Tíminn - 09.07.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.07.1961, Blaðsíða 8
B T í 3£ I N N, sunnudaginn 9. júlí 19,61. Ég sat á skurðbarminum og horfði á kýrnar, sem lágu og jórtruðu. Lengra frá stðo kýr með halann spert- an eins og dösluskaft, og vatnið féll frá henni í stór- um boga. Ég tók grasstrá og tuggði, meðan ég horfði á kúna og vatnssprænuna. Stráið lyktaði af ryki og dýjamosa, og ég hallaði höfðinu aftur og horfði upp með stráinu,- Loftið kvað við af söng læýirkjanna. Bara ég væri orðinn að lævirkja, þá myndi ég ekki hanga í skólanum allan daginn, en fljúga langt, langt burt .... Það var meira en klukku- tími síðan ég fékk frí frá skólanum og nú var mamma ábyggilega farin að und.rast um mig. En hvers vegna skyldi ég vera að flýta mér, fyrst að einkunnabókin var svona slæm, miklu verri en síðast, þegar pabbi hafði skammazt og sagt, að nú væri mælirinn fullur og tal- að um eitthvað epli við mömmu, sem félli langt frá eikinni. Hún skildi hann ekki og hristi höfuðið. og ég gat heldur ekki séð, að það kæmi eplum við. Það var líka allt of lítig að gefa mér einn í reikningi eins og Hansen kennari hafði gert. Hann var líka vitlaus og svo gekk hann í stígvélum, sem marraði í. Þegar hann horfði á mann yfir loníetturnar, var hanneinsogbolabíturinn hennar írú Larsen, sem einu sinni beit mig í sitjandann, þegar ég skreið í gegnum girðinguna til að ná í nokkr- ar perur, sem höfðu fallið á jörðina. Prú Larsen sá mig og sagði, að ég hefði gott af því að vera bitinn og fá gat á buxurnar, því að þá myndi ég kannski hætta að stela perunum hennar, sem hún ætlaði að sjóða i sultu handa manninum sínum. Hún gat ekki skilið, að mér þótti líka góðar perur. En það var ekki nóg með það, að ég væri bitinn og rifinn, heldur neit- aði mamma að»bæta bux- urnar og sagði, að það væri óþarfi fyrir mig að stela per- um, því að það væri nóg af þeim i garðinum okkar. Hún vissl ekki, að perur frú Lars- en eru miklu sætari og safa- meiri. Frú Svendsen hafði gef- ið mér þrjá í dönsku, af því að ég kunni ekki að stafa, Svo reif hún í há mér rétt fyrir ofan hægra eyrað og lyfti mér upp á tærnar, þá fór ég að grenja. Við kölluðum frú Svendsen bara Sissu og hún hafði gott af þvi. Við skrifuðum það á töfluna og breyttum s í p, þá varð hún alveg vitlaus. Þegar hún gekk um bekkinn og beygði sig niður að okk- ur og lyktaði eins og þegar mamma skrælar lauk. Við fengum tár 1 augun, þótt okkur þætti það alls ekk- ert leiðinlegt, ókin og kýrin Við máttum ekki fara í snjókast í skólaportinu, þeg ar það var snjór, og þegar ég spurði, hvenær >ið ætt- um þá að gera það, varð hún líka reið. Skólavörður- inn sló okkur með reglu- stiku á fingurgóniana. Hann var pabbi Óla og gekk með húfu, af því að hann hafði skalla. Einu sinni henti Óli í hausinn á honum, svo að húfan flaug af. Þá hlógum við allir nema Óli. Pabbi Óla hét Hannibal, alveg eins og sá með fílana í mannkyns- sögunni. Það var auðvitað þess vegna, sem við þurft- um að læra um hann og líka af því að hann spilaði á orgel í kirkjunni á sunnu- dögum. É fékk sex í sögu og kom upp í Kristjáni II., sem gekk í kringum kringlótta borðið með þumalfingurinn á borðinu. Það var líka hæsta einkunnin, sem ég fékk, og allt Svenna að að þakka, því að hann hvísl- aði. Hannibal, pabbi Óla, var sögukennari, og þegar ég sagði, að Kristján II. hefði átt heima í Rosenborg í stað inn fyrir Sönderborg, tók hann í nefið á mér og snéri upp á eins og þegar hann tekur í stillin á orgelinu. Þegar hann va þúinn að taka i nefið á mér, var hann ekkert reiður lengur og þurrk aði af fingrunum á buxurn- a^ sínar, því að ég var svo- lítið kvefaður. Mig langaði ekkert tilaðfara einni beljunni einkunnabók- ina mína til að jórtra á. Þá myndu allar slæmu einkunn- Z\ irnar verða að grasi í öllum mögunum hennar. Ég kom upp í mögunum hjá Sissu og fékk lélega einkunn, af því að ég þekkti ekki lakann. Mig langaði ekkert tli að fara heim með einkunnirnar mín- ar. Ég tók bókina npp og blaðaði í henni, svo slæm hafði hún aldrei verið fyrr. Ef hún týndist nú? Það var vel hægt að týna einkunna- bók og reyna svo að vera duglegur að_ lesa eins og Svenni og Árni og fá svo nýja eink^nnabók með nýj- um einkunnum. Það ætlaði ég einhvern tíma að reyna, bara ekki í dag, því að í dag ætlaði ég að leika mér með Lása tyggjó. Við kölluðum hann tyggjó, því að hann var alltaf að sprengja blöðru tyggjó, sem systir hans gaf honum. Hún var í sælgætis- búðinni við bryggjuna og prjónaði allan daginn, af því að enginn keypti neitt hjá henni. Ég hafði einu sinni fengið hjá henni tyggi- gúmmí, þegar ég fór með Lása til hennar. Henni fannst ég svo sætur, þegar ég glápti á hana og gat ekki keypt neitt. Svo hló hún og sagði mér að gripa það með munninum eins oa hnndarn- ir. Hún var mjög freknótt, og var sólbrennd bæði sum- ar og vetur. Kýrin rétt hjá mér lá og jórtraði og gaut augunum á mig. Ég stóð á fætur og gekk til, hennar með einkunna- bókina. Hún þefaði 'af henni. Það var gott, að hún kunni ekki að lesa. Ég rétti henni bókina inn í stórum gras- vendli. Hún jórtraði og jórtr- ' aði, svo stóð hún upp og lyfti halanum. Mig hafði ekki grunað, að það gengi svona fljótt, en þetta var kýr með marga maga. Flugurnar komu suðandi og einkunna- bókin var orðin að kúadellu. Ég gekk út á veginn og sveiflaði skólatöskunni fram og aftur í stóra hringi. Rétt á eftir stanzaði ég og leit við. Kýrin stóö enn og lyfti hal- anum. Henni var orðið illt í niaganum. Það var gott, að ég var ekki kýr með marga maga, sem voru óvanir slæm- um einkunnum. Gunnar Leistikov,’ Framhald at 5. siðu leið batnar sambúðin, og það verður nú æ tíðara, að hvítir og svartir geti verið nágrannar. Heimboðið í Hagertown er einstætt, en talið er að ýmsar fleiri borgir muni efna til svip- aðra vináttumerkja við svert- ingja til þess að freista þess að veita þeim upreisn. Og hlið-. stætt þessu er það, sem borgar- yfirvöldin í Great Neck rétt við New York, á Long Island, gerðu nýlega. Þetta er vel stæð ur bær og nýtízkulegur og borg ararnir vel efnaðir yfirleitt. Þar búa t. d. margir erlendir fulltrúar og starfsmenn hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að kominn \æri tími til þess, að þessi bær veitti svertingjum jafnrétti í verki, og borgaryfirvöldin hafa hvatt hvita menn til þess að bjóða svörtum samborgurum að setjast að í íbúðum hið næsta sér. Þarna er haJdin árleg „bræðalggsvika“ tií að bæta sambúð hvítra og svartra, og nefnd hefur verið sett á laggir í þessu augnamiði. og er hlut- verk hennar að rétta eftir mætti hlut svertingja. Á fundi einum í borginni. þar sem 1200 hvítir menn voru mættir, var samþykkt ályktun um, að hvítir menn óskuðu þess, að svertingj ar settust að i íbúðum hið næsta þeim. Síðan sendi fund- urinn húse'gendum orðsend- ingu þess efnis. að hvetja þá til að leigja svörtu fólki íbúðir hvar sem væri alveg ti) jafns við hvítt. Margir húseigendur og sölufélög hú=eigna hafa nú skuldbundið sig til að fara alls ekki í manngreinarálit í þessu efni. Samvinna um geimkönnun Vestur-Þýzka stjórnin hefur tilkynnt brezku stjórninni. aS hún sé i aðalatriðum reiðu- búin til að taka þátt í starfi evrcoskrar stofnunar, er hafi með höndum smíði geimkönn- unaflauga og burðarflauga fyrir geimför Evrópumanna i framtíðinni. Þetta var tilkynnt i brezka flug- málaráðuncytinu i London í dag. Stjórnir Bretlands og Frakklands hafa að undanförnu haft viðræður um það sín á milli að stofna slíka stofnun og sameina þar krafta sína í þessum efnum. Hafa þessi ríki í hyggju að boða til ráðstefnu, sem fyrst, og er henni ætlað það hlutverk að marka starfsgrundvöll slíkrar stofnunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.