Tíminn - 09.07.1961, Blaðsíða 1
| Hljómsveitarbíll-
inn valt út af á
Breiðadalsheiði
ísafirði, 8. júlí. — Fyrir og
um síðustu mánaðamót voru
á ferðinni um Vestfirði nokkr-
ir piltar úr Reykjavík, sem spil
uðu fyrir dansi í mörgum kaup
túnum og ef til vill víðar.
Höfðu þeir . . _„.bifreið
að sunnan til umráða, sem
flutti þá milli staða.
Laugardaginn 1. þessa mánaðar
, spyuðu þeir í Bolungarvílc, og síð-
ari hluta nætur var bifreið þeirra
íkomin upp á Breiðadalsheiði. Þar
valt hún út af veginum nokkuð
^ofan við Austmannsfell.
Með umræddum hljómsveitar-
mönnum voru í bifreiðinni nokkr-
ar unglingsstúlkur frá fsafirði, en
hljómsveitarstjórinn var ekki með
í förinni. Bifreið frá Súgandafirði
mun hafa borið að í þessum svif-
um, og flutti hún fólkið til ísa-
fjarðar. Ekki hafði það orðið fyrir
teljandi meiðslum, og má það kall-
ast lán mikiðí
Kranabíll var fenginn til þess
að ná hljómsveitarbifreiðinni upp
á veginn, og var síðan farið með
hana í verksmiðjuna Þór til við-
gerðar.
Notaði talstöð
gómaði þjófinn
Snemma í gærmorgun var
leigubílstjóri á Hreyfli á ferð
eftir Miklubrautinni. Tók hann
þá eftir innbrotsþjófi, sem var
að koma út úr verzluninni við
Miklubraut 68. Veitti leigubíl-
stjórinn þjófnum eftirför og
hafði samband við bílstöðina
gegnum talstöð'ina í bflnum.
Frá stöðinni var síðan hringt í
lögregluna, sem kom á vettvang.
Vísaði leigubílstjórinn henni til
gegnum talstöðina, hvar þeir
væru. Náðist þjófurinn von bráð
ar, en hann reyndist vera gamal-
kunnur óreglupési.
SiHtnudagur
í Árbæ
Aldrei mun annað eins fjöl-
menn! hafa verið í Árbae og síð-
ast liðinn sunnudag. Þá var veð-
ur hið fegursta og lúðrasveitin
Svanur skemmti fóiki þar með
hornablæstri. Túnið var þakið
fólkl, ungu og gön^lu, og börnin
léku sér á grundinni í veðurblíð-
unni. Árb?er hefur orðið aðdrátt-
Vilja Svíar leggja fram fé til
virkjunar Þjórsár og Tungnár?
arafl, og það er líka sýnilega vql
þegið, þegar lúðrasveitin fer út
fyrir bæinn til þess að skemmta
fólki. (Ljósmynd: TÍMINN — GE)
Sænskur bankastjóri og verkfræ'ðingur
í öræfafertS
Koma átta sænskra verk-
Leitað rækjumiða
nyrðra og eystra
Samkvæmt þingsályktun síð
asta alþingis skyldi ríkisstjórn
in láta fara fram leit að rækju
miðum, aðallega fyrir Norð-
ur- og Austurlandi.
Atvinnumálaráðuneytið fól fiski
deild atvinnudeildar háskólans
framkvæmd leitarinnar, sem er nú
nýlega hafin á vélbátnum Ásbirni
frá Isafirði.
Sex manns taka þátt í leiðangri
þessum, þ. á m. Ólafur Sigurðs-
son, sem er einn kunnasti rækju-
veiðimaður vestra. Leiðangurs-
stjóri er Ingvar Hallgrímsson, fiski
fræðingur, en skipstjóri er Sverrir
Guðmundsson.
fræðinga og Vellenborgs
bankastjóra Stockholms Erjs-j
kilda Banks, hingað til lands
á vegum raforkumálaskrifstof
unnar hefur gefið þeim orð-
rómi byr undir báða vængi að
fá eigi Svía til þess að leggja
|fé. í og sjá um virkjunarfram-
jkvæmdir á vatnasvæði Þjórs-
jár og Tungnár.
Á mánudaginn fóru tveir bílar
frá Guðmundi Jónassyni af stað
úr Reykjavík austur yfir fjall. Við
Rauðalæk i Holtum var beygt til
1 norðurs og haldið upp Land, og
I sem leið liggur norður Land-
mannaafrétt. í bílunum voru
Eiríkur Briem rafmagnsveitustjóri
og frú hans, Steingrímur Pálsson,
yfirmaður landmælinga raforku-
málaskrifstofunnar; Vellenborg,
bankastjóri eins fésterkasta banka
Svíþjóðar, Stockholms Enskilda
Bank; verkfræðingur frá ASEA,
stærsta rafmagnsvörufyrirtæki
Svíþjóðar; Þórhallur Vílmundar-
son söguprófessor og Jónas Krist-
jánsson, skjalavörður.
Tröllkonuhlaup virkjað?
Leiðangurinn hélt upp með
Þjórsá og síðan Tungná, allt aust
ur fyrir Þórisvatn að Vátnajökli.
Þetta var þriggja daga ferð og
víða stanzað. Eins og vænta mátti
var slanzað lengst við þá staði,
sem raforkumálaskrifstofan hefur
merkt sem líklega virkjunarstaði,
en mælingamenn skrifstofunnar
hafa mælt þetta svæði allt mjög
nákvæmlega, sérstaklega hvað
halla snertir.
Við Tröllkonuhlaup i Þjórsá
standa um þessar mundir yfir
jarðfræðilegar rannsóknir á bergi.
Þar hefur verið áætlað að reisa
geysílega stíflu þvert yfir Rangár-
botna, frá Búrfelli austur að bökk
unum undir Sauðafelli, ef til
virkjunar kemur. Er þá stíflað
fyrir bæði- Þjórsá og Ytri-Rangá.
Áætlað hefur verið að veita
Þjórsá norður fyrir Búrfell milli
Skálarfells og Sámsstaðamúla ogl
hafa orkuverið þar. Ef þetta
kemst í framkvæmd, yrði þettal
langstærsta virkjun hér á landi.
Leiðangursmenn stiönzuðu eins
og við mátti búazt við Tröliikonu-
hlaup og skoðuðu alla staðhætti.
— eða rafstöð við
Þórisvatn?
Á þessari leið upp Þjórsá og
Tungná koma margir virkjunar-
staðir til greina, en bezt leizt Sví-
unum á sig við Þórisvatn. Stungið
hefur verið upp á því að loka fyrir
afrennsli Þórisvatns og veita
Köldukvísl í vatnið, taka síðan
vatnið úr Þórisvatni í jarðgöng
beint vestur í Þóristungur og hafa
stöðina þar. Þetta er rúmlega
fimm kílómetra leið, en geysileg
falihæð næst þarna og yrði virkj-
un þarna enn stærri en sú við
Trölikonuhlaup
Svíarnir voru ákaflega ánægðir
með þetta ferðalag, en til þess
hefur leikurinn verið gerður.
Að reisa slíkar stórvi’-kjanír
kemur ekki til greina, nema hafa
einhverja stóriðju í sambandi v-J
þær. Þetta yrðu því geysilega dýv-
ar framkvæmdir, en jafnframt
gróðavænlegar. En þá vaknar sú
spurning, hvort við höfum nægjan
legt vinnuafl aflögu til þess að
manna þær verksmiðjur og iðju-
ver, sem koma yrði á fót í sam-
bandi við slíka stórvirkjun.
Allir árgangar frá
1870 til 1961 í síld
Raufarhöfn, 8. júlí. — S.l. sólar-
hring hefur síldveiði verið um 20
þúsund tunnur, aðallega úti við
Kolbeinsey. Flest skipin fóru með
aflann til Siglufjarðar, því komin
var austan bræla, og á móti vindi
að sækja tii Raufarhafnar. Hingað
komu aðeins 3 skip, Bjarnarey
með 800 tunnur, Héðinn frá Húsa-
vík með 600 og Ólafur Magnússon
EA með 300 tunnur.
Segja má, að undanfarið hafi
sveitir hér í kring tæmzt af fólki.
Bændur og búalið hefur ekki litið
viíj heyskapnum, en haldið til
Raufarhafnar í síldina. Á söltunar-
siöðvunum hafa verið allir árgang
ai af kvenfólki. fætt 1870—1961.
.þær yngstu þc aðeins í fylgd með
Imæðrurtim.