Tíminn - 13.07.1961, Qupperneq 14
14
T f IVT I N N, fimmtudaginn 13. júlí 1961.
um umbótum. Allt' bar vott!
ujn hagleilt þann, sem ein-
kenndi hvaðeina, sem Óskar,
snerti á. í hlaðvarpanum lá
snotur lambgimbur. Lambið
reis á fætur við komu hrepp-|
stjórans og velti vöngum fram
an 1 hinn óboðna gest. Svo
fór það að virða hundinn fyrir
sér, rakka hreppstjórans.
Hundinum Þótti nóg um og
fitjaði upp á trýnið. Loks rak
hann upp óhýrt bofs rétt við
snoppu lambsins, þá hrökk
það frá, sparkaði í hlaðvarp-
ann og jarmaði. Ásmundur
renndi augum yfir hlaðið, það
hafði tekið miklum og góð-
um breytingum.
„Já, það var ekki að spyrja
að handbragðinu hans Ósk-
ars“.
Svo drap hann á dyr. Ásrún
kom /til dyra. Hún fagnaði
fóstra sínum og húsbónda og
bauð hann velkominn að Sjáv
arbakka. Hún var ekki að sjá
bæld eða beygð. Ásmundur
spurði um bónda hennar. Hún
kvað hann vera að rista hey-
torf.
— Gerðu svo vel og gakktu
í bæinn, sagði hún.
— Ekki sleppi ég hestinum
í túnið. Eg tek hann inn,
sagði Ásmundur.
— Nei, alls ekki, sagði Ás-
rún. — Eg hirði hestinn, en
fyrst fylgi ég þér í bæinn.
Ásmundur tyllti hestinum
við hestasteininn, reisti silf-
urbúnu svipuna upp við bæj
arþilið, og sagði hundinum
að vera þar. Svo sté hann inn
fyrir þröskuldinn.
— Hvað er orðið um dyra-
loftið? spurði hann og leit
upp í rjáfrin.
— Við þurftum á því að
halda annars staðar, sagði
Ásrún og lét sér hvergi bregða.
— Nú, sagði hreppstjórinn
nokkuð snöggt. Svo fylgdi
hann Ásrúnu inn göngin.
Lilja sat á rúminu sinu, og
litli Óskar spriklaði fyrir of-
an hana og hjalaði við öðu-
skel, sem hann potaði í munn
inn milli þess sem hann skoð
aði hana. Ásmundur heilsaði
Lil>u o.g drengnum og gekk
svo til innra herbergisins.
Húsfreyja bauð hpnum sæti
á öðru rúminu. |
— Eg þekki mig ekki leng-
ur á Sjávarbakka, sagði hann.
— Hér er allt svo breytt.
— Finnst Þér það? sagði Ás
rún. — Kannski. — Þú spurð-
ir áðan um dyraloftifi. Óskar
tók það til þess að þilja sund
ur baðstofuna.
— Því gerði hann þaðf Var
hún ekki ágæt?
— Þetta er þó betra og
skemmtilegra. að hafa sér-
herbergi, sagði Ásrún.
— Eg sé ekki, að það sé á
nokkurn hátt betra, sagði
hreppstjórinn. Skemmtilegra,
segir þú. Hvað hafið þið að
fela?
Ásrún roðnaði.
— Óskar er ungur, og æsk-
höfðu slna rekkjuna hvort.
Ásrúnu dvaldist úti við. Ás-
mundi leiddist einveran, hann
lauk upp dyrunum og fór að
tala við gömlu konuna.
— Sofa ekki hjónin sam-
an? spurði hann.
— Hvað veit ég um það,
sagði Lilja. — Ekki ónáða ég
þau, eftir að þau eru komin
í háttinn. — Hún hefð'i vel
getað svarað spurningunni
III BJARNI ÚR í III * A 'IRÐI:
AST MEINU M
unni fylgir viðkvæmni og ann
að viðhorf en þeim sem eldri
eru. Og svo .veiztu vel, fóstri
minn, að flest ung hjón hafa
sérherbergi. Því megum við
ekki hafa það sem aðrlr?
— Þú ert engin tepra, Ás-
rún, og átt að venja bónda
þinn af ungæðishætti, sagði
Ásmundur. — Hér eru tvö upp
búin rúm. Þið hljótið að ætla
gestum annað rúmið. í hvoru
þeirra fæ ég að sofa, ef ég
gisti hér í nótt?
Ásrún fölnaði. — Eg geri
ekki ráð fyrir því, að þú hygg
ir á gistingu nú, sagði hún.
— Og vil ég því leiða hjá mér
að svara Þér. — En hvað
hugsa ég. Hesturinn stendur
bundinn vig steinana á hlað
inu!
Og Ásrún stikaði stórum út
úr baðstofunni.
Hreppstjórinn svipaðist um
í herberginu. Allt bar vott um
snyrtimennskæ.í>ar áttu þau
samleið, hjóáRi. Óskar list-
rænn og Ásrún þrifin með af-
brigðum og húsrpóðir i hví-
vetna. Þessi baðstofuhelm-
ingur hafði sannarlega tekið
breytingum til hins betra.
Aðeins að heimilislif hjón-
anna væri eins fágað og ryk
laust og hjónaherbergið.
Hann fletti upp sængurkiæð-
unum og rumdi. Það var'víst
ekki um að villast. Hjónin
neitandi, svo oft hafði hún
séð húsbóndann í hvílu sinni,
er Ásrún gekk um seint á
kvöldin. Þá hafði hún einnig
þrásinnis sér húsfreyju í rúmi
sínu, er Óskar yfirgaf herberg
ið á morgnana. Hann fór jafn
an fyrst á fætur. En þó að
hún vissi betur, ætlaði hún
ekki að bera vitni gegn hús-
bændum sínum. Hún þóttist
sjá það á hreppstjóranum, að
hann var í árásarhug. Og hún
ætlaði í lengstu lög að standa
utan þess hildarl£&$f
— Þú veizt meira, gamla
mín, en þú lætur uppi, sagði
Ásmundur. — Sýnist Þér
hjónabandið vera eins og það
ætti að vera hjá nýgiftum
hiónum?
Lilja átti það til að vera
þrjózk. í það minnsta skyldi
hún ekki láta vaða ofan í sig.
— Þau hafa verið hér stutt
an tíma. Þú kynntist tilhuga-
lífi þeirra. Var það ekki eins
og það átti að sér að vera?
— Tilhugalífið er undirbún
ingstími og þegar það hefst
með holdsdýrkun, má við
ýmsu búast. En eftir hjóna-
vigsluna er runnið upp annað
æðra skeið mannsævinnar,
sem hverjum hjónum ber að
taka tilllt til, eigi hjónaband
ið að blessast. Og þótt tilhuga
lífið hafi verið með ýmsum
þáttum slungið, á hjónaband
ið að sveigja inn á aðrar og;
heilbrigðari leiðir, og gerir
það, ef viljinn er góður. Þið
prédikið og prédikið, en lífið
sinnir sínu, hvað sem prédik-
| unum líður, sagði Lilja.
— Jæja, Lilja gamla. Þúi
segir Það, sagði hreppstjórinn. j
, — Þú ert í raun og’ veru búin
að svara mér, þrátt fyrir var-
1 færni þína. Líttu á þetta her
j bergi. Það er óvíða, sem mað-
ur sér slikan, mér liggur við
að segja snilldarbrag, á að-
búnaði, umhirðu og umgengni|
allri, sem hér er. Þarna eru
hjónin samtaka. Eg hélt, að
sá skyldleiki, sem býr í verk-
unum, drægi þau saman, og
ég vona enn að svo verði.
— Það þýðir ekki að tala
um þetta við mig. Eg ætla mér
ekki þá reisn, að ég geti talað
á milli hjóna, þó að eitthvað
væri að, sem ég ekki veit hvað
er, sagði Lilja gamla. Svo vék
hún talinu að hversdagsleg-
um hlutum og spurði al-
mæltra tíðina.
— Nú kom Ásrún. Drengur
inn rétti hendurnar eftir
henni.
I — Taktu garminn, Liljaj
1 mín, sagði húsfreyja og gekk
j inn í hjónaherbergið.
1 — Jæja, Ásmundur. Eitt-1
hvað gengur þér fleira til með
komu þinni í dag en það eitt,
að sjá mig. Áttu vantalað við
Óskar? Eg skal kalla á hann.
— Fyrst er erindið við Þig.
— Láttu það koma.
— Hví sofif þið ekki saman,
i hjónin? Mér er sagt, að þið
j hafið ekki einu sinp'i samrekkt
j brúðkaupsnóttina.
— Þetta er nýi tíminn.
|, ^ — Segir Óskar það?
— Hann segir, að þetta
; muni koma og eigi að koma.
Það sé heilbrigður lífsmáti,
sem sigra muni.
— Heldur hann því þá ekki
fram, að hjónabönd verði
senn afnumin með öllu, og
allt gefið laust. Sá verö'i hátt
ur komandi tíma?
— Nei, það hefur hann ekki
sagt.
— Mikið var.
Nú varð stutt þögn
— Og bjóstu við því, áður
en þið voruð gefin saman, að
þið munduð framvegis sofa
sitt. í hvoru rúmi?
— Ekki segi ég Það. En ég
venst því og veit ekki, hvort
ég kæri mi,g um annað frem-
ur.
— Þá ertu önnur manngerð
en ég bjóst við. — Eg skil
þetta ekki, Ásrún. Er Óskar
virkilega að ná þeim heljar-
tökum á þér, að þú gerir þér
allt þetta að góðu frá hans
hálfu?
— Nei, alls ekki.
— Eg tala við Óskar. Hann
skal í það minnsta vita minn
vilja.
— Góði fóstri minn. Gerðu
það ekki. Skiptu þér ekki af
þessu. Þú hefur gefið mér
Óskar. Þú mátt ekki taka
hann frá mér aftur. Afskipti
þín gætu valdið Því.
— Þú segir nokkuð. Hafi ég
gefið þér Óskar, þá er það
vegna þess kraftar, sem í mér
býr. Hann má gjarnan hafa
það á tilfinningunni, að ég
sætti mig ekki við allt. E^
tala við dónann.
— Og þótt ég biðji þig, ætl
arðu samt að fara þínu fram?
— Já, nema þú sannir
með rökum, að ég fari villt.
— Hvað á ég að segja. Eg
vil, að þú látir hjónaband
mitt afskiptalaust, meðan ég
kvarta ekki. Eg er fimmtán
Fimmtudagur 13. júlí:
8,00 Morgunútvairp.
12,00 Hádegisútvarp.
12.55 „Á frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Kristín Anna Þórarinsd.).
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Lög úr óperum.
18.55 Tilkynningar.
19,20 Veðurfregnir,
19.30 Firéttir.
20,00 Tónleikar: Tilbrigði um ís-
lenzkt þjóðlag fyrir kammer-
hljómsveit eftir Hans Grisch.
Hljómsveit Ríkisútvarpsins
leikur. Bohdan Wodiczko stj.
20,25 Erlend rödd: „Þögn ómælis-
geimsins" eftir - Reinhold
Schneider. (Guðmundur Steins
son rithöfunduir).
20,45 Tónleikar: Igor Oistrakli leik-
‘ur 'vinsæl fiðlulög. A. Ginz-
burg leikur með á píanó.
21,05 Frásöguþáttur: Kynnisför til
Kent (Sigurður Gunnarsson
- kennari).
21,35 Tónleikar: Sænski-r listamenn
flytja lög úr óperettunum
„Sumar í Tíról“ eftir Benatzky
og „Viktoría og hermaðurinn
hennar“ eftir Abraham.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður
inn“ eftir H. G. Wells; II (Ind-
riði G. Þorsteinsson).
22.30 Sinfóníutónleikar: Þrefaldur
konsert fyrir fiðlu, selló, pianó
og hljómsveit í C-dúr op. 56
eftir Beethoven, Joachim
Hantzschk, Erich Neumann,
Giinther Kootsz og sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins í Leip-
zig flytja. Odissei Dimitriadi
stjórnar.
23.10 Dagskrárlok,
VÍÐFFÖRLl
Hvíti
h r a f n i n n
136
— Tilbúnir, piltar, hrópaði Ei-
ríkur, — því að Seathwyn og menn
hans geta komið í næstu andrá!
En von hans dó meðaii' hann stóð
og hughreysti merihina, þvi að
hann sá að sólin var komin hátt
á himininn og það hlaut að vera
komið langt fram yfir þann tíma,
sem Seathwyn hefði átt að vera
kominn. — Ég myndi ekki reikna
með hjálp frá föður mínum, væri
ég í ykkar sporum, sagði Hvíti
hrafninn bitur. — Þá verðum við
að komast undan, ákvað Eiríkur
og skipaði öllum að fara til leyni-
ganganna. En það var ekki lengur
nein undankomuleið, þeir voru
umkringdir alls staðar frá. Loks
fann Eiríkur eina leið. Hann skar
vænan hárlokk af Hvíta hrafnin-
um og hvíslaði einhverju að Axa,
sem festi lokkinn vandlega við ör.
Svo miðaði hann Vandlega og örin
skall í múrvegginn rétt við höfuð
Erwins og féll fyrir fætur hans.
Erwin, kallaði Eiríkur um leið, —
farðu með þennan hárlokk til
Seathwyns!