Tíminn - 30.07.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, smniudagiim 30. júlí 1961.
5
Útgetandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN.
Framicværadastjóri: Pómas Arnason Rit-
stjórar: Þórarmn Þórarmsson láb j. Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason FulltrúJ rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: EgiU Bjarnason - Skrifstofur
i Edduhúsmu — Símar: 18300—18305
Auglýsmgaslmi: 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — PrentsmiðjaD Edda h.t
—/
Tvöfeldnin í vegamálunum
Enn stendur verkfall vegavinnumanna yfir végna þrá-
kelkni Ingólfs Jónssonar, brúarmálaráðherra. Vegavinnu-
menn fara aðeins fram á það, sem öll verkalýðsfélög í
landinu hafa þegar samið um við vinnuveitendur og Ing-
ólfur Jónsson hefur þegar veitt símavinnumönnum, sem
eru hliðstæður starfshópur, það sem vegavinnumenn fara
fram á. Tvöfeldni brúarmálaráðherrans á Hellu er með
eindæmum í þessu máli. Hann neitar vegavinnumönnum
um 27 krónur á dag upp i fæðiskostnað vinni þeir fjarri
heimilum sínum, en semur daginn eftir við símavinnu-
menn um 30 krónur á dag undir sömu kringumstæðum.
Ástæðan fyrir því, að ríkisstjórninni þykir gott að láta
vegavinnu falla niður í sumar mun vera hörmuleg afkoma
ríkissjóðs. „Viðreisnin“ hefur orðið enn meiri en svæsn-
ustu íhaldsmenn þorðu að vona. Kaupgeta almennings
hefur verið lömuð svo mikið og samdráttur svo mikill í
framkvæmdum og atvinnu, að stórlega hefur dregið úr
tekjum ríkissjóðs og mun nú þegar vera allt að því 200
milljón króna halli á ríkissjóði á þessu ári. Ríkisstjórn-
inni er því ósárt um þótt vegalagnir og viðhald vega legg-
ist niður og kærir sig kollótta, þótt vegir verði illfærir og
bíði varanlegar skemmdir. Ríkisstjórnin lætur sér ekki
nægja að skera stórkostlega niður fjárframlögin til veg-
anna heldur beitir hún brögðum til að losna við að greiða
þau af hendi. — Þannig eru öll störf þessarar vandræða-
stjórnar.
Óhæfilegur dráttur
Það kemur nú víða fram, að tómahljóð er í ríkissjóði
og er orðinn óvenjulegur og óhæfilegur dráttur á ýmsum
greiðslum hans. Gunnar fjármálaráðherra tók því fagn-
andi, er vegaverkfall skall á og gerði róttækar ráðstafanir
með hjálp Ingólfs til þess að halda því sem lengst, svo að
ríkissjóður þyrfti ekki að greiða af hendi hið nauma og
niðurskorna vegafé um sinn.
Aðrar greiðslur úr ríkissjóði hafa einnig tafizt óhæfi-
lega að undanförnu. Það eru niðurgreiðslur ríkissjóðs á
landbúnaðarafurðir. Föst venja hefur verið undanfarið
um allmörg ár, að ríkið hefur innt greiðslur þessar af
hendi svo sem mánuði eftir að sala hefur farið fram og
skýrslur um hana gefnar. Nú bregður hins vegar svo við,
að ríkissjóður er orðinn tveim mánuðum eða þó nær þrem
á eftir með þessar greiðslur sínar. og er þetta farið að
valda sölufyrirtækjum landbúnaðarvara og framleiðend-
um vandræðum.
Þótt svona sé ,,sparað“ hjá ríkissjóði á tveim stórum
gjaldaliðum um þessar mundir, lýsir Gunnar fjármálaráð-
herra yfir, að lausaskuldir ríkissjóðs i bönkum hafi orðið
200 millj. í byrjun þessa mánaðar, og mun það hærra en
nokkru sinni fyrr. Viðreisnin er farin að kreppa illa að
ríkissjóði, enda varla um þá hagsýni að ræða í meðferð
ríkisfjár, að standist slíkar raunir En eigi að síður er
það bót í máli fyrir fjármálaráðherra að geta sótt hömlu-
laust lán í Seðlabankann á sama tíma og sparifé lands-
manna er fryst þar fyrir öðrum, og atvinnuvegirnir og
þjónustufyrirtæki almennings verða að berjast við hina
tilbúnu lánsfjárkreppu ríkisstjórnarinnar.
r
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
t
?
?
?
?
*v*v •V*V*V»V*V*V*V*V V-tV*'
Hoffa segist ætla að leggja
undir sig öll Bandaríkin
James R. Hoffa hefur í hyggju aS leggja undir sig þann stjórnmálaflokk-
inn, sem undir veríur í forsetakosninggunum 1964, og við kosningarnar
1968 muni hann ráfta Jjví hver verftur forseti Bandarikjanna.
Hann hefur eins mikil
völd og forseti Bandaríkj-
anna og mun reyndar sjálf-
ur setjast við skrifborðið í
Hvíta húsinu einn góðan
veðurdag, segja nú margir í
Bandaríkjunum um James
R. Hoffa, sem nýlega var
endurkjörinn formaður á
þingi verkalýðssambands
flutningabifreiðastjóra í
Miami fyrir skömmu. —
Hoffa var ekki einungis
endurkjörinn heldur fékk
einnig vald frá hinum 2000
fulltrúum á þinginu til að
gera næstum hvað sem er,
til að gera verkslýðssam-
bandið sterkara. Á síðustu
árum hefur Hoffa þessi
verið mjög umdeildur mað-
ur og hefur legið undir á-
sökunum kollega sinna
í verkalýðssamstevounni
AFL—CIO fyrir spillingu,
glæpastarfsemi og hvers
konar misnotkun valds inn-
an verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Hoffa hefur fram að þessu
sloppið — hann er sleipur sem
áll og hefur 40 lögfræðinga sér
við hlið og þeim hefur tekizt
að koma honum ósködduðum
frá dómsrannsóknum. Núver-
andi dóms'málaráð'herra, Robert
Kennedy, bróðir forsetans,
hafði með höndum eina slíka
rannsókn á sínum tíma, en
Hoffa gekk honum úr grepium.
Á þinginu í Miami var Hoffa
kjörinn með öllum þorra at-
kvæða, aðeins um 20 fulltrúar
greiddu ekki atkvæði.
Hoffa er einvaldur yfir verka
lýðsfélagi, sem tæplega 2 millj.
manna eiga aðild að, flutninga-
bifbreiðastjórar um öll Banda-
ríkin. Hann þarf ekki nema
depla auga til að lama gersam-
lega aíla vöruflijtninga og þann
iðnað, sem er háður vöruflutn-
ingum með flutningabifreiðum.
Hoffa sagði eftir þingið í
Miami, að hann myndi ekki fara
þannig að við að styrkja verka-
lýðssambandið — hann myndi
beita öðrum ráðum.
Það, sem gerir Hoffa hættu-
legan, er fyrst og fremst ákvörð
un þingsins um að gefa honum
vald til að taka upp í samband-
ið hvern þann, sem honum lízj,
JAMES HOFFA
— verður hann forseti
Bandaríkjanna?
á og þannig verður sambandið
ekki lengur bundið við vörubif
reiðastjóra eina. Hoffa hyggst
nota þetta nýja vald til að koma
ár sinni fyrir borð í verkalýðs-
félögum iðnaðarmanna og í iðn
aðarfyrirtækjum — og því ekki
einnig á Bandaríkjaþingi og í
Hvíta húsinu. Hoffa lýsti þvi
yfir á þinginu í Miami, að hann
myndi setja af stað pólitíska
áróðursvél, sem myndi leggja
undir sig Bandaríkin, borg eft-
ir borg og ríki eftir ríki. Hann
myndi gera hvern sem er að
félaga í verkalýðssambandinu
— sölumenn, sem selja ísskápa
og ryksugur ekki síður en fót-
boltadómara og geimfara. Og á
Bandaríkjaþingi mun ég hafa
harðsnúið lið, sem mun tala
máli mínu við þingmenn og
stjornvöld, sagði Hoffa.
Til alls þessa þarf að sjálf-
sögðu mikið fé og Hoffa hefur
fengið það til umráða. Gjöld til
sambandsins voru hækkuð stór-
kostlega og tekjur sambandsins
þannig auknar um rúman helm
ing og nema nú árlega 900
milljónum króna. Laun Hoffa
voru einnig hækkuð úr 2
milljónum í 3 milljónir króna
á ári og þar að auki hefur
Hoffa næstum ótakmarkaða
risnu. Hann er nú langsamlega
hæst launaði verkalýðsleiðtogi
í Bandaríkjunum og hafa þó
ýmsir drjúgan skilding upp úr
krafsinu.
Nokkur óvissa ríkir um það
enn, hvort AFL—ClO-samsteyp-
an tekur verkalýðssamband
Hoffa upp í samtökin. — All-
mikið fylgi er fyrir því innan
AFL—CIO að taka Hoffa í sam-
tökin til að gera samtökin öfl-
ugri, en nokkuð þykir hafa
blásið á móti undanfarin ár.
V erkalý ðssamband Hoffa var
rekið úr samtökunum á sínum
tíma, en nú hafa verið sett lög
um þau atriði, sem voru þess
valdandi, að Hoffa var vikið
frá. Það eru hin svokölluðu
Landrum-Griffin-lög, sem eiga
að tabmarka spillingu og mis-
notkun valds innan verkalýðs-
félaganna.
Eftir þingið í Miami getur
enginn efazt um þag lengur, að
Hoffa befur verkalýðssamband
sitt óskipt að baki sér. Það hef-
ur verið þaggað niður í þeim,
sem gagnrýnt hafa starfsaðferð
ir Hoffa og siðleysi hans. Þeim
er bent á, að „bróðir James“,
eins og Hoffa er kallaður, hafi
tryggt félögum hærri laun og
meiri fríðindi en öðrum verka-
lýðsleiðtogum hefur tekizt.
En hvað langt tekst Hoffa að
komast? Tekst honum að kom-
ast alla leið inn í Hvíta hsúið?
Þannig spyrja menn í Banda-
ríkjunum nú. í viðtali við blaða-
menn eftir þingið í Miami, sagði
Hoffa m. a.: — Ungir, harð-
skeyttir menn munu taka að sér
forustuna í veikalýðsmálum
Bandarikjanna og ég mun
standa í þeirra hópi. Við erum
staðráðnir í því að leggja undir
okkur þann stjórnmálaflokkinn,
sem verður undir við forseta-
kjörið 1964. Við munum gera
hann að flokki verkalýðssam-
bandsins og við næstu forseta-
kosningar þar á eftir, við kosn-
ingarnar 1968, munum við ráða
því hver verður forseti Banda-
ríkjanna, sagði James R. Hoffa.
Ferðaskrlfstofan Saga hef-
ur skipulagt svonefndar „IT"-
ferðir (Inclusive Tours) víða
um heim í samvinnu við
helztu flugfélög, skipafélög,
járnbrautarfélög, ferðaskrif-
stofur, gistihús og aðra slíka
aðila. Hér er um einstaklings-
ferðir að ræða, sem eru skipu-
lagðar fyrir fram, og greiðist
allur ferðakostnaður, áður en
farþeginn leggur af stað. Eru
ferðirnar um fjörutíu talsins
til flestra landa Evrópu. Hefur
Saga gefið út bækling nýlega,
og er þar að finna nákvæmar
áætlanir um ferðirnar ásamt
upplýsingum.
Ferðir af þessu tagi eru mjög
Saga skipuleggur „IT“
ferðir víða um heim
algengar erlendis, en þetta er í1
fyrsta skipti sem íslenzk ferða-
skrifstofa tekur að sér að annast
þær. Eins og nafnið bendir til,
er ýmislegt innifalið í verði far-
miðanna, auk ferðarinnar fram og
til baka. Má þar til dæmis nefna
gistingu og morgunverð, þar sem
dvalizt er, og allar lerðir milli
fyrirfram ákveðinna ákvörðunar-
staða. Eru þessar ferðir mjög hag-
l.væmar og ódýrari flestum öðr-
um. Ferðamennirnir verða að
fylgja ákveðinni áætlun, en þeir
eru sjálfráðir að því, hvort þeir
ferðast eins síns liðs eða í hópum.
Þeir eru og yfirleitt sjálfráðir um
brottfarardaga, og ekki bundnir
við að ferðast á ákveðnum árstím-
um. Ferðaáætlanir, sem bækling-
urinn hefur að geyma, gilda til 1.
júní 1962, og veitir hann upplýs-
ingar um fjörutíu til fimmtíu
ferðir. Þarf ferðafólk ekki annað
en velja sér ferð, og þar með er
allt klappað og klárt. Bæklingur-
inn er ókeypis afhentur þeim, er
þess óska, og liggur hann frammi
hjá öllum umboðsmönnum og
skrifstofum Flugfélags fslands,
Loftleiða og Pan American. Ferða-
skrifstofan Saga veitir auk þess
allar frekari upplýsingar varð-
andi ferðirnar.
/