta á þessu ellefta landsmóti. Keppt verður í 18 greinum, og í sumum þeirra eru keppendur um og yfir 30 talsins, og verður keppnin því óvenju skem'mtileg. Það er gaman að horfa á langhlaup og millvega- hlaup. þar sem fjölmargir, jafnir keppendur bítast um fyrstu sæt- in. Þá verður frjálsiþróttakeppn in að þessu sinni enn þýðingar- meiri, þar sem keppendur verða valdir á mót í Vejle í Danmörku eftir þeim árangri, sem næst á Laugum. Keppendur í íþróttum eru um sex hundruð Laugar í Reykjadal. — Þar verða þúsundir um helgina. GLÍMUKÓNGURINN Þá verður og keppt í mörgum greinum íþrótta, þar á meðal ís- lenzkri glímu_ og meðal þátttak- enda þar er Ármann J. Lárusson frá Ungmennafélaginu Breiðablik í Kópavogi, hinn margfaldi íslands meistari, og af mörgum talinn einn beztj glímumaður, sem ís- land hefur átt. Ekki þarf að efa, að Þingeyingar munu hafa sér- stakan áhuga fyrir glímunni — en Þingeyjarsýsla var um eitt skeið vagga glímuinmar á íslandi. Knattspyríiukeppnin verður ekki fyrirferðarmikil á mótinu, því að undanrásir í knattspymunni hafa þegar farið fram víðs vegar um land, og á landsmótinu keppa að- eins þrjú lið til úrslita, og sama gildir einnig um handknattleik- inn. ' | Sundkeppnin verður áreiðan- lega ein Skemmtilegasta keppni mótsins, því ungmemmafélögin eiga mörgum góðuim sundmönnum og konum á að skipa. Alls verður keppt í tíu sundgreinum. Þá verð ur keppt í starfsíþróttum, og tveir Ieikfimisflokkar, annar frá Seyðisfirði en himn úr Þingeyjar- sýslu, munu sýna fimleika. Þá munu þjóðdansasýningar mjög setja svip sinn á mótið. MARGT FLEIRA TIL SKEMMTUNAR Þótt iþróttakeppnin muni setja mestan svip á landsmótið verður þó margt annað til skemmtunar. Þrír karlakórar munu syngja á mótinu, og blandaður kór frá kirkjukórasambandi Þingeyinga, skipaður 130 körlium og konum. Þá mun Lúðrasveit Akureyrar skemmta báða dagana, en á kvöld in verður dansað á þremur stöð- um, úti og inni. SERSTOK HATIÐASAMKOMA Klukkan 13.30 á sunnudag verð ur sérstök hátíðasamkoma, sem Finnland vann Noreg á öllum vígstöðvum Tveir blaða- menn á mótið TÍMINN mun senda tvo blaðamenn á landsmótið á Laugum, og munu þeir skrifa ítarlega um það eftir helgina. Blaðamennimir eru Guðrún Bjartmarsdóttir og Hjörtur Hjartarson, en hann mun ann- ast íþróttasíðu TÍMANS næstu vikurnar í fjarveru ritstjórans. Þá mun og sérstakur Ijósmynd- ari frá blaðinu taka myndir af landsmótinu. hefst með messu. Séra Eiríkiur J. Eiríksson, formaður Ungmenna- félags íslands, prédikar. Ræður f'lytja Ingólfur Jónsson, landbún aðarráðherra. Jóhann Skaftason, sýslumaðúr og Karl Kristjásiisson, alþingis.maður. Mótsstjóri landsmótsins verðUr Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi ríkisins, en framkvæmdastjóri mótsins er Óskar Ágústsson, í- þróttakennari á Laugum, og hef- ur hann haft mestan veg og vanda að undirbúningi mótsins, og unn- ið mjög gott starf að því er kunn- ugir telja. Námskeið fyr- ir þjálfara í handknattleik Nk. máundags-, þriðjudags- og miðvi'kudagskvöld verður haldið námskeið fyrir þjálfara í hand- knattleik. Fer það fram í KR-hús- inu við Kaplaskjólsveg. Handkn,- samband íslands sér um námskeið ið og hefur fengið hingað kunn- an danskasi þjálfara John Björk- lund, til að annast kennsluna. Var hann valinn af danska handknatt leikssambandinu, sem gaf honum sín beztu meðmæli. Hér gefst gott tækifæri fyrir handkmattleLksdeiidir félaganna að láta þjálfara sína og leiðbein- endur kynnast og læra af þessum ágæta danska þjálfara. Björklund sýnir auk þess kennslumyndir danska handknattleikssambands- Væntanlegir þátttakendur verða að tilkynna þátttöku ®ína til stjórnar HSÍ hið fyrsta og ber þá að greiða hið væga þátttökugjald, kr. 100.00. Tilhoð óskast INGVAR HALLSTEINSSON, F.H. — sigraði með yfirburðum í spjótkasti á ÍR-mótinu. Á þriðjudaginn fór fram lands- Ieikur í knattspyrnu milli Noregs og Finnlands. Leikið var í Hel- sinki og fóru leikar þannig, að finnska liðið sýndi mikla yfirburði og sigraði í Ieiknum með fjóruni nörkum gegn einu. Sama dag fór einnig fram B- landsleikur og unglingalandsleik- ur milli þjóðanna og voru þeir háðir í Noregi. Finnland sigraði í báðum leikjunum, 3—2 í B-lands- leiknum og 3—1 í unglingalands- leiknum — og má því segja, að þeir hafi unnið Norðmenn á öll- um vígstöðvum þann dag. Norðmenn bjuggust við auðveld- um sigri í aðallandsleiknum í Hel- sinki, en það fór á aðra leið. Finnska liðið lék ágæta knatt- ,spyrnu og var vörn liðsins eink- um traust, svo traust, að Norð- menn áttu varla skot á mark, sem heitið gat- því nafni, allan fyrri hálfleikinn. i í Loren bílkrana er verður sýndur í Rauðarárporti mánud. og þriðjud. n. k. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri miðvikudaginn 5. júlí kl. 11 f. h. Sölunefnd varnarliðseigna Hafnarfjörður Óska að taka á lqigu skemmu eða bragga í Hafnar- firði eða nágrenni. Þarf að vera minnst 13x10 metrar. — Tilboð sendist blaðinu merkt „1961“.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.