Tíminn - 29.07.1961, Page 7

Tíminn - 29.07.1961, Page 7
7 T f M I N N, laugardaginn 29. júlí 1961. i ■ m ■ a * n : i u i. - v a n i iissicimmgur er vqí enpn skilningur ÞaS virðist svo, sem ýmsir þeir , sem sltrifa í blöðin hafi ekki áttað sig á því, hve stór viðburður það var, þegar sam- vinnufélögin höfðu forgöngu um að leysa fyrir sitt leyti hin geigvænlegu verkföll, sem skoll in voru á með byrjun júní. Enn kveður við þann tón, að þau hafi með samningum sínum valdið og ráðið þeirri kaup- hækkun, sem orðið hefur í landinu. Þetta er byggt á mikl- um misskilningi. Verkföllin voru skollin á, í því áttu samvinnufélögin eng- an þátt. Atvinnurekendur og verkamenn höfðu reynt að kom ast að samkomulagi. Það tókst ekki. Sáttasenijari fékk málið til meðferðar, lagði fram sátta- tillögu og hélt marga fundi. Ekkert miðaði i samkomulags- átt. Algjör stöðvun atvinnu- veganna fyrir dyrum, ásámt stöðvun fjölmargrar þjónustu i þjóðfélaginu. Sfldveiðitíminn var framundan. Bitur reynsla lá fyrir í þess- um efnum. Langan tíma hafði vinna stöðvazt í einni mestu verstöð veraldar. I Vestmanna- eyjum, þangið sem augu aUrar þjóðarinnar mæna á vetrarver tíðinni hafði hin dauða hönd athafna'eysi >in' lcgið á útgcrð- inni eftir múljóna tap var loks samið þar um meiri kauphækk iiit heldur en samið var um í b'nu síðara verkfalli. í byrjun júní virtust allir úr- ræðalausir í þessum geigvæn- lega vanda. nema samvinnu- menn. - Aðalfundur í öðru stærsta kaupfélagi landsins bað stjórn sína að leysa þennan hnút og semja strax. Sam- vinnumenn sáu, að þetta var ekkert vit. Þeir báru enga á- byrgð á því ástandi sem skap- azt hafði, en þeir tóku að sér björgunarstarfið. Þeir neituðu að láta söguna frá Vestmanna- eyjum endurtaka sig. Þeir neit- uðu að Iáta síldveiðiflotann stöðvast. Þeir leituðu þeirra ber'tu úrræð., sem völ var á. í kjölfar þeirra samninga, sem samvinnufélögin gerðu, hefur hver samningurinn af ö’írum verið staðfestur, nokkrum sinn- um án þess að til verkfalls hafi komið, í öðrum tilfelluin eftir misheppnað hark. Nú sér þjóðin, hve þarna var forðað frá miklum voða. Síld- inni hefur verið mokað á land fyrir norðan og austan. í ver- stöðvum annars staðar hefur verið mikil atvinna. Björgunar- starf samvinnumanna, eftir að komið var í óefni, sem þeir höfðu ekki efnt til, hefur það orðið til blessunar fyrir þjóðina. Það er því mikill misskilning ur að ásaka samvinnumenn í þessum efnum, eins og nokkuð hefur borið á. Ásökunarefnanna er að leita hjá öðrum. P.H.J. Aukiö starf - ktt þjónusta Kaupféiag Þingeyinga hefur á síð- ustu árum fært út kvíarnar á ýmsan hátt ,stofnað útíbú í sve/Lum og aukið þjónustu og starfsemi á Húsa- vík með ýmsum hætti. Ekki alls fyr- ir löngu kom það t.d. upp velbúinni ferðamiðstöð, þar sem um er að ræða sameiginlega afgreiðslu fyrir ýmis farartæki, bifreiðar, flugvélar og jafnvel skip, Er þar góð og vel búin biðstofa í afgreiðslusal, og er þetta til fyrirmyndar talið. í fyrra var byggð á Húsavík upp úr eldra húsi rúmgóð og hentug olíu-afgreiðslustöð á vegum kaupfé- lagsins fyrir Essó-olíur og benzín á staðnum. Sýnir efri myndin þetta hús, en olíuafgreiðslu þessari fyrir Húsavík og meginhluta S.-Þingeyjar- sýslu, veitir Sigtryggur Albertsson forstöðu. Neðri myndin er af hinu snotra útibúshúsi K.Þ. í Reykjahlíð við Mý- vatn. Þar er stór sölubúð með kram- vöru ýmiss konar og jafnframt ágæt ferðamannaverzlun. Útibússtjóri þar er lllugi Jónsson. (Ljósm : Guðm. Ágústsson). M'/.V.V '.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V. INGOLFUR DAVIÐSSON GRÓÐUR og GARÐAR Skordýr ýmis hafa verið mik- i.ð á ferli í sumar, enda góð- viðrasamt að jafnaði. Trjálauf er víða skemmt af lús og maðki; jafnvel vafið í hnút utan um óþrifin, t.d. á álmi og ribsi. — Kartöflugrös urðu all víða fyrir nokkru áfalli af næturfrosti — einkum í lægð- um — í júnílok. Kartöfluhnúð- ormasmitaðir garðar eru nú víðast lagðir niður, nema á Eyrarbakka ,og í minna mæli á Akranesi — og helzt pestin við enn þá á þessum tveimur stöðum. Eitthvað ber e-nn á æxlaveiki í káli og rófum. — Veikin lifir í moldinni árum saman. Getur borizt með búfjár áburði, sem jurtaleifar úr sýkt um görðum hafa lent í. Ef bú- fé étur sýkt kál eða rófur, ganga sýklarnir niður af því, og geta lent í áburðinn. Mest hefur samt æxlaveikin dreifzt með jurtum til gróðurset-ning- ar úr smituð'um uppeldisreit- um. Má venjulega rekja slóð sýkinnar til uppeldisstöðva, þar sem nægilegrar varúðar eða samvizkusemi hefur ekki verið gætt. Tími er til kominn að úða gegn kartöflumyglu í sunnan- verðu landinu. Undanfarin ár hafa aðallega verið notuð kop- arlyf, t.d. Perenox o.fl., og gef izt vel. Dálítif} hefur og verið flutt inn og notað af zineb-lyfj um (Ditkane), síðustu árin, en full reynsla ekki komin af þeim enn þá. Fer tvennum sögum af þeim erlendis, þ.e. þau reynast yfirleitt vel gegn myglu í hlýju loftslagi, en miður eða misjafn lega í svölum löndum, (vel í Frakklandi, misjafnlega á Nið- urlöndum; fremur illa í Finn- landi). Jarðvegurinn virðist einnig hafa sín áhrif. Á Niður- löndum reyndust mun meiri mygluskemmdir á kartöflum, sem ræktaðar voru í leirjarð- vegi, ef grösin höfðu verið úð- uð með zineb, heldur en ef koparlyf voru notuð. En zineb reyndist fullt svo vel á kart- öflur ,ræktaðar í sandjörð. Fleira einkennilegt hefur komið í Ijós. Sum kopariyf t.d. Bordeauxvökvi, auka útgufun kartöflugrasa og laufs, sem þeim er úðáð á og hækka jafn framt hitann í blöðunum. Get- ur þetta aukið frostnæmi kart- öflugrasanna. Raki loftsins hef ur einnig sín áhrif. Þannig valda koparlyf fremur sviðn- unarkenndum í röku loftslagi en þurru — t.d. á ávaxtatrjám. Ekki verður allt læknað meg lyfjum. Hentug vaxtarskil.yrði eru vitanlega undirstöðuatriði allrar ræktunar. Nú er mikið notaður tilbúinn áburður — köfnunarefni, kali og fosfór — tiltölulega hreinn, efnafræði- lega. Við langvarandi notkun hans eykst hættan á, að hörg- ull verði á snefilefnum, t.d. bór, mangan, maljbden o.fl. Sést árlega bórskortur í rófum, einkum í sandi og holtajörð, — Maljbdenskortur sést allvíða í blómkáli í sumar. Myndar þag þá engin eða lítilfjörleg höfuð. Þetta er hægt að fyrir- byggja með því að bera á í tíma örlítið af snefilefnum — helzt þegar að vorinu. IVIeinkvikindi sækfa fast á gróðurinn i sumar !_■_■• ■■_■_! * A vídavangi Orlög toppkratanna Óánægjan í Alþýðuflokknum magnast nú með hverjum degi og er engin furða, að þeim, sem liafa haldið, ag þeir væru að efla jafnaðarstefnuna, sé farið að blöskra. Toppkratarnir í ríkis- stjórninni eru að missa alla til- trú, því að þeir hafa gengið of Iangt í íhaldsþjónkuninni og nú hóta þeir daglega í Alþýðublað- inu, að þetta sé nú bara byrjun- in og'forsmekkurinn að „jafnað- arstefnunni á atómöld“ eins og Gylfi kallar íhaldsþjónkun sína. Hugarfarsbreytingin hjá foringj um Alþýðuflokksins er að verða öllum ljós. Hún liggur einnig skjalfest fyrir, svo að eniginn ætti ag þurfa að efast þar um. Gylfi Þ. Gíslason núverandi viðskipta- málaráðherra ritaði grein í Al- þýðublaðið í nóvembermánuði 1957 og sagði þar meðal annars: „Ef liið opinbera fylgir þeirri stefnu í efnahagsmálum sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyr- ir, má ganga út frá því sem vísu að samtök launþcga beitir sér gegn henni. Baráttan gegn verð- bólgunni verður ekki háð undir merkjum Sjálfstæðisflokksins. Sigur á henni verður ekki unn inn með aðild hans.“ Þetta sagði Gylfi 1957 — fyrir aðeins fjórum árum. í tvö og hálft ár hefur liann verið að framkvæma þá stefnu, sem hann varaði sem alvarlegast vig 1957 og fordæmdi manna harðast. — Hvað hefur breytzt? Breyttust aðstæður svo gjörsamlega á rúmu ári? Nei, það er Gylfi, sem hefur breytjst og honum hefur með hjálp Emils oig Guðmundar tekizt að draga Alþýðuflokkinn með sér. — Er nema von, að hinum almennu kjósendum AI- þýðuflokksins, sem eflt hafa flokkinn í þeirri trú, aíí þeir væru ag kjósa verkalýðsflokk, er hefði jafnaðarstefnuna á odd- inum, fari að þykja mælirinn verða orðinn fullur? Toppkratarnir sitja allir í há- launuðum embættum og hafa á sér stórbokkasnið í hvívetna — slitnir úr tengslum við alþýðu manna — hvorki skilja þarfir þeirra, né virða rétt þeirra. — Vegna þessa er Alþýðuflokkur- inn orðinn skrumskæling ein af frjálslyndum verkamannaflokki, sem liann þó var vissulega með an þeirra Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimarssonar naut við. Varna'ðarhróp for- dæmdrar sálar Leiðari Alþ.bL í gær ber nafn ig „Varnaðarorð“. Er þar verið að vara Framsóknarmenn við að eiga samstarf við Alþýðubanda- lagið. Kommúnistar ætli að gleypa Framsóknarflokkinn. — Þessi leiðari er eins og hróp fordæmdrar sálar frá Helvíti, er hrópar varnaðarorð úr vítiseld- inum. Tíminn vill þakka Alþýðu flokknum fyrir hugulsemina. Það efast víst enginn um, eftir þenn- an leiðara, að Alþ.fl. brennur liagur Framsóknarmanna mjög fyrir brjósti. Krataormurinn hrópar kveinstafi og varnaðarorg úr kviði íhaldsins til Framsókn- armanna: Látið ekki gleypa ykkur líka!! Gunnar bognar Gunnar Thoroddsen virðist vera farinn að bogna undan gagnrýni Tímans á hegðan hans og störfum sem fjármálaráð- herra. Hann lofar nú ag láta Ioks uppi hver afkoma ríkissjóðs hafi orðið á árinu 1960. Það hefur verið siður fjármálaráð- herra að gefa þingmönnum bráða (Framhald á 15. siðui.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.