Tíminn - 13.07.1961, Side 8

Tíminn - 13.07.1961, Side 8
8 TÍMINN, fimmtudaginn 13. jálí 1961 r A yíirreið um Vatnsnes — 2. grein: Rovaniemi, Finnlandi, 3. júlí. Kæri ritstjóri. Nú er ég staddur hér á Norður- Finnlandi, í fagurri og að mestu nýbyggðri borg við heimskauts- bauginn. Fyrir nokkru síðan sendi ég þér fáeinar línur frá höfuðstað Spitsbergen. Eftir það kynntist ég mörgu þar í landi, sem hér skal ei vera þulið. En gaman var að koma þar á ýmsa sögulega staði og aðra einkennilega og heillandi. Þá var ekki sízt skemmtilegt að koma norður í íshafið, yfir 80. gr. norð- ur breiddar, og að ferðast þar inn- an um allan hafísinn, aðeins dá- lítill óróleiki yfir að króast máske inni á milli ísbreiðanna. En þaðj gekk vel að renna bátnum eftir auðu vökunum, sem aldrei lokuð- ust alveg. Rekísinn er undra tilbreytinga mikill, þegar hann er í sundurlaus um einstökum jökum, sem eru ým- ist hvítir, bláir eða grænir og ýmis lega skjóttir stundum. Og lögun1 þeirra er oft fjölbreytt og tignar- lag. Hugsaði ég oft til Kjaivals og allra þeirra undramynda, sem hann sér oft í íslenzku hraunun-j um og opnar öðrum sýn yfir. Finnst mér skaði, að hans snilli- gáfa skuli aldrei hafa fengið tæki- færi til þess að festa á léreft eitt-' hvað af dásemdum útlits hinsj „forna fjanda“ fslands, sem . svo var stundum nefndur í gamla daga. j Áður en ég sá hann, hafði mérj ekki dottið í hug, hve mai'gt er, fagurt og tilbreytingarríkt við þennan gamla óvin landsins eins og ég er nú búinn að sjá við dálítil kynni af honum — fyrst í fjörðum Grænlands, en þó miklu meira í fjörðum Spitsbergen og fyrir norð- an Vesturland úti á reginhafi. Þegar ég var þar nyrzt, var þaðan miklu styttra til Norður- pólsins, heldur en suður til ís- lands'. Fannst mér dálítið einkenni legt að hugsa til ættjarðarinnar svona langt í suðri. Hef heldur aldrei vanizt því áður. Um Noreg þótti mér bæði fróð- legt og skemmtilegt að ferðast, þótt um það skuli lítið rætt í þetta sinn. — Dálítið er af íslenzkum konum í Norður-Noregi. Hafa Norðmenn verið ötulir að krækja í þær á íslandi á stríðsárunum — eða þær i þá. Á þjóðhátíðardegi okkar, 17. júní, söfnuðust fimm slíkar saman á einum stað og buðu þangað ferða löngum til sin. Kváðu þær_ sjald- gæft að sjá ferðalanga frá íslandi þar norður frá, þar sem nú eru heimkynni þessara dætra íslands. Sátum við saman lengi dágs undir íslenzkum fánum, snæðandi margs konar góðgæti og ræðandi um ís- land og íslenzk málefni — auðvit- að alltaf á okkar kæra móðurmáli — íslenzkunni. Allar áttu þessar konur 2—4 börn, hver þeii'ra. En hugur þeirra var þó auðheyrilega mjög bundinn við ættingja heima á gamla land- inu og kunningja og æskufélaga þar. Þegar ég hef verið á ferðalögum suður um heim, hefur mér alltaf Þetta er ekki óalgeng mynd i Norður-Finnlandi, þar sem trjáflekabreiður þekja vötn og ár á leið úr stórskógum landsins a3 sögunarmyllum og pappírsverksmiðjum. Sólskin og logn við Spitsbergen - en þokusúld á Finnmörk Ferðabréf frá Vigfúsi Guðmundssyni tekizt' að hafa upp á einum og ein- um íslendingi, stundum á hinum ólíklegustu stöðum. Hef ég oft haft ánægju af þessu oftast einnig þeir íslent ég hef fundið. Ýmsir hai saklaust gaman að þessari fundvísi minni. Þahnig var það, þegar ég kom fyrir fáum árum síðan heim úr ferðalagi minu um Suður- Ameríku — um New York. Þá var á gangi sá orðrómur, að til væri stofnun þar í borg, sem seldi far- seðla í væntanlegum tunglferðum. Og þegar ég kom til íslands í þetta sinn, dundu á mér sagnir frá góð- kunningjum mínum (auðvitað í græskulausu gamni), að einn ís- lendingurinn væri búinn að panta sér far til tunglsins í þessari tungl ferðastofnun i New York. Og geta menn víst getið sér til, hver það hafi átt að vera. Um sama leyti komu nokkrar gamanvísui' í Tím- anum um ferðalög íslendinga eft- ir ágætan hagyrðing á Akureyri. Lærði ég þá seinustu vísuna og held að ég ,muni hana enn þá, sem er þó heldur óvanalegt með vísur, er ég læri á seinni árum, þótt oft séu þær perlur, blessaðarferskeytl urnar. Þessi umrædda vísa var svona: Þá ferðir um himingeim hefjast til hnattanna allt í kring, mun Fúsi efalaust fara og finna þar íslending! í Ivalo er nyrzti flugvöllur Finnlands, og þangað eru reglulegar flugferðir frá suðlægari flugstöðvum í landinu. Á sumrin eru flugferðir þangað daglegar, en að vetri tvisvar eða þrlsvar í viku. Sportvelðimennirnir eru tíðir farþegar í flugvélum þessum, og þeir eru einnig fluttirá litlum vatnaflugvélum til veiðivatna og laxáa. Spölkorn upp frá dálít- illi sjávarvík stendur reisu- legur bær á bala í stóru túni. Þarna eru lllugastaðir á Vatnsnesi. Við beygjum út af þjóðveginum og ök- um milli lágra klettanefja og klapparhyrna niður að bænum. Grasigróin sker liggja í boga um víkina framan við bæinn, og við þau eru æðarkollur á sundi með unga sína, en yfir fjörusandinum og túnjaðr- inum sveimar kríuger. Á háum, steyptum stigapalli vestan undir húsinu stend- ur húsmóðirin á þessum bæ, Jónína Gunnlaugs- dóttir, grönn og fremur smá vexti, hnigin á efri ár. Hún er fyrir örfáum dögum komin heim eftir sjúkra- dvöl í Reykjavík, en eigi að síður hefur hún mat til reiðu handa öllum hópn- Um. Og það kemur okkur ekki á óvænt, því að okkur hafði fyrirfram verið trúað fyrir því, að í margra ára- tuga búskap þessarar konu og manns hennar, Guð- mundar Arasonar, sem lézt í vetur, hafi vart nokkur maður komið að lilugastöð- um, án þess að matast þar. Þegar Jónína er sjálf spurð að því, hvort þetta sé rétt hermt, eyðir hún slíku tali, en segir þó, að algengt sé það ekki, að gestir fari, án þess að hafa þegið góð- gerðir. Það dylst engum, sem inn kemur, að þetta er gamalt ætt- aisetur með höfðingsbrag. Hér blasa hvarvetna við gamlir gripir og minjar frá genginni tíð. En þær minjar eru ekki aðeins inni, heldur einnig úti, enda bjó hér forðum sá bóndi, er kvað, þegar hann leit yfir handaverk sín úndir ævikvöld: Þegar starf mitt eftir á allt er gleymsku falið, Illugastaðasteinar þá standið upp og talið. Engin voru verk hans góð, en væri hálfmynd nokkur, Gvendur heitinn hefur þjóð hnoðað brauð af okkur. Þetta var ekki út í bláinn kveðið, því að enn tala Illuga- staðasteinar sínu þögla máli um Guðmund Ketilsson. Smiíja Natans Sama ættin hefur búið á Illugastöðum í hundrað ár og rífum þriðjungi aldar betur. Natan Ketilsson kom þangað fyrstur þessara kynsmanna árið 1824, og úti i skeri framan við bæjarvikina stendur enn hleðsla gamals húss, sem sagnir herma, að verið hafi smiðja Natans. Nú áttu kríur sér hreið- ur í grasinu í tóftinni, og eng- inn hamrar þar framar rauð- glóandi járn á steðja. En eigi að síður eru þarna minjar þess, að eitt sinn hefur smiður starf- að innan þessara grjótveggja við frumstæð skilyrði. f einu horn- inu liggja tveir steinar, sem segja sína sögu. í annan þeirra er djúp hola, en í hinn hefur verið meitluð. gróp. f öðrum steininum lét smiðurinn steðja sinn sfanda, en hinn var deigla hans. Sagan segir, að því hafi Nat- an haft smiðju sína í skerinu, að þaðan sást vel til manna- ferða í grennd við Illugastaði, en hann átti sökótt við ýmsa. Natan bjó ekki lengi á Illuga- stöðum, því að hann var myrt- ur á góu árið 1828. En þá tók við ábúð þar Guðmundur, bróð- ir hans. Og af búskap hans er mikil saga, eins og lítillega hef- ur verið vikið að. Glíman við Hlugasta'Sasteina Hann var maður hálf-fertug- ur, þegar hann kom að Illuga- stöðum, og kvæntist um það bil síðari konu sinni, Auð- björgu Jóelsdóttur. Reisti hann þegar ný bæjarhús. Síðan hóf hann jarðabætur, sem voru einsdæmi. Hann byggði hlöður Rústirnar af smiðju Natans Ketilssonar í skerinu framan við llluga- staði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.