Tíminn - 09.07.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunnudaginn 9. júlí 1961. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Gengislækkunarhótanir samtímis hækkandi verði á útflutningsvörum - Ríkisstjórnin valdi kauphækkun- unar- og verkfallaleiðina - Ætlar að nota kauphækkunina sem skálkaskjól - Aukning á nýju innláns- fé minnkaði um 100 milljónir - Fé var flutt af hlauapreikningi á sparisjóðsbækur - „Jafnvægið í pen- ingamálum” - Framleiðsluaukningin og lífskjörin - Þjóðin krefst stefnubreytingar. Stjórnarblöðin hafa verið full af hótunum síðustu daga um nýjar álögur og gengis- lækkun. Segja þau slíkar að- gerðir nauðsynlegar til að bjarga atvinnuvegunum und an „kauphækkuninni miklu“, eins og Gunnar Thoroddsen kallar kjarabætur þær, sem samið hefur verið um. Þessar hótanir stjórnarblaðanna láta furðulega í eyrum sam- tímis hinum góðu fréttum af síldveiðunum fyrir Norður- landi. Síldveiðarnar hafa gengið mjög vel, síldin er góð og fitumikil, og er þegar langt komið að salta upp í gerða sölusamninga. Verð á saltsíld og síldarafurðum er stígandi á erlendum mörkuð- um, og hafa Ríkisverksmiðj - urnar ákveðið 16 króna hærra verð fyrir bræðslusild- armálið en í fyrra, þrátt fyrir kauphækkun þá, sem um hef ur verið samið. Síldarsaltend ur munu einnig greiða hærra verð nú til sjómanna og út- gerðarmanna fyrir síldina, þrátt fyrir kauphækkunina. Verð á síldar- og fiskilýsi er stígandi. verð á fiskimjöli hefur hækkað um 30%. Verð á skreið hefur hækkað og verð á frystum fiski er einn- ig batnandi á erlendum mörk uðum án þess að nokkrum hafi til hugar komið gengis- lækkun. Hví ekki vaxta- Sláttur er fyrir nokkru hafinn á öliu Suðurlandi og Vesturlandi og mun spretta sæmileg, en þurrkar hafa verið af skornum skammti. Hins vegar er hann skemmra á veg kominn á Norðurlandi, og varla byrjaður á Norðaust- urlandi, enda hefur tíð verið þar köld og spretta léleg. lækkun? Þegar menn athuga allar þessar staðreyndir á hlutlæg- an hátt, hljóta menn að sjá, hve fjarri lagi er að tala um gengislækkun í sambandi við kauphækkun þá, sem orðið hefur. Væri ekki viturlegra að nefna vaxtalækkun í þessu sambandi, því að 2% vaxtalækkun, eða sama vaxta hæð og var fyrir „viðreisn- ina“ svarar til 6—7% kaup- hækkun hjá þeim fyrirtækj- um, er nú standa höilustum fæti, þ.e. frystihúsunum. Áð- ur hafði ríkisstjórnin og mál- gögn hennar lýst því yfir, að 6% kauphækkun gætu at- vinnuvegirnir borið án þess að nokkurra aðgerða væri þörf, — þ.e. án þess að vaxtaokr- inu og lánasamdrættinum væri létt af framleiðslunni. Vaxtalækkunin ein myndi þvi gera meira en bæta fram le’ðslunni upp kauphækkun- ina hvað þá ef fleiri jákvæð- ar ráðstafanir væru gerðar til að örva og efla framleiðsl- uúa eins og t.d. linun láns- fjárkreppunnar. Og hvernig stendur á þess- um hótunum um geneislækk un og nýjar álögur? Ríkis- stjórnin rýrði með gerræðis- ráðstöfunum sínum lífskjör- in á einu ári um 20% eða meira. Launastéitirnar stóðu| í fimm mánuði samfleytt í samningaþófi við ríkisstjórn- ina um einhverjar ^ðgerðir af hálfu stjórnarvalda til lin- unar kjaraskerðingunni, með söluskattslækkun, vaxtalækk un o.fl., og hétu því, að meta hverja slíka ráðstöfun sem beina kauphækkun, svo að þannig mætti koma í veg fyr- ir hatramar vinnudeilur og verkföll, er skaða pjóðina alla. Hver valdi kaup- hækkunarleiðina? Ríkisstjórnin sat allan þennan tíma sem slagbrand- ur fyrir dyrum hverrar hugs- anlegrar lausnar. Hún neitaði um allar lagfæringar neit- aði um allt, sem gætj orðið til lífskjarabóta. Enginn get- ur vænt samtök launamanna um að hafa ekki með mikilli biðlund kannað til hlítar við- horf rikisstjórnarinnar í þessu efni .enda var ekki boð- að til verkfalls, fyrr en öll von um úrræði af hálfu ríkis- stjórnarinnar var þrotin. Það var því ríkisstjórnin og hún ein, en ekki launþega-| samtökin, sem valdi verk-! falla- og kauphækkunarleið-! ina í þessari deilu. Það var hún, sem neitaði að fara þær leiöir, sem fyrst var mælzt til, vitandi það að verkföll og kauphækkanir hlytu að sigla i kjölfarið. Það var hún, sem hratt af stað „kauphækk uninní miklu“, og það er hún, sem í senn mun velja gengislækkun og bera ábyrgð á henni, ef á það óheillaráð verður brugðið. Og af allri þessari sögu verður það eitt séð, að ríkisstjórnin hafi blátt áfram viljað að svona færi, viljað skapa sér þessa tylliástæðu til nýrra kreppu- ráðstafana, nýrra álagna á almenning og gengislækk- unar. Skálkaskjólið ' En hvað veldur þessum hótunum um nýjar álögur og nýja gengisfellingu? Það hefur verið siður fjár- málaráðherra að gefa þing- mönnum bráðabirgðayfirlit um bag ríkissjóðs í lok hvers þings. ’Þetta gerði Eysteinn Jónsson ætíð, er hann gegndi embætti fjármáiaráðherra. Þetta gerði Gunnar Thorodd- sen hins vegar ekki, og hann hefur ekki enn fengizt til að gefa neinar upplýsingar um hag og afkomu ríkissjóðs. þrátt fyrir marg íj;rekaðar á- i skoranir. Fj ármálar áðherrann þegir enn sem fastast um „statusinn í kassanum“i Þvi hefur verið ómótmælt af rik isstjórninni, að þaö var ætl- un ríkisstjórnarinnar, er „við rei«narlögín“ voru sett, að i'á verulegum greiðsluafgangi hjá rikissjóði. M.a. þess vegna var 8% innflutnings- söluskattinum bætt ofan á eftir að ,viðreisnardæmið“ hafði verið reiknað. „Viðreisn in“ hefur hins vegar orðið meiri en hómópatarnir höfðu gert sé grein fyrir. Út- reikningar hómópatanna stóðust ekki á þessu sviði fremur en pðrum. Samdrátt- urinn hefur orðið svo mikill á öllum sviðum og kaupgeta almennings hefur lamazt svo mikið, að farið er að sneið-j ast um hjá ríkissjóði. Hvort sem kauphækkanir hefðu orð ið eða ekki, hefði ríkisstjórn' in orðið að leggja á nýjar á-‘ lögur, ef hún ætlaði að halda lánasamdrættinum og vaxta- okrinu áfram. Því beið ríkis- stjómin úrræða- og aðgerða- laus eftir verkföllunum og kauphækkununum, þvi að hún ætlaði að nota þau sem skálkaskjól eða beint tilefni til nýrra álagna, svo að hún gæti haldið kreppustefnunni áfram. Ríkisstjórnin reyndi að torvelda samningana og lengja verkföllin. því að hún ætlaði að kenna þeim og kauþhækkununum um allan ófarnaðinn, sem af viðreisn- arfarganinu og hómópatahag fræðinni hefur leitt. Ef ríkissjóður á nú i vanda vegna „viðreisnarvitleysunn- ar“, mun hagur hans fljót- lega vænkast, — ef fram- leiðslustefnan er tekin upp að nýju- vextirnir lækkaðir, dregið úr lánsfjárhöftum og aðrar hliðstæðar ráðstafanir! gerðar til að örva framleiðsl- una og framtak einstaklinga og félaga — vegna vaxandi veltu og umsvifa í þjóðfélag- inu og stóraukinna tekna þjóðarheildarinnar. | Sannleikurinn um j innlánaaukninguna En það virðist ekki hvarfla að hómópötunum að lækka vextina, hvað þá að gera fleiri aðgerðir í jákvæða átt. j Enn er reynt að halda lof-1 söngnum um vaxtahækkun- ina áfram, þótt öllum sé nú að verða ljóst, að vaxtahækk unin hefur ekki orðið þjóð- inni til góðs á neinn hátt, en bölið, sem af henm hefur leitt blasir hvarvetna við. Stjómin sagði ,að vaxta- hækkunin væri ekki sizt gerð til þess aö auka innlán til banka og sparisjóða. Sam- kvæmt Fjármálatíðindum nam innlánsfé banka og sparisjóða í árslok 1960 3000 milljónum. Vextir voru 4% hærri á árinu 1960 en á ár-j unum á undan og vextirnir leggjast við höfuðstólinn og nauðsynlegt er því, að draga innlánsaukninguna vegna 4% vaxtahækkunarinnar einnar frá, ef gera á raun- hæfan samanburð við árin á undan, þegar viðbótin vegna vaxtanna var 4% lægri Við- bótin við innlánin vegna 4% vaxtanna hefur numið um 100 milljónum króna. Heild- arinnlánsaukning, þ.e spari- innlán og veltiinnlán, banka og sparisjóða nam á árinul ] 1959 320 milljónum, en 1960 ] nam heildarinnlánaaukning- ' in 317 milljónum. Sé því gerð ur raunhæfur samanburður á árunum 1959 og 1960 og tek iö tillit til innstæðuaukning- ar vegna vaxtahækkunarinn- hefur aukning á nýju inn- lánsfé minnkað um 100 millj ir á árinu 1960. Þetta er sann leikurinn um innlánaaukn- inguna. En er þetta nema eðli j legt? Hver hefur bolmagn til |að leggja fé á vöxtu í banka, þegar menn hafa naumast í sig og á? Af hlaupareikningi á sparisjjóðsbók Stjórnarblöðin hafa hins vegar ætíð sleppt veltiinn- lánunum út úr reikningum sínum til að geta fengið hag- stæðari tölur. Skv. fjármála- tíðindum nam aukning spari- innlána 1959 250 milljónum, en 1960 350 milljónum Þegar tekið er tillit til viðbótarinn- ar vegna vaxtahækkunarinn- ar, hefur sparifjáraukningin því ekki aukizt nema um 20 —30 milljónir, því að spari- féð í heild nam 2000 milljón- um og 4% vextir af þvi eru 80 miUjónir. En mergurinn málsins er þessi- Hvaðan hef ur þessi aukning á sparifénu komið? Þegar vextir af spari- fé voru hækkaðir um 4% voru vextir af hlaupareikn- ingsinnstæðum aðeins hækk- aðir um 114% og þannig stór lega breikkað það bil, sem hafði verið milli sparifjárvið- skipta og hlaupareiknings- viðskipta. Fólk dró því í stór- um stíl fé sitt af hlaupareikn ingum. þ. e. veltiinnlán. og setti það á sparisjóðsbækur. Það var ekki hægt að vonast eftir öðrum viðbrögðum hjá mönnum. Hagræði það. sem menn höfðu haft af hlaupa- reikningsviðskiptunum var orðið dýrt í samanburði við hina háu vexti á sparlsjóðs- bókum. Aukningin á spari- fjárinnstæðunum er því kom- in beint af hlaupareikning- unum. Þannig minnka velti- innlánin, en spariinnlánin aukast lítillega. Stjórnarblöðin beita sífelld um blekkingum í frásögnum af þessum málum Þau taka aðeins aukninguna á spariinn lánunum, en minnast ekki á veltiinnlánin, hvað þá að þeir geti um tilfærslurnar af hlaupareikningum yfir í sparisjóðsbækur. „Jafnvægi í peri- iti^amálum” Þeir tala um „jafnvægið í peningamálum.“ En hvernig stendur á því að þeir minnast (Framhald á 13. síðu). 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.