Tíminn - 11.07.1961, Side 8
8
TÍMINN, þriðjudaginn 11. júlí 1961/
Á sildarmiðunum. — Óiafur Magnússon frá Akranesi dokar við og biður eftir torfu til að kasta á.
Á bátabylgjunni
SÖGUSINFÓNÍA SÍLDVEIÐ-
ANNA.
Ef einhver ætlað'i að kynna séri
síldveiði fyrir Norðurlandi, gæti
hann að vísu komið á Siglufjörð,
talað við síldarstúlkur, spekú-|
lanta og dixilmenn, það er að
isegja ef aokkur má vera að þvíj
að tala við fólk, sem er í kynn-
isferð, en líklega væri þó bezt
að fá sér viðtæki, eða móttak-
ara eins og það heitir til sjós og
hlusta á talið í bátabylgjunni. i
í þeirri stórbrotnu hljómkviðu við'
burða og tilfinninga er að finna,
allt, /sem heyrir til síldveiða fyrir
Norðurlandi.
Fyrir þá, sem eru ókunnugir,!
þá er bátabylgjan, svona nokkurs1
konar radíó-hreppasími; allir
leggja orð í belg og allir hlusta
á alla — alveg eins og í-sveita-
síma fþið fyrirgefið!)
AFLAMENN ERU ÞÖGULIR
Skipstjórarnir tala oftast sjálf-
ir í talstöðvarnar og það kemur í
Ijós, að skipstjórar tala misjafn-
lega mikið. Sumir eru alitaf „í'
loftinu", og þagna helzt aldrei.
Þeir eru eins og langorðir ræðu-
menn, sem koma sér vel fyrir í
stólnum. Því er meira að segja
haldið fram, að menn fiski síld
í hlutfalli við orðafjölda í talstöð
ina. Það er að segja í öfugu hlut
falli: Mörg orð, — lítill afli.
Af.lamenn koma aðeins endrum
og eins í talstöðina og eru þá
mjög alvarlegir. Þeir eru þá helzt
að tilkynna síldarleitinni um afla.
Þeir eru mjög stuttorðir. Segja
kanske bara: 1200 tunnur Skaga-
grunni: Verð á Siglufirði kl. 6.
Vantar olíu. — Búið Gagnstættj
hinum hefðbundna kliði. sem er
venjulegast á bylgjunni, bregður
nú svo við, að allir þagna. —
Aflakóngur var að tala í stöðina!
En bylgjan jafnar sig fljótt og
kliðurinn vex óðfluga aftur.
BARLÓMUR OG VEIÐIGLEÐI
Til hvers er þetta allt? spyr
kannske einhver. Hvaða gagn geta
síldveiðimenn haft af t.alstöðvun-
um og bylgjunni? Því er fljótsvar
að. Það er mjög mikið.
Flotinn er dreifður um allan
sjó. Ailt frá Hornbanka að Kamba
aesi, á Austur og Vestursvæðinu
Skipstjórarnir fylgjast með veið-
unum á bátabylgjunni og færa sig;
til á miðunttn'.. Ef einhver vcrður^
síldar var, hópast skipin að til!
þess að freista gæfunnar. Þetta
er flóknasti hluti bylgjunnar. í
rauni-nni er þetta mikil fræði-
grein, að meta og vega allt það,
sem sagt er um sildina, tileinka
sér öH brotabrot af vitneskju,!
sem þar koma fram og draga svo 1
af þeim ályktanir, sem duga til f
að veiða síld. Þetta er ákaflegaj
þunnt vinnsluefni. Einhver hefur.
sagt, að 99% af því, sem sagt er,:
mætti sleþpa, og ségir það nokk-;
uð, Þó er hætt við, að bylgjanj
yrði nokkuð sviplaus, ef barlóm-
urinn t.d. hyrfi og allar bollalegg:
ingarnar, skrafið og vanstillingin.
Þarna koma fram misjöfn við-
horf til hlutanna. Hvað men-n eru
misánægðir með sinn afla. Þess
vegna verða þeir, sem hlusta á
síldarfregnir helzt að gjörþekkja
þann, sem segir frá og vita upp á
hár, hvort hann er bjartsýnis- eða
svartsýnismaður, en svartsýnis-
menn eru margir á sildveiðum, þó
að undarlegt sé.
REIÐILEYSI
Þegar enginn veiðir neitt, kast
ar fyrst tólfunum hjá svartsýnis-
mönnunum. Bölsýniíi nær þá tök
um á bylgjunni. Venjulega er þá
vont veður eða bræla, eins og
sagt er til sjós. Einn báturinn
missir nótabátinn í sollið hafið,
annar nótina, þriðji bæði nót og
bát. Nótabátar eru viðsjárverðir
gripir úti í hafsauga, en síldveiði
er nú nær engin á grunnmiðum.
Þetta heyrist allt í talstöðvun-
um, menn spá illu, — og flotinn
heldur til hafnar — í landvar.
—0—
Himininn er þungbúinn, og það
byrjar að rigna. Síldarbæirnir
fyllast af skipum og sjómönnum.
Sjómennirnir ganga á land, en
gefas.t fljótt upp á því að rangla
kringum grútarfabrikkur og skít
votir inn að skinni.
Þá hefst eitt tímabilið enn á
bátabylgjunni. Glaðlyndir síldveiði
menn byrja að senda smápró-
grömm í talstöðina. Spilað er á
harmónikku, farið með klámvis-
ur og sitthvað fleira. Stundum er
líka sungið. Svo hefjast stundum
miklar yrkingar.
Kveðizt er á. Allir, sem verið
hafa á síld, kunna frægar síldar-
vísur. Frægt grín í talstöðvarnar.
Hér er ein:
Guðmundur með gæðasvip
gellur í talstöð þarfa:
Halló, bátar Halló, skip.
Hver var að kalla í Narfa?
Þessi var ort um mikinn afla-
mann. Svona smáprógrömm getaj
verið mjög skemmtileg, enda eru
þau bönnuð.
Brælur eru óvinir síldveiði-.
manna. Þeir glata ekki eingönguj
dýrmætum veiðitíma, heldur tapa
þeir oft veiðarfærum og afla. Þessi i
vísa var ort á skipi, sem var á leið- j
inni til lauds með afla í brælu,
og skipverjar voru orðnir hrædd-
ir um, að dekklestina tæki fyrirj
borð:
Úr síld úr Ægi safnar auð,
með sæmd og lán í stafni.
Gegnum brim og bárugnauð
berist guðs í nafni.
5 MÍNÚTUR Á BYLGJUNNI
Það er bezta veður. Heiður him,
inn og rennisléttur sjór. Bátarnir
bruna út á miðin, og af þeim. Sum
i: liggja vel fram á breið brjóstin.
Einstaka er eins og hann sé kom
inn að því að sökkva. Þeir hafa
sett í gott kast. Jú, hann var að
háfa, segir einhver í stöðina. Ann-!
ar hefur ekkert fundið. Hið und-
arlega lögmál, að fiska og fiska
ekki, skýtur upp kolli. Einn bátur
kemst í síld. Háfar og setur á fulla j
ferð til lands. Sjómennirnir eru
glaðir í lund, og búa sem bezt um!
síldina. Þgir gjóta hornauga til
þeirra, sem ekkert hafa fengið,
og verða að horfa grænir af öf-
und á eftir sneisafullum bátum,
sem eru á leiðinni í land.
En'það kemur fleira til tals en
síld. Við hlustum í 5 mínútur
FREYJA kallar í Grímsey til að
vita, hvort þar sé til rafsuða Nei,
það er ekki til rafsuða. Bara log-
suða. Skrítið að eiga heima í
landi, sem ekki. hefur rafsuðu
heldur bara logsuðu, hugsar mað-
ur. Þeir hafa heldur ekki prest,
bara djákna, segir einhver.
„Ólafur Magnússon" frá Akra-
nesi kallar í varðskip. Það er bil-
uð vélin. Hann var lika dregin
inn í gær Þá var sami öxullinn
farinn Vélin verður að ganga, ef
menn ætla að veiða síld. Annars
verður bara tómt reiðileysi.
Bátur kallar í Siglufjörð og bið-
ur þá að hringja heim og spyrja
kifnuna. hvort dóttir hans hafi
slasazt alvarlega. Þeir gera það,
og telpan hefur, sem betur fer,
ekki slasazt alvarlega. Einn bát-
urinn enn talar við Grímsey, og
spyr, hvort þeir hafi stúlkur
núna? Nei, en stúlkur .á tal-
stöðvarmáli er ekkert í ætt við
kvennafar Heldur síldarstúlkur.
Ef ekki .... nægjanlega margar
stúlkur, tekur of langan tíma að
salta. Nei, það er ekki mikið um
stúíkur í Grímsey. Þó ætti sölt.un
að geta gengið sæmilega, segir
Grímsey og það er ákveðið að tala
saman aftur klukkan eitt.
HVER Á SÍNA SÖGU
Hver á sína sögu, þátabylgjan
líka. Það munu tvö skip hafa
fengið talstöð fyrsta sumar báta-
bylgjunnar. Það voru mikil afla-
skip. Þegar menn sáu Ioftnetin,
hristu þei.r höfuðin. Þeir ætla
kannske að fiska í talstöðvarnar,
sögðú sumir og spýttu fyrirlitlega.
Ekki er sá, sem þetía ritar, kunn
ugur, hverjir þessir feður báta-
bylgjunpar voru, sennilega þeir
Ólafur heitinn á Eldborg og Þór-
arinn Dúason, núverandi hafnar-
stjóri á Siglufirði. Þeir voru mikl
ir aflamenn. En því var ekki að
aeita, að sumarið það gáfu menn
talstöðvarskipunum fremur auga
en öðrum skipum. Ef þau hreyfðu
úg, ruku allir af stað. Þeir höfðu
auðvitað frétt af síld í „stöðinni“.
Þar með varð bátabylgjan ofan á.
Nú hafa allir stöð og geta lagt
orð í belg í „loftinu".
Þróunin er ör í síldveiðnm. Nú
veiðir enginn maður vaðandi síld.
Asdic-tæki, dýptarmælar, kraft-
blakkir, talstöðvar, radartæki, nyl-
onnætur og ótal flei.ri hlutir hafa
skotið upp kollinum og enginn
fengist til að ráða sig á skip með
þær græjur, sem í „den tid“
dugðu Eldborgu til að fiska 40.000
mál. Meira að segja „toppgræjur“,
sem svo er nefnt og notaðar voru
á betri ski.pum fyrir fimm árum.
eru orðnar að safngripum, ei-ns og
skinnklæði og spjaldlogg. En dýrt
er drottins orðið. Síldargræjur
kosta með kraftblökk yfir hálfa
milljón. og það þarf góða veiði til
að standa undir því. Það eina,
sem ekki brevtist. er bátabylgjan.
Nýjar raddir koma og aðrar
hverfa. Og þytur síldarhljómkvið-
unnar stígur og hnígur, eftir því,
hvernig hún gefur sig til.
HAUST
Þegar haustar, hefst lokakaflinn
í bátabylgjunni. Hann getur verið
mislangur. Yfirleitt vilja sjómenn
fara sem fyrst heim, þegar haust
ará Útgerðarmenn vilja hins veg
ar oft I.áta skipin vera eins lengi
og mögulegt er — eða réttara
sagt vildu, en nú hin síðari ár
hefur það færzt í vöxt, að skipin
leiti annarra verkefna á haustin;
til síldveiða í Faxaflóa.
Margur maðurinn hefur með
sjálfum sér óskað, að síldveiðin
hefði sneggri endi. En allt er breyt
ingum undirorpið. Nú er sára-
sjaldan veidd vaðandi síld. heldur
eftir asdic-tækjum. í gamla daga,
þegar einvörðungu var veidd vað-
andi sí'ld, þá þurfti ,ekki nema
sæmilegt rok til þess að binda
endahnút á vertíðina. Þá orti ein-
hver:
Eg elska þig, stormur, sem æðir
um haf
og andskotans sildina keyrir í
kaf
Já, það stappar næst guðlasti.
En menn geta orðið þreyttir á síld
veiðum líka.
En asdic-öldin hefur líka sínar
haustvísur:
Heldur vænkast horfurnar
Hátt í stormí þýtur.
Asdictækja torfurnar.
Tómur Múkka-skítur.
Enginn veit. hvernig síldarver-
tiðinni lýkur Hvar sem menn
standa finna þeir. að á vissan hátt
ráðast örlög þjóðarinnar á sílda’-
olönum og í verksmiðjuþróm Bíla
?alar. kaupmenn. skólastjórar, ráð-
herrar og verkamenn. finna, að
verði síldveiðin eóð, veldur það
grósku os nrisum. vinnu og fram
kvæmdum. Það er því mikið í
húfi, víðar vamstilling út af síld
en á bátabylgjunni, sögusinfóníu
síldveiðanna. jg.
Það er komið fram á
tólfta tímann, þegar við
rennum vfir brúna á Mið-
fjarðgrá. Við siáum menn á
Ferli við "iðqerðaverkstæðin
á Lauoabökkum, og drátt-
arvé! er á leið út á veginn.
En við h>-unum upp brekk-
una aust"n árinnar og
sveioium út með firðinum,
beoar við komum að vega-
mótum á auðum melnum,
þar sem við höfum átt að
venjastaðNorðurbrautværi.
Þar er ekki framar neitt af-
drep handa beim, sem bíða
!angferðabílanna, og þess
er ekki lengur kostur að
skola þar ferðarykið úr
hálsinum með maltöli eða
gosdrykkjum. Og það er
líka haldið áfram án við-
stöðu. Bæir þjóta hjá. Ein-
hver talar um götuslóða,
sem liggi niður fyrir sjávar-
klettana oq nefnist Land-
mannaleið. En við ætlum
ekki þann veg, því að tak-
mark okkar er Vatnsnes.
Þótt Vatnsnesið hafi aldrei
verið mjög fjölmean sveit, er
það allfrægt í sögum. Þar hafa
gerzt ýmsir voveiflegir atburð-
ir, og þar hafa átt heima merkir
menn, sem lengi mun verða
minnzt. Af öllu því, sem þar
hefur gerzt, mun þó alþýðu
manna minnisstæðast, er Frið-
rik Sigurðsson frá Katadal og
Agnes Magnúsdóttir drápu þá
Natan Ketilsson og Fjárdráps-
Pétur í rúmunum á Illugastöð-
um árið 1828 og kveiktu síðan
í bænum.
í kirkjugarðinum á Tjörn á
Vatnsnesi var líka sett niður
afturganga á öldinni sem leið
með þeim hætti, að bóndi úr
nágrenninu rak fleyga í leiðið á
messudegi á milli pistils og guð-
spjalls. Ef menn halda, að þar
hafi verið að verki einhver kyn-
legur kvistur, sem átt hafi göt-
ur utan við almannaleið, þá fara
menn villir vegar, því að sá,
sem það gerði, var einn hinn
gildasti bóndi sveitar sinnar.
mikilsvirtur atkvæðamaður og
um langan aldur mikill ráða-
maður í sínu byggðarlagi.
Hér á Vatnsnesi bjó fyrir
um það bil 150 áium Gunn-
laugur Magnússon, faðir Björns
Gunnlaugssonar, hinn mesti
hugvitsmaður og frömuður um
margs konar umbætur. Þar
ólst einnig upp og ól sinn
skamma aldur skáldið Sigurður
Bjarnason, bróðursonur Frið-
riks morðingja frá Katadal, þar
eru æskuslóðir Ólafar frá Hlöð-
um og þarna bjó kvæðamaður-
inn Jón Lárusson, niðji Bólu-
Hjálmars Ef menn vita nokkur
skil á því. sem þarna hefur
gerzt, er markverð saga tengd
við náiega hvern bæ. Löngu
l:ðnir atburðir líða fyrir hugar-
sjónir ferðamannsins, er hann
leiðir bæina augum — hann sér
gerast mikla haimleiki og sögu-
frægir menn taka á sig fyllri og
skýrari myndir en áður.
En það er ekki aðeins saga
Vatnsness, sem heillar. Sjálft
landslagið er sérkennilegt og
fagurt svo að það eitt fær veitt
glöggskyggnum manni mikla
ánægju En einkennilegastir eru
hinir mörgu og margbreytilegu
stapar og drangar. sem þar eru
víða við sjó fram.
Hvalbein á Ánastöðum
Við stöldrum fyrsl við litla