Tíminn - 13.07.1961, Síða 1

Tíminn - 13.07.1961, Síða 1
156. tbl. — 45. árgangur. Hlustað á lllugastaðasteina bls. 8—9. saeeMRHBaannaraapN Fimmtudagur 13. júlí 1961. Söltun 235 þús.tunnur í fyrrakvöld nam söltun á öllu landinu 235,153 tunnum. Þar af hafði verið saltað á Siglufirði í 127,766 tunnur. Síld arverksmiðjur ríkisins höfðu á sama tíma fengið 97,127 mál, en á sama tíma í fyrra 221,950 mál. Þarna er lagðúr saman fengur verksmiðjanna á Siglu- firði, Raufarhöfn, Húsavík og Skagaströnd. Rauðka á Siglu- firði var búin að fá 22.820 mál af hreinni síld, en að slógi með töldu var fengur hennar 48,821 mál. Á sama tíma í fyrra hafði verksmiðjan fengið' samtals 24,775 mál. Svifbíll boðinn - en var hafnað Gengið hefur á milli manna,! að von væri á svonefndumj svifbíl hingað til lands og ætti hann að vera í ferðum yfir | sanda og vötn Skaftafells- sýslna sunnan jökla, sem hafa Jhingað til verið versta sam- göngutálmun landsins. Þessir svifbílar eru nýjung á tilraunastigi. Þeir taka inn í sig loft og dæla því af Tniklu afli nið ur fyrir sig, svo að þeir haldast á lofti í nokkurra sentimetra fjarj lægð frá jörð. Þeir eru knúnir eins konar hreyfli og aka þannig í lausu lofti yfir tóð og lög, en eru að útliti svipaðir venj ulegum , bílum. Allmargir slíkir bílar hafa þegar verið framleiddir. Þar sem sögunni fylgdi ,að vega málastjórn myndi hafa miiligöngu um kaupin, snerum við okkur til vegamálastjóra. (Framhald ó 2. síðu) AUSTFIRZKT BRAUD Þurrkstöð og mylla, sem breyt ir korni í sekkjað mjöl í snatri Austftrzkt brauð — það hljómar ævintýralega. Þó er þetta ævintýri, sem hefur gerzt. Malað hefur verið bygg, sem ræktað hefur verið á Hér- aði, og búið til úr því bæði kex og brauð, en að vísu haft hveiti til íblöndunar. Þetta kvað vera mjög gott. íslenzkt byggmjöl hefur einnig verið haft í súpu þar eystra. Og í sumar á að byggja á Egils- stöðum kornþurrkunarstöð, sem ekki aðeins þurrkar korn á skömmum tíma, heldur skil- ar því möluðu og sekkjuðu. Veruleg kornrækt hefur verið að komast á fót á Austurlandi á liðnum árum, og hefur Sveinn bóndi Jónsson á Egilsstöðum verið þar mestur forgöngumaður. í fyrra voru stórir akrar á Egilsstöðum, og einnig voru þá akrar á Völlum og í Skriðdal. í vor voru kvíarnar færðar út, og miklu sáð á þessum stöðum öllum, þótt miklu stærstir séu akrarnir á Egilsstöðum, og auk þess byrjað á nýjum stöðum. Samvinna búnaðarsamtaka og kaupfélags Héraðsbúar eru ekki í vafa um, að þetta sé búgrein, sem eigi fram í tíð fyrir sér. Þess vegna á nú að ! reisa kornþurrkunar- og mölunar- ! stöð á Egilsstöðum. Verður kornið þurrkað þar við rafhita í sívaln- I ingi, sem minnir á þurrkara í Síld- '■ arverksmiðju, og malað að því i búnu. Til þess er ætlazt, að bænd- ur komi þangað með kor'n sitt á vörubílum, og taki það síðan aft- ur sem sekkjað mjöl á sömu bíl- ana. Verður því um mjög hrað- virk tæki að ræða. Það er Búnaðarsamband Austur lands og Kaupfélag Héraðsbúa í sameiningu, sem byggja þessa stöð, og á hún að verða fullbúin til starfa í haust, um það leyti er kornið er skorið upp og þreskt. Fullkomin tækni Þessi nýjung markar tímamót í kornyrkjuviðleitni landsmanna. Hér er tryggð góð nýting kornsins með fullkomnum tækjum, eftir að þresking hefur farið fram, og til uppskeruvinnunnar hafa Héraðs- búar einnig ágæt tæki. Mjölið verður svo notað sem fóð urbætir eða til manneldis, eftir því sem henta þykir. iiDansmúsík á:i íi bryggjum (, Vandræði hafa stafað af því,, (,fyrir síldveiðiflotann, að kalI-( i < *bylgja bátanna er mjög nálægti i < iþeirri bylgjulengd, sem brezku' i I itogararnir hér við land nota í< > < >samtölum sínum. < > < > Fréttaritari blaðsins í Nes-< < {’kaupstað skýrðí svo frá, að á' ’ 1 ’mánudagskvöldið hafi Bretarn '1 °ir útvarpað dynjandi dans-J | ||músík á bylgjulengd sinni, og(, (,hafi síldarbátarnir átt í mestu,, , ,erfiðleikum að nota kallbylgj <, < ,una af þeim sökum. Annars< < uþekkja sjómenn mætavel, aði i i iBretar eru vanir að rabba sam-< i < lan Iangar stundir í útvarpið um< • < >það, sem þeim er hugstætt.J < ikvenfólk, pólitík og aflabrögð.' ’ * ’Og á mánudagskvöldið dundi' dansmúsík þeirra á Það búa einhverjlr töfrar í sólskininu á Arnarhóii — svona getur fólk oröiS stórfæt't af því, að láta það baka sig. Það er þó bót í máli, að skórn- ir vaxa með fætinum. (Ljósmynd: TÍMINN — IM). SiBdarsamning- ar við Rússa ('einmitt | ’þeim sama tíma, sem íslenzku,, bátunum lá allra mest á, frá(, ,,klukkan hálf átta til tíu um,, ,,kvöldið, og er ekki gott að<, , ,segja, hvað Bretum kom til< i < iþess arna. Menn telja, að varð-i i i iskipunum beri að taka í taum-< • Oana, þegar svona stendur á. <> í gærkvöld var undirritaður ( sölusamníngur milli Síldarút- vegsnefndar og Prodintorg, innkaupastofnunar Sovétríkj- anna um sölu á 50 þúsund tunnum saltsíldar veiddrar við Norður- og Austurland. Af hinu selda magni eiga a.m.k, 75% að vera með 20% fituinni- haldi eða meira, af síldinni full- verkaðri, og ekki yfir 25% af magninu með fituinnihaldi milli 17 og 20%. Hinir rússnesku kaupendur á- skilja sér rétt til þess að kaupa 10 þúsund tunnur til viðbótar, og vera þeir að hafa sagt til um það innan eins mánaðar, hvort þeir kaupa þetta viðbótarmagn., xSamningaumleitanirnar við Rússa hafa staðið yfir í 8 vikur. Lokaþátt samninganna önnuðust af hálfu Síldaiútvegsnefndar þeir Erlendur Þorsteinsson, Sveinn Benediktsson, Gunnar Jóhannsson og Gunnar Flóvenz.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.