Tíminn - 09.07.1961, Blaðsíða 16
ÍSLENDINGAR HAFA
EKKERT SIÐFERÐI
En það er bara ekkert verra, segir Ninka
Dick Heiander, sem svlptur var biskupstign 1953.
upp að nýju
Skömmu fyrir jól 1953 varð
Dtek Helander, biskup í
Sfrangnes, að láta af embætti,
dæmdur fyrir róg og níð um
stéttarbræður sína og keppi-
nauta um biskupstignina.
Hann var sekur fundinn í und
irrétti í Uppsölum, áfrýjaði til
landsréttar, en var einnig sak-
fetldur þar. Nú hefur hæsti-
réttur Svía úrskurðað, að
málið skuli tekið upp á ný af
landsréttinum.
Helander hefur í átta ár safnað
nýjum gögnum og erlendir sérfræð
ingar, sem gengið hafa í málið,
hafa borið brigður á aðferðir og
niðurstöður sænsku lögreglunnar
við rannsókn fingrafara á fimm
hundnið níðbréfum, sem hún fékk
í sínar hendur. Þrátt fyrir dóm-
Eru þetta fingraför Helanders?
I inn, efast nefnilega margir um, að
1 Helander hafi verið sekur, og af
I sumum er þetta mál nefnt „Dreyf-
usmál“.
Biskupskosning sú, sem þetta
mál spannast út af, fór fram 22.
október 1952, og voru það þrír
menn, sem háðu. harðasta keppni
um biskupstignina. Milli 10. og 20.
október barst fjölda presta og á-
' hrifamanna nafnlaus níðbréf um
keppinauta Helanders, og nokkr-
um vikum síðar 1 kærði prestur,
sem nefndur hafði verið „æfður
rógberi" þessar bréfager'ðir.
Helander mótmælti því, að
hann væri höfundur bréfanna, en
eigi að síður sætti hann ákæru af
ákærnvaldinu í ágúst 1953. Meðal
sönnunargagna gegn honum var
það, að hann hafði látið gera við
ritvél, sem sorfnir höfðu verið af
stafir, en áður hafði hann keypt
ritvél í Stokkhólmi undir fölsku
nafni. Helander hafði einnig
fengið lánaðan fjölritara, og á sum
um bréfanna voru talin vera fingra
för Helanders. Þvottakona fann í
pappírskörfu Helanders bréf-
ræksni með skammaryrðum á, og
loks kvað stílfræðingurinn Johann-
isson upp úr með það, að orðalagi
á níðbréfunum svipaði mjög til
þess stíls, sem Helander temdi
sér, enda brá fyrir svipuðu orða-
lagi í bréfunum og hann hafði
notað á opinberum vettvangi í bar-
áttu sinni um biskupstignina.
Gegn þessu var á það bent, hve
fjarstætt það virðist, að gáfaður
maður grípi til svo heimskulegr-
ar aðferðar. Hann taldi Helander
(Framhald á 2. síðu).
Ég veit, að það hafa verið
skrifuð ósköpin öll um íslenzk
ar konur — hve fallegar þær
séu, sérkennilegar, blíðlyndar,
þróttmiklar, gáfaðar og kven-
legar.
Þannig hefst grein um íslenzkt
mannlíf, eftir Ninku, kunnan
danskan blaðamann. Danir hafa
áreiðanlega haft gaman af að
lesa greinina. Hugsast _ getur, að
svo verði einnig um íslendinga.
— Úr fornsögunum vitum við,
heldur Niaka áfrarr^ — að þetta
voru athafnasamar konur, sem
fóru með þann víking, er þeim
leizt vel á, upp á háaloft, læstu
dyrum innan frá og vottuðu hon-
um þar í einn mánuð samfleytt,
hve fögnuður þeirra yfir sam-
fundunum var innilegur. Það er
þess konar viðurkenning, sem
veitir karlmönnum sjálfstraust, og
kannske er það fornkonunum að
þakka, að íslenzkir karlmenn eru
nú það, sem þeir eru — miklir
vexti, herðabreiðir, þéttir á velli,
armsterkir og með gáfulegt enni,
hlýlegt blik í auga^ og heilbrigð
viðhorf til lífsins. íslenzkir karl-
menn ættu undir eins að fá sinn
sess og jafnrétti við kvenfólkið
í ferðamannabæklingum fslend-
inga.
Trúnaðarmál við matborðið
Þa gerði mig þess vegna dá-
'lítið uggandi, þegar hinn hressi-
legi, íslenzki víkingur — breiður
um herðar og fullur af því sjálfs-
trausti, sem fornkonurnar veittu
forfeðrum hans — hallaði sér með
trúnaðarsvip fram á borðið áður
en loðkia var við forréttinn, horfði
djarfur og óskelfdur í augu mér
og sagði:
— Við höfum ekkert siðferði á:
íslandi.
Síðan stutt þögn.
— Og sá mórall, sem hér er —'
hann er slœmur.
Þögn.
— Við trúum á sjálfa okkur.
Löng og áhrifamikil þögn.
Ég fór aftur að fást við rækj-'
urnar. En maður má ekki láta
slá sig út af laginu í fyrstu at-
rennu. Auk þess hafði fólk varað
mig við heima i Danmörku: „Falli
mönnum vel við Norðmenn — og
okkur fellur öllum vel við þá —
þá >ra íslendingar mann alveg
trylltan." Og þetta reyndust orð
að sönnu — hver gæti spornað
gegn því?
Manni þykir undir eins vænt
um tþá.
Fólk Idappar saman lófunum
Og þetta með móralinn ætti
enginn að setja fyrir sig. Það er
mórall á íslandi, og það er góður
mórall, en ekki slæmur, sem fs-
lendingum er í brjóst lvginn.
Hann hef;ur það meðal annars í
för með sér, að ógiftar mæður ala
fjórða hluta allra bama, sem þar
fæðast. Þetta fyrirbæri styðst við
traustan móral, því að á íslandi
þykir það alls engin skömm, þótt
stúlka eigi barn utan hjónabands.
Síður en svo.
Þegar maður fréttir, að Ása
Pétursdót.tir, sem án alls ámælis
er ekki lengur bráðung, hefur
orðið aðnjótandi höfugrar bless-
unar frjóseminnar, ja — þá kl^pp-
ar fólk saman höndunum í hrifni
og segir: „Je minn, þar biessaðist
það lotksins!“ Og hið sama segir 1
húsbóndi Ásu á skrifstofunni —
nema hvað það ergir hann kann-
um þá.
sjálfur vera faðir barnsins.
Og afi og amma breiða
út vaðminn
í fyllingu tímans fer Ása heim
til sín, og þar bíða foreldrar henn
ar opnum örmum og bera bæði
hana sjálfa og barnið á höndum
sér. Því að það er ekki sönn ham-
ingja fyrir gömlu hjónin, að þau
skuli vera orð'in afi og amma? Og
við ástúð þeirra og umhyggju —
og auðvitað forsjá móðurinnar
líka — vex barnið upp, dafnar og
þroskast. Þess bíða ekki nein ó-
þægindi í skólanum né síðar í
lífinu — fjórði hluti allra félag-
anna er fæddur utan hjónabands.
Hvorki móður né barni er þokað
til hliðar í mannfélaginu. Hvers
vegna að hneykslast? segja menn.
Þetta getur komið fyrir alla — við
vitum ekki hver verður fyrir því.
Náttúran heimtar sinn rétt. Það
er ofureinfalt..
Þekktur og virtur íslendingur
sagði líka: „Þegar ég tala við dæt-
ur mínar um leyndardóma Jfs-
ins og minni þær á, að þær verða
sjálfar að gæta sín, þá er það
ekki af því, að ég hafi neina til-
hneigingu til þess að ástunda sið-
ferðispredikanir, heldur einfald-
lega vegna þess, að við konan mín
nennum ekki að fara strax að ala
upp barnaböm. Við erum nýbúin
að koma okkar eigin börnum á
legg, og nú viljum við gera hlé
á barnfóstri. En eftir noktkur
ár . . . . “
Heilt knattspyrnuliS
Já — íslendingar hafa alveg
sérstakt viðhorf til bama. Þeir
bera þau á höndum sér, rétt eins
og gert er í miklu suðlægari lönd-
um. Þeir ráðfæra sig líka við þau.
Böra og fullorðnir lifa ekki lífi
sínu út af fyrir sig. Þar er fjöl-
skyldulíf. Sá pður hefur ekki
orðið landlægur á íslandi að eiga
ekki nema eitt eðá tvö böm. Nei
— fuJlt hreiður unga, heilt knatl-
spyrnulið, hópur, sem fyllir sætin
allt í kringum grautarskálina á
matarborðinu. Sé boðið til veizlu.
þá skal vera veizla. Hvað er ekk'
lí'ka boðið í ritningunni? Og loks
má minnast, að landið er stórt.
en fólikið fátt. Það er nóg o!n
bogarúm fyrir alla. Barneignir
eru happ fyrir þjóðfélagið. Það
fæðist aldrei nóg af litlum, hraust
um íslendingum irieð sinn ís-.
lenzka móral og trú á sjálfa sig.
Þar eru eintóm hálfsystkin
íslendingar eru ein stór fjöl-
skylda. Það verða þjóðir, ef þær
eru ekki fjöfcnennari en íbúar
Friðriksbergs. Þetta er ein þúsund
ára ætt, 175 þúsund menn, sem
aliir eru frændur eða tengdamenn
eða hálfsystkin hvers annars.
Þetta gæti verið bölvað. En það
er gott. Þetta gæti leitt til smá-
borgaraskapar, skráargatsnjósna
og naflaskoðunar. En í þess stað
hefur þetta fætt af sér félags-
lund, umburðarlyndi, skilnings-
ríka samúð, sem er einkenni alira
góðra fjölskyldna. Skoðanir eru
skiptar inn á við, en út á við e-
miikil eining.
Maður verður að standa trygg
an vörð um Hertu hálfmóðu"
syst.ur, þótt hún sé móðursjúk og
(Framhaid a 'i siðu'
Þessar fallegu stúlkur bera fram kaffi handa gestum á Laugardals
vellinum í hálfleik. ÞaS er oft gott aS fá sopann, hvort heldur kalt
er í veðri eSa sefa þarf sponntar taugar. (Ljósmynd: TlMINN — IM).